Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 19
Kaffileikhúsið: Kertaljós og kræsingar Senn líður að jólum er yfirskrift jóladagskrár sem þær Alla, Ema og Anna Sigga flytja í Kaffileikhúsinu annaö kvöld. Þær stöllur hafa und- anfarið sungið lög Jónasar Árna- sonar við góðar undirtektir. Á þessum sérstöku jólatónleikum fá þær til liðs við sig söngkonuna og jólaengOinn Kristínu Emu Blöndal og jólasveininn og bassaleikarann Guðmund Pálsson. Tónleikamir eru liður í söngdagskrá Kaffileikhússins sem ber nafnið Óskalög landans. Þessi glaðværi hópur mun losa landann við jólastressið með ein- stökum flutningi á hugljúfum jóla- perlum sem hafa verið vinsæl í flutningi ekki ómerkari fólks en Ellýjar og Vilhjálms, Brunaliðsins og Bing Crosby. mber • 1*1** * * urinn t Hildur Helga Siguröardóttir, biaöamaöur og þáttarstjórnandi: “Það ætti að fá sænskan skólasálfræðing til að ráðleggja foreldrum um skógjafir jólasveinsins." • Jólagetraun • Jólasögur • Þorláksmessuskatan • Hrekkjóttir jólasveinar Jólaþrennan: Alla, Erna og Anna Sigga halda jólatónleika. Kolféll fyrir þess- um gítar „Music Man Axis Supersport," svaraði Ingvar Valgeirsson í Tóna- búðinni að bragði þegar hann var beðinn að velja sér jólagjöf í versl- uninni. Það sem Ingvar átti við var rafmagnsgítar af fyrmefndri gerð. „Ég kolféll fyrir honum um leið og ég sá hann. Þetta er amerískur gítar og ekki spillir fyrir að hann er upp- haflega hannaður af Eddie Van Halen. Ég hef bara ekki séö fallegri grip né prófað betra hljóðfæri," seg- ir Ingvar. Ingvar er vanur að skemmta f]öl- skyldu og vinum með gítarleik auk þess sem hann treður oft upp á krám bæjarins. „Nýi gítarinn myndi henta vel til þeirra verka og aldrei að vita nema ég myndi leika þessi tvö jólalög sem ég kann,“ segir Ingvar Valgeirsson. Ingvar Valgeirsson: „Aldrei aö vita nema ég myndí leika þessi tvö jólalög sem ég kann.“ Hildur Helga Sigurðardóttir þáttarstjórnandi: Fórna mittismálinu fyrir góð jól - og sé ekki eftir því „Við reynum alltaf að hafa notalega stemningu á aðventunni en við erum öll útivinnandi í fjölskyldunni og þess vegna getum við kannski ekki legið á meltunni allan desember," segir Hild- ur Helga Sigurðardóttir, blaðamaður og þáttarstjómandi... þetta helst. Hún á fimm ára son og segir að hann geri það að verkum að hún sjái jólin á ann- an hátt og skemmtilegri en áður. „Mér finnst reyndar allur október og nóvem- ber fara í að vemda bömin fyrir ótímabærum æsingi vegna jólahátíð- arinnar sem fram undan er. En ég held að verslunareigendur dragi í land þegar þeir frnna viðbrögð neytenda." Föndurdagurinn besti dagur ársins Hildur Helga segfe þó að þrátt fyr- fe þessa skoðun sina sé einn besti dagur ársins þeg- kr hún fer með öðr- um foreldrum á fóndurdag í Öldu- kot, leikskóla sonar síns. „Þar búum við líka til jólakort og kjör- orðið er að ekki sé til neitt sem heitfe ofskreytt jólakort," segfe ) Hildur lS Helga mk og brosfe. Hún segfe að fjölskylda sín sé ekki mikið fyrfe jólahefðfe. „Við höf- um samt alltaf þá reglu að fara út í skóg þegar um tíu dagar era til jóla og höggva okkar eigið jólatré. Þá fmnast mér jólin vera vfekilega að koma.“ Tveggja ára kalkúnn í jólamatinn „Fyrfe tveimur árum komst ég í svo mikið jólaskap þegar við vorum búin að höggva tréð að ég fór upp að Reykj- um í Mosfellsbæ og keypti stærsta kalkún sem ég gat komist yfir. Kalkúnninn er reyndar enn í frystin- um og bíður þolinmóður eftfe matar- gestunum sem ég á enn eftfe að bjóða,“ segfe Hildur Helga og hikar aðeins. „En þetta er allt í lagi, ég hafði einu sinni í matinn þriggja ára gæs sem lukkaðist bara vel.“ Hildur Helga segfe að annars sé mikið áhyggjuefni henn- ar þessa dagana hvemig eigi að fara með skógjafir jólasveinsins. „Þetta er algjört sálarstríð, ég togast alltaf á milh þess að aga drenginn og að valda honum ekki óbætanlegu tjóni á sálinni með því að láta hann fá kartöflu í skó- inn ef hann er óþekkur. Það þyrfti að fá sænskan skólasáifræðing til lands- ins tO að ráðleggja foreldrum um þetta,“ segfe Hildur Helga. Tyrkneskir farandverka- menn í jólaboðið Hildur Helga fer alltaf ásamt manni og bami í boð til foreldra sinna á að- fangadag. „Við borðum alltaf rjúpur og svo er ris á l’amande í eftirrétt með möndlu. Svo er að sjálfsögðu möndlu- gjöf sem mamma velur og hún er alltaf mjög óvenjuleg. Mamma hefur furðu- legt skopskyn þannig aö maður veit aldrei á hverju er von.“ Hildur Helga segfe að í jólaboðið á aðfangadag komi alltaf fastur kjami úr fjölskyldunni en oftast bætist flefei við eftfe því sem verkast vill. „Þegar ég bjó með fjöl- skyldunni í Kaupmannahöfn á ung- lingsárunum komu alltaf tyrkneskfe farandverkamenn til okkar. Fæstfe þeirra vora kristnfe og áttu daufa vist á jólunum þannig að við buðum þeim að gera sér glaðan dag með okkur. Þannig höfum við haft að leiðarljósi í íjölskyldunni að þefe bjóði gestum til sín sem geta á jólunum." Fóma mittismálinu fyrir góðjól Að lokum vildi blaðamaður forvitn- ast um hvort Hildur Helga hefði ein- hverjar sérstakar áætlanfe um hátíða- höld um þessi jól og áramót vegna komandi árþúsundamóta. „Ég er í fríi úr vinnunni milli jóla og nýárs og við stefhum á algjört lúxuslíf þangað til tömin byrjar aftur eftfe áramótin. Ég er tilbúin að fóma mittismálinu fyrfe góð jól og sé ekki eftfe því,“ segfe Hild- ur Helga Sigurðardóttfe. -HG SÉRVALIN JÓLATRÉ ★FALLECRI TRE ★ LÍTIL $EM STÓR ★ ENOIR RUNNAR ★ BETRA VERÐ OPID TIL kl. 22°° ÖLL KVÖLD TIL IÓLA A K A ^A miklatorgi V/BSÍ ALASKA S. 562 2040 E LSTA JÓLATRÉSSALA Á ISLANDI SENDUM UM LANP ALLT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.