Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Fólk í fréttum Sturla Böðvarsson Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, Ásklifi 20, Stykkishólmi, hef- ur verið í fréttum DV vegna umræðu um fjarðstýrðan sleppibúnað í ferjur. Starfsferill Sturla fæddist í Ólafsvík 23.11. 1945 og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla 1961, sveinspróíi í húsasmíði við Iðnskól- ann í Reykjavík 1966, raungreina- prófum frá Tækniskóla Islands 1970 og BSc-prófi í byggingatæknifræði þaðan 1973. Með námi starfaði Sturla við hús- byggingar hjá föður sínum í Ólafs- vík, vann á Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsens 1971-74, var sveitar- stjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkis- hólmi 1974-91, stundakennari við Iðnskólann í Stykkishólmi 1978-85, hefur verið þingmaður Vesturlands frá 1991 og er samgönguráðherra frá 1999. Stuila sat í stjóm LÍN 1970-72, kjaradeildar Tæknifræðingafélags- ins 1973-74, sjúkrahúss St. Fransiskusreglunnar og heilsu- gæslustöðvar í Stykkishólmi frá 1975, formaður byggingamefndar elliheimilis og grunnskóla- og íþróttahúss í Stykkishólmi 1975-91, í fulitrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-83, í endurskoð- unamefnd sveitarstjómarlaga 1980-83, formaður Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi 1981-82, í stjóm Hótel Stykkishólms 1980-95, formað- ur fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi 1981-83, í byggingarnefnd sjúkra- húss St. Fransiskusar- reglunnar frá 1981, for- maður stjómar lands- hafnar á Rifi 1984-90, í Hafnarráði rikisins frá 1986, i stjórn flóabátsins Baldurs hf. 1987-90, í hús- friðunarnefnd ríkisins 1987-95, förmaður stjóm- ar Hafnasambands sveit- arfélaga 1988-94, formað- ur héraðsnefndar Snæ- fellinga 1989-91, í bæjar- stjóm Stykkishólms 1990-94, í stjórn íslenska járnblendifélagsins 1992-98, formaður Þjóðminjaráðs 1994- 98, formaður byggingamefndar Þjóðminjasafnsins frá 1994, formað- ur nefndar um stofnun þjóðgarðs undir Jökli, í stjóm Landsvirkjunar 1995- 97 og í stjóm RARIK frá 1997. Sturla var varaforseti Alþingis 1991-95 og 1995-99, sat I fjárlaga- nefnd Alþingis 1991-99 og varafor- maður 1992-99, sat í samgöngunefnd Alþingis 1991-95, var formaður sér- nefndar Alþingis um fjárreiður rík- isins og sat í sémefnd Alþingis um breytingar á stjómskipunarlögum og kjördæmaskipan. Fjölskylda Sturla kvæntist 19.11. 1967 Hall- gerði Gunnarsdóttur, f. 13.12. 1948, húsmóður og laganema við HÍ. Hún er dóttir Gunnars Guðbjartssonar, bónda á Hjaröarfelli og fyrrv. for- manns Stéttarsambands bænda, og Sturla Böövarsson. k.h., Ásthildar Teitsdótt- ur húsfreyju. Börn Sturlu og Hallgerð- ar eru Gunnar, f. 17.7. 1967, lögfræðingur í Reykjavík og MA í Evr- ópurétti, en kona hans er Guðrún Margrét Baldurs- dóttir laganemi og eiga þau dótturina Borghildi, f. 1998; Elínborg, f. 21.12. 1968, BA í heimspeki, guðfræðinemi og sinnir bamastarfi í kirkjum en maður hennar er Jón Ás- geir Sigurvinsson guðfræðinemi og eiga þau dótturina Hallgerði Kol- brúnu, f. 1997; Ásthildur, f. 10.6. 1974, nemi í stjómmálafræði við HÍ; Böðvar, f. 12.6. 1983, nemi; Sigríður Erla, f. 8.7. 1992, nemi. Systkini Sturlu eru Auður, f. 16.3. 1941, kennari í Ólafsvík; Snorri, f. 17.6. 1947, rafveitustjóri í Ólafsvík. Foreldrar Sturlu: Böðvar Bjama- son, f. 30.3. 1911, d. 15.5. 1986, bygg- ingameistari og byggingafulitrúi í Ólafsvík, og k.h., Elínborg Ágústs- dóttir, f. 17.9. 1922, húsmóðir og fyrrv. starfsmaður við bamaheim- ili. Ætt Böðvar var bróðir Gunnars, hreppstjóra i Böðvarsholti, og Þrá- ins, oddvita í Hlíðarholti. Böðvar var sonur Bjama í Böðvarsholti, bróður Þórðar, föður Þóris guð- fræðiprófessors, og bróður Víglund- ar, afa Guðmundar Ólafssonar, leik- ara og rithöfundar. Bjami var son- ur Nikulásar, b. í Lukku, Ámason- ar í Staðarsveit, Jónssonar, bróður Jóns á Kálfárvöllum, afa Jóhanns Sæmundssonar, tryggingayfirlækn- is og ráðherra, og langafa Guð- mundar Ingólfssonar píanóleikara og Hjalta Guðmundssonar dóm- kirkjuprests. Móðir Bjama var Ólöf Bjarnadóttir, systir Vigdísar, móður Holgers Cahills, listfrömuðar í New York. Móðir Böðvars var Bjarnveig, systir Guðbrands, oddvita í Ólafs- vík, Vigfúsar, föður Óskars, fyrrv. formanns Sjómannasambandsins. Systir Bjarnveigar var Pálina, móð- ir Lofts Þorsteinssonar verkfræði- prófessors. Bjarnveig var dóttir Vig- fúsar, b. á Kálfárvöllum, Vigfússon- ar, bróður Guðbjargar, langömmu Hallgerðar, konu Sturlu. Móðir Bjamveigar var Sólveig Bjamadótt- ur frá Neðri-Lág, systir Brands, langafa Gunnars Hanssonar for- stjóra. Elínborg er dóttir Ágústs, b. í Mávahlíð, hálfbróður Sigurðar hrl., föður Jóns, lektors á Bifröst, og Þórunnar leikstjóra. Ágúst var son- ur Óla, oddvita í Stakkhamri, Jóns- sonar, b. í Borgarholti, bróður Kristínar, langömmu Ólafs Thors forsætisráðherra. Móðir Ágústs var LOja Benónýsdóttir. Móðir Elín- borgar var Þuríður, systir Þorleifs, afa Elsu Kristjánsdóttur, fyrrv. odd- vita í Sandgerði. Þuríður var dóttir Þorsteins, b. í Hólmkoti, Þorleifs- sonar og Herdísar Bjarnadóttur. Afmæli Sveinn Haukur Georgsson Sveinn Haukug Georgsson, fram- kvæmdastjóri bilaleigunnar Greiöi, og fyrrv. lögregluvarðstjóri í Hafn- arfirði, Miðvangi 100, Hafnarfirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Miðhúsum í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann flutti til Hafnarfjarðar er hann var sautján ára og hefur átt þar heima siðan. Sveinn sótti ýmis námskeið á veg- um lögreglunnar, stundaði nám við Lögregluskólann og lauk prófum þaðan 1971. Sveinn hóf störf hjá Olíuverslun- inni Essó 1952 og starfaði þar til 1961, fyrst við akstur en síðan við innheimtustörf og fleira. Hann starfaði í lögreglunni i Hafnarfirði frá 1961 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1991. Fyrstu árin sinnti hann almennum lögreglustörf- um en var síðan varð- stjóri. Sveinn stofnaði bila- leiguna Greiða í Hafnar- firði 1964 og hefur starf- rækt hana síðan ásamt eiginkonu sinni. Þá gerði hann út trillu frá Hafnar- firði í nokkur ár. Sveinn Haukur Georgsson. Fjölskylda Sveinn kvæntist 12.4. 1952 Elínu Sigríði Jónsdóttur, f. 25.3. 1933, hús- móður. Hún er dóttir Jóns Kristins Sveinssonar, f. 5.1. 1900, d. 23.11. 1967, sjómanns í Hafnarfirði, og k.h., Sigríðar Herdísar Jóhannsdótt- ur, f. 1.4.1898, d. 21.10.1980, húsmóð- ur. Böm Sveins og Elínar Sigríðar eru Jón, f. 28.6.1952, húsgagnasmið- ur í Hafnarfirði, kvæntur Katrínu Ólafsdóttur leikskólakennara; Al- bert, f. 15.3. 1954, útibússtjóri ís- landsbanka í Mjódd, kvæntur Elísa- betu Guðmundsdóttur húsmóður; Ásmundur, f. 18.3. 1961, matreiðslu- maður í Hafnarfirði, kvæntur Hali- dóru Ólöfu Sigurðardóttur húsmóð- ur. Bamaböm Sveins eru nú átta talsins. Systkini Sveins: Guðmundur Ge- orgsson, f. 7.12. 1921, nú látinn, var starfsmaður hjá olíuversluninni Essó, búsettur í Hafnarfirði; Gunn- hildur Georgsdóttir, f. 11.1. 1922, húsmóðir í Hafnarfirði; Aðalheiður Ása Georgsdóttir, f. 28.6.1924, bóndi Miðhúsum í Breiðuvík; Sigríður Ge- orgsdóttir, f. 23.7. 1925, húsmóðir í Hafnarfirði; Þorbjörg Georgsdóttir, f. 17.3.1927, húsmóðir í Hafnarfirði; Pálína Georgsdóttir, f. 30.11. 1932, húsmóðir í Ólafsvík; Guðrún Georgsdóttir, f. 19.11. 1933, húsmóðir í Hafnarfirði; Reimar Ge- orgsson, f. 6.3. 1937, starfsmaður við Lands- símann, búsettur í Hafn- arfirði. Foreldrar Sveins vora Georg Július Ásmunds- son, f. 8.9. 1891, d. 5.5. 1983, bóndi í Miðhúsum, og k.h., Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, f. 11.11. 1895, d. 27.11. 1973, hús- freyja. Sveinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Til hamingju með afmælið 17. desember 85 ára Guðrún Brynjólfsdóttir, Borgarheiði 7v, Hveragerði. Katla Pálsdóttir, hjúkrheimilinu Eir við Gagnveg, Reykjavík. Málfríður Hannesdóttir, Kríuhólum 2, Reykjavík. 80 ára Gíslína Guðrún Ágústsdóttir, Espigerði 2, Reykjavík. Unnur Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 26, Kópavogi. Vilhjálmur J. Sveinsson, Háholti 16, Hafnarfirði. 70 ára Sigríður Brynjólfsdóttir, Skúlagötu 64, Reykjavík. 60 ára össur Torfason, Ullartanga 4, Egilsstöðum. 50 ára Gestur Þorsteinsson, Kópavogsbraut 14, Kópavogi. Gísli Sigurgeir Árnason, Melgötu 3, Grenivík. Jens Kristinsson, Gilsbakka 1, Seyðisfirði. Magnús Jónsson, Melbæ 6, Reykjavík. Sigurður Sigurjónsson, Pétursey I, Vík. Sveinn Pálmason, Birkihlíð 7, Vestmannaeyjum. 40 ára Auður Sigurðardóttir, Vesturgötu 81, Akranesi. Björg Sigurðardóttir, Fannafold 247, Reykjavík. Bjöm Þorgrímsson, Goðahrauni 9, Vestmannaeyjum. Bryndís Helgadóttir, Sæbakka 18, Neskaupsstað. Hermann Haraldsson, Mosarima 6, Reykjavík. Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Aðalbraut 31, Raufarhöfn. Kjartan Þór Bjamason, Baughóli 20, Húsavík. Sigrún Inga Magnúsdóttir, Grófarsmára 16, Kópavogi. Akureyri: Opnað I Hlíðarfjalli DV, Akureyri: Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri verður opnað um helgina, og verður opið kl. 11-16 bæði laugar- dag og sunnudag. Að sögn ívars Sigmundssonar, forstöðumanns í Hlíðarfjalli, verða lyftumar í Hólabraut og Hjallabraut opnar en nokkum snjó vantar upp á að hægt sé að opna aðrar lyftur í fjallinu. „Það er reyndar ástæða til að vekja athygli fólks á því að það er ekki mjög mikill snjór í þeim brekkum sem opnaðar verða núna og því ástæða til að fara um með gát. Göngubrautin í Hlíðarfjalli hef- ur þegar verið opnuð og þar er upp- lýst brautin opin alla daga. -gk Blönduós: Arekstur á Gljúfurárbrú Tveir bílar rákust saman í fyrradag við enda Gljúfurárbrú- ar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Blönduósi sluppu ökumenn lítið meiddir en bílam- ir eru mikið skemmdir og þurfti að flytja þá af vettvangi. Þá varð ökumaður fyrir því óhappi að aka á hross í fyrrakvöld við Stóru-Giljá. Hrossið drapst en það kastaðist upp á bifreiðina. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bifreiöin skemmdist mikið. -hól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.