Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1999, Blaðsíða 10
28 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 jólaundirbáningurinn í E desember. Guðjón Már Guðjónsson í Oz: Möndlugrautur með malti Hvað borðar þú á aðfanga- dagskvöld? „Ég borða meiri háttar góðan svínahamborgarhrygg og hef alltaf gert. Á undan honum er möndlugrautur, sem ég get ekki borðað nema hafa malt út á hann. Það er dularfullur siður sem ég lærði af afa mínum. Ég hef ekki hugmynd um hvemig hann er til kominn. 1 eftirrétt erum við alltaf með heimatilbú- inn ís.“ Hvað með gamlárskvöldið? „Það er breytilegt en við reynum að hafa ekki alltaf það sama. Það getur verið allt frá kalkúni til þess að hafa aftur svínahamborgarhrygg, eða eitt- hvað annað svínakjöt. Matseð- illinn þetta árið hefur ekki enn verið ákveðinn." Guöjón Már Guðjónsson í Oz: „Þaö getur veriö allt frá kalkúni til þess að hafa aftur svína- hamborgarhrygg." Karl Guðmundsson leikari: Hjá dóttur minni Hvað borðar þú á aðfangadags- kvöld? „Ég veit það ekki. Ég verð hjá dóttur minni og ræð engu um það.“ Hvað með gamlárskvöld? „Það hefúr engu verið ráðstafað með það ennþá, svo ég hef ekki hugmynd um það hvað ég borða.“ Karl Guðmundsson lelkari: „Ég hef ekki hugmynd um þaö hvaö ég boröa." Agnar Sverrisson, Karl Davíðsson og Reynir Magnússon matreiðslumeistarar vaka yfir pottunum á Sógu. „Útlendingarnir eru hingað komnir m.a. til að horfa á okkur skjóta upp flugeldunum um áramótin. Þeim veröur boðið upp á lamba-fille í aðalrétt." Radisson SAS - Hótel Saga: Aldamótamatseðill á Grillinu - 400 útlendingar njóta áramótanna í Súlnasal þar sem '69-kynslóðin er á nýársdag ar Sverrisson en auk hans munu pottunum á Sögu, þeir Karl Dav- tveir aðrir meistarar vaka yfir íðsson og Reynir Magnússon. Aldamótamatseðillinn á Grillinu Mikið í seðilinn lagt. Um 400 útlendingar verða í mat í Súlnasal Radisson SAS - Hótel Sögu um áramótin. Auk þess verður sérstakur aldamótamat- seðill á GrUlinu með um 90 gest- um og '69-kynslóðin er í Súlna- sal á nýársdag, en þar munu um 400 manns njóta aldamótamat- seðils. „Útlendingarnir eru hingað komnir m.a. til að horfa á okkur skjóta upp flugeldunum um ára- mótin,“ segir Reynir Magnússon matreiðslumeistari. „Þeim verð- ur boðið upp á lamba-filie í aðal- rétt. Á Grillinu á gamlárskvöld og í Súlnasal á nýársdag verður heldur meira í lagt og matseðill- inn eins og best getur orðið. Það kostar líka skildinginn, eða þrjá- tíu og tvö þúsund á mann.“ Yfirmatsveinn aldamótamat- seðilsins í GrUlinu verður Agn- Sérstakur matseðUl verður einnig fyrir um fjögur hundruð erlenda ferðamenn sem snæða í Súlnasalnum á gamlárskvöld. Ostrur og kampavín Humar með krabbaravíoli og tómat-confit Gæsalifrar-terrine Steikt hörpuskel með smokkfiskörmum og bleksósu VUlisveppaseyði með trufllum Hreindýrahryggur með steinseljurót og ætiþistlagratini Hvítt súkkulaði með kókosfroðu Dessert anno 2000 Kaffi og petits-fours Þetta verður á borði erlendu gestanna: Laxa- og skötuselshnappar með andalifrar-terrine og ristaðri hörpuskel Tómatseyði með basU og osta- kexi Lambahryggsvöðvi með gulstöngulskel, framreiddur með kartöfluturnum og villisveppaijóma Hvít súkkulaðimús með jarðarberjum Kaffi og te Veitingastjóri og skemmtikraftur kvöldsins er Bergþór Pálsson, en Stefán Jökulsson og Sigrún Eva leika fyrir dansi. Lax & síld Góðgœti d jólaborÓiÓ ö ÍSLENSK MATVÆLI LAX ER EÐALFISKUR 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.