Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 T>V onn Ummæli ðruvísi I áður var „í gamla daga fengu menn ekki úthlutað byggingalóðum og öðrum gersemum í , nema hafa rétt flokksskírteini , en í dag fá menn ekki úthiutað flokksskírtein- um nema fara í rétt umhverfismat." Ásgeir Hannes Eiriksson, í Degi. Atvirmusam- viskuberar „Austfirðingar eru að verða fómarlömb svokaiiaðra „atvinnusamviskubera" og tískuumhverfisfólks, sem er í raun gamaldags olíu- og kola- sinnar sem leggjast gegn framleiðslu á hreinni orku sem nota á til framleiðslu orkusparandi léttmálms." Magni B. Sveinsson rafvirki, í Morgunblaðinu. Útdeiling ábókum , i Eg er alfarið á móti út- deilingum stór- markaða á bókum. Bókin hefur hærri sess í okk- ar þjóðlífi en svo 1 að hún sé sett \ við hliðina á ál- stigum og kex- pökkum." Brynjar Pálsson, bóksali á Sauðárkróki, í DV. I sömu sporum „Á þúsund ára afinæli hins kristna siðar erum vér íslend- ingar enn í sömu sporum og áar vorir á ÞingvöÚum fyrir þúsund árum. Tvö gersam- lega ólík lífsviðhorf skipta þjóðinni í tvær andstæðar f fylkingar, sem nú takast á á alþingi." Helgi Hallgrímsson náttúru- fræðingur, í Degi. Félagsstörf „Félagsstörfum fylgir að vera skammaður öðru hverju og sá sem aldrei gerir neitt sem orkar tvímælis er ekki mikils virði í fé- lagsmálum." Þórólfur Sveins- son, bóndi og formaður Landssambands kúabænda." Ólafur Þórarinsson (Labbi) með sína fyrstu sólóplötu: Það er líf eftir fimmtugt „Leikur að vonum er fyrsta alvöru- sólóplatan mín. í mörg ár hefur það verið í deiglunni hjá mér að gefa út plötu undir eigin nafni en aldrei orð- ið úr því fyrr en nú. Þetta hefur svona verið að hlaðast upp hjá mér og nú var kominn tími til að koma þvi frá sér. Ég hef leikið inn á fjölmargar hljómplötur með hljómsveitum og öðrum, auk þess sem ég sendi frá mér jólaplötu fyrir tveimur árum, en þetta má segja að sé sú plata sem stendur mér næst enda sem ég öll lögin, að tveimur undaskildum, og nokkra texta,“ segir hinn kunni tónlistarmað- ur Ólafur Þórarinsson, betur þekktur sem Labbi, og er enn þann dag í dag kenndur við hina vinsælu hijóm- sveit Mána þótt langt sé um liðið síðan sú hljómsveit hætti störfum. Ólafur segir að sig hafi einnig skort tíma og fjármagn til að koma verkefninu almennilega af stað: „Það eru um tvö ár síðan ég byrjaði að leggja grunninn að plötunni og hef unnið við hana síðan með hléum. Segja má að mikill tími hafi farið í plötuna hef ég ver- ið að nostra við hana þegar ég hef getað. Það er visst forskot að eiga sjálfur hljóðver gefur manni ákveðið frelsi. Hluta laganna átti ég og hef flutt einstök þeirra á plötum áður og svo eru einnig ný lög og við þau geri ég texta sjálfur enda er það í seinni tíð sem ég fór að reyna að setja saman texta. Segja má að efhið sé blanda af því sem ég hef verið að gera Maður dagsins með hljómsveit minni, Karma, og svo einnig lög sem passa betur fyrir mig einan. Ólafur fékk til liðs við sig úrvals tónlistarmenn: „Ég var mjög heppinn að þeir sem ég vildu fá með mér voru allir tilbúnir. Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Þórir Baldurs- son, Óskar Guðjónsson, Birgir Baldurs- son, Szymon Kuran og Ásgeir Óskars- son eru allir hljóðfæraleikarar í fremstu röð og auk þess eru með mér meðlimir Karma og tvö lög á plötunni syngur Andrea Gylfadóttir. Ólafur býr á jörðinni Glóru þar sem hann rak bú um tíma: „í dag vinn ég eingöngu við tónlistarstörf, leik með hljómsveitinni Karma um helgar og stjóma svo upptökuverinu sem komið er í staðinn fyrir skepn- umar.“ Líkamsrækt er i hávegum hjá Ólafi: „Ég hef hlaupið í nokkur ár og er í fjailgönguklúbbi sem fer á fjöll einu sinni í viku og svo bregð ég mér til Reykjavíkur tvisvar í viku og æfi fimleika með mönnum á sama aldri og ég er. Ég hef alitaf haft áhuga á fimleikum og æfði þegar ég var strák- ur. Svo sá ég kvöld eitt í sjónvarpinu að verið var að sýna frá æfingu full- orðinna manna í Ármanni. Þetta kveikti í mér og ég hafði samband við þá og þeir buðu mig velkominn. Hef ég æft með þeim síðan mér til mikUIar ánægju. Líkams- rækt gefur mér mikið. Það er líf eftir fimmtugt og þegar maður er í góðri þjálfun þá verður það enn þá betra.“ Ólafur fylgir plötunni að- eins eftir. Hann ætlar að syngja annað kvöld á Sel- fossi og kemur svo til höfuðborgarinnar á sunnudag og skemmtir í Perlunni og í Garðheimum i Mjóddinni. -HK Ein mynda Lauru Valentino. Erótík í Stúdíó 6 Grafiklistakonan Laura greinar sínar í Veru en Valentino sýnir erótíska þetta er fyrsta tilraun henn- myndaröð í vinnustofunni ar til að túlka hugmyndirn- sinni að Grettisgötu 6 laug- ar á sjónrænu formi. Mynd- ardag og sunnudag___________imar eru tölvuunnar næstkomandi miUi Ci/riirio'or' Wósmyndir i lit, kl. 14 og 20. Laura Oyillllgar prentaðar með arki- hefur lengi velt val-bleki á bómullar- . hugtakinu „erótík“ fyrir pappir. Sýnishom eru á vef- sér, m.a. er hún þekkt fyrir slóðinni this.is/laura Myndgátan Lausn á gátu nr. 2582: EYÞog- Pörupiltur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Haukar sem hér sjást í leik gegn Njarð- víking- um leika á ísa- firði í kvöld. KFÍ-Haukar í körfimni Handboltinn hér heima er komin í jólaffí, landsliðið að leika á er- lendri gmnd og þaö skipa að þessu sinni leikmenn sem leika á heima- slóðum. í körfunni er allt á fullu enn þá og voru leiknir í gærkvöld fimm leikir sem voru hver öðrum meira spennandi. í kvöld er einn leikur í úrvalsdeildinni og fer hann fram á ísafirði. Heimamenn í KFÍ taka á móti Haukum. Dálitill mun- ur er á þessum j" “ ~ tveimur liðum IbrOttir þegar horft er á__________ stöðuna í deildinni, ísfirðingar em í tiunda sæti en Haukar í þriðja sæti. Leikurinn gæti samt orðið mjög spennandi þar sem ísfirðing- ar em sterkir á heimavelli og þar vinna þeir sína stærstu sigra. Leik- urinn hefst kl. 20. I kvöld em einnig þrír leikir í 2. deild karla og einn í 1. deild karla. Sá leikur fer fram á Þorlákshöfn. Em það Þór og Valur sem leika kl. 20. Næst er svo leikið í úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Kl. 16 leika UMFN við Tindastól og kl. 20 leika Keflvíkingar á heimavelli gegn KFÍ. Bridge Þýska spilakonan Sabine Auken (áður Zenkel), sem gift er danska spilaranum Jens Auken, er ein hæfi- leikamesta spilakona heims. Hér sýn- ir hún sniili sina í svokölluðum „show up squeeze“. Sabine sat í suð- ur sem sagnhafi í þremur gröndum eftir þessar sagnir, norður gjafari og enginn á hættu: * ÁG1097 44 87 * K98 * 972 4 K852 D2 ■f G7652 * 65 * 64 44 ÁKG95 * Á43 Norður Austur pass pass 1 4 pass 2 4 pass 3 grönd p/h Suður Vestur 1 * * pass 2 4» pass 2 grönd pass Laufopnunin var precision, 16+ punktar. Vestur vissi ekki að laufút- spil hefði hnekkt þessum samningi og spilaði eðlilega út tígli. Sabine drap drottningu austurs á ásinn og svínaði spaðatíu. Austur drap á drottningu og fékk að eiga næsta slag á tígultíu. Næsta slag átti austur einnig á laufkónginn en laufdrottningu drap Sabine á ásinn. Enn var spaða svín- að og síðan spaðaás- inn tekinn. Vestur fékk næsta slag á spaðakónginn og spilaði sig út á tígli. Sabine var búin að gefa 4 slagi og varð að fá afganginn af slögunum. Þegar hún tók slag á spaða í þessari stöðu varð austur að henda hjarta: 4 4» - 4 D2 * G7 Sabine vissi að austur átti eitt lauf og tvö hjörtu og gat því með öryggi tekið ás og kóng i hjartanu. Það skipti engu máli hvor andstæðing- anna átti drottninguna. ísak Örn Sigurðsson 4 7 V 87 4 - * 9 s * 1064 4 - 44 G 4 * -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.