Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1999, Blaðsíða 78
82 myndbönd LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1999 Myndbanda _ _*___r__ Svartur köttur, hvítur köttur Hreinn farsi ro ‘JVaffur hv/Lur koirur kortyr m --■r.immsBi'i** Það fer ekki hjá því að samanburður við fyrri verk júgóslav- neska leikstjórans Emir Kusturica sé nýjustu mynd hans mjög í óhag. Tvær síðustu myndir hans, Time of the Gypsies og Underground, eru stórbrotin meistaraverk sem láta nýjustu myndina líta út eins og hálfgert drasl í samanburðinum. Hún er öU mun einfaldari í sniðum, hefúr ekki episka og tragíska eiginleika iýrri myndanna, og það er enginn undirliggjandi boðskapur eða ádeila í henni. Svartur köttur, hvítur köttur er einfaldlega hreinn farsi, en reyndar vel heppnaður sem slikur, og tónlistin svíkur ekki fremur en fyrri daginn. Hún er jaíh ærslaíúil og myndin sjálf, ýtir vel undir hressandi andrúmsloftið í henni og léttir lundina í áhorfendum. Atburðarás- in er í meira lagi skrautleg og persónumar einnig, sem margar hverjar eru óborganlegar. Diskó-óði glæpakóngurinn toppar það gallerí. Það er sem sagt ómögulegt að láta sér leiðast yfir þessari mynd, og hún er í raun alveg stór- skemmtileg þegar maður hefúr náð sér af vonbrigðunum og sætt sig við að maður sé ekki að horfa á listrænt meistaraverk heldur einfaldlega góða grín- mynd. Leikstjóri: Emir Kusturica. Aðalhlutverk: Severdzan Ibraimova, Branka Katic og Ser- djan Todorovic. Júgóslavnesk, 1999. Lengd: 123 mín. Öllum leyfð. -PJ Clockwise Á síðustu stundu yV* Skólastjórinn Brian Stimpson (John Cleese) leggur sérviskulega mikla áherslu á stundvisi nemenda sinna og samstarfsmanna. Hann hefur fúll- komna yfirsýn yfir og stjóm á skólanum, fiölskyld- unni og sjálfúm sér. Allt þar til dagurinn sem við kynnumst honum rennur upp. Stimpson hefúr hlotn- ast sá heiður að verða útnefndur formaður „skóla- sfiórafélagsins“, en verður fyrir því óhappi að missa af lest á leið sinni á inn- setningarathöfhina. Stimpson er þó ekki á því að gefast upp og beitir öllum tiltækum ráðum svo hann verði ekki of seinn. Myndform á mikið hrós skilið fyrir útgáfu á sígildum myndum (líkt og reyndar Háskólabíó og Bergvík). Að undanfómu hafa þeir gefið út nokkra gullmola en oft verður þó myndvalið að teljast fúrðulegt. Miðlungsmynd leik- sfiórans Sam Peckinpah Convoy er gefin út frekar en stórvirkið The Wild Bunch (þótt mig gruni reyndar að Wamer-myndir eigi réttinn á þeirri mynd og mættu þeir taka útgáfu annarra á sfgildum myndum sér til fyrirmyndar). Hvað Clockwise varðar fer því fiarri að um merkilega gamanmynd sé að ræða og þvi ekki laust við að maður spyiji sig hvi hún verði fyrir valinu. Sé þar um að ræða áhuga á leikaranum stórgóða John Cleese, mætti ég þá frekar biðja rnn Monty Python eða Basil Fawlty og félaga hans í sjónvarpsþáttunum Fawlty Towers. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Christopher Morahan. Aðalhlutverk: John Cleese. Bresk, 1985. Lengd: 92 min. Ollum leyfð. -bæn Fistful of Flies llla bHuð og ógeðfelld hjón UAK<A'UmAtM ti ★★ tf'i 3,‘t'f U 1 . o'f flies Kvikmyndahátíðin í Feneyjum er einhver forpokaðasta hátíð iðnaðarins. Forsvarsmenn þeirrar hátíðar era afar hrifiiir af nöngum myndum, fúllum af dulúð og táknsæi. Þær mega helst ekki vera skemmtilegar. Eina undantekningin sem ég veit um á þessari reglu er mynd Emir Kusturica, Svartur köttar, hvítur köttur, sem vakti lukku á hátíðinni í íyrra, en þá var víst aðeins verið að reyna að lífga upp á hátíð- ina og draga úr mesta listasnobbinu. Ástralska mynd- in Fistfúl of Flies, sem vann m.a. til verðlauna í Feneyjum, er hins vegar að- eins eldri og það kom því nokkuð ánægjulega á óvart að hún er ekki dæmigert Feneyjasnobb, þótt hún sé á köflum hæggeng og aðeins ofar skilningi venju- legra biógesta. Þetta er mynd um illa bOuð og ógeðfelld hjón sem reyna að drepa niður sjálfstæðan vilja og kynhvöt hjá dóttur þeirra. Persónumar em of ýktar til að vera trúverðugar, en aftar á móti er gaman að fylgjast með ungu leikkonunni sem leikm- dótturina af ágæta innsæi. Það er þó nokkuð af athygl- isverðum pælingum í myndinni, en þær em settar fram á svolítið ýktan og eig- inlega bamalegan hátt. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Monica Pellizzari. Aðalhlutverk: Eamon Davern, Mario Gamma og Giordano Gangl. Áströlsk, 1996. Lengd: 81 mín. Bönnuð innan 16 ára.-PJ Last Bet M Véðjaðu á aðra spólu 01 Ætli persóna Johns Turturro, Leon, verði ekki að teljast aðalpersóna kvikmyndarinnar Last Bet. Erfitt er að lýsa henni skilmerkilega því hún er án efa verst skrifáða persóna sem sá ágæti leikari hefúr túlkað. Fyrst birtist hann sem dreng- lundað góðmenni, því næst þroskaheftur, þá ofbeld- isfúllur vitfirringur og að lokum sem rómantísk hefia. Það mætti segja að með þessari ringulreið endurspeglaði Leon myndina alla. Fíöldi persóna kemur við sögu og eiga örsögur þeirra að mynda heild í lokin, en þegar ekki tekst að skapa trúverðug tengsl á milli nátengdra persóna verðm- heildarsýnin ansi vandræðaleg. Vaðið er úr einu í annað og það ekki einugis á milli óskyldra atriða og ótrúverðugra persóna því gerð er misheppnuð tilraun til að hræra saman gríni, drama og hasar. Hrærigrautur- inn sá er bragðvondur svo ekki sé meira sagt. Við skulum vona að titillinn ljúgi engu um að þetta sé Síðasta veðmálið. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: William DeVizia. Aðalhlutverk: John Turturro, Jimmi Smits, Elizabeth Perkins og Scott Glenn. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Underground. Súrrealísk og epísk veisla fyrir augu og eyru. Emir Kusturica: íslandsvinurinn frá Sarajevo Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að fialla um júgóslav- neska leikstjórann Emir Kusturica núna eftir alla fiölmiðla athyglina í kringum heimsókn hans og sýningu mynda hans á kvikmyndahátiðinni í sumar. Á hinn bóginn má segja að góð vísa sé aldrei of oft kveðin og Emir Kusturica er sannarlega leik- sfióri sem á góða kynningu skilið. Það skcd því gert hér í tilefni mynd- bandaútgáfu nýjustu myndar hans, Black Cat, White Cat. Emir Kusturica er borinn og barnfæddur í Sarajevo sem nú er höfuðborg Bosníu. Hann vakti at- hygli fyrir stuttmyndir sínar strax á unglingsaldri og ljóst að kvik- myndaferill lá fyrir honum. Eftir nám í hinum virta kvikmyndaskóla í Prag, þar sem hann gerði skóla- verkefnismyndina Guemica (1978), fór hann að vinna við júgóslav- nesku sjónvarpsstöðina TV Sara- jevo. Þar gerði hann fyrst sjónvarps- myndina Here Come the Brides (1978) sem hneykslaði ráðamenn vegna opinskáar kynlífsumfiöllunar - og var að lokum bönnuð. Hann lag- aði stöðu sína hjá yfirvöldum með sjónvarpsmyndinni Buffet Titanic (1979), sem byggð var á sögu eftir nóbelskáldið Ivo Andric, og vann til verðlauna fyrir bestu leikstjóm á þarlendri sjónvarpsverðlaunahátíð. Epískt meistaraverk Fyrsta alvöru kvikmyndin hans var Do You Remember Dolly Bell? (1981). í myndinni kynnist júgóslav- neskur táningur vestrænni popp- menningu og verður ástfanginn af vændiskonu. Myndin fékk gullljón- ið á kvikmyndahátíðinni í Feneyj- um sem besta frumraunin. Kust- urica hlaut síðan alheimsathygli þegar næsta mynd hans, When Father Was away on Business (1985), hlaut gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes og var til- nefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Því miður náðist ekki að sýna þessa mynd á kvik- myndahátiðinni í sumar. Næsta mynd leikstjórans var epíska meistaraverkið Time of the Gypsies (1989), að mínu mati besta mynd hans þótt síðari myndir hans séu frægari. Myndin rekur sögu sígaunastráks frá saklausum ung- lingsárum í heimabæ hans til ferils sem glæpakóngur í Ítalíu. Mögnuð saga, frábær leikur og átakanleg tónlist gera þessa mynd að mikilli upplifun. Kusturica fékk verðlaun fyrir bestu leikstjóm á kvikmynda- hátíðinni i Cannes. Kusturica hélt nú til Bandaríkj- anna þar sem hann hóf kennslu í kvikmyndafræðum við Columbia- háskólann í New York. Hann gerði síðan sína fyrstu enskumælandi mynd, Arizona Dream (1993) og byggði handritið á hugmynd frá ein- um nemenda sinna. Myndin skart- aði stjömunum Johnny Depp og Faye Dunaway.en fékk misjafna dóma og mörgum fannst hún torskilin og stefnulaus. Hún vann þó gullbjöminn og sérstök dóm- nefndarverðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. Deilur um þjóðernis- hyggju Kusturica hélt síðan aftur heim til að gera Underground (1995), súr- realíska og epíska veislu fyrir augu og eyru, þar sem andspyrnuforingi er lokaður niðri í kjallara í seinni heimsstyrjöldinni, kemur síðan út mörgum áratugum siðar og sér að Emir Kusturica ávarpar gesti við opnun á síðustu kvikmyndahátíð. stríðið geisar enn, en þá er Bosníu- stríðið í hámarki. Myndin vann gullpálmann í Cannes og Iilaut nær einróma lof gagnrýnenda um heim allan.en varð einnig tileftii deilna um pólitíska afstöðu leiksfiórans, þar sem mörgum þótti hann upp- hefia serbneska þjóðemishyggju í myndinni, og var í framhaldi af því bent á að sígaunum í fyrri myndum hans sé jafnan lýst sem drykkjurút- um og glæpamönnum. Víst má með góðum (eða illum) vilja sjá merki um vafasamar kynþáttaskoðanir Kusturica en hann verðurr þó vart sakaður um undirgefni við þjóðem- issinna. 1993 skoraði hann einn leiðtoga þeirra á hólm, en þjóðemis- sinninn neitaði og sagðist ekki yilja verða sakaður um morð á lista- manni og 1995 hrinti hann öðrum þjóðemissinnuðum stjómmála- manni í gólfið á kvikmyndahátíð í Belgrad. Emir Kusturica er svolítið villtur og ábyrgðarlaus bóhem fremur en einhvers konar pólitískur bylting- armaður, og burtséð frá stjómmála- skoðunum hans er hann einn af at- hyglisverðusta leikstjórum Evrópu. Hann hótaði að hætta afskiptum af kvikmyndum eftir Underground en snerist hugur og á vonandi eftir að halda áfram að fóðra okkur á fersk- um hugmyndum og margbrotnum sögum úr hugarheimum sínum. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.