Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 1
19 Þeir bestu reka fæsta af velli (j£> Magnús Már Póröarson tryggði íslandi jafntefli gegn Ítalíu, 20-20, á alþjóðlega mótinu í Hollandi í gærkvöld. Rekinn í hálfleik - forsetinn tók viö Toni Schumacher, fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóð- verja í knattspymu, var rek- inn úr starfl þjálfara B-deiid- arliðsins Fortuna Köln í hálf- leik þegar liðið lék gegn Mannheim í gærkvöld. Að- stoðarmanni hans, Ratf Minge, var sömuleiðis sagt upp störfum og þeir yfirgáfu leikvanginn þegar í stað. Fortuna var 0-2 undir í hálfleik og það var meira en forseti félagsins, Jean Lör- ing, þoldi. Hann sagðist aldrei hafa séð lélegri leik hjá Fortuna, rak félagana tvo og stjórnaði liðinu sjálfur í seinni hálfleik. Ekki batnaði leikur Fortuna sem steinlá að lokum, 1-5, og situr nú í þriðja neðsta sæti deildar- innar. Áhugi fyrir liðinu hefur snarminnkað að undanfornu og aðeins 700 manns mættu á leikinn í gærkvöld. -VS Hlynur og Alexander á leið til Regensburg - sem vffl þá félaga fyrir næsta tímabil Þýska handknattleiksliðið Regensburg er á höttunum eftir Hlyn Jóhannessyni markverði og Alexander Amarsyni, línumanni úr HK. Regensburg hefur boðið þeim félögum út eftir áramótin og dvelja þeir í fimm daga ytra þar sem aðstæður verða skoðaðar og rætt við for- svarsmenn liðsins. Regensburg leikur i C-deild þar sem það er 1 efsta sæti. Það bendir því margt til þess að liðið fari upp og er stefnan að styrkja liðið enn frekar fyrir næsta tímabil og með það í huga hefur áhugi liðsins beinst að félögunum úr HK. Þjálfari Regensburg er Tékkinn Rudolf Havlik sem þjálfaði á sín- um tíma HK-liðið og þekk- ir hann vel til Hlyns og Al- exanders. Með félaginu leikur einnig gamall HK- maður en það er enginn annar en Tékkinn Michal Tonar sem lék með Kópa- vogsliðinu í nokkur ár við góðan orðstír. Línumaðurinn Sedlik frá Tékklandi leikur einnig með Regenburg og hefur hann staðið sig vel í vetur. -JKS Hlynur. Arnar til Breiðabliks Arnar Hallsson, knattspyrnumaður úr Víkingi, er á leið til úrvals- deildarliðs Breiðabliks. Amar er 27 ára varnarmaður og lék 15 leiki með Víkingum í úrvalsdeildinni siðasta sumar. Hann hefur æft með Kópavogsliðinu að undanförnu og aðeins er eftir að ganga formlega frá félagaskiptum hans. Breiðablik hefur þegar fengið Karl Finnboga- son og Georg Birgisson frá Keflavik en engan leikmann misst þannig að hópur Blika hefur styrkst talsvert. Milljón pund er ekki nóg - til að Lilleström vilji selja Heiðar til Watford Forráðamenn norska knattspyrnuliðsins Lilleström hafa komið þeim skilaboðum til enska A-deildarliðsins Watford að það vilji fá meira en eina milljón punda, eða 117 milljónir króna, fyrir ís- lenska landsliðsmanninn Heið- ar Helguson en eins og fram kom í DV í gær bauð Watford þá upphæð i Heiðar. Lilleström er reiðbúið að ræða um sölu á Heiðari berist hærra tilboð frá Graham Taylor knattspyrnustjóra Watford. Beint í byrjunarliðið fyrir 117 milljónir Norðmaðurinn Tor-Kristian Karlsson kom Heiðari á fram- færi við Watford en hann starfar sem „njósn- ari“ fyrir enska liðið. Karlsson segir í samtali við Nettavisen að ef Watford sé tilbúið að greiða 117 milljónir fyrir leikmann muni sá leikmaður fara beint inn í byijunarliði. „Við höfum trú á að enski boltinn henti leik- mönnum frá Skandinavíu mjög vel. Heiðar er ekki besti leik- maðurinn í heimi en hann er geysilega duglegur og vinnu- samur, er með góðar staðsetn- ingar og getur haldið boltanum vel,“ segir Karlsson. Heiðar dýrasti leikmaður Watford? Fari Heiðar til Watford verð- ur hann dýrasti leikmaður fé- lagsins frá upphafi. Hæsta upp- hæð sem Watford hefur greitt hingað til er fyrir Hollendinginn Nordin Wooter en Watford borgaði um 100 milljónir króna fyrir hann í haust. -GH GERÚTSALAN á íþróttavörum Laugavegi 51 (2. hæð) Versluninni Djásn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.