Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Spurningin Hvar ætlarðu að vera um árþúsundamótin? Þorvaldur Snorrason garðyrkju- bóndi: Heima i faðmi fjölskyldunnar. Isabella Theodorsdóttir, í fæðing- arorlofi: Heima í faðmi fjölskyld- unnar og fer svo að hitta vini og kunningja eftir miðnætti. Ingibjörg Lára Þorbergsdóttir nemi: Ég hef ekki ákveðið það. Eyþór Theodórsson jeppakall: Ég verð með Ingibjörgu Láru einhvers staðar i góðra vina hópi. Hjördís Logadóttir nemi: Ég fer eitthvað út að djamma. Aaron Percy, skiptinemi frá Bandaríkjunum: Ég ætla aö vera hjá fjölskyldunni minni og fer seint í partí hjá vini mínum. Lesendur Barnatiminn i Sjónvarpinu - einhvers staöar eru takmörk Sýna á börnum fulla virðingu, þau eru þakklátir áhorfendur og þess vegna má ekki misbjóöa þeim meö sífelldum endurtekningum eða lélegu efni, seg- ir bréfritari m.a. Magnús Skúlason skrifar: Undanfarin 4 ár hef ég horft á bamatímann í rikissjónvarpinu um flestar helgar ásmt syni mínum ungum. Á þessum tíma hefur kennt margra grasa. Fyrst var Rannveig kynnir og síðan tók Logi með grím- umar við. Ekki var maður alltaf nógu hress með þau, en þau voru þó að kynna þættina og tala við ein- hverja krakka á milli. Ýmsir góðir þættir voru sýndir á þessum tíma svo sem Múmínálfamir, Dýrin í Fagraskógi og Saga jarðarinnar sem við feðgar söknum, svo dæmi séu tekin. í seinni tíð hefur þetta hins vegar breyst. Enginn kynnir efnið lengur heldur eru notaðar endurteknar myndir af m.a. hænum, gæsum, öndum og kusum sem eru að visu voða sætar (ég meina kusumar). Blessuð dýrin segja nánast alltaf það sama t.d. : „Eigum við ekki að kíkja á mynd?“ Ástæðan fyrir bréfkorni þessu er tvíþætt: Eitt er þessar sífelldu end- urtekningar á aðferðum við kynn- ingar og að auki síendurteknar sen- ur úr m.a. Ávaxtakörfunni, Latabæ og Pétri Pan undir heitinu „Söng- bókin“. Vitaskuld hafa börn gaman af því að sjá skemmtilegheit aftur og aftur, en einhvers staðar hljóta þó að vera takmörk. Hins vegar vil ég minnast lítillega á þáttaröð sem kaliast Aðalsteinn aldamótamaður. Þar er dregin upp mynd af manni frá síðustu aldamót- um, umluktum gömlum munum frá þeim tíma. Baksviðið er gjarnan veggur klæddur strikuðum panel eins og tíðkaðist þá. Þetta gæti allt verið gott og blessað nema það að aldamótamaðurinn er gerður að einhvers konar aulabárði. Hann tal- ar og ber sig eins og auli, er með einkennilegt höfuðfat, kannski gott fyrir trúða. Að túlka aldamóta- manninn þannig og að tengja hann við gömul hús sem hljóta einnig að verða eitthvað skrýtin í augum barnanna hlýtur að teljast fremur óheppilegt. Það vill svo til að þótt aldmóta- kynslóðin sé horfin til feðra sinna (og aulabárðar voru það ekki) þá standa húsin mörg hver enn og í þeim býr fólk sem betur fer. Að draga upp slíka mynd af fólki um síðustu aldamót í umhverfi gamalla hús er ekki réttlátt gagnvart forfeðr- um okkar og byggingararfleifð. - „Gott að kallinn er farinn", segir strákurinn þegar Aðalsteinn hverf- ur af skjánum. Börn geta nefnilega líka verið gagnrýnin Það á að sýna bömum fulla virð- ingu. Þau eru þakklátir áhorfendur, og þess vegna má ekki misbjóða þeim með sífelldum endurtekning- um eða lélegu efni. Umsjónarmenn barnatímans þurfa að huga að þessu. Árþúsundavaðall upp í háls - er ekki nóg komið? Ólafur Jónsson skrifar: Alveg er furðulegt hvað þessi ár- þúsundavaðall hefur fengið að vaða uppi í fjölmiðlunum. Hinir og þessir eru sífellt að tala um að um næstu áramót verði árþúsundamót eða aldamót og þá hefjist nýtt árþúsund. Þetta er einfaldlega kolrangt. Sá sem heldur öðru fram kann ekki að telja. í loks þessa árs - 1999 - gerist það einfaldlega að árinu lýkur. Þá veröa liðin 1999 ár. Um leið hefjast fyrstu mínútur næsta árs - ársins 2000. Það er ekki fyrr en því lýkur sem 2000 ár eru búin og þá getur næsta öld og næsta árþúsund fyrst byrjað. Enginn vafi leikur á því að fjölmiðl- arnir og vanþekking þeirra sem þar starfa eiga mesta sök á því hvað ár- þúsundabullið hefur vaðið uppi. Ann- ars hefði þetta verið kveðið í kútinn í upphafi þessa misskilnings og vaðals. í hverri fréttinni á fætur annarri er talað um að nú verði árþúsundamót. Fjölmiðlafólk virðist láta hrifninguna Kæru Reykvíkingar: yfir tölunni 2000 hlaupa með sig í gön- ur. Þaö er heldur dapurleg einkunn yfir fjölmiðlum nútímans að kunna ekki að telja, á meðan fjölmiðlarnir fyrir 100 árum höfðu þetta á hreinu. - Þá lauk öldinni einfaldlega í lok árs- ins 1900 og tuttugasta öldin hófst 1. janúar árið 1901. Ef fólk ætlar að halda fast við villutrú sína um árþúsundamótin, þá verður 20. öldin sú fyrsta sem hef- ur aðeins 99 ár. Þykir fólki það lofa góðu um framtíðina? Biðjum ekki um umhverfismat Þorgeir Guðjón Jónsson skrifar frá Seyðisfirði: Kæru Reykvíkingar. Við Austfirð- ingar höfum aldrei farið fram á um- hverfismat á neinum byggingum á höfuðborgarsvæöinu, heldur ekki þegar Nesjavallavirkjun var sett á laggimar. Ekki heldur þegar göngu- stigar voru lagðir upp á Esjuna, Og hvers vegna ekki? Jú, vegna þess að okkur kemur ekkert við hvað gert er fyrir sunnan. Við fórum heldur ekki fram á umhverfismat þegar ál- bræðslurnar á suðvesturhorninu voru í burðarliðnum, vegna þess að við vissum að þær sköpuðu atvinnu. - En eigi svo að skapa atvinnu ann- ars staðar á landinu en á Reykjavík- ursvæðinu, þá rísa Reykvíkingar upp og heimta umhverfismat. [L,[1®[1[ÉQ®Æ\ bjónusta allan sólarhrin^ínn H H -3[)j5 Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sfnum sem birt verða á lesendasíðu „íbúar á Faxaflóasvæðinu: látið okkur nú í friði, við viljum búa á landsbyggðinni. Við viijum álbræðslu á Reyöarfiröi og virkjun í Fljótsdal." - Bréfritari beinir oröum sínum til þéttbýlissvæöisins. Kæru íbúar Faxaflóasvæðisins: komi stóri Suðurlandsskjálftinn, þá eru miklar líkur á að hann eyði- leggi stórhýsin og stóru verslunar- húsin í Reykjavík, jafnvel Hval- fjarðargöngin og báðar álbræðslum- ar við Faxaflóann. Þá kynnu Reyk- víkingar og fleiri íbúar á þéttbýlis- svæðinu syðra að þurfa vinnu. En þið viljið ekki vinna við fisk, aðeins við versl- un og álbræðslu. Þið viljið ekki að lands- byggðarfólk geti val- ið um atvinnu. Það er þó aldrei að vita nema þið þyrftuð að flytjast á landsbyggð- ina, en verði ekki fleiri atvinnutæki- færi á landsbyggð- inni þá kynnu allir að verða atvinnu- lausir. Og því miður þarf ekki stærri jarð- skjálfta en svo sem rúm 7 stig til að allar orkuveitur detti út á Suður- og Suðvesturlandi. - íbúar á Faxaflóasvæðinu: látið okkur nú í friði, við viljum búa á landsbyggð- inni. Við viljum álbræðslu á Reyð- arfirði og virkjun í Fljótsdal. Ég hvet ráðherra þessarar ríkisstjóm- ar að virkja á fleiri stöðum fyrir austan fyrir fleiri álbræðslur. Tekjuskatts- laus lífeyrir Emil skrifar: Ég tek ofan fyrir þeim forsvars- mönmun Félags eldri borgara sem nú taka fast á óréttlætinu sem felst í því að skattleggja lifeyrisgreiðslur. Löggjafinn ásamt ráðamönnum hér á hverjum tíma hefðu fyrir löngu átt að afnema þessa lögleysu sem felst í því að skattleggja lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum umfram f]ár- magnstekjuskatt. Ég trúi ekki ööm en fundur eldri borgara með fjár- málaráðherra leiði til þess að lög- leysan verði afnumin hið snarasta. Héma er um augljóst brot á stjórnar- skrá að ræða, og það getur varla ver- ið að ráðherra vilji viöhalda því lög- broti gagnvart hinum öldraðu. Hér er ekki um kjarabaráttu að ræða, heldur sanngimi sem ekki ætti að þurfa að sækja gegnum dómsstólana. Þrjú jólahlað- borö og græðgin Ásgerður skrifar: Er það eitthvað eðlilegt að fólk skuli hópast á veitingahúsin á svokölluð ,jólahlaðborð“, sem era mest megnis massaframleiðsla af hinu og þessu jukkinu og greiði fyr- ir þefia 3000 til 4000 krónur, jafnvel þótt hér ríki góðæri? Mér finnst þetta vera mesta heimska og sýna glöggt að menn verða af aurum apar. Og að fara á fleiri en eitt slíkt, jóla- borð“ sýnir líka hve græðgin er alls- ráðandi í þjóðfélagi okkar. Hvaö borðar þetta fólk svo á sjálfum jólun- um? Skyldi því ekki þykja þunnur þrettándinn að sitja kannski með einn rjúpuræfil á diskinum þótt með- læti fylgi, miðað við hrúguna á hlað- borðunum? Manni ofbýður svona sukk, og ekki örgrannt um að maður hugsi sem svo: Þetta fólk á skilið að finna fyrir samdrætti á nýbyrjuðu ári. Og ekki yrði ég hissa þótt einmitt þetta sama fólk verði fyrst til að æpa á aðstoð og niðurfellingu skulda þegar að því þrengir eftir allt átið og áfergjuna. Skattleysi forsetans Bijánn Júlíusson skrifar: Ég las nýlega grein á Frelsi.is, sem er heimasíða Heimdallar, um „skatt- leysi forsetans." Þar er rifjað upp er Ólafur Ragnar Grimsson sagði á fyrstu dögum sínum sem fjármála- ráðherra, að það væri „náttúrlega ólíðandi að ákveðnir vel efnaðir borgarar í þessu landi skuli komast hjá því að borga sína eðlilegu skatta". Skyldi honum þá ekki finn- ast jafn ólíðandi nú, að hann sjálfur skuli komast hjá því að borga sína „eðlilegu skatta“? Ég man líka að hann hafði þá skoðun í kosningabar- áttunni um forsetakjörið, að eðlilegt væri að sá sem gegndi embættinu borgaði skatta eins og aðrir lands- menn. Ég vona að forsetinn okkar sjái sóma sinn í þessu máli og hvetji til breytinga. - Blessunarlega hefur hann bent á mörg þjóðþrifamál og veit ég að honum finnst þetta vera eitt þeirra. Ódýrt í Dublin, dýrt hér Kona, nýkomin frá Dublin, sendi þessar línur: Ég er nýkomin úr ferð til Dublin. Ég fór ekki gagngert til að gera inn- kaup, heldur til að njóta nokkurra daga hvíldar á frábæru hóteli og veð- urblíðunnar sem þarna er sögð ríkja nánast allt árið. Þar var líka allt hvanngrænt og mild golan var við- brigði við veðurhaminn sem mætti manni við heimkomuna. En, svo varð það úr að ég gat ekki setið á mér aö kaupa ailar jólagjafir okkar hjóna þarna ytra. Allt, ég endurtek; allt var þarna mun ódýrara en hér. Álagning- in hér heima sýnist mér ofboðsleg, á nánast hverju sem er. Ég nefni geisla- diska, fatnað, jólaskraut og hvaðeina. Það var mál fólks í flugvélinni á heimleiðinni að svona ferð til Dublin margborgaði sig, t.d. miðað við að einn fjölskyldumeðlimur færi og gerði jólainnkaupin að mestu þarna ytra. Ég er meir en sammála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.