Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 10
10 enning FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 DV Aukapersóna í aðalhlutverki I mörgum bókum Guðrúnar Helgadóttur er lítill krakki í auka- hlutverki. Frægust er sennilega Magga, litla systir Jóns Odds og Jóns Bjarna. Þessir litlu krakkar meta tilveruna út frá sínum eigin forsendum og segja eða gera eitt- hvað sniðugt og skemmtilegt á hárréttum augnablikum. Nú er komin heil bók um lítinn krakka: HandaGúndavél og ekkert minna! Gúndi er að vísu heldur yngri en litlu krakkamir sem vafra um í hinum sögunum en það er einmitt vandamálið: „Eins og það sé gaman að vaka úti í vagni / og vera ekki nokkurri manneskju að gagni, / duddu sína totta og tosa í vettlingana?/ Tíu sinnum heldur vildi hann pota í kettlingana." Guðrún skyggnist inn í hug Gúnda sem er tíu mánaöa og segir frá þvi í bráðskemmtilegum vísum hve leiðinlegt það sé að geta ekkert gert. Gúndi litli býr í sveit og þar kunna menn að nota vélar og tæki svo um munar. Þegar Gúndi sér hvemig tækin létta fólki störfm, innan húss sem utan, getur hann vel hugsað sér eina slíka. Úr verður „handagúndavél“ sem getur allt sem Gúndi vili geta. Og þá hefst ævintýrið fyrir al- vöru. Sagan um Gúnda og vélina er í bundnu máli og er hreinræktuð skemmtisaga fyrir alla fjöl- skylduna. Heima hjá mér höfðu bæði böm og Guörún Helgadóttir: Hefur skapaö hagnýta vél handa börnum. DV-mynd E.ÓI. Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir fullorðnir gaman af, en sá áhugasamasti var eini fjölskyldumeðlimurinn sem enn er með bleiu. Hann sá greinilega fyrir sér hagnýtt gildi vélarinnar við bleiuskipti og til þess að ná í hluti úr efstu hillum. Myndir Freydísar Kristjánsdótt- ur eru gamansamar vatnslita- myndir sem hæfa sögunni prýði- lega, eru elskulegar eins og sagan sjálf og fylgja kvæðinu vel eftir. Þær era raunsæjar og nokkuð ná- kvæmar í þeim hluta bókarinnar sem gerist í raunveraleikanum og sjónarhornið er oft að neðan, þannig að við sjáum heiminn með augum Gúnda. Þegar fantasían tek- ur völdin í kvæðinu nálgast mynd- ir Freydísar teiknimyndina og lesandinn skynjar að hann er kominn inn í heim ímyndana og drauma. Og ekki veitti venjulegum lesanda af að fá myndir af öllum þess- um landbúnaðartækjum! Að því leyti er bókin veru- lega fróðleg. Það eina sem skyggði á gleði mína með þessa ágætu bók er að orðið handagúndavél er skrifað með litlu g-i í kvæð- inu, eins og hér hefur verið gert, en með stóru g-i í heiti bókarinnar. Guðrún Helgadóttir HandaGúndavél og ekkert minna! Freydís Kristjánsdóttir myndlýsti Vaka-Helgafell 1999 Það sem máli skiptir Erfitt er að komast hjá þeirri tilfinningu þegar lesin era ljóð Wislöwu Szymborska að hún yrki af umfangsmeiri og sárari reynslu af veröldinni en nokkurt íslenskt nútímaskáld. Bara ljóöið um „Hatrið“ gefur svo átakanlega mikið í skyn um það sem þessi tæplega áttræði pólski sniilingur hefur séð og lifað að manni rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds: Hatriö. Hatur. Andlit þess grett af girndarbruna. Æ, aðrar kenndir svo máttvana, svo veikgeöja. Hvenœr gat samheldnin treyst á stuöning fjöldans? Hvenœr kom meöaumkunin fyrst í mark? Og hversu miklu fékk efinn áorkaö? Hatriö eitt haföi þann kraft er dugöi. Hún rifjar upp vígvelli heimsins á sinn sér- stæða hátt í ljóðinu „Veruleikakrafa"; lífið held- ur áfram líka í Verdun, Guemica, ökrunum í Kosovo. „Hvar ekki stóð steinn yfir steini / þyrpast bömin um rjómaíssalann." (30) Og hvað getum við lært af því? „Líklega ekki neitt. / Nema að blóöið rennur, storknar fljótt." (31). Szymborska fékk nóbelsverðlaunin í bók- menntum 1996 og það ár kom út safn ljóða henn- ar á íslensku þýtt af Þóru Jónsdóttur. Nú gefur Geirlaugur Magnússon út þýðingu sína á einni ljóðabók hennar, Endir og upphaf frá 1993. Það er snjallt að þýða heila bók því skáld byggja upp bæk- ur markvisst, i þeim er ákveðið landslag sem skemmist séu teknir þaðan nokkrir tindar og komið fyrir innan um aðra tinda úr öðr- um bókum. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Þjóðfélagsleg ljóð Szymborska era sterk en ennþá nærgöngulii verða þó ljóðin um furður hversdags- ins. „Himinninn er alls staðar“ segir í fyrsta ljóðinu af slíkum fógnuði að það er eins og hún sjái hann í fyrsta sinn! í ljóði sem „Mætti vera nafnlaust" er ort um það sem skipt- ir máli: Að sitja við ána einn sólríkan dag og horfa á fiðrildin hvítu sem svífa um (21); Þegar verð alls þessa vör, efast ég um aö þaö sem máli skiptir skipti meira máli en þaó sem engu skiptir. Henni finnst merkilegra að taka til að loknu stríði en heyja strið í titilljóði bókarinnar; þar kemur óvænt hið kvenlega sjónarhom: „Hlutir komast ekki / í samt lag af sjálfu sér.“ (23) Geirlaugur nefnir í greinargóðum formála að ljóð þessarar bókar séu persónulegri en fyrri bóka skáldsins og tengist fráfalli sambýlis- manns hennar. Harmljóð bókarinnar eru ýmist óvenjulega nístandi í einfaldleika sínum (“Vakan", „Tregauppgjör") eða merkilega fyndin í sorg sinni. Þar ber hæst ljóðið „Köttur í auðri íbúö“ þar sem Szym- borska yrkir um mannslát frá sjónarhóli kattar og byrjar svona: „Að deyja - slíkt er ekki hægt að gera ketti.“ (37) Allt kattafólk ætti að lesa það ljóð. í næsta ljóði, „Útsýni kvatt“, yrkir hún frá sjónar- hóli konu sem hefur misst, áhrifamikinn og undurfagran sorgaróð. En lifið heldur alltaf áfram þrátt fyrir persónulegan missi; tilviljunin heillar hana endaiaust - „Og enn einu sinni fyllist ég gleði...(44): Vildi helst hrópa svo smá er hún þessi veröld aö mcetti taka hana alla í faöm sér. Ekki þarf að hafa mörg orð um þýðingu Geir- laugs, dæmin hér að ofan tala sinu máli, tilgerð- arlaus og tær eins og frumljóðin eru þekkt fyr- ir. Dásamleg bók. Wislawa Szymborska Endir og upphaf Geiriaugur Magnússon þýddi úr pólsku Bjartur 1999 í myrkviðum kjallarans Leyndarmálið í kjallaranum er framraun höf- undar og segir frá Hugrúnu, ellefu ára Reykja- víkurstúlku og vinum hennar. Svana er besta vinkona hennar en þær þvælast stundum með þeim Kidda, Þresti og Badda og fara stundum heim til þess síðastnefnda þar sem hann er mik- ið einn heima. Hann á heima í risastóru húsi og undir því er stór og dimmur kjallari. Krakkam- ir hafa gaman af að leika sér í honum en þó eru þau háifhrædd í myrkrinu og flýja þaðan í ofboði einn daginn þegar þau heyra torkennilegt hljóð. Krakkarnir lenda í ýmsum ævintýram og kom- ast stundum í hann krappan en allt fer þó vel að lokum. Það er talsverður byrjandabragur á þessu verki. Málfar krakkanna er oft of fullorðinslegt til að vera sannfærandi og stundum fær lesandi ekki nógu miklar upplýsingar. Til dæmis er per- sóna Badda talsverð ráðgáta alla söguna og ýms- um spumingum um hann er aldrei fullsvarað Hans persóna er veikasti hlekkiu-inn i persónusköpuriinni. Aðrar helstu persónur eru dregnar skýrari dráttum en misvel tekst til með þær. Sigurjóna frænka er sú besta. Gustmikil sveita- Bókmenntir Oddný Árnadóttir kona sem talar tæpitungulaust og heilsar öllum á götunni, meira að segja tunnukarlinum sem aldrei talar við nokkum mann. Reyndar brjóta kaflarn- ir um Sigurjónu upp söguna og era ekki beint í samhengi við spennusöguna sem höfundur er annars að segja. Leyndarmálið í kjallaranum er fyrst og fremst skrifuð sem spennu/ævintýrabók fyrir krakka og sem slík er hún ágæt. Höfund- ur lumar á óvæntum uppákom- um og tekst að koma lesanda á óvart sem er jú eitt aðalatriðið í góöum spennubókum. Blýantsteikningar Jóhönnu Hreinsdóttur eru afbragðs- góðar og passa vel við efni sögunnar. Steinunn Hreinsdóttir Leyndarmálid í kjallaranum Myndskreytingar: Jóhanna Hreinsdóttir Fróði hf. 1999 20. öldin Vaka-Helgafell hefur gefið út þá bók sem líklega er stærst og þyngst á íslenskum bókamarkaði í ár: 20. öldin. Mesta umbreytingarskeið sög- unnar í máli og mynd- um. Bókin er tæpar 600 síður í stóru broti, prentuð á þungan myndapappír enda eru um 700 myndir í henni. í 20. öldinni er ít- arlegur annáll ver- aldarsögunnar þar sem öllum merkustu at-' burðum aldarinnar era gerð skil og auk þess era talin upp ótal smærri atvik sem vakið hafa athygli og skil- ið eftir sig spor. Greint er frá stjóm- málum, hernaðarátökum, náttúru- hamförum, stórslysum, vísinda- afrekum, uppfinningum, menningar- viðburðum, tísku og íþróttum. Ekk- ert er höfundum óviðkomandi; til dæmis má sjá hvenær ísskápar urðu heimilistæki, hvenær insúlínið var uppgötvað, hvenær kúlutyggjó og Alka Seltzer komu á markað og svo framvegis. Enn fremur era tíundað- ir helstu viðburðir sem gerðust á ís- landi á öldinni. Höfundar frumtextans era níu en þýðingu hafa annast Helga Þórarins- dóttir, Ólöf Pétursdóttir og Jóhannes H. Karlsson. Q-leikhúsið Finnski leikhópurinn Q-leikhúsið verður með tvær sýningar í Nor- ræna húsinu um helgina, á morgun og sunnudag kl. 16. Leiksýningamar eru síðasta atriðið í Norræna húsinu sem tengist dagskránni um Kalevala sem hefur staðið yfir frá því í nóv- ember. Sýning Q-leikhússins fjallar um Kalevala. Sviðið er Tuonela, landa- mærin þar sem allar goðsagnir, helgisögur og ævintýri hefjast. Tekið er fram að ekki þurfi að kunna finnsku til að geta fylgst með sýning- unni. Jólatónleikar Hljótt hefur verið um Kammer- sveit Reykjavíkm- hérlendis á þessu hausti enda hefur hún gert víðreist um heiminn, ver- ið bæði í Peking og Bonn. Fyrstu tónleikar starfsársins hér heima eru á sunnudaginn kl. 17 í Áskirkju; það eru jólatónleikar og músikin er eft- ir Vivaldi, Bach og Corelli. List- rænn stjórnandi Kammersveitar- innar er Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari (á mynd). Ljós við Látraröst Vitavörðurinn, sjómaðurinn, bóndinn, refaskyttan, hagleiksmað- urinn og sagnaþulurinn Ásgeir Er- lendsson á Hvallátrum er mörgum landsmönnum að góðu kunnur. Nú er komin út bókin Ljós við Látraröst sem Einar Guðmundsson skráði eft- ir Ásgeiri og Vestfirska forlagið gef- ur út. Þetta er ekki ævisaga í venjulegri merkingu. Hér er ekki allt lífshlaup Ásgeirs rakið heldur eru hér fyrst og fremst færðar í letur frá- sögur af atburðum sem hann heyrði um eða varð vitni að sjálfur. Þessar frásagnir eru ekki allar af frækileg- um afrekum heldur segir einnig frá „af- rekum í ósigrum lífs- ins“ eins og skáldið Guðmundur Ingi orð-~ ar þáð, mistökum, vonbrigðum og lífsreynslu af öllu tagi. Ásgeir var fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi árið 1909 og lést 1995. Hann bjó á Hvailátrum alla sína ævi og mundi tímana tvenna í heimabyggð sinni. Fjöldi ljósmynda er í bókinni af fólki og stöðum sem sagt er frá. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.