Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 32
 Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 Hafnfirskur öryrki verður fyrir aðkasti: _ Eg er ekki millj- ónamæringur Helgarblað DV: Heimtur ur helju Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur er aftur tek- inn til starfa eftir að hafa barist við illvígan sjúkdóm síðustu mánuði. í Helgarblaði DV segir hann frá reynslu sinni og þeim erfiðleikum sem fjölskylda hans hefur gengið í gegnum á haustdögum en syst- ir hans iést í september. í blaðinu er einnig viðtal við rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson og ljóðskáldið Matthías Johannessen um nýútkomnar bækur þeirra og birtir kaflar úr bókum sem fjalla um ferðir á há- lendinu. - krefst þess að lottó-konan gefi sig fram Drukknu Flugleiðastarfsmenn- imir sem hleyptu öllu i loft upp með drykkjulátum í Baltimore- flugi félagsins á dögunum eru enn við störf á bamum í Flugstöð Leifs Eirikssonar. „Þetta var starfsfólk veitinga- deildar Flugleiða hér í Leifsstöð og fólkið er við störf þar tfi annað verður ákveðið,“ sagði Gunnar Ól- sen, stöðvarstjóri Flugleiða í Keflavík. Starfsmenn veitingadeildarinn- ar flugu til Baltimore á afsláttar- miðum vinnuveitanda síns en misstu stjórn á drykkju sinni á miðri leið yfir hafið. Atvikið var sérlega óheppilegt fyrir Flugleiðir því í sama flugi voru bandarískir ferðamálafrömuðir á heimleið eft- ir vel heppnaða kynnisferð um höfuðstöðvar Flugleiða í Reykja- vík. Urðu þeir ekki hvað síst fyrir barðinu á drykkjulátum Flugleiða- starfsmannanna. -EIR „Ég ligg undir grun um að vera milljónamæringur og var meira að segja neitað um félagslega aðstoð fyrir jólin vegna þess. Hafnarfiörður er lítill bær og þar sem ég á fiög- ur börn og eitt ömmubarn 1 ^halda allir að ég hafi unnið 40 milljónir i lottói,“ segir Eva Elíasdóttir, 39 ára atvinnu- laus öryrki, sem býr við Breiðvang í Hafnarfirði, í ná- grenni við söluturninn þar sem stóri vinningsmiðinn í Víkingalottóinu var seldur í byrjun mánaðarins. „Siminn stoppar ekki hjá mér og síð- ast í gær hringdi bláókunn- ugt fólk frá Grundarfirði og spurði mig hvort ég hefði unnið 40 ^ milljónir í lottóinu. Ég fæ vart svefnfrið fyrir símhringinum," seg- ir Eva sem á börn á skólaskyldu- aldri og þau verða einnig fyrir að- kasti í frímínútunum í skólanum. „Þau eru elt af skólasystkinum sín- um sem hrópa á eftir þeim: „Mamma þín er milljónamæring- ur!“ en ég er ekki milljónamæring- Eva Elíasdóttir fékk ekki jólaaöstoö vegna gruns um að hún heföi unniö þann stóra í lottóinu. ur þótt ég gjarnan vildi.“ Lýsingin á einstæða milljóna- mæringnum í Hafnarfirði, sem gef- in var út af íslenskri getspá eftir að vinningurinn féll, á ekki alls kostar við Evu í Hafnarfirði. Hinn rétti vinningshafi á fimm böm og eitt ömmubarn en Eva aðeins fiögur. Þær búa báðar í Norðurbænum í Hafn- arfirði, Eva við Breiðvang en vinningshafinn við Miðvang. Tvö af bömum vinnings- hafans eru sjúklingar en börn Evu öll heilsuhraust. „Það er krafa mín að þessi kona, sem vann 40 milljónim- ar, gefi sig fram svo ég fái frið yfir hátíðarnar. Það er nógu slæmt að vera neitað um jóla- aðstoð frá góðgerðarsamtök- um og félagsmálayfirvöldum vegna þessa kjaftagangs þó maður þurfi ekki að vera í síman- um dag og nótt að neita því að mað- ur sé milljónamæringur,“ segir Eva Elíasdóttir. -EIR Drukkna Flugleiðafólkiö: Enn á barnum Nóatún hefur í dag sölu á sænskum kalkúnum á „sannkölluðu Evrópu- verði", eins og segir í fréttatilkynningu. Alls verða seld um fimm tonn af kalkúnum á 370 krónur kílóið. Á myndinni má sjá Guðbjörn Gunnar Jónsson og Magnús Björgvinsson, starfsmenn Nóatúns DV-mynd GVA Veörið á morgun: Víöa létt- skýjað Á morgun verður norðlæg eða breytileg átt, víða 5-8 m/a og létt- skýjað en 8-13 m/s og él allra austast. Frost verður á bilinu 5 til 10 stig við ströndina en mun kaldara inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 37. Fyrsta dúkkuvaggan Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun meö leikföng og gjofavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.