Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 74
,8 áfmæli LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 JjV Kjartan Jóhannsson Kjartan Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri EFTA og fyrrv. ráð- herra, verður sextugur á morgun. Starfsferill Kjartan fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófl frá MR 1959, prófi í byggingaverkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1963, stundaði nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Stokkhólmi 1963-64, lauk MS-prófi í rekstrarverkfræði frá Dlinois Institute of Technology í Bandaríkj- unum 1965 og doktorsprófi í rekstr- arhagfræði frá sama skóla 1969. Kjartan var dósent við HÍ 1974-89, rak sjálfstæða ráðgjafarþjónustu 1968-78, var þingmaður Alþýðu- flokksins i Reykjaneskjördæmi 1978-89, sjávarútvegsráðherra 1978-80, viðskiptaráðherra 1979-80, sendiherra Islands hjá EFTA 1989-94 og hefur verið fram- kvæmdastjóri EFTA frá 1994. Kjartan var varaformaður Al- þýðuflokksins 1974-80 og formaður flokksins 1980-84. Hann sat í stjórn RARIK 1969-74, í stjórn ÍSAL 1970-75, var formaður útgerðarráðs BÚH 1970-74, bæjarfufltrúi í Hafnar- flrði 1974-78, formaður Styrktarfé- - ^.lags aldraðra í Hafnarfirði 1976-79, sat í nefnd um endur- skoðun bankakerfisins 1979-85, i stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987-89, formaður nefndar um staðgreiðslu skatta 1987, nefndar um húsnæðis- lán 1988-89 og Evrópu- stefnunefndar 1988-89. Hann var fuUtrúi á alls- herjarþingum SÞ 1976, 1982 og 1985, fuUtrúi ís- lands á þingi Evrópu- ráðsins 1980-89, sat í stjórn Grænlandssjóðs 1985-87 og formaður ís- landsdefldar i þing- mannanefnd EFTA 1985-89. Kjartan hefur skrifað bækur, bæklinga og bókarkafla um ýmis efni. Ennfremur fjölmargar greinar í margvíslegum fagtímaritum, dag- blöðum og víðar. Kona Kjartans er Irma Karlsdótt- ir, f. 26.3. 1943, bankafulltrúi. For- eldrar hennar: Alf Eriksson, f. 14.9. 1919, bifreiðarstjóri, og Gerda Andréasson, f. 10.4. 1922, verslunar- maður. Dóttir Kjartans og Irmu: María, f. 22.3. 1963. Systir Kjartans: Ingi- gerður María, f. 13.5. 1944, verslunarmaður. Foreldrar Kjartans: Jóhann Þorsteinsson, f. 9.5.1899 á Berustöðum í Ásahreppi í Rangár- vallasýslu, d. 16.3. 1976, kennari og forstjóri, og Astrid Þorsteinsson, f. 13.11. 1908 í Visnum í Svíþjóð hjúkrunarfræð- ingur. Ætt Jóhann var sonur Þorsteins, b. á Beru- stöðum, Þorsteinssonar, hreppstjóra á Syðri-Rauðalæk í Holtum og Beru- stöðum, Jónssonar, b. á Hrygg í Flóa, Einarssonar. Móðir Þorsteins hreppstjóra var Guðlaug Helgadótt- ir, systur Guðmundar, afa Nínu Sæ- mundsson listmálara. Annar bróðir Guðlaugar var Bjami, langafi Guð- bjama, foður Sigmundar, fyrrv. há- skólarektors. Móðir Þorsteins Þor- steinssonar var Arndís Helgadóttir, b. á Litlaparti i Þykkvabæ, Einars- sonar, og Önnu Magnúsdóttur. Móð- ir Önnu var Ragnhildur Ámadóttir, b. í Hábæ, bróður Vilborgar, móður Rannveigar, konu Bjama riddara og langömmu Matthíasar skósmiðs, afa Matthiasar Mathiesen, fyrrv. ráð- herra, föður Áma sjávarútvegsráð- herra. Móðir Jóhanns var Ingigerður Runólfsdóttir, b. í Áshóli, bróðir Sigurðar, langafa Sigþórs, föður Guðmundar, skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu. Runólfur var sonur Runólfs, b. á Brekkum í Holt- um, Nikulássonar, b. í Narfakoti í Njarðvík, Snorrasonar. Móðir Run- ólfs á Brekkum var Margrét, systir Þorgerðar, móður Guðnýjar skáld- konu, móðurömmu Haralds Níels- sonar prófessors, föður Jónasar, fyrrv. bankastjóra. Systir Guðnýjar var Margrét, amma Ólafs Friðriks- sonar verkalýðsleiðtoga. Bróðir Guðnýjar var Magnús, langafi Bjöms Sigfússonar háskólabóka- varðar, fóður Sveinbjarnar, fyrrv. háskólarektors, en bróðir Björns var Háfldór, skattstjóri Reykjavík- ur. Önnur systir Margrétar var Guðrún, amma Björns M. Olsen há- skólarektors og langamma Auðar, fyrrv. ráðherra, og Jóns Auðuns, fyrrv. dómprófasts. Kjartan og eiginkona hans taka á móti gestum í Skálanum, Hótel Sögu, á morgun, sunnud. 19.12., miUi kl. 17.00 og 19.00. Kjartan Jóhannsson. Guðmundur Jón Jóhannsson Guðmundur Jón Jóhannsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Skálatúns, Þrastarhólum 10, Reykjavík, er átt- ræður i dag. * Starfsferill Guðmundur fæddist að Háakoti í Skagafirði. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólum 1941, nam bókfærslu í bréfaskóla og stundaði landbúnaðarstörf tfl 1944. Guðmundur var lögregluþjónn í Reykjavík 1946-61, forstöðumaður Vinnuhælisins að Litla-Hrauni 1961-65, bókari og síðar deildarstjóri hjá Pósti og síma 1965-80, vann um tíma að bókhalds- og fjárreiðustörfum og var fram- kvæmdastjóri Skálatúns frá 1987. Hann var búsettur í Reykjavík 1946-62, á Selfossi 1962-71, siðan um tíma í Reykjavík, þá í Mosfellsbæ og loks aftur í Reykjavík. Guðmundur sat í sveitarstjórn Holtshrepps 1942-46, var formaður sjálfstæðisfélagsins Öðins á Selfossi 1964-70, sat í stjórn Póstmannafé- lags íslands 1974-77, fuUtrúi Lög- reglufélags Reykjavíkur á þingum BSRB 1966-62, í stjómskipaðri fang- elsisnefnd 1968-71 og var ráðherraskipaður formaður áfengis- vamanefndar Selfoss 1968-71. Hann hefur skrifað greinar um þjóðmál og málefni aldraðra í blöö og tímarit og fjölda afmælis- og minningargreina. Fjölskylda Guðmundur kvæntist fyrst 25.12. 1943 Ólöfu Maríu Guðmundsdóttur, f. 20.9. 1919, húsmóður. Foreldrar hennar voru Guðmundur Péturs- son, bóndi að Refsteinsstöðum í Víðidal og víðar, og Sigurlaug Jak- obina Sigurvaldadóttir húsfreyja. Guðmundur og Ólöf skildu 1976. Böm Guðmundar og Ólafar eru Sigríður Jóhanna, f. 19.10. 1942, rit- ari á Selfossi, gift Jóni Péturssyni rafvélavirkja og eiga þau tvö börn; Ólöf Sigurlaug, f. 29.7. 1947, d. 20.Í. 1989, var gift Sigurði Emil Sigurðs- syni og eignuðust þau tvö böm; Sig- urlína, f. 27.9. 1949, bankafulltrúi á Selfossi, gift Gylfa Þ. Gíslasyni íþróttakennara og eiga þau þrjú böm; Guðmundur Þröstur, f. 7.9. 1953, kerfisfræðingur og forstjóri Kerfis hf., nú búsettur í Bandaríkj- unum, kvæntur Björgu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau eitt barn. Guðmundur kvæntist 18.12. 1977 Bryndísi Magnúsdóttir, f. 25.12. 1934, ritara. Hún er dóttir Magnús- ar Magnússonar í Reykjavík, og Jó- hönnu Árnadóttur. Stjúpbörn Guðmundar eru Júlíus Helgi, f. 10.8.1954, búsettur í Svíþjóð og á fjögur börn; Kristjana, f. 28.7. 1956, búsett í Reykjavík og á hún þrjú böm; Jóhanna, f. 27.6. 1960, bú- sett í Reykjavík og á tvö börn; Mar- ía, sem er jafnframt fósturdóttir Guðmund- ar, f. 22.5. 1969, húsmóð- ir í Reykjavík en maður hennar er Rafn Ingvi Rafnsson verkfræðing- ur. Langafabörn Guð- mundar eru þrjú. Systkini Guðmundar: Sóley Stefanía, f. 20.6. 1910, d. 8.10. 1980; Jón- ína Guðrún, f. 19.7.1912, d. 28.10. 1960; Margrét Petrína, f. 19.10. 1914: d. 9.6. 1978; Stefán Bene- dikt, f. 12.12. 1916, d. 13.9. 1997; Ingibjörg Sæ- unn, f. 1.6. 1918; Ámý Sigurlaug, f. 31.12. 1921, d. 13.3. 1996; Björg Sigur- rós, f. 9.9. 1923: Andrés Stefán, f. 21.10. 1924; Sæmundur, dó í æsku; Ólafur Guðmundur, f. 17.10. 1927; Jón, dó í æsku: Einar Ingiberg, f. 15.1. 1929, d. 23.6. 1983. Hálfbróðir Guðmundar er Sigurð- ur Þorsteinn, f. 29.11. 1945. Foreldrar Guðmundar voru Jó- hann Benediktsson, f. 14.6. 1889, d. 9.6.1964, bóndi á Skeið, í Berghyl og víðar, og Sigríður Jónsdóttir, f. 14.5. 1890, d. 14.10. 1939. Ætt Jóhann var sonur Benedikts, b. i Neðra-Haganesi, Stefánssonar, b. í Minni-Brekku, Sigurðssonar, b. á Torfustöðum i Svarfað- ardal, Jónssonar. Móð- ir Stefáns var Marsibil Jónsdóttir. Móðir Bene- dikts var Guðríður Gísladóttir, b. Hrauni í Tungusveit, og Sigríðar Ólafsdóttur. Móðir Jóhanns var Ingibjörg Pétursdóttir, b. á Sléttu, Jónssonar, b. á Sléttu, Ólafssonar. Móðir Péturs var Ingi- björg Þórðardóttir. Móðir Ingibjargar Pét- ursdóttur var Jóhanna Ólafsdóttir, b. á Vest- arahóli í Flókadal og Guðlaugar Hálfdánardóttur. Sigríður var dóttir Jóns, b. í Höfn og Hvammi, Ingimundarsonar, b. í Höfn og á Minni-Reykjum, Ingi- mundarsonar, b. í Nefstaðakoti, Þorleifssonar. Móðir Jóns var Sig- urbjörg Stefánsdóttir, Jónssonar, og Þuríðar Gísladóttur, húskonu á Þrastastöðum. Móðir Sigríðar var Guðrún Björnsdóttir, b. á Spáná, Þorsteins- sonar, b. í Svínavallakoti og síðar á Spáná, Ásgrímssonar. Móðir Björns var Sigríður Styrbjörnsdóttir. Móð- ir Guðrúnar var Þóra Runólfsdóttir, b. á Máná, Jónssonar, og Þóru Brynjólfsdóttur frá Ráeyri. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn. Guðmundur Jón Jóhannsson. Omar Björnsson Ómar Björnsson, starfsmaður á Vinnu- stofum Svæðisskrif- stofu, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, verður fer- tugur á morgun. Fjölskylda Ómar fæddist í Kefla- vík og ólst þar upp. Hálfbróðir Ómars, sammæðra, er Sigurður G. Ólafssön, f. 18.8. 1942, verkstjóri hjá Vatns- veitu Reykjanessbæjar, var kvæntur Ernu Jóns- dóttur, f. 1936, d. 1985, og eru börn þeirra tvö. Hann kvæntist síðar Guðbjörgu Ingimundardóttur, f. 1950, sérkennara. Alsystkini Ómars eru Sigurbjörn Björnsson, f. 15.6. 1945, verkstjóri hjá Flugleiðum, kvænt- ur Þóru Þórhallsdóttur, f. 1949, húsmóður og eiga þau fjögur böm og átta barnabörn; HaUdór Bjömsson, f. 25.8. 1946, framkvæmdastjóri, kvæntur Huldu Harð- ardóttur, f. 1950, þroskaþjálfa og eiga þau fjögur börn og fimm barnaböm; Grét- ar Bjömsson, f. 26.10. 1947, húsasmiður og á hann fjögur böm frá fyrrv. hjónabandi en sambýliskona hans er Guðrún Jónsdóttir skrifstofumaður; Lilja Björnsdóttir, f. 19.8. 1949, smurbrauðsdama og ræstitæknir og á hún tvær dætur; Símon Bjöms- son, f. 18.5. 1951, hlaðmaður hjá Flugleiðum, kvæntur Sveinbjörgu Sverrisdóttur, f. 1950, húsmóður og eiga þau þrjú börn og tvö bama- börn; Guðmundur M. Bjömsson, f. 15.2. 1953, verktaki, kvæntur Hall- dóru Gunnarsdóttur, f. 1952, starfs- manni hjá Flögu og eiga þau þrjú böm og eitt barnabarn; ísleifur Bjömsson, f. 28.7. 1954, sendibíl- stjóri, kvæntur Ingigerði Guð- mundsdóttur, f. 1956, húsmóður, og eiga þau eitt bam; Hrönn Björns- dóttir, f. 26.12.1955, starfsmaður við Kísiliðjuna i Mývatnssveit, en mað- ur hennar er Friðrik Steingrímsson, f. 1954, hagyrðingur og starfsmaður við Kísiliðjuna og eiga þau tvö börn; Friðbjörn Björnsson, f. 10.12. 1958, verktaki, kvæntur Guðrúnu Helga- dóttur, f. 1958, leiðbeinanda og eiga þau fjögur börn og þrjú bamabörn; Viggó Björnsson, f. 8.8. 1962, versl- Ómar Björnsson. unarmaður, kvæntur Vilborgu Leifsdóttur, f. 1972, en hann á tvö börn frá því áður og þau eiga sam- an eitt barn. Foreldrar Ómars: Björn Símonar- son, f. 16.8. 1916, d. 2.2. 1964, bif- reiðarstjóri í Keflavík, og k.h., Sig- urlaug Gísladóttir, f. 25.9. 1920, hús- móðir og fyrrv. starfsmaður Flug- leiða í Keflavík. Ætt Björn var sonur Símonar Guð- mundssonar, útgerðarmanns í Leiru, og k.h., Halldóru Eyjólfsdótt- ur. Sigurlaug er dóttir Gísla Sigurðssonar, járn- og vélsmiðs i Keflavík, og k.h., Margrétar Ragnheiðar Jónsdóttur. Ómar tekur á móti gestum í Haukahúsinu við Flatahraun mill kl. 13.00 og 18.00. Til hamingju með afmælið 18. desember 80 ára Láms Kristinn Pálsson, Hríseyjargötu 8, Akureyri. 75 ára Bergljót Óskarsdóttir, Mánabraut 5, Skagaströnd. Guðvarður Jónsson, Hamrabergi 5, Reykjavík. Pétur Jóhannsson, Lönguhlíð 7a, Akureyri. 70 ára Jón Sveinn Þórólfsson, Fossbergi, Húsavík. 60 ára Anna Bjamadóttir stöðvarstjóri, Krosshömrum 13, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Óskar Bjamason. Þau verða að heiman. Þorbergur Ormsson bifreiðarstjóri, Stórholti 33, Reykjavík, verður sextugi mánudaginn. Hann tekur á : ættingjum og vinum í Þórshöll, Brautarholti 20, laugard. 18.12. kl. 17.00-20.00. Aðalsteinn Júlíusson, Guðrúnargötu 8, Reykjavík. Arndís Inginm Sigurðardóttir, Stigahlíð 43, Reykjavík. Gísli F. Jóhannsson, Melgötu 8, Grenivík. Kristján Hermannsson, Lönguhlið, Akureyri. Magnús Fr. Sigurðsson, Miðleiti 12, Reykjavík. Munda Pálín Enoksdóttir, Sogni meðfheimili, Selfossi. Rudolf S. Ingólfsson, Heiðargerði 66, Reykjavík. 50 ára____________________ GísU Jóhannes Óskarsson, Stóragerði 2, Vestmannaeyjum. Ingibergur Kristinsson, VaUargötu 22, Keflavík. Sigurður Friðriksson, Klapparstíg 1, Sandgerði. Sigurður Guðnason, Smárarima 94, Reykjavik. 40 ára Egill Bergmann, Urðarstíg 12, Reykjavík. Guðbjörg Skúladóttir, Fálkagötu 8, Reykjavík. Gunnar Sigtryggsson, Birkilundi 1, Ákureyri. Gunnvör Kolbeinsdóttir, Heiðarbrún 15, Hveragerði. Halldóra S. Hafsteinsdóttir, Brekkuhlíð 14, Hafnarfirði. Inga Kristín Grímsdóttir, Reykjahlíð 14, Reykjavík. Ingimar Garðarsson, Lækjarhvammi 1, Búðardal. Jantee Sopap, Gilsbakkavegi 9, Akureyri. Kristin F. Welding, Vatnsendabletti 165, Kópavogi. Ólafur Kristinn Ólafsson, Hávallagötu 17, Reykjavík. Pétur Birgisson, Stakkanesi 8, ísafirði. Svanhildur Sif Haraldsdóttir, Lautasmára 45, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.