Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 19
MANUDAGUR 20. DESEMBER 1999 enmng Minnkandi birta Birtan á fjöllunum er þriöja skáldsaga Jóns Kalmans Stefánsson- ar og að öllum líkindum sú síöasta í þrílógíu hans sem fjallar um sveitafólk í dal vest- ur á landi. Eða þess væri óskandi þvi nú er Jón Kalman búinn að vinda síðustu dropana úr tuskunni. í tveimur fyrri bókunum, Skurðum í rigningu og Sumr- inu bakvið brekk- una, reifar Jón Kalman líf þessa fólks af sannri frá- sagnargleði, kímni og kæti og þá sér í lagi í Skurðum í rign- ingu sem þótti það vel skrifuð að stílsniíldinni var jafnvel likt við kónginn í íslenskum bók- menntum: HaUdór Laxness. I Birtunni á fjöllunum rennur blóð- ið hægar en áður. Galdur textans er ekki jafnmagnaður og fyrr, ekki aðeins vegna þess að text- inn er óþarflega orðmargur heldur er eins og Jón _____________________ Kalman hafi misst taumhald á þessum persónum sem hann skrifaði svo skemmtilega um í fyrri bókunum: Starkaði og Þórði sem „fóstra" sögumann, Postulanum sem er að gefa út nýja útgáfu af Bibl- íunni, Sam sem flytur frá stórborg í Ameríku þar sem honum eru allir vegir færir en kýs þess í stað að setj- ast að í afdankaðri sveit og drekka í sig fegurð heimsins. Svo ekki sé minnst á Jón hreppstjóra sem er lit- rík persóna, uppnuminn af Halldóri Laxness og lendir í eilífum deilum við Þórð sem dáir Þórberg Þórðarson ofar öllu. Þessum deilum leggur Jón Kalman skemmtilega út af i fyrri bók- um sínum en nú er eins og allur kraftur sé horfmn úr persónum bók- arinnar, nema helst Starkaði sem leggur á sig að ganga 15 kílómetra i myrkri og ofankomu bara til að hitta elskuna sína hana Elku, algjörlega upp á von og óvon. Sá kafli er mjög vel skrifaður, uppfullur af óþoli þess ástfangna. Eftir bramboltið yfir holt og hæðir kemur hann rennblautur til Elku sem býður honum mjólk og mjólkurkex. Kannski ekki akkúrat það sem hann vanhagar um þá stund- ina en það er aðeins forleikur að ein- hverju stærra og úr því vinnur höf- undur á raunsæjan, skemmtilegan og fallegan hátt. Oftar byrjar höfundur að ræða eitthvað sem síðan rennur út í sand- inn, til dæmis túristamál Frömuðar- ins sem ætlar að koma sveitinni á kortið með því að laða þangað túrista. Fyrsta ferð túristanna er reyndar óvænt uppákoma sem Frömuðurinn vinnur skemmtilega úr ásamt Starkaði og fleirum en síðan ekki söguna meir. Og þannig er sag- an öll: Sögumaður (sem situr við skrif- borðið sitt heima og ferðast tuttugu ár aft- ur i tímann) fer út og suður í frásögn sinni eins og honum sé í mun að koma að öllum þeim persónum sem komu við sögu í fyrrri bókunum. Jafnvel þótt það sé aðeins í mýflugu- mynd. Þannig verður frá- sögnin öll hálfgerð kaótik, fum og fát sem kannski er með vilja gert því hugsun mannsins er jú oft kaó- tísk og erfitt að koma henni í orð. Það verður þó tæpast sagt um Jón Kalman því hann skrifar _______ mjög fallegan texta, ljóðræn- an og tæran. En efniviðurinn er þreyttur og persónumar hafa tapað glæsileik sínum og sjarma. Jón Kalman Stefánsson Birtan á fjöllunum Bjartur 1999 Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir I £>J„ 'J 'át tafsláttar og 40% afsláttar af gengismun Úrval innlendra og erlendra hlutabréfa Dæmi um félöa Markaðsverð Eimskipafélag fslands hf. 388.606.698 fslandsbanki hf. 335.152.839 Vanguard: Global stock index 269.638.477 fslensk erfðagreining hf. 56.416.000 General Electric Company 48.309.621 Coca Cola Company 44.775.874 Heildareign Hlutabréfasjóðsins er 5.252.411.764 kr. Fyrir þá sem vilja fjárfesta til langs tíma í hlutabréfum, fá góða ávðxtun á sparifé sitt og skattafslátt þar að auki! Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð. í -.'Xrí ' ® • • ■ *•- mmmtmmæmiœ , vib.is Kirkjusandur, sími: 560 8900 og íslandsbanki, sími: 575 7575 V #HIW Mörkinni 6, sími 588-5518

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.