Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Að standast tímamörk er ekki nægjanlegt Fjárlög fyrir komandi ár voru samþykkt á Alþingi síð- astliðinn fimmtudag og nái þau ffam að ganga verður ríkissjóður rekinn með 17,6 milljarða króna tekjuafgangi. Aldrei fyrr hefur tekist að afgreiða fíárlög með jafnmikl- um afgangi og aldrei fyrr hefur tekist að standa við lög um þingsköp þegar kemur að fjárlögum. Að þessu leyti marka fjárlög komandi árs nokkur timamót. Geir H. Haarde Qármálaráðherra er ánægður með hvernig til hefur tekist eins og orð hans á Alþingi síðast- liðinn fimmtudag bera með sér: „Alþingi er að afgreiða fjárlög ríkisins með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr, hvort heldur sem litið er á niðurstöðutölumar einar og sér eða þær skoðaðar sem hlutfall af landsframleiðslu.“ DV hefur bent á það oftar en einu sinni í forystugrein- um að það er ekki sérstakur árangur að skila umtals- verðum afgangi af ríkissjóði við þær hagstæðu aðstæður sem nú eru í efnahagslífmu, ólíkt því sem fjármálaráð- herra vill telja almenningi trú um. Aldrei hefur verið mikilvægara að opinberir aðilar gættu hófsemi í fjármál- um sinum en nú. Því miður er það ekki reyndin. Lang- flest sveitarfélög eru rekin með umtalsverðum halla og sum hver hafa sýnt vítavert kæruleysi við stjórnun fjár- mála sinna. Afkoma sveitarfélaganna eykur því þrýsting á ríkissjóð á að sýna aðhald og skynsemi. Ríkisstjórnar- flokkamir hafa hins vegar í mörgu sýnt svipaða lausung og fyrirhyggjuleysi og einkennir fjármálastjórn sveitarfé- laganna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og FramsóknarfLokks hef- ur haft ágæt tækifæri til að gera róttækar breytingar á skipulagi ríkisfjármálanna og skipan ríkisrekstrar en ekki nýtt þau tækifæri nema að litlum hluta. Afgreiðsla flárlaga fyrir komandi ár er lýsandi dæmi um það ístöðuleysi sem einkennir stjórnmálamenn þeg- ar þeir í jólaskapi vilja vera góðir við allt og alla á kostn- að skattgreiðenda. Á komandi ári verða útgjöld ríkisins þremur milljörðum krónum hærri en fjármálaráðherra hafði lagt til í upphafi þings. Þannig fékk andi jólanna og gjafmildi þingmanna að ráða ferðinni. Veislunni er því haldið áfram á kostnað framtíðarinnar. Aðilar atvinnulífsins standa frammi fyrir því erfiða verkefni að gera nýja kjarasamninga og hvernig til tekst ræður miklu um hver þróun efnahagsmála verður hér á landi á komandi árum. Fjárlög komandi árs gera verkið enn erfiðara en ella. Það vantar mikið á að það aðhald sem nauðsynlegt er að ríkissjóður veiti sé nægjanlegt. Jón Kristjánsson, for- maður fjárlaganefndar, virðist gera sér grein fyrir þess- ari einföldu staðreynd: „Það er áhyggjuefni hversu mikl- ir peningar eru í umferð og spennuástand. Það þyrfti að slá eitthvað á það til þess að hemja verðbólguna en hún er í efri mörkum þess sem viðunandi er,“ sagði Jón Kristjánsson í samtali við DV síðastliðinn föstudag. En hvers vegna formaður Qárlaganefndar gekk ekki fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir auknu aðhaldi er spurn- ing sem enginn veit svarið við nema þá hann sjálfur. Þegar litið verður til baka mun það engu skipta hvort fjárlög hafi verið afgreidd á réttum tíma eða að aldrei hafi afgangur verið meiri. Hin „mjúka lending“ efna- hagslífsins sem allir stefna að næst ekki með hjálp ríkis- sjóðs heldur þrátt fyrir ístöðuleysi ríkisstjórnarinnar. Óli Björn Kárason í fílabeins- turninum Si* Ívnrt á að gilda sanny iafa vold á tjlteknur/ ^ 'iöai'innar? spyr El'/ H rr meefi spyi'jal""’' -Lra maniv.y^ iliaogsættesig-, .búniraðveija1 ■ uJorg Ekkcrt relair á citir sammna 'n.w,: . . Dæmdur j2:ma ára f pIsí fyrir síbrot tveggja ára fang „Paö er vitaö aö afstaða fólks í seinni tíö ræðst fremur af áhrifamætti auglýsinga og umfjöllun fjölmiöla en sann- ieikanum um grundvöll kenninganna...“, segir greinarhöfundur m.a. Jafnvægi hugans í jafnvægi þrátt fyrir áreiti líður betur og eru líklegri til að geta átt góð samskipti við annað fólk. Slíkt fólk ávinnur sér traust og vildarhóp- urinn er stærri og betri en sá hópur sem hefur allt á hornum sér. Ákvaröanir grund- vallast á skoöunum Sérhver ráðamaður, for- stöðumaður stofnunar, fyrirtækis eða aðrir þurfa að vera meðvitað- ir um mikilvægi þess að það munu alltaf vera til aðrar skoðanir en þeirra og fólki er bæði frjálst og eðlilegt að tjá sig. Ef skoðanir þess — „Öllum er því hollt aö minnast þess aö ef einhver hefur skoöun á hann rétt á aö tjá sig um hana og öörum ber aö viröa rétt hans til þess. Þeir sem tjá skoöanir sínar geta líka þurft aö þola skoöanir annarra." Kjallarinn Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfir- iögregluþjónn Einn af grund- vallarþáttum lýð- ræðisins, sem reyndar er stjórn- arskrárbundinn, er að allir megi hafa skoðun og láta hana í Ijós. Þá skiptir einu hvort aðrir eru henni sammála eða ekki. Hún þarf ekki einu sinni að vera sönn eða byggð á stað- reyndum. Nóg er að skoðunin feli í sér álit, afstöðu eða viðhorf innan sæmilegra marka. Annarra skoöanir síöri Sumum finnst vont að vita af skoðunum ann- arra, sérstaklega ef þær eru aðrar en þeirra eigin. Þeir vilja helst ekki láta staðreyndir eða skoðanir annarra rugla sig í ríminu. Aðrir fagna því hins vegar er fram koma aðrar skoð- anir en þeirra eigin. Það eru þeir sem virða skoðanir fólks og vita að hægt er að læra ýmislegt af skoðunum og reynslu annarra. Og það sem betra er, það geti jafnvel gert þá hæfari til að meta hlutina á raunhæfari hátt og taka rétt- mætari ákvarðanir en ella. Þroskaðir stjórnmálamenn hafa t.d. gert sér grein fyrir þessu. Til eru og þeir, því miður, sem telja aðra skoðun en þeirra eigin vera tóma vitleysu. Þeir sem náð hafa einhverjum þroska hefur þó lærst að virða skoðanir annarra og meta einstaklinginn fremur út frá viðhorfi hans og mannkostum en hverja hann umgengst eða í hvaða íþróttafélagi eða áhuga- mannafélagi hann er. Þeir sem eru byggja að þeirra mati á röngum forsendum eða misskilningi er það þeirra að reyna að leiðrétta þær. Þeir verða að geta treyst fólki til að vega og meta upplýsingar hverju sinni og jafnvel til að geta skipt um skoðun ef svo ber undir. Lífið byggist á ákvörðunum er grundvallast á skoöunum. Fólk, sem nýtur skilnings, er líklegra til að leggja hlutlaust mat á einstök viðfangsefni og á auðveldara með að endurmeta afstöðu sína. Það sýnir öðrum sanngimi. Öfgafólk hefur jafnan einstreng- ingslegar skoðanir, hvort sem þær eru stjórnmálalegs eðlis eða byggðar á grundvallarafstöðu þess til lífsins. Því finnst að aðrar skoð- anir en þess séu jafnan af hinu vonda. Hafa ber í huga að stjóm- málakenning er litið annað en ákveðin lifsskoðun. Slíkar kenn- ingar geta verið mismunandi um- burðarlyndar, en vitað er að meg- intilgangurinn að viðhalda ólíkum skoðúnum á þeim vettvangi í dag er ekki síst sá að hjálpa fólki til að taka afstöðu. Fjölmiðla sem hægt er nota í þeim tilgangi er líka hægt að misnota. Það er vitað að afstaða fólks í seinni tíð ræðst fremur af áhrifamætti auglýsinga og umfjöllun fjölmiðla en sann- leikanum um grundvöll kenning- anna eða tilteknar staðreyndir. Aörir áhrifavaldar Áður fyrr mótaðist skoðun og lífsviðhorf hvers og eins af uppeld- inu, samskiptum við aðra, aðstöðu þess og þeirra, umhverfinu og þeim gildum sem voru í hávegum höfð. Umburðarlyndið var annað því afstaða fólks, sem byggir slíkt á erfiðri reynslu, er mun ein- dregnara í afstöðu sinni. Nú þegar áhrifavaldamir eru aðrir tekur það fólk lengri tíma að átta sig á hver hin raunverulegu gildi eru, viðmiðunin er önnur, kröfur á hendur öðrum eru meiri þrátt fyrir auðveldari lífsskilyrði og því er einfaldara fyrir aðra að stýra afstöðu og hafa áhrif á skoð- anir þess. Á móti kemur að fólk ættf nú að vera betur upplýst um áhrifavaldana og þekkja sjálft sig og möguleika og rétt sinn til frjálsra skoðanaskipta án þess að þurfa að líða fyrir það. Hver sá sem missir stjórn á sér getur verið hættulegur, ekki bara sjálfum sér, heldur og öðrum. Það á ekki bara við um hnefann held- ur og um hugann. Öllum er því hollt að minnast þess að ef einhver hefur skoðun á hann rétt á að tjá sig um hana og öðrum ber að virða rétt hans til þess. Þeir sem tjá skoðanir sínar geta líka þurft að þola skoðanir annarra. - Ég óska öllum friðsælla og gleðilegra samskiptajóla. Ómar Smári Ármannsson Skoðanir annarra Flokkakerfi með fastar rætur „Það er íslenskum stjórnmálamönnum mjög til lofs, að þeir hafa lítt beitt aðferðum markaðsfræða til að ganga í augun á kjósendum...Vissulega styðjast íslenskir stjórnmálaílokkar við vitneskju auglýs- ingamanna og tækni í sölumennsku til að koma boð- skap sínum á framfæri í kosningabaráttu, en boð- skapurinn mótast í minna mæli af skoðanakönnun- um en víða í öðrum löndum og stjórnmálamennirn- ir sjálfir sýnast tiltölulega óspjallaðir af auglýsinga- mennskunni. Hér á landi virðist ílokkakerfið auk þess standa föstum rótum þrátt fyrir spádóma ým- issa spekinga undanfarin ár um að það væri í dauða- teygjunum.“ Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 16. des. Vígasveitir umhverfissinna „í sjálfumglöðum vigasveitum „umhverfisvina" virðist að meginhluta vera fólk sem fyrir einu til tveimur árum hafði ekki nokkra minnstu hugmynd um tilvist þessa illfæra fenjasvæðis norðaustan Eyjabakkajökuls sem það er núna óhikað farið að segja álit sitt á og þykist vera að taka undir sinn verndarvæng, þótt það hafl kannski aldrei litið Eyja- bakka augum...Háværu harmakveinin eru því að vísu skerandi en þau eru rammfölsk, óslökkvandi ástin á hrjóstrum og stórgrýttu öræfalandslagi Aust- urlands er tilgerðin ein og allt uppistand „umhverf- isvinanna" vísast auvirðileg sýndarmennska. Líkt og hjá fyrrum ráðandi valdaklíkum í kommúnista- ríkjunum sálugu er tungutakið þó alla tíð alveg sér- lega blítt og lipurt, allt þeirra tal ofur hunangssætt, sefandi og flátt.“ Halldór Vilhjálmsson í grein sinni Deilt og drottnaö í Degi 17. des. íslensk hreintungustefna „Markmið málræktar þurfa ávallt að vera skýr og skynsamleg...! umræðu um nýja uppvaxandi ís- lenska yfirstétt vil ég...vara við tilhneigingunni til að einfalda umræðuna um of...íslensk hreintungu- stefna tengist sögu þjóðskipulags, stéttaskiptingar og stéttabaráttu. Hún þróaðist upphaílega í nánum tengslum við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og gegndi öðru hlutverki en síðar varð á 20. öld. í henni felst gamaldags þjóðernishyggja sem á ekki neitt skylt við málrækt. í umræðu um íslenska tungu er mikilvægt að missa ekki sjónar af félagslegum tengslum sem halda henni lifandi." Hermann Óskarsson í Mbl. 17. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.