Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 2
jólaundirbúningtirinn í rsx^a desember. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 Sumir jólasveinar vakna snemma: Unifem á íslandi: Heitt súkkulaði og pipar- kökur UNIFEM á Islandi á 10 ára af- mæli á laugardaginn. Af því tilefni bjóða félagar í stjóm félagsins gest- um og gangandi á Laugaveginum upp á heitt súkkulaði og piparkök- ur fyrir utan húsakynni félagsins að Laugavegi 7 á mUli kl. 15 og 17 á afmælisdaginn. Uppi á Mannhæðinni á Lauga- vegi 7 getur fólk aflað sér frekari upplýsingar um UNIFEM, nálgast nýtt og glæsilegt afmælisrit, skráð sig í félagið og hlýjað sér. Laugardaginn 18. desember eru sem sagt liðin 10 ár frá stofnun UNIFEM á íslandi og 18. desember eru líka liðin 20 ár síðan alþjóða- samningur gegn afnámi alls ofbeld- is gegn konum var samþykktur. Samningur sem kannski fáir vita að er til. UNIFEM, sem er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna til styrktar konum í „þróunarlöndum", starfar nú í 19 löndum víðs vegar um heiminn. Sjóðurin styrkir í þróunarverkefni kvenna i 60-70 löndum og er nú talin ein arð- bærasta fjárfestingin í þró- unaraðstoð. BONANZA Besta steikarpannan á markaðinum!!! Þetta er pannan sem notuð er í þáttunum hjá Sigmari B. Haukssyni. ÞettáHer rétta pannan fyrir heimili og atvinnumenn. Fást: djúpar - hh! nMal grunnar-20, 24, É-'t"v 26,28 og 32 cm ga§ Farestveít & Co. hff. breiðar. Glerlok aukalega. ____________Borgartúni 28 S 562 2901 og 562 2900 Er orðinn svo skrambi gleyminn - segir Hurðaskellir sem nú skrifar óskalistann kirfilega niður á blað Jólasveinninn Huröaskellir hefur verið í afar góðu skapi undanfama daga. í gær fréttist af honum á Þing- eyri við Dýrafjörð, þar sem hann gekk á milli bama og bað þau að segja sér hvað þau vildu helst í jóla- gjöf. Hurðaskellir hefur fyrir sið að koma til byggða þann 18. desember ár hvert. Annaðhvort hefur vekjara- klukkan hans hringt of snemma þetta árið eða Grýla gamla verið með önugra móti og rekið karlinn á lappir. Hitt er víst að til Hurðaskell- is sást í gær á Þingeyri, hlaupandi um í leit að börnum. Ekki var ætl- un hans að troða þeim í poka tO að færa Grýlu mömmu sinni heldur var hann með blað og penna í hendi og hugðist skrifa niður óskir bama um jólagjafir þetta árið. Þetta uppá- tæki sveinka kemur svo sem ekki tO af góðu. í einkasamtali við DV sagði kappinn: „Ég er orðinn svo skrambi gleyminn í seinni tíð. í fyrra fór ég af stað með gjafír í pokaskjatta og arkaði á mOli heim- Oa bamanna. Ég kom öUum gjöfun- um tO skOa, ekki vantaði það nú, en síðan hefur bara allt verið hringlandi vitlaust. Strákarnir fengu eintómar barbídúkkur og dúkkulísur en stelpurnar bOa og Action-Man. Þetta læt ég ekki koma fyrir aftur.“ Hún Jóhanna Jörgensen var pínúlítið feimin þegar HurðaskeOir kom með blað og penna og hugðist hripa niður langan óskalista eftir dömunni. Lét hún þó tOleiðast að skrifa sjálf á blaðið hjá jólasveinin- um örfáar óskir. Eftir innOegt sam- tal kvaddi hún svo HurðaskeUi með kossi. -HKr. Passar göngin á aðfanga- dagskvöld og um áramót DV, Akranesi: Ein af þeim starfsstéttum sem er að vinna á aðfangadagskvöld og aUan sólarhringinn aUan árs- ins hring eru gangaverðir við Hvalfjarðargöng. Við gangavörslu starfa átta manns tveir og tveir á vakt í senn og þar aö auki eru þrír á skrifstofu. Vilhjálmur Birgisson er annar tveggja starfsmanna sem er á vakt í göngunum frá 16-24 á að- fangadagskvöld. Hann segir að þetta séu fyrstu jólin sem hann er að vinna. „Ég vissi af því þegar ég fór í vaktavinnu að það kæmi að því að maður þyrfti að vinna þegar aðrir væru að halda hátíð- leg jól. Auðvitað er það leitt fyrir börnin og konuna og auðvitað sjálfan mig að geta ekki verið með þeim þegar hátiðleg jól eru hald- in. Annars er þetta ekkert mál, við bætum þetta upp. Ég mæti héma klukkan fjögur og er búinn á miðnætti. Við ætlum að reyna Vilhjálmur Birgisson gangavörður. Gæslumaöur Hvalfjaröarganga á aö- fangadagskvöld, gamlársdag og nýársnótt. DV-mynd Daníel Ólafsson að hliðra þessu eitthvað tO, þvi við erum tvö að vinna, þannig að við getum skroppið frá í tvo tima. Ég ætla ekki að taka jólapakkana með mér í vinnuna. Ég tek þá upp með bömunum. Það verður þá bara að biða með steikina en við ætlum að borða Bayonne-skinku,“ sagði Vilhjálmur þegar fréttarit- ari DV hitti hann að máli. - En hvemig verður umferðin? „Það verður rólegt hér á vaktinni frá 17.30 tO 21.00 en eftir það verð- ur mikið að gera, fólk að fara í fjölskylduboð og annað. Gamlárs- dagur kemur hins vegar heldur verr út fyrir mig. Þá mæti ég klukkan 8 um morguninn og er að vinna tO fjögur. Þá eru svoköUuð stutt skipti hjá okkur en þá eiga að líða 8 timar á mOli vakta. Ég mæti því aftur á miðnætti þegar árið 2000 gengur í garð sem er öUu verra en maður verður bara að taka því.“ -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.