Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Qupperneq 1
& # Uppáhalds-jólalögin # Hurðaskellir # Bragðkönnun: Hamborgarhryggur # Passar jarðgöngin - tákn jólanna Margir llta á jólin sem alkristna hátíð en hún á sterkar rætur í for- tíðinni. Jólaveislan hefur t.d. frá frá örófi alda verið eitt aðalatriði jól- anna. Hver getur hugsað sér aö halda jól þar sem krásir koma hvergi við sögu? í Svíþjóð er skreytt svínshöfuð með epli í munninum eitt af táknum jólanna eins og marg- ir íslendingar þekkja. Þetta svíns- höfuð er staðgengill svínsins Gull- inbursta, sem er tákn Freys, jóla- höfðingjans í heiðnum sið. Við svín- ið strengdu menn heit sín í jóla- veislunni og lofuðu bót og betrun á komandi ári. —J IÍV -HG k) ft\ Jólagjöfin í ár Jörmundur Ingi Hansen allsherjargo&i: dv-mvnd e.ól „Allir jólasiðir sem við íslendingar þekkjum eru komnir úr heiðni nema jólamessan." Jónas Gunnlaugsson bóksali: Bókin að verða helsta afþreyingin Bókaverslun Jónasar Tómasson- ar á ísafirði stendur á gömlum merg og þar er Jónas Gunnlaugsson við stjórnvölinn í búðinni sem afi hans stofnaði. Hjá þeim tróna þrír vest- firskir höfundar á toppi vinsælda- listans. „Hjá okkur er 2. bindi bókarinn- ar, Hundrað og ein vestfirsk þjóð- saga eftir Gísla Hjartarson, mest selda bókin. Fyrra bindið var líka mest selda bókin hjá okkur um sið- ustu jól. Þá kemur bókin Frá línu- veiðum til togveiða eftir Jón Pál Halldórsson og í þriðja sæti er Hulda, sem rituð er af Finnboga Hermannssyni útvarpsmanni. Næst á eftir þessum bókum er Steingrím- ur Hermannsson, Slóð fiðrildanna og Einar Ben. Bókasalan hefur verið ágæt og heldur meiri ef eitthvað er en und- anfarin ár. Jólaverslunin fór í gang strax eftir mánaðamótin og hefur verið nokkuð þétt síðan. Ég held að bókin eigi eftir að vinna á aö nýju. Það er svo mikið af Ijósvakamiðl- um og fólk fær hreinlega leið á öllu því framboði. Ég er því ekki frá þvi að bókin sé því að verða helsta aíþreying fólks á nýjan leik“, segir Jónas Gunnlaugs- son bóksali. -HKr Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði: Gleðjumst yfir sigri ljóssins „Upphaflega voru jólin heiðinn sið- ur og voru haldin í kringum sólhvörf til að fagna því að nýtt sólár hefði haf- ist og ljósið sigrað. Þegar dagurinn styttist trúðu fommenn því að alls konar óvættir færðust nær daglegu lífi fólks og héldu þess vegna mikla hátíð þegar ljósið sigraði óvættimar og þær tóku að hörfa á ný,“ segir Jörmundur fngi Hansen allsherjargoði. Hann segir að allar venjur í kringum undirbúning jólanna tengist sólhvörfúnum i desem- ber.“ Jólasiðimir tengiast flestir þeirri trú að með nýrri sól verði endumýjun í lífi sérhvers manns. Þess vegna ber öll- um að gefa jólagjafir svo þiggjandinn hafi eitthvað nýtt með sér inn í nýja árið. Ef menn fá engar gjafir fara þeir í jólaköttinn og geta ekki tekið þátt í end- umýjuninni," ségir Jörmundur. Þrælar verða kóngar Hann segir að á sama hátt sé bráð- nauðsynlegt að fólk geri aHt hreint og fint fyrir jólin. „Hreinsunin er athöfii sem hjálpar sólinni að vinna sigur á myrkrinu og rísa upp. Við eigum að losa okkur við gamla og úrelta hiuti svo endumýjun geti orðið.“ Jörmundur segir að til foma hafi jólin verið fimm dagar í stað 26 daga. „Þetta vom dag- amir 18.-23. desember, það er að segja sólhvarfadagurinn og tveir dagar á undan . - . og eftir. Þá var árið talið 360 dagar en þessa funm jóladaga giltu ekki venju- leg lög og reglur. Húsbænd- ur hlýddu hjúum sínum, karlmenn tóku á sig kvengervi og konur líktust karlmönn- um. Kóngur Rómaríkis til foma var settur af og þræll varð konungur þessa fimm daga. Við sjáum merki þessa siðar á gamlárskvöld og á þrettándanum þeg- ar margir íklæðast furðufótum og hegða sér öðravísi en leyft væri hvunndags," segir Jörmundur kankvís. Hlustum ekki á meinlæta- menn En hvemig halda ásatrúarmenn nú- tímans jól? „Við höldum jólablót 22. desember. Þá fógnum við nýju ári og gleðjumst yfir sigri ljóssins. Við borð- um góðan mat og njótum lífsins eins og hægt er. Menn strengja heit sín, svokailað bragarfull, og lofa bót og betrun. Fólk viðrar vonir sínar og ósk- ir svo þær geti ræst á nýja árinu." Jörmundur segir íslendinga hafa allt of lengi hlustað á raddir meinlæta- manna sem vilji spilia gleðinni yfir góðum mat á jólum. „Við eigum að borða vel á jólunum. Fólk á að sleppa aðeins fram af sér beislinu einu sinni á ári, borða góðan mat og skemmta sér. Annað er mesta firra. Til foma trúði fólk að ef það borðaði sig ekki satt á jólum liði það hungur á komandi ári. Þessi siður er gamail og við eigum alls ekki að hafa samviskubit yfir mat á jólum,“ segir Jörmundur ákveðinn. Samlyndi kristni og heiðni Jörmundur segist halda jól í sátt og samlyndi við kristna menn og skiptir sér ekki af því þó menn fari í messur eða noti aðrar afsakanir til að halda hátíð en þá upphaflegu að hans sögn. En er fjölskylda hans öll ásatrúar? „Nei, það er nú allur gangur á þvi og það hefur aldrei skapað nein vandræði eða haft áhrif á helgihaldið hjá okkur. Við ásatrúarmenn lítum bara á þessa löggiitu hátíðisdaga sem bætast við sem tilefni til að gera vel við sig og sína.“ En era einhveijir jólasiðir sem íjöl- skylda hans heldur í? „Við skreytum alltaf húsið með grænum greinum. Það er tákn fyrir ask Yggdrasils sem er sí- grænt tré lífsins. Svo vil ég endilega hvetja menn til að lýsa upp híbýli sín yfir jólin og kveikja á kertum til að fagna sigri ljóssins eins og vera ber,“ segir Jörmundur Ingi Hansen allsheij- argoði. -HG Jónas Gunnlaugsson bóksali ásamt Gunnlaugi Jónassyni fö&ur sínum. Gunnlaugur hefur staðið hefur vaktina í bókaversluninni áratugum saman. Ljósmynd: Hrafn Snorrason. Nú í aldarlok eru fjallgöngur og útivist vinsæl dægradvöl hjá sívaxandi hóp fólks. I þessari bók er lýst í máli og myndum leiðum á alls konar fjöll, há sem lág, erfið og auðveld. Gönguleiðir eru sýndar á korti og litljósmynd er af hverju fjalli. Vönduð og fróðleg bók skrifuð fyrir almcnning af fjallamönnuin sem safnað hafa reynslu í óbyggðaferðum og fjallapríli um áratuga skeið. ORMSTUNGA www.ormstunga.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.