Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 jólatmdirbúningurinn í ^ dCSCU'lhCT. 37 f Jól um borð í varðskipi: Ótrúlega góð stemning um borð - segir Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Tý, en Halldór Gunnlaugsson leysir hann af þessi jól Siguröur Steinar Ketilsson, skipherra á varöskipinu Tý, verður í landi um jólin. „Viö erum þar sem von er á versta veðrinu eöa þar sem hætta er t.d. á snjóflóö- um. Við erum því alltaf á vaktinni." Fjölmargir íslendingar standa vaktina og vinna á meðan aðrir halda sín jól í faðmi fjölskyldna sinna. Þeirra á meðal eru varðskips- menn sem þó gera sér dagamun meö ýmsum hætti. Sigurður Steinar Ketilsson, skip- herra á varðskipinu Tý, hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í 30 ár og þekkir því vel þá tilfinningu að vera á vakt á meðan flestir landsmenn eru í fríi. „Það er alltaf ákveðin stemning á aðfangadag og menn reyna þá að hafa gott að borða. Skipverjar skreyta og klæða sig upp í sín bestu fót. Komið er saman í borðsalnum og sumir skipherrar lesa jólaguðspjall- ið. Þá fáum við alltaf senda pakka frá Salem-starfmu á ísafirði og kvenfé- laginu Hrund. Menn taka upp þessar gjafir og einhvem tíma þegar líður á kvöldið fá menn sér kafii og smákök- ur og annað góðgæti. Við erum yfirleitt frá bryggju um jólin þó við séum inni á fjörðum. Við reynum þannig að halda okkar eigin jól og forðumst að vera við bryggju svo hópurinn tvístrist ekki. Það er ótrúlega góð stemning um borð í varðskipunum um jólin. Þó skipverj- ar vilji flestir vera heima hjá sér um jólin þá er samheldnin mikil. Þetta er bara eins og ein fjölskylda. Það er mjög gott fólk sem vinnur hjá Gæslunni og góður starfsandi. Margir hafa starfað þama áratugum saman. Helsta hlutverk okkar um jól og áramót er öryggisgæsla. Við emm alltaf til taks, t.d. við sjúkraflutninga eða annað vegna samgönguerfiðleika. Ég get nefnt sem dæmi að þó að hægt sé að keyra frá Egilsstöðum niður á Reyðarfjörð er kannski ófært yfir í Neskaupstað, og því getur þurft að flytja fólk á milli sem er að koma úr flugi. Það hefur llka komið fyrir á Vestfjörðum að viö höfum þurft að flytja fólk frá Reykjavík til ísafjarðar. Þá vom sjúkraflutningar oft veiga- miklir hér á árum áður. Staðsetning okkar við landið um jól er oft í takt við veðurútlitið. Við erum þar sem von er á versta veðr- inu eða þar sem hætta er t.d. á snjó- flóðum. Við erum því alltaf á vakt- inni,“ sagði Sigurður Steinar Ketils- son skipherra sem fær frí um jólin. í stað hans verður Halldór Gunnlaugs- son skipherra á Tý þessi jól en skip- verjar slepptu endum i Reykjavíkur- höfn í gær og sigldu út í desember- rökkrið. -HKr. Gísli Sigurösson í Garðheimum vill að jólatré séu mæld samkvæmt erlendum stöðlum. „Efstu greinarnar er lagöar saman upp meö toppnum og mælt þaðan sem endar greinanna ná." Er lengd trjánna vitlaust mæld? NS-7 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið Þau hrífa bæði augu og eyru V- Danir mæla ekki frá toppi - segir Gísli Sigurðsson og vill koma á er- lendum mælireglum við sölu jólatrjáa Stór hluti Islenskra heimila skartar lifandi jólatré þessi jól eins og oft áður. Stærðir trjánna eru af ýmsum toga en mismunandi hvem- ig menn mæla lengd þeirra. í Mjóddinni í Breiðholti er risin á undraskömmum tíma stórmarkaður fyrir blóm, gjafavöru og jólatré. Markaðurinn heitir Garðheimar og þar ræður ríkjum Gísli Sigurðsson. Hann segir að norðmcmnsþinur sé langvinsælasta jólatrjáategundin. Hann telur þó alls ekki sama hvem- ig stærð trjánna er mæld. „Það er til alveg sérstök aðferð erlendis hvern- ig mæla á stærð jólatrjáa. Venjulega hafa menn mælt frá toppi en við notum þessa erlendu aðferð þar sem öðruvísi er mælt. Danir hafa það t.d. þánnig að þeir mæla ekki frá toppi. Efstu greinamar er lagðar saman upp með toppnum og mælt þaðan sem endar greinanna ná. Samkvæmt slíkri mælingu geta trén mælst allt að 20 sentímetrum lægri en ef mælt væri frá toppi. Við emm að reyna að koma þessari reglu á hér því okkur fmnst annað vera svindl. Þegar menn kaupa jólatré er- lendis frá eru þau stærðarflokkuð samkvæmt þessum forsendum og auðvitaö á að selja þau til viðskipta- vina á sömu forsendum." Fyrsta skóflustunga að fyrirtæki Gísla var tekin 29. maí og það var fyrsta embættisverk Guðna Ágústs- sonar landbúnaðarráðherra. „Síðan hófust framkvæmdir og við erum búin að vera akkúrat sex mánuði að koma þessu upp. Þetta er svo sem ekki endanlega búið. Eftir áramótin verður þetta formlega opnað, m.a. með kaflistað uppi á svölunum,“ segir Gísli Sigurðsson. -HKr. 69.900kr.stgr. NSDV-1 Hljómtækjablaðamenn vom ekki í vafa um hverjum ætti að veita EISA verðlauninn þetta árið. Pioneer NSDV-1 er fyrirferðarlítil, glæsilega hönuð og hugsuð fyrir þá sem eru kröfuharðir á hljóð- og myndgæði. Pioneer NSDV-1 em hljómtæki framtíðarinnar og allt í senn: útvarp/cd og DVD, fimm hátalarar + djúpbassi. Dolby digital (AC-3) hljóði. 5X30 Rms W magnara NS-9 hljómflutningstækj • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.