Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 4
4 Fréttir Gremja vegna kaupa Flugleiða á danskri ferðaskrifstofu: Hindra alla samkeppni - hreint með ólíkindum, segir forstjóri Samvinnuferða Vaxandi harka er nú í samkeppni um sölu ferða til Danmerkur í kjöl- far kaupa Flugleiða á hluta í dönsku ferðaskrifstofunni Hekla Rejser. Flugleiðir keyptu stóran hlut i ferðaskrifstofunni í haust. Samkvæmt heimildum blaðsins var í undirbúningi að Samvinnu- ferðir-Landsýn og íslandsflug keyptu hluta í henni. Tilgangurinn með þeim kaupum var að efla hana. Málið var komið á rekspöl þegar forráðamenn Flugleiða fréttu af því, höfðu snör handtök og buðu hærra verð heldur en Sam- vinnuferðir og Islandsflug. Samvinna var milli Hekla Rejser, íslandsflugs og Sam- vinnuferða um ferðir til Kaupmannahafnar í fyrra. Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða, staðfesti við DV að búið hefði verið að gera samning um áfram- haldandi samvinnu þessara aðila næsta sumar. Flug- Helgi Jóhanns- son, forstjóri Samvinnuferöa. leiðir hefðu keypt skrifstof- una og nú væri ljóst að ekki yrði af þvi samstarfi því Flugleiðir myndu ekki sam- þykkja það. „Þetta sýnir bara hversu „heilbrigð" samkeppnin er á íslandi," sagði Helgi. „Ef ferðaskrifstofur eru í sam- starfi sem ekki er þóknan- legt Flugleiðum vinna þeir skipulega að því að hindra alla eðlilega samkeppni í krafti stærðarinnar og stöðva þar með alla hugsanlega samkeppni. Það er einkennileg tilviljun að áhugi Flugleiða á Hekla Rejser skyldi aukast svona allt í einu. Ég veit ekki hvort þetta er löglegt en það er samkeppnisyfirvalda að fylgj- ast með þessu. Það hlýtur að vera óeðlilegt og óhagstætt fyrir íslenska neytendur ef þetta er það sem koma skal. Þessi þróun er hreint með ólík- indum.“ -JSS Hólar í Hjaltadal: Forsetinn fellur fyrir hryssu „Forsetinn fór um allt hesthúsið og staldraði sérstaklega við hjá grárri, stórri hryssu sem er í eigu eins nem- andans héma. Það fór ekki á milli mála að hann féll fyrir hryssunni þótt hann hefði ekki fal- ast eftir henni á staðnum," sagði Valgeir Bjamason, yfirkennari á Hól- um í Hjaltadal, um heimsókn Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta íslands, á staðinn um síðast- liðna helgi en þar var forsetinn á ferð ásamt nánasta starfsfólki sinu á forsetaskrifstofunni. „Þau komu hingað í lítiili rútu og vom að skoða landið í vetrarbúningi; engin lögreglan og ekkert tilstand og það fór ekki á milli mála að forsetinn var mjög ánægður meö hrossin. Það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdist með að í forsetanum hefur kviknað mikill hestaáhugi,“ sagði Valgeir yfirkenn- ari. Samkvæmt heimildum DV telja þeir sem til þekkja það aðeins spumingu um tíma hvenær forsetinn fjárfestir í sínu fyrsta hrossi. Sem kunnugt er hef- ur hann oftlega bmgðið sér á hestbak og á landsmóti hestamanna sem haldið verður í Reykjavik á næsta ári er ráð- gert að forsetinn ríði í fararbroddi í 2000 hesta hópreið umhverfis Rauða- vatn. -EIR Ólafur Ragnar Grímsson. Betur fór en á horföist í höröum árekstri á Reykjanesbraut á laugardagsmorguninn. DV-mynd HH Harður árekstur á Reykjanesbraut: Lærleggsbrotnaði og festist í flakinu Umferðarslys varð á mótum Reykjanesbrautar og Smiðjuvegar á laugardagsmorguninn og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins. Slysið varð skömmu fyrir hálfsjö að morgni laugardagsins og var bif- reiðinni ekið af talsverðu afli á ljósastaur. Ökumaður var klemmd- ur fastur í bílnum og þurfti að kalla til tækjabíl til að klippa hann laus- an. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur fór maður- inn í aðgerð vegna lærleggsbrots en að öðru leyti er líðan hans nokkuð góð en bifreiðin er talin ónýt. -HKr. Hefur útlitið með sér Díigfafi Imynd er orðið afar fyrirferðar- mikið hugtak á öllum mögulegum sviðum daglegs lífs. ímyndarfræð- ingar sviðsetja hvers kyns uppá- komur frá a til ö og menn opna vart orðið munninn á opinberum vettvangi án þess að þessir ímynd- arfræðingar komi við sögu. Er svo komið að fæstir skilja hvernig nokkur gat náð árangri áður en sjónhverfingarmeistarar ímyndar- fræðanna komu til sögunnar. En nú eru þeir allt í öllu. Vilji menn ná árangri er vísasta leiðin að gæta að ímyndinni. Stjórnendur Karlakórs Reykja- víkur setja markið hátt. Kórinn æfir sig I nýju húsnæði og í und- irbúningi er mikil ferð vestur um haf. Til að tryggja að allt verði eins og best verður á kosið þarf kórinn ekki einasta að syngja vel heldur þarf hann' að líta vel út. Fara vel á sviði. Því eitt er að heyra - annað að sjá. Og ef það sem menn sjá fellur þeim ekki í geð gæti það haft neikvæð áhrif á hlustir tónleikagesta og stefnt upplifun þeirra og tónleikunum öllum í voða. Á kórtónleikum Karlakórs Reykjavíkur verður góður söngur og gott útlit að hald- ast í hendur. Upphefjast í æðra veldi og valda algleymi þeirra sem á hlýða. Lítið verður úr alsælu tónleikagesta ef í kórnum eru menn sem sprengja allar venjuleg- ar viðmiðanir um holdafar og stela senunni í orðsins fyllstu merkingu. Þungavigtarmenn í kórnum virðast sammála um að við þetta verði ekki unað. Þeir hafa því klifað á því að breyta verði og bæta útlit kórsins. í framhaldinu fengu feitustu kórfélagamir reisupassann. Og það þrátt fyrir að hafa sungið athugasemda- laust í kórnum í rúman áratug. Einn feiti karl- inn segir söngprófið sem hann og aðrir feitir karlar voru sendir í vera átyllu til að losna við hann og hina feitu karlana. Söngprófið gefi brottrekstrinum settlegra yfirbragð. Er ekki annað að sjá en ímyndarfræðin séu nýtt til hins ýtrasta. Eftir að feitu klarlamir voru reknir voru aðrir settir á skilorð. Ekki er að vita hvort þeir bjarga sér með því að fara i megrun. En fyrst söngur og útlit er ein órofa heild mundi öflugt heilsuræktarátak óneitanlega gera stöðu þeirra vænlegri og stórbæta útlit kórsins. Og kórinn yrði væntanlega miklu betri fyrir vikið. Það er ekkert launungarmál að félagar í Karlakór Reykjavíkur vilja vera vel klæddir og líta vel út. Því markmiði verður fylgt eftir af fullum þunga. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að karakór Reykjavíkur komi, sjái og sigri í Vest- urheimi. Kórinn hefur útlitið með sér. Dagfari. MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 sandkorn Sög og Steingrímur Það vantar ekki jólatilboðin í versl- ununum þessa dagana. Allir eru með einhver tilboð og, að eigin sögn, tilboð sem vart er hægt að hafna. Eitt skemmtilegasta tilboð- ið er þó án efa hjá þeim í Húsasmiðjunni en þar blanda menn saman margfrægri handlagni Stein- gríms Hermanns- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagaði næstum því af sér fingur um árið, og ágætri bók um Stein- grim sem kom út á dögunum. Útkom- an er sú að ef menn kaupa Hitachi- hjólsög í Húsasmiðjunni þá fá þeir bókina um Denna í kaupbæti og væntanlega leiðarvísi með söginni svo þeir sagi ekki af sér finguma eins og svo litlu munaði hjá Denna. Góð staða Ámi Gunnarsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra og fyrrum formaður ungliða- hreyfingar flokksins og aðstoðarmað- ur Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra, hef- ur fengið nýtt starf. Hann er orðinn fram- kvæmdastjóri Fisk- iðju Sauðárkróks sem er í eigu Kaup- félags Skagfirðinga. Á Króknum eru margir undrandi vegna þessarar ráðningar því þeir vita ekki til þess að Fiskiðja Sauðárkróks hafi í frammi neina starfsemi og Árni hafi því ekk- ert að framkvæma sem framkvæmda- stjóri. Hins vegar hefur verið bent á að Fiskiðja Sauðárkróks eigi hlutabréf í Fiskiðjunni Skagfiröingi og það geti jú verið að hlutverk Árna verði að gæta þessara hlutabréfa. Annars klóra menn á Króknum sér bara í skallan- um vegna ráðningarinnar. Enga aumingja Teitur Örlygsson, körfuboltamað- ur í Njarðvik, er með albestu keppnis- mönnum og er hið grimma augnaráð hans í keppni víðfrægt. Fyrir leik Njarðvíkinga og Kefl- víkinga fyrir nokkrum dögum var Teitur spurður að því hvort Njarðvíking- amir, sem era án er- lends leikmanns um þessar mundir, ætl- uðu ekki „að fá sér kana“ og var greinilegt að kappinn var ekkert allt of hrifinn af því svona fyrir fram. Hann sagði efnislega að það væri ekkert vit í því að vera að flytja hingað „einhverja aumingja" frá útlöndum sem ekkert geti í körfu- bolta og vísaði án efa til þess að Njarðvíkingar hafa orðið að senda þrjá bandaríska leikmenn heim í vet- ur vegna þess hversu lélegir þeir voru. Væri óskandi að forsvarsmenn ýmissa félaga hugsuðu eins og Teitur í þessu máli. Villimennska Ragnar Sverrisson, formaðm' Kaupmannafélags Akureyrar, vandar stórmörkuðum sem versla með jóla- bækurnar ekki kveðjumar. í samtali við Dag í síðustu viku sagði Ragnar að í raun og veru væri ekki um neitt annað að ræða en „viili- mennsku" sem bitn- aði á þeim sem versluðu með bæk- ur allt árið og héldu því þeirri þjónustu uppi. Ragnar sagði auðvitað borguðu stórmarkaðimir með bókunum en þeir næðu þeim peningum til baka með sölu á annarri vöru. Það fylgdi ekki sögunni hvort Ragnar, sem verslar með herrafót af miklum móði á Akureyri, hyggist fara út í kjötsölu í framtíðinni. Umsjón Gyifi Kristjánsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.