Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 T>V nn Ummæli Þenslan í þjóðfélaginu „Til að draga úr þensluá- hrifum hefur ver- ið ákveðið að leggja fjármuni inn á reikninga í Seðlabankan- um.“ Kristján Pálsson alþingismaður, i DV. Þensluafgangur „Ríkisstjómin er í efna- hagslegri sjálfheldu og verð- ur því að láta tekjuafganginn í Seðlabankann. Sá tekjuaf- gangur er ekkert nema þensluafgangur. “ Einar Már Sigurðarson al- þingismaður, í DV. Stöðugleikinn „Stöðugleikinn er brothættur. Þetta er líkast því að fílar séu komnir inn í glervörubúð." Kristján L. Möller alþing- ismaður. Rithöfundur játar „Ég hélt að það væri svo merkilegt að vera rithöfund- ur, maður væri alltaf einn og ótrúlega gáfulegur. Svo fatt- aði ég það að það er hund- leiðinlegt." Mikael Torfason rithöfund- ur, í Fókusi. Ekki hægt að klúðra því „Þetta einfalda lag er svo svakalega sterkt og örlagaþrung- ið aö það þyrfti meiri háttar leppalúða til að klúðra því.“ Sverrir Storm- sker tónlistar- maður um jólalagið Helga nótt, í DV. Dónaskapur „Dónaskapur eins og þeim höfundum sem nú hafa verið tilnefndir er engum til sóma, allra síst þeim kellíngum sem standa fyrir röflinu." illugi Jökulsson á Rás 2. Vestfirskir sjómenn „Er til meiri fjarstæða en sú að Vestfirðingar, okkar fræknustu sjómenn um aldir, megi ekki veiða fiskinn í sjónum." Ingólfur Steinsson, í Morg- unblaðinu. Guðjón Sigurðsson, útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði: Getur verið menntandi að lesa dagblað „Þetta bar nokkuð brátt að og það var eiginlega ekki ákveðið fyrr en um miðjan síðasta mánuð að ég skyldi taka við stöðunni," segir nýráðinn útibússtjóri Landsbankans í Sand- gerði, Guðjón Sigurðsson, sem tók við starfinu af Hjálmari Stefánssyni. Landsbankinn hélt upp á þrjátíu og fimm ára afmæli sitt fyrr á þessu ári og hefur alltaf verið í sama húsnæði við Suðurgötuna en síðastliðinn föstu- dag var formlega opnað á nýjum stað í húsnæði íslandspósts sem verður með afgreiðslu á sama stað. „Það var góð lausn að nýta þetta hús sameiginlega undir bankastarfsemina og póstþjónust- . una og um leið ákveðin hag- ræðing.“ Guðjóni líst vel á að taka við starf- inu en hann hefur undanfarin níu ár verið aðstoðarútibússtjóri Landsbank- ans í Keflavík. „Það tekur tíma að kynnast viðskiptamönnum útibúsins í Sandgerði en það er skemmtilegt að kynnast nýju fólki og ég vona að við- skiptamönnum þyki ekki leiðinlegt að tala við mig. Hér er allt meira tengt sjávarútveginum þar sem mörg sjávar- útvegsfyrirtæki eru starfrækt og aö þvi leyti kannski eitthvað öðruvísi en i Keflavík þó vinnubrögðin séu þau sömu.“ Guðjón er ekki ókunnugur bankastörfum því hann starf- aði við Samvinnubankann í Keflavík um margra ára skeið eða þangað til bank- inn sameinaðist Lands- bankanum árið 1990 og DV-mynd Arnheiður var síðan við störf þar þangað til hann tók við þessu starfi en áður vann Guð- jón við skrifstofustörf hjá sjávarút- vegsfýrirtæki í Keflavík. Síðastliðið haust hóf hann nám við Endurmenntunarstofnun Háskóla ís- lands í viðskipta- og rekstrarfræðum sem er þriggja anna nám með vinnu. „Það voru 25 ár frá því ég var síðast í skóla en ég hef tekið fjölmörg nám- skeið tengd mínu starfi svo það voru nokkur viðbrigði að setjast á skóla- bekk og fara að læra á ný og það er tal- að um að maður eigi að eyða a.m.k. klukkustund á dag í endurmenntun Maður dagsins ef maður á að halda sér við, sem getur verið í ýmsu formi. Það getur til dæmis verið menntandi að lesa dagblað." Guðjón lauk sam- vinnuskólaprófi frá Samvinnuskólan- um á Bifröst árið 1974 og starfaði í frystihúsi á unglingsárum og á miili námsára og siðan við verslunarstörf og skrifstofustörf í Keflavík þangað tO hann hóf bankastörf. Hann er Keflavík- ingur og Skaftfellingur. „Ég er uppal- inn hér í Keflavik en var þó á hverju sumri í sveit hjá frændfólki mínu í Meðallandinu og var fyrst sumarlangt hér á Suðurnesjum árið sem ég var 16 ára og tel mig því eiga miklar rætur í Skaftafellssýslunni. Guðjón segir áhugamál sín vera samverustundir með fiölskyldunni ásamt íþróttum. „Síðan er vinnan mikið áhugamál og að hlusta á tón- list. Það fer eiginlega eftir því í hvaða skapi ég er í hvað ég hlusta helst á. Það er líka skemmtilegt aö hafa getað komið nokkuð af minum tónlistarsmekk yfir á bömin því oft hlusta þau á svip- aða tónlist. Kona Guðjóns er Steinunn Njálsdóttir kennari sem ættuð er úr Borgarfirði. „Við kynnt- umst á Bifröst eins og svo margir aðrir því mörg hjónabönd urðu til Málverk á sýningunni f Listasafni íslands Vormenn í ís- lenskri myndlist Á laugardag var opnuð í neðri söl- um Listasafns íslands sýning sem ber heitið Vormenn í íslenskri myndlist. Á henni em verk listamanna sem komu fram á fyrstu áratugum þeirr- ar aldar sem senn er að ljúka og lögðu grunninn aö nútímamyndlist hér á landi. 1 sal 1 eru verk eftir Þór- arin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjar- val sem með ~ m landslagstúlkun SýllÍllgðr sinni lögðu _________________ grunn að islenskri landslagslist og áttu stóran þátt í að móta sýn okkar á landið. í sal 2 era verk eftir þær Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, sem vora fyrstar ís- lenskra kvenna til að helga sig mynd- listinni, og þá Finn Jónsson, Gunn- laug Blöndal og Jón Þorleifsson sem aliir áttu þátt í að færa nútímaleg viðhorf inn í islenska myndlist á mótunarárum hennar. Sýningin stendur tii 16. janúar. Listasafn ís- lands er opið milli jóla og nýárs. Bridge Þegar andstæðingarnir segja sig upp í slemmu sem virðist liggja vel ér það yfirleitt happadrýgst fyrir vörn- ina að reyna að brjóta sér slag í byrj- un. í þessu tilfelli hefði norður hnekkt slemmunni með því að spila út spaða 1 upphafi. Hjartaútspil norðurs virtist sakleysislegt, en í reynd gefur það samninginn. Norður var hins vegár svo heppinn að vera með góðan spila- félaga sem var þeim kostum búinn að telja ávcillt slagi mótherjanna. Austur gjafari og allir á hættu: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 ♦ pass 2 lauf pass 4 grönd pass 5 * pass 6 grönd p/h D543 ' 9876 G94 par og pao var nent gaman ao pvi ao þar væri rekin eins konar hjóna- ♦ ÁG9 » ÁKG N bandsmiðlun." Þau eiga þrjú börn, sem era Hróðmar Insi. sem er ♦ K1032 * Á105 S ♦ 102 4» D103 ♦ ÁD8 * DG986 menntaður stýrimaður, Sigrún Dögg há- skólanemi og Bjartmar Steinn, nemandi í grunnskóla. „Bömin era því bæði borgfirsk og skaftfellsk." -A.G. Unnur Guöjónsdóttir á úlf- alda í Mongólíu. Dans og lit- skyggnur í tilefni þess að í dag eru Portúgalar að skila Kínverj- um nýlendunni Macau, sem þeir hafa ráðið yfir síðan 1557, ætlar Unnur Guðjóns- dóttir, sem reglulega stend- ur fyrir ferðum til Kína, að sýna kínverskan dans og litskyggnur frá Kína í Tjamarsal Ráðhúss Reykja- víkur, fólki tO fróðleiks og skemmtunar. Sýningin hefst kl. 17 og stendur í eina klukkustund. Allir eru vel- komnir. Félag eldri borgara í Reykjavík I kvöld kl. 19 verður Sig- valdi með kennslu í sam- kvæmisdönsum fyrir fram- Samkomur haldsnemendur og svo fyrir byrjendur kl. 20.30. Jóla- söngvaka verður kl. 20.30 í umsjón Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Rekspölur Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. V 542 ♦ 765 * 432 Sagnir AV vora groddalegar. Vest- ur opnaði á einum tígli með það fyrir augum að stökkva næst í tvö grönd til að sýna 19-20 jafnskipta hendi. Tvö lauf austurs sýndu hendi með nálægt opnunarstyrk og vestur djöflaðist þá í slemmu eftir einfalda ásaspumingu. Eftir hjartaútspilið gat sagnhafi greinilega fengið 12 slagi, 4 á láglitina, 3 á hjarta og spaðaásinn. Hann tók fyrsta slaginn á hjartadrottningu í blindum og svínaði strax laufdrottn- ingu. Norður drap á kónginn og spilaði meira hjarta sem sagn- hafi tók á kóng. Hann spilaði nú öilum laufum sínum og henti tveimur spöðum heima. Suður sá í hendi sér að samningurinn gat alltaf staðið. Þar sem tígulopnunin lof- aði a.m.k. 4 spilum voru slagimir alltaf 12 ef sagnhafi hitti í tígulinn. Eini möguleikinn fyrir vömina var að villa um fyrir sagnhafa. Suður ákvað að henda spaðasjöu og áttu í fjórða og fimmta laufið. Sagnhafi spilaði næst spaða á ásinn og þá lét suður spaða- kónginn! Það hafði enga hættu í for með sér, þvi ef vestur átti drottning- una þá gat hann svinaö fyrir kónginn. Vestur féll beint í gildruna, lagði nið- ur ÁD í tígli og svínaði síðan níunni. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.