Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 12
Forysta Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum reynir aö stöðva öldungadeildarþingmanninn John McCain áöur en verulegri ógn stafar af honum. John McCain, sem hefur forskot á George Bush i New Hampshire, er sagöur meö lausa skrúfu eftir fimm og hálfs árs fangavist og pyntingar í Víetnam. Símamynd Reuter Spilltir félagar Hatriö á John McCain á sér djúp- ar rætur hjá mörgum repúblikön- — Erlent fréttaljós —------ X um. Hann hefur árum saman barist einn gegn valdi peninganna í banda- rískum stjómmálum og þar með valdið óöryggi meðal ýmissa í Was- hington. Hann hefur sagt félaga sína í öldungadeildana spillta þar sem þeir láti sérhagsmuni ráða atkvæða- greiðslu sinni. íumræðunni um íjárlögin benti McCain á óþarfa hernaðarfram- kvæmdir upp á milljarða dollara sem herinn hefði ekki einu farið fram á. Meðal annars benti McCain á smíði herskips i Mississippi sem Trent Lott, þingmaður ríkisins, fékk samþykkta. McCain skýtur föstum skotum og hefur meira að segja lát- ið þau orð falla að í Washington komi menn engu jákvæðu til leiðar. Hrifnir af hreinskilninni Hreinskilni Johns McCains virð- ist hafa fallið kjósendum í New Hampshire í geð. Þar kunna menn að meta stjórnmálamenn sem tala hreint út. Hreinskilni Johns George Bush og John McCain faðmast aö loknum kappræöum í byrjun þessarar viku. Símamynd Reuter McCains hefur einnig valdið því að hann er í uppáhaldi hjá fjölmiðlum. Hann er alltaf reiðubúinn með stutt og skorinorð svör. En það eru reyndar ekki bara forystumenn repúblikana sem gera at- hugasemdir við persónu- leika McCains. Ekki er langt síðan dagblað á heimaslóðum McCains í Arizona velti þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort hann væri ekki of ofsafenginn í skapi til að geta setið í Hvíta húsinu. Skapofsi McCains hefur oft leitt til hávaðarifrildis í þinginu. Hann á erfitt með að leyna fyrirlitningu sinni á stjórnmálamönnum sem starfa fyrir sérhagsmuna- hópa. Þversagnakennt Það fer ekki á milli mála að John McCain er meiri hetja en allir hinir fram- bjóðendurnir. Það kann að vera óþægilegt fyrir marga sem eru í hópi þeirra sem beittu öllum brögðum til að sleppa við herþjónustu. Ge- orge Bush fékk til dæmis með aðstoð föður síns stöðu í flugher Texas. Það tryggði að hann var ekki sendur í Víetnamstríðið. Hingað til hefur skortur á stríðsafrekum verið not- aður gegn frambjóöendum, ekki síst gegn Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir að hafa komist hjá herþjón- ustu i Víetnam. Það þykir því svolítið þversagna- kennt að nú skuli hrylling- urinn af vígvellinum vera notaður gegn þeim eina sem hefur upplifað hann. Byggt á Reuter og Jyllands-Posten. Vinir Johns McCains öldungadeildarþingmanns, sem hefur unnið á í barátt- unni við George Bush í forkosningum repúblik- ana, eru orðnir verstu óvinir hans. John McCain, ein af stríðshetjum Bandaríkj- anna, sætir nú rógsher- ferð. Það eru ekki pólitísk- ir andstæðingar hans inn- an Demókrataflokksins sem standa fyrir henni heldur stjórn Repúblikanaflokksins sem hann hefur þjónað sem þingmaður í 17 ár. Meðal þeirra sem ekki mega hugsa til þess að John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna er Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni. Forysta Repúblikanaflokksins styður George Bush, ríkis- stjóra í Texas, sem veður í peningum. Þess vegna hef- ur það komið á óvart að John McCain skuli í kyrrð og ró hafa náð forskoti á George Bush í New Hampshire þar sem for- kosningar verða haldnar 1. febrúar næstkomandi. Bush er þó enn með for- skot á landsvísu. Þyrstir í völd Þrátt fyrir að Bush fagni sjálfur samkeppn- inni fer McCain í taugarn- ar á mörgum repúblikön- um sem bundið hafa vonir við son forsetans fyrrver- andi, George Bush eldri. Repúblikana þyrstir í völd eftir átta ára setu Bills Clintons í Hvita húsinu. Gífurleg fjárframlög frá stuðningsmönnum repúblikana sýna að öllu er fómað til að Bush leiði þá til sigurs. Þess vegna er reynt að stöðva McCain áður en verulegri ógn stafar af honum. Með lausa skrúfu Undanfarna mánuði hafa Trent Lott og aðrir öldungadeildarþing- menn repúblikana breitt út þann orðróm í bandariska þinginu að John McCain sé ekki í andlegu jafn- vægi og sé með lausa skrúfu. Ekki sé hægt að láta hann vera einan hjá kjarnorkuvopnatakkanum. Samkvæmt níðinu hlaut McCain varanlegan skaða þegar hann var skotinn niður yfir Hanoi í Víetnam- stríðinu og var tekinn til fanga. McCain var stríðsfangi í fimm og hálft ár og pyntaður á margvislegan hátt áður en hann fékk loks að snúa heim 1973. I síðasta mánuði birti bandaríska blaðið Washington Post níðið og nöfn þeirra sem stóðu á bak við það. Olli fréttin reiði margra fyrrverandi stríðsmanna. Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Kerrey frá Nebraska, sem missti fót í Víetnamstríðinu, sagði rógsherferðina þá viðurstyggileg- ustu hingað til í bandarískum stjórnmálum og móðgun við alla sem barist hefðu í Víetnam. Flokks- félagi McCains, öldungadeildarþing- maðurinn Chuck Hagel, tekur undir orð Kerreys.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.