Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 )ennmg 13 Listakona hyllt Lífshlaup Louisu Matthíasdótt- ur listmálara er á vissan hátt eins og spegihnynd persónu hennar en hún er greinilega alveg sérstak- lega hógvær manneskja. Meðal listamanna í New York, þar sem hún hefur verið búsett í rúmlega hálfa öld, mun hún fyrir löngu viðurkennd sem ein af merkustu listmálurum síðari hluta aldar- innar en sjálf hefur hún síður en svo baðað sig í frægðarljóma. Hér á landi þekktu lengi vel afar fáir til hennar og sjálfsagt er enn langt þar til stærð hennar í hinu stóra samhengi listarinnar verð- ur fuilkomlega ljós. Fyrst nú, þeg- ar hún er komin nokkuð á níræð- isaldurinn, kemur út bók með ít- arlegu yfirliti yfir ævi hennar og fer- il. Það er í raun dálítill skandall fyrir listasöfnin og stóru bókaforlögin sem yfirleitt fást við útgáfu bóka um list og listamenn að útgefendumir eru ættingjar listakonunnar, drifnir áfram af ást til frænku sinnar og því hve sárt þeim svíður tómlæti samtíð- arinnar gagnvart verkum hennar. Bókmenntir Áslaug Thorlacius Bókin sjálf, sem einfaldlega ber heitið Louisa Matthíasdóttir, er að- standendum til mikils sóma. Sigurður A. Magnússon rithöfundur skrifar æviágrip sem er í senn fróðlegt og læsilegt. Listfræðingamir Aðalsteinn Ingólísson, Jed Perl og Martica Sawin rita hvert sinn kaílann um afmarkað tímabil á ferli listakonunnar og er fengur í því að hafa svo ítarlega list- fræðilega greinargerð á einum stað þó óhjákvæmilega skarist greinar þeirra nokkuð. Að auki er stutt ávarp eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur og aðfara- orð eftir bandaríska rithöfundinn John Ashbery. í bókinni em einnig nákvæmar skrár yfir sýningarferil Louisu, útgefhar sýningarskrár, um- fjöllun í íjölmiðlum og fræðiritum og annað viðkomandi ferli hennar. í bókinni er mikið af myndum af Louisu, fjölskyldu hennar og vinum. Það em þó án efa hinar íjölmörgu lit- myndir af listaverkum frá öllum skeiðum ferils hennar sem mestur fengur er að. Það er hrein unun að skoða verk Louisu. Þau hafa til að bera alveg sérstakan þokka, eru eitt- hvað svo einföld og fyrirhafnarlaus í yfirveguðum fullkomleik sínum. Ævi Glæpasaga Bókin Þjófur um nótt eftir Áma Ámason og Halldór Baldursson seg- ir frá því þegar Gunnur litla ög Garpur bekkjarbróðir hennar verða vör við innbrotsþjóf að störfum um miðja nótt. Það er hann Palli fíni sem finnst þægilegra að verða sér úti um nauðsynjar á meðan aðrir sofa því þá þarf hann ekkert að borga. Þessa nótt stelur hann sér í matinn, nýjum alklæðnaði, brenni- víni og forláta bifreið. Að því loknu veldur hann miklum usla í borg- inni. Að lokum tekst lögreglunni að handsama kauða eftir ábendingar frá krökkunum þar sem hann hefur strandað inni í pylsuvagni. Eftir stendur slóð eyðileggingar sem Palli þjófur mun sennilega seint bæta. Bókmenntir Margrát Tryggvadóttir Bókin er gerð fyrir nýlæs börn og er bæði efni hennar og form sniðið að þörfum þeirra. Textinn er fremur ein- faldur, letrið stórt og gott bil á milli lína. Þá er saga Árna spennandi og fjallar um efni sem flestir krakkar bera óttablandna virðingu fyrir og hafa áhuga á. Bókina prýða frábærar myndir Halldórs Baldurssonar. Hann Halldór Baldursson er ófeiminn viö aö rengja textann á stöku staö. Mynd úr Þjófi um nótt. gætir þess að myndirnar segi ekki alla söguna, því þá myndu engir krakkar nenna að lesa textann. Mynd- imar eru fyndnar og vekja forvitni og áhuga þeirra sem þær skoða. Á þann hátt vinna myndir og texti vel saman. Þá er Halldór ófeiminn við að bæta ýmsu skondnu við textann og jafnvel rengja hann á stöku stað. Þetta er vel skrifuð bók fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu spor í lestri. Hún fer bæði vel í skóinn og undir jólatréð. Árni Árnason og Halldór Baldursson Þjófur um nótt Æskan 1999 hennar er lika að mörgu leyti til fyrirmyndcir en Louisa virðist hafa náð að sameina á einstakan hátt ákafan listrænan metnaö og fjölskyldulíf án þess að láta annað falla í skuggann af hinu. Þetta er afskaplega falleg bók í vönduðu bandi, prýðisvel upp sett og frágangur allur með ágætum þó finna megi nokkrar yfirsjónir í prófarkalestrinum. Þó held ég það sé ekki hvað síst væntumþykjan sem skín úr verkinu í heild sem gerir hana að þeim einstaklega eigulega grip sem hún er. Louisa Matthíasdóttir Ritstjóri: Jed Perl Nesútgáfan 1999 Ný sending! Furubekkir frá ca. 1900 / frá kr. 42.000.- Urval af smáhlutum til gjafa Opið: Mán. - laug. 12:00 - 19:00 / Sunnud. 12:00 -18:00 IKola / brenniofnar frá ca. 1940 /frá kr. 85.000.- Furuskápar frá ca. 1900 / frá kr. 47.000,- GRUIIDIG 100HZI M72100 29“ 100 riða Hegatron Nlcam Stereó sjónvarp tneð textavarpi og Scart tengi AKAI 6 hausa Niiam Stereó myndbandstæki. EinialH en ðflugt taeki á ftóbsru verll Sjúnvarpsmiðstöðin ® i K£mSSSSSSSShmh o<j t)id kaup! BlSihmnHtatimatM og Ijósa á góðu verði Opið alla daga Markaðstorg KOLAPORTIÐ 17. Des. kl. 18.-19. Des. kl. 20.-22. Des. kl. Þorláksmessa kl. 12:00-18:00 11:00-21:00 12:00-21:00 12:00-23:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.