Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 42
42 ýihlgarviðtalið '+fa' -’ét LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 -U V I—r LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 helgarviðtalið « öur tœtti ég mig upp, drakk fleiri, fleiri kaffibolla og keöjureykti áöur en ég kom fram og settist aldrei niöur á sviöinu. Þetta var alger andskotans brjálœð- isleg keyrsla. Á föstudög- um og laugardögum œddi ég um heimilið til aö hugsa og skrifa. Ég var svo hrœddur um aö floppa, “ segir Jóhannes Kristjánsson skemmti- kraftur sem er aftur farinn aö skemmta eftir allharka- leg veikindi frá því í sum- ar. Jóhannes hefur veriö meira og minna á sjúkra- húsi frá því um verslunar- mannahelgi, eöa í þrjá og hálfan rnánuö, og langtím- um saman var ástandiö mjög alvarlegt. En heilsu- bresturinn byrjaði ekki um verslunarmannahelg- ina. Byrjaði með kransæða- stíflu út af reykingum „Ég fékk kransæðastíflu út af reykingum að morgni 3. febrúar 1998. Þetta var dagurinn sem ég hafði ákveðið að hætta að reykja og átti meira að segja tíma i nála- stungum. En ég komst aldrei í þann tíma.“ En blóðugt. „Nei, það er alveg sjálfsagt að fá kransæðastíflu ef maður reykir. Það ættu allir reykingamenn að fá hana.“ Hvað reyktirðu eiginlega mikið? „Ég reykti einn pakka af vindl- um á dag og fannst það ekkert svo mikið. Síðar var mér sagt að þeir væru stórreykingamenn sem reyktu vindla, því vindlar væru mun meira eitur en sígarettur. Einn pakki af vindlum á dag er á við tvo pakka af sígarettum. Svo ég var stórreykingamaður." En þetta var löngu áður en nýaf- staðin veikindi létu á sér kræla. „Já en kransæðasjúkdómnum fylgdi líklega einhver ofnæmis- sjúkdómur og við hann bættist sýking svo það fór að grafa í lung- unum á mér og ég var að æla þeim smám sarnan." Þetta ferli tók þó nokkra mán- uði. Það dró smám saman af Jó- hannesi en læknar fundu ekki hvað gæti verið að honum. „Þeir vildu ekkert gera fyrr en þeir hefðu fundið meinið, svo þetta færi nú ekki í enn meiri vitleysu. Það hefur sennilega enginn í heimin- um fengið þessa sýkingu áður og ætli hún verði ekki skírð í höfuðið á mér; Jóhannesarbólga, eða eitt- hvað svoleiðis." Um verslunarmannahelgina var Jóhannes orðinn svo veikur að hann hafði samband við Jón Högnason hjartalækni. „Ég var all- ur að tærast upp og var orðinn þvengmjór. Jón skipaði mér strax á sjúkrahús og svo fóru þeir allir að leita, þessir ágætu læknar á hjarta- og lungnadeildinni. Ef óttínn lætur á sár kræla vex hann ótrúlega Þetta haust var fjölskyldu Jó- hannesar erfitt, því á þeim vikum sem Jóhannes lá milli heims og helju úr einhverjum sjúkdómi sem enginn virtist kunna skil á var El- ísabet systir hans, sem var krabba- meinssjúklingur, að heyja sitt dauðastríð Hún lést 16. september. „Þetta var hrikalega erílður tími,“ segir Jóhannes en þegar hann er spurður hvort hann hafi verið hræddur við dauðann svarar hann: „Ég var ekkert hræddur við að geispa golunni, nema svona einu sinni eða tvisvar þegar menn virtust búnir að reyna allt án ár- angurs. En læknirinn minn var mjög góður að tala mig til og hjúkrunarfólkið var ótrúlega fært um að laga mann til í sálinni þeg- ar maður varð hræddur. Það er svo mikilvægt að verða ekki hræddur því ef óttinn lætur á sér kræla vex hann ótrúlega hratt. En mér fannst mjög erfitt að halda mér í jafnvægi, erfitt að verða ekki reiður eða bitur. Ég var þó ekkert reiður út í tóbakið eða farinn að naga á mér handarbökin fyrir að hafa reykt. Það er ekki til neins.“ En við hvað varstu hræddastur? „Ég var hræddastur um að það fyndist ekkert til að lækna mig en ég velti dauðanum ekki svo mikið fyrir mér. Ég var svo hræddur um systur mína og velti fyrir mér hvað það yrði mikið áfall fyrir fjöl- skylduna mina ef við færum bæði. Ég hugsaði meira um fjölskylduna en hvað yrði um mig.“ Var hálfpartinn kominn í kör Hvað geröist nákvæmlega þegar fór að grafa í lungunum á þér? „Ég bólgnaði allur upp og safnaði mikl- um bjúg, sem enn er ekki alveg far- inn. Innyflin, lifur og fleira, bólgn- uðu líka og ég fékk gat á lungun. Svo þegar maður liggur svona sofna vöðvamir og maður verður aumingi til gangs. Ég var háifpart- inn kominn í kör en reyndi af veik- um mætti að ganga í kringum rúm- ið til að hreyfa mig eitthvað. Líkam- inn hrömar hratt þegar maður ligg- ur svona og þumalputtareglan er sú að það taki helmingi lengri tíma að ná sér aftur upp. En ég er sem bet- ur fer vanur göngumaður svo þetta hefur gengið vel hjá mér. Annað sem hjálpaði mér var hversu vanur ég var einveru. Þegar maður er veikur er maður einn. Ég hef alltaf unnið einn og ekki vanist því að varpa ábyrgðinni yfir á aðra. í þessum þvælingi sem fylgir skemmtanabransanum - sem hefur sem betur fer gengið vel - ferðast ég alltaf einn og hef vanist einveru.“ Haustið hefur meira og minna farið fram hjá Jóhannesi, bæði það góða og það sára. Þegar Elísabet systir hans lést var hann svo veikur að hann mætti í minningarathöfn- ina um hana í hjólastól og með píp- ur og slöngur í öllum vitum. „Ég var oft með steikjandi hita þessa mánuði og orkan fór í að tóra og fara í gegnum rannsóknir. Ég taldi tímann ekki í klukkustundum og dögum heldur í matmálstímum. Það kom mér ekki við hvort það var október eða desember. Sá tími var tilbúningur. Ég var þó aldrei alveg rænulaus, bara hálfvegis og reyndi að hugsa ekki neitt. Það voru kannski ósjálf- ráð viðbrögð en mér tókst það oft. Það má kannski líka segja að það sé hugsunarleysi en það bjargaði mér. Ég missti aldrei vonina um að lækn- amir myndu finna einhverja leið og það var mikilvægt að halda í þá von og vera ekkert að hugsa um neitt sem gat leitt mig frá henni. Ég bar mikið traust til læknanna og það var mér mikils virði að geta talað við þá eins og ég er og eins og mér leið. Ég þurfti ekkert að setja mig í stellingar og lét bara vaða.“ Dauðastríð systurinnar erfitt í miðri legu Jóhannesar lést El- ísabet systir hans. Þetta var erfið- ur timi fyrir fjölskylduna og ekki sist Jóhannes sem sjálfur var að Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur hefur staðið í harðri haráttu við illvígan sjúkdóm frá því í sumar. Lengi var honum ekki hugað líf en á endanum fár hann með sigur af hólmi og er nú aftur tekinn til við að kitla hláturtaugar landsmanna og þar með lengja líf þeirra berjast fyrir lífi sinu. Samskipti hans og Elísabetar höfðu verið náin síðustu mánuðina sem hún liföi. „Hún bjó fyrir vestan,“ segir Jóhannes, „en vegna veikindanna var hún í Reykjavík síðustu tvo mánuðina og bjó svo að segja í næsta húsi við mig. Hún heim- sótti mig á spítalann rétt áður en hún dó og það geislaði af herrni „Ég var ekkert hræddur við að geispa golunni, nema svona einu sinni eða tvisvar þegar menn virtust búnir að reyna allt án árangurs. En læknirinn minn var mjög góður að taia mig til og hjúkrunarfólkið var ótrúlega fært um að laga mann til í sálinni þegar maður varð hræddur. “ DV-myndir GVA reisnin. Þegar ég horfði á hana fór ég að hugsa um hvað væri í rauninni lítið að mér. Ég hafði fylgst með dauðastríði hennar og vissi svo vel hvað hún hafði gengið í gegn- um. Samt fór það svo í lokin að hún gat heimsótt mig - en ég gat ekki heimsótt hana áður en hún dó.“ Elísabet var aðeins 48 ára og segir Jóhannes dauða hennar og sín veikindi hafa orðið til þess að hann virkilega gerði sér grein fyr- ir þvf að enginn skyldi vera of ör- uggur um heilsuna. „Það er í rauninni bara einn dagur í einu,“ segir hann. „Ég vissi það svo sem fyrir en þá hugsaði ég aldrei um það. Núna er ég mun þakklátari fyrir þá heilsu sem ég hef en ég var áður fyrir fulla heilsu." Sífellt að flýta sér En bjúgur, bólgur og gat á lung- um. Hvemig verður svona sjúkdóm- ur tU? „Þetta voru sýklar sem við erum með á húðinni og þeir fóm niður í lungun. Á sama tima var ég að berj- ast við bólgusjúkdóm sem ég þurfti að taka stera við. Þegar þetta þrennt er komið saman er þetta orðið býsna flókið vandamál. Það er skýr- ingin sem ég fékk. Bólgusjúkdómur- inn er ein tegund sjálfsofnæmis," segir Jóhannes og bætir svo við, eins og honum er einum lagið: „Það er kannski ekki skrítið að ég fengi sjálfsofhæmi þegar á það er litið hvað ég er mikið einn með sjálfum mér.“ En það er ekki bara einveran á ferðalögum í skemmtibransanum sem Jóhannes er að tala um því sumarið ‘97 og ’98 var hann land- vörður í Vatnsfirði, eftir að hafa sótt landvarðanámskeið. „Ég var eini landvörðurinn þama og gat því titlað mig yfirlandvörð." En stefnir hann að slíkri einvem aftur næsta sumar? „Ef heilsan leyfir... Jú, jú, ég verð alveg búinn að ná mér um áramót- in. Það gerist allt svo hratt hjá mér. Þaö er þó eitt sem ekki hefur breyst. Samt er ég að reyna að stilla mig - stundum. Ég hef alla tíð haft orð á mér fyrir að vera sífellt að flýta mér. T.d. var ég vanur að gera flest á funmfoldum hraða, eins og það að þvo bílinn minn. Ég gat þvegið fimm bíla á meðan aðrir þvoðu einn. Svona var þetta í mörgu öðm en ég er að reyna að venja mig af þessum asa. Maður á auðvitað að fara hægar í sakimar, liggja dauður ella.“ Tvennt af öllu nema hjarta Þegar Jóhannes er spurður hverj- ir hafi annast hann á sjúkrahúsinu segir hann: „Það vom lifrar-Siggi, lungna-Steini, sýkla-Anna og tófu- Kalli...“ Ha? Tófu-Kalli? „Já, þegar hann fór á gæsaveiðar í haust skaut hann bara tófur! Hann hlýtur nú samt að þekkja gæs og tófu í sundur. Og þó, það er aldrei að vita með dýraríkið, sérstaklega ekki fyrir menn sem hafa þurft að umgangast mig í svona langan tíma. En ég þurfti að finna svona nöfn á lækna- og hjúkrunarlið til þess að muna hvað hver hét og í hverju hann var sérfræðingur. Minnið var svo slæmt á meðan á þessu stóð og það er dónalegt að ávarpa fólk með „heyrðu þama.“ Það var mjög gott að geta tengt andlit læknanna við innyflin sem þeir em sérfræðingar í. En ég uppnefndi ekki yfirlækn- inn, Guðmund Oddsson. Ég þorði það ekki og þvi síður aðallækninn minn, Jón Högna.“ En núna er Jóhannes að ná sér og það hratt. Hann er þó enn með dálít- inn bjúg sem alltaf tekur nokkum tíma að losna við. Hann er ennþá á sýklalyfjum og gatið á lunganu er gróið. „Ég get hlaupið hvem sem er af mér í dag,“ segir hann og glottir. „Maður þarf bara hálft lunga en hef- ur tvö. Skaparinn sá til þess að mað- ur hefði tvennt af öllu sem skiptir máli, nema hjarta. Flugvélar hafa hins vegar tvennt af „öllu“ þannig að við emm ekki eins fullkomin og flugvélar.“ Eina mínútu yfir hálfellefu Og nú mega þingmenn búast við því að Jóhannes fari aftur að mæta á þingpalla eins og hann hefur gert mjög reglulega frá 1976, veturinn sem hann sat hvern ein- asta þingfund. Hann var í menntaskóla og segist ekki hafa haft neitt að gera. Það var vetur- inn sem hann byrjaði að skemmta. „Það var 14. febrúar klukkan eina mínútu yfir hálfellefu," segir hann, „og það var í fyrsta sinn sem ég skemmti svona formlega og frá 1982 hefur þetta verið mín aðalatvinna." Jóhannes er fæddur og uppal- inn á Brekku á Ingjaldssandi í Önundarfirði, einn tólf systkina. Tvær systur hans em bændur í önundarfirði, Elísabet, sem er ný- látin, bjó í Bolungarvík, tveir yngstu bræðurnir dóu stuttu eftir fæðingu, „svo við emm niu eftir,“ segir hann. „Tvö systkini mín búa svo í Reykjanesbæ og restin af okkur er í Reykjavík." Jóhannes hristir höfuðið, segir foðrn- sinn hafa átt tuttugu systkini og bætir við: „Maður stendur sig ekki einu sinni í að viðhalda þjóðinni. Mér er sagt að til þess þurfi þrjú böm en ég á bara tvö.“ Sambandið við æskustöðvamar segir Jóhannes gott. „Þar er gott að vera. Ég fer vestur á vorin og er þar mikið yfir sumarið. Kem til Reykjavikur á haustin og byrja þá að bíða eftir að komast aftur vest- ur að vori. Þetta hefur alltaf verið svona, nema þegar ég var á Hvanneyri að læra til búfræðings. Sá vetur var svo skemmtilegur að mig langaði aldrei til að vera ann- ars staðar," segir Jóhannes hugsi og bætir við: „Kannski ég fari bara aftur í hann, í umhverfisfræði eða eitt- hvað.“ Hvað með búfræðinámið? Þú hefur ekkert hugsað þér að snúa til æskuslóðanna og gerast bóndi? „Jú, ég er alltaf að hugsa um það en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Ég er nú síðasti maðurinn sem fæddist á Ingjalds- sandi, svo mér rennur kannski blóðið til skyldunnar. Það em ekki nema tveir bæir 1 byggð þama á veturna. Hins vegar eru þeir nær allir í byggð á sumrin." Þangað til ákvörðun verður tek- in verður Jóhannes því áfram til heimilis í Reykjavík, ásamt eigin- konimni Halldóm Sigurðardótt- ur, íslenskukennara í Mennta- skólaninn við Hamrahlíð, og bömunum tveimur sem eru sjö og tiu ára. Það er ekki nema rúm vika síðan hann kom í fyrsta skipti fram eftir veikindin og var það á hundrað ára afmæli Tré- smíðafélagsins sem haldið var á Hótel Sögu. Hvemig gekk það? „Það tókst vel. Ég heimsótti þá fyrst til að rekja úr þeim gamirn- ar og mætti síðan snemma til að athuga stemninguna. Það var gott að byrja aftur að skemmta eftir svona langt hlé. Ég er orðinn svo vanur því að fá adrenalínskammt- inn minn í vinnunni að ég verð hálfómögulegur ef það líður lang- ur tími á milli skemmtana." Alltaf hræddur við að mistakast En hvað með kaffið og tóbakið? Ekki geturðu fírað þig upp á því núna. „Nei, núna fer ég rólega I þetta. Ég anda djúpt, alveg niður í maga í staðinn fyrir að drekka kaffi og anda stutt. Það er nefnilega þannig að þegar maður er stressaður, and- ar maður svo stutt. En þessa djúpöndun er hægt að nota á allt, reiði, hræðslu og stress. Menn ættu að nota hana meira núna þeg- ar allt er að farast úr stressi." Ertu ekki lengur hræddur við að floppa? „Jú, ég er það nú enn þá og vona að ég losni aldrei við það. Ef manni verður sama er eins gott að hætta.“ -sús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.