Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 18
18 enning fgftfl MÁNUDAGUR 20. ÐESEMBER 1999 Ljósmyndari ljóssins Mér hefur gjarnan virst valið á íslenskum listamönnum sem boðið er að sýna í Galleríi i8 einkennast af því að ekki séu teknar stórar áhætt- ur heldur eigi þeir einir möguleika sem hafa áður fengið góða dóma. í sjálfu sér er það skiljan- legt enda geri ég ráð fyr- ir að stór hluti af upp- byggingu gallerísins felist einmitt í þvi að skapa sér ímynd stöðug- leika og trausts. Hins vegar er ekki jafnhægt um vik að fleyta rjómann ofan af alþjóð- legum listaheimi og þvi virðist manni gallerist- inn, Edda Jónsdóttir, taka aðeins meiri sénsa þegar hún velur erlenda listamenn þó hún hafi einnig krækt í stöku óumdeilanlega stór- stjörnu. Kannski er rangt að tala um sénsa því flestir eiga auðvitað að baki dágóðan fer- il en vegna þess hve viö íslendingar erum sjálfhverfir njóta sýningar útlendinga tak- markaðrar athygli hér á landi nema þegar um er að ræða virkilega heimsfræga lista- menn. Finnski listamaðurinn Ola Kolehmainen, sem þessa dagana sýnir þar, gæti reyndar vel ver- ið upprennandi stjama og af æviágripinu að dæma virðist hann hafa fengið prýðileg tæki- færi að undanfomu. Þetta er Veðurdagar Rithöfundurinn Þórarinn Eldjám og veðurfræðingur- inn Unnur Ólafsdóttir eru hjón og nú hafa þau fúnd- ið ólíkum atvinnugrein- um sínum sameiginlegan farveg í einhverri skemmtilegustu og óvæntustu bók ársins: Veðurdagar. Þar eru skýrð á aðgengilegan hátt öll helstu veður- fyrirbrigði, í máli og myndum, og tíndir til fróð- leiksmolar um veðrið í íslenskum skáldskap og sögu. Auk þess er reitur fyrir hvem ársins dag svo að nú geta íslendingar - sem öldum saman hafa haft meiri áhuga á veðrinu en nokkm öðm - komið áhuga sínum upp á vísindalegt stig með því að halda veðurdagbók. Vaka-Helgafell gefúr bókina út. Silmerillinn Gyllti salurinn eftir Ola Kolehmainen í Gallerí i8. DV-mynd E.ÓI. hálffertugur maður, ljósmyndari í orðsins fyllstu merkingu því myndir hans fjalla um ljósið. Reyndar notar hann ekki eingöngu ljósmyndatækni í verkum sinum en þau falla sennilega best undir skilgreininguna „inn- setningar". Mappa um listamanninn liggur frammi í gcilleríinu og af henni má sjá að hann beitir ýmsum aðferðum við að fanga birtuna. Sum verka hans byggjast á lýsingu en önnur á myrkri og notar hann gjarnan málm eða aðra gljáandi fleti til að framkalla speglun. Allar eiga myndir hans sameigin- legt að upphefja birtuna með einhverjum hætti enda lýsir hann því sjálfur yfir að hann sé að kanna himneskar og frið- sælar hliðar dauðleikans. "7 Yfirskrift sýningarinnar Aslaug Thorlacius 1 i8 °eer ______£_______________ myndefmð Gyllti salurinn 1 Ráðhúsi Stokkhólmsborgar Myndlist þar sem m.a. fara fram nóbelsverðlaunaaf- hendingar. Sjö háar, spegilgljáandi, logagylltar ljósmyndir af hvelfdum veggjum hanga þétt saman, hlið við hliö, þannig að áhorfandanum fmnst sem hann standi nán- ast inni í þessum glæsilegu vistarverum. Slík er dýröin að maður fær glýju 1 augun, ekki síst þegar maður horflr inn í hvítleitt og skært ljósið sem flæðir inn um gluggana og er vart hægt að komst miklu nær guð- dómnum. Á gagnstæðum vegg í litla herberg- inu inn af aðalsýningarsalnum er annað sjónarhorn á sama hlut í tveimur smærri verkum, nærmyndum af gylltum flísunum á veggnum. Þær sýna fagurt spil ijóss og skugga og eru í einfaldleik sínum engu síðri en stóru myndimar. Skinið af gullinu er dá- samlegt, mýkra en allt annað, enda hafa kirkjur heimsins verið skreyttar með því í gegnum aldimar. Ola Kolehmainen er mjög áhugaverður myndlistarmaður og ræð ég þeim sem fara að skoða verk hans að líta í áðumefnda möppu og annað ítarefni sem er þar til sýn- is því þar er ýmislegt bitastætt. Þorsteinn Thorarensen gerir ekki endasleppt við Tolkien. Nú hefúr hann þýtt og gefið út bók- ina Silmerillinn, síðasta stórvirki meistarans, sem myndar undir- stöðu undir Hringadróttinssögu og veitir dýpri skilning á því mikla ritverki sem Þorsteinn hefur einnig þýtt, eins og alþjóð veit. Hér er því lýst hvemig ver- öldin var sköpuð og heimur- inn lýstur upp með Ljósatrján- um og Silmerlinum, hvemig Morgot eyddi ljósinu og rændi hinum dýrmætu Silmerlum og baráttan við myrkraöflin hófst. Þýðandi ráð- leggur aðdáendum Tolkiens (og áreiðanlega einnig þeim sem ekki hafa uppgötvað áhrifa- vald hans og dularkrafta enn) að lesa nú Silmer- ilinn og renna sér síðan í Hringadróttinssögu aftur og öðlast við það algjörlega nýja innsýn í undursamlegan heim Tolkiens. Fjölvi gefúr út. Sýning Ola Kolehmainen stendur til 23. jan. 2000. Gallerí i8 er opið fim - sun. kl. 14-18. Klukkan sex Artúr konungur Þeir sem fylgdust af spenningi með tveggja kvölda kvikmynd um Merlín töframann og Artúr konung í sjónvarpinu um næstsíðustu helgi og langar til að lesa sér til um þetta foma fólk geta skoðað nýja bók sem heitir Artúr konungur og er tekin saman af Rosalind Kerven. Þar er í megin- máli sögð þessi gamla sögn og glæsilega myndskreytt af Tudor Humphries. Á spássíum em myndir sem listamenn hafa gert við þessar vinsælu sögur gegnum tíðina og ým- iss konar fróðleikur um fólk, staði og siði i Bret- landi til foma. Loks er svo í bókarlok ítarefni af ýmsu tagi, til dæmis minnt á nokkrar af þeim fjöbnörgu bíómyndum sem gerðar hafa verið um þetta efni. Þorsteinn G. Jónsson þýddi bókina og Mál og menning gefúr út. Hermann pípulagninga- maður fær vitrun á meðan hann er að keyra út jólapakk- ana seint og um síðir á að- fangadag. í kjölfarið ákveður hann að breyta um lifsstíl og það eru sjálfar kirkjuklukkur landsins sem eiga að marka þessi tímamót. Sæll með sina ákvörðun birtist hann bros- andi í blokkaríbúðinni upp úr fimm en þar er að sjálf- sögðu allt á öðrum endanum við hefðbundinn jólaundir- búning. Húsmóðirin stendur lafmóð yfir pottunum og á milli rifrilda skjótast ungling- arnir á heimilinu í að pakka inn gjöfum, skreyta jólatréð og baða sig og klæða. Allt hefst þetta nú einhvem veg- inn og þegar afi og amma birtast ásamt Hólmfríði frænku er næstum allt tilbú- ið. En alls kyns óvæntar uppákomur eiga svo sannarlega eftir að reyna á þolrifin í Hermanni sem er að hamast við að reyna að standa sig sem nýr og betri maður. Þó Ammundur S. Backman hafi ekki náð að senda frá sér mörg skáldverk eru sterk höfundareinkenni á öllum verkum hans. Næmt auga fyrir skoplegri hliöum tilverunn- ar samfara væntumþykju meö persónunum sem hann er að fjalla um eru þar mest áber- andi og svo er einnig í leikritinu Blessuð jól- in. Að byggingu er verkið ekki gallalaust og fyrri hlutinn er mun þéttari og betur skrifað- ur. Það má líka til sanns vegar færa að auð- veldara sé að skopast að undirbúningi jól- anna en jólunum sjálfum og alvarlegi undir- tónninn sem meðal annars tengist fjármála- sukki Ara, mágs Hermanns, virkar dálítið hjáróma. Arnmundur losar sig og fjölskylduna i leikritinu úr ógöngunum með því að kynna Brand löggu til sögunnar og ef leikstjórinn Afi meö barnabörnin í Blessuöum jólunum. Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Árni Tryggvason og Þórhallur Guðmundsson í hlutverkum sínum. Mynd Páll A. Pálsson Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir og búningahönnuðurinn hefðu ekki komið með þá bráðsnjöllu lausn að dubba hann upp í gervi hins frelsandi engils hefði koma hans virkað sem ákaflega klén lausn. Hlín Agnars- dóttir leikstjóri fer hárrétta leið að verkinu með því að leggja áherslu á farsakenndari hliðar þess því raunsæislegri túlkun hefði auðveldlega borið textann ofurliði. Þá hefðu áhorfendur líka orðið af óborganlegum söng- og dansatriðum sem áttu ekki svo lítinn þátt í hlátri leikhúsgesta á frumsýningu. Allir leikarar standa sig með mikilli prýði í þessari sýningu. Aðalsteinn Bergdal hefur löngu sýnt að gamanhlutverk henta honum einkar vel og Hermann verður í meðförum hans bráðskemmtilegur karakter. Maria Pálsdóttir í hlutverki eigin- konunnar Siggu gefur hon- um ekkert eftir og er greini- legt að hér fer vaxandi leik- kona. Anna Gunndís Guð- mundsdóttir og Þórhallur Guðmundsson, sem leika börn þeirra hjóna, voru öryggið uppmálað og ljóst að þau hafa fengið gott uppeldi í leikklúbbnum Sögu. Ámi Tryggvason, Saga Jónsdóttir og Sunna Borg bjuggu öll til stórskemmtilegar týpur og Sigurður Karlsson og Arndís Hrönn Egilsdóttir unnu vel úr fremur litlum og einsleitum hlutverkum. Þá er aðeins eftir að nefna Gutta litla sem bræðumir Vilhjálmur og Snæbjöm Bragasynir munu skiptast á að leika. Ég veit ekki hvor stóð á sviðinu á föstudagskvöld en ef bróðirinn leikur jafnvel og sá sem það gerði er Gutti í góðum hönd- um. Búningar Hlínar Gunnarsdóttur undir- strika karaktereinkenni persónanna og leik- myndin þjónaði sínu hlutverki fullkomlega. Kristján Edelstein á heiðurinn af stórgóöum útsetningum á alkunnum jólalögum og hljóð- mynd hans átti stóran þátt í þessari vel heppnuðu sýningu. Blessuð jólin er frískleg upplyfting í skammdeginu og óhætt að hvetja Akureyringa og aðra sem eiga leið um bæinn til að skella sér í Samkomuhúsið og hlæja svolítið að sjálfum sér. Leikfélag Akureyrar sýnir: Blessuð jólin eftir Arnmund S. Backman Hljóðmynd og tónlistarstjórn: Kristján Edel- stein Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjórn: Hlín Agnarsdóttir Leyndardómar Shambala í snævi þöktum fjallgarði í Tíbet er falið sam- félag sem hefúr löngum verið talið til þjóðsagna og nefnist Shambala eða Shangri La. Þar hefúr varðveist aldagömul andleg þekking sem getur haft gífúrleg áhrif á lífshætti okkar nú á tímum. í bókinni Leyndardómar Shambala segir James Redfield, höfúnd- ur Celestine-handritsins, frá spennu- þrunginni og ævintýralegri leit að þess- um helga stað þar sem leyndardómar bænarorku eru afhjúpaðir og bent á vanþroska mannsins til að hafa áhrif á framtíðina. Guðjón Bergmann þýddi bókina og Leiðarljós gefur hana út. Líkami fyrir lífið ímyndaðu þér að eftir aðeins 12 vikur verði líkami þinn jafngrannur og stæltur og þig hefúr alltaf dreymt um að hann yrði - og það án þess að þú hafir endaskipti á lífi þínu... Láttu engan segja þér að þú getir ekki látið drauminn rætast. Leið- in til þess er einfóld: að taka ákvörðun og fylgja henni eftir. Þetta segir Bill Phillips, höf- undur bókarinnar Líkami fyrir lifið, 12 vikur að andlegum og líkamlegum styrk. í bókinni gefur hann góð ráð og ná- kvæmar leiðbeiningar, stig af stigi, þeim sem vilja breyta líðan sinni og útliti og tekur dæmi af fjölmörgum raunverulegum einstak- lingum sem hefur tekist það. Hávar Sigurjónsson þýddi bókina en útgef- andi er Hvítt&svart. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.