Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1999 53 Fyrstu tónleikarnir verða í Hafnar- fjaröarkirkju. Mozart við kertaljós Hinir árlegu kertaljósatónleik- ar kammerhópsins Camerarctica veröa að venju haldnir rétt fyrir jól, og eins og áður verður leikin tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica skipa þau Armann Helgason klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- arar, Guðmundur Kristmundsson, víóluleikari og Sigurður Halldórs- son, sellóleikari. Sýningar Verkin sem hópurinn hefur val- ið að þessu sinni eru tvö af þekkt- ustu kammerverkum Mozarts, Eine kleine Nachtmusik fyrir strengjakvartett og Kvintett fyrir klárinettu og strengi. í lokin verð- ur að venju leikinn jólasálmurinn í dag er glatt í döprum hjörtum sem er einnig eftir Mozart. Tón- leikarnir verða um klukkustund- arlangir og eru kirkjumar ein- ungis lýstar með kertaljósum við þetta tækifæri. Tónleikarnir verða í Hafnaríjarðarkirkju í kvöld, Kópavogskirkju annað kvöld og i Dómkirkjunni í Reykja- vík á miðvikudagskvöld og hetjast þeir kl. 21. Gaukur á Stöng: Hammond- grúvband Óskars Mikil tónlistarveisla verður á Gauki á Stöng í kvöld þegar saxófónsnillingurinn Óskar Guðjóns- son mætir þangað ásamt félögum sínum í Hamm- ond-grúvbandinu en þessi sveit hans hefur slegið í gegn, verið með ferska strauma í bland við Stevie Wonder prógram sem er snilldarlega flutt. Með Óskari eru snillingar í hverjum bás, Jóhann Ásmundsson er á bassa, Þórir Baldursson á Hammond og Einar Scheving á trommur. Óskar hefur í nokkur ár verið einn vinsælasti djassleikari okkar. Hann hefur verið valinn blást- urshljóðfæraleikari ársins þrjú ár í röð en hann var einnig valinn djassleikari ársins 1998. Á út- skriftartónleikum sínum 1997 lék Óskar einungis frumsamin lög sem hann hljóðritaði síðar undir upptökustjórn Skúla Sverrissonar. Þessi fyrsta plata Óskars hlaut nafnið FAR og hlaut góðar við- tökur. Skemmtanir Annað kvöld mæta aðrir snillingar, hljómsveit- irnar Ensími og Quarashi, sem hafa gert garðinn frægan á öðru sviði tónlistar, og á miðvikudags- kvöld er komið að skemmtilegum blúskokkteil þar sem koma fram BB og þegiðu KK en þá sveit skipa það kvöldið KK, Tommi Tomm og Sniglarn- ir Bjöggi Ploder og Einar Rúnars. Allir tónleik- arnir eru í beinni á www.xnet.is. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri heiöskírt -5 Bergstaöir léttskýjaö -4 Bolungarvík léttskýjað -4 Egilsstaöir -8 Kirkjubœjarkl. skýjaö -6 Keflavíkurflv. alskýjaö -1 Raufarhöfn léttskýjaö -5 Reykjavík skýjaö -3 Stórhöföi skýjaö 2 Bergen snjókoma 0 Helsinki alskýjaö -2 Kaupmhöfn skýjaö 2 Ósló skýjaö 0 Stokkhólmur 0 Þórshöfn slydduél -1 Þrándheimur snjóél 0 Algarve skýjaö 15 Amsterdam skýjaö 3 Barcelona rigning 10 Berlín skýjaö 0 Chicago þokumóöa -2 Dublin skýjaö 2 Halifax léttskýjaö -7 Frankfurt skýjaó 1 Hamborg snjóél á síö. kls. 0 Jan Mayen léttskýjaó -8 London heiöskírt 1 Lúxemborg hálfskýjaö 0 Mallorca rigning 11 Montreal léttskýjaö -12 Narssarssuaq skýjað 0 New York alskýjað 1 Orlando alskýjaö 17 Paris léttskýjaö 4 Róm léttskýjaö 9 Vín slydda 1 Washington alskýjað 3 Winnipeg þoka -3 Leikfélag Akureyrar: Leikhús Sunna Borg, Sigurður Karlsson, Saga Jónsdóttir og María Pálsdóttir í hlut- verkum sínum Leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Árni Tryggvason, María Pálsdóttir, Saga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Snæ- bjöm Bergmann Bragason, Sunna Borg, Vilhjálmur Bergmann Braga- son, Þórhallur Guðmundsson og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir, leikmynd og búninga gerir Hlín Gunnarsdóttir, lýsingu Ingvar Björnsson og hljóðstjórn er i hönd- um Kristjáns Edelstein. Vægt frost fyrir norðan A mánudag verður suðaustan 10-15 m/s og slydda eða rigning Hiti víða 0 til 5 stig en vægt frost á Norðurlandi. Veðrið í dag sunnan- og vestanlands en mun hæg- ari og úrkomulítið norðaustan til. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.29 Árdegisflóð á morgun: 02.09 jólin Óskar Guðjónsson mætir á Gaukinn í kvöld. Leikfélag Akureyrar sýnir annað kvöld jólaleikritið Blessuð jólin eft- ir Ammund Backman. Leikritið hefst um kl. 17 á að- fangadag, einum mesta annatíma hjá hverri íslenskri íjölskyldu. Heimilisfólkið á von á gestum og undirbúningur er í fullum gangi og stóra spurningin er: Verður allt til- búið? Málningin þurr, maturinn til og allir búnir að klæða sig! Spaugi- legar uppákomur og kostulegar per- sónur einkenna þennan spreng- fjöruga gamanleik um jólastressið. ' Þekkt jólalög eru í sýningunni flutt á nýjan hátt og Geirmundur Valtýs- son var fenginn til að semja' lagið Jólastuð. Eitt sinn stríösmenn 2 er sjálf- stætt framhald kvikmyndar sem fór sigurför um allan heim. Eitt sinn stríðsmenn 2 Stjörnubíó sýnir Eitt sinn stríðsmenn 2 (What Becomes of Broken Hearted) sem er sjálfstætt framhald. í myndinni fylgjumst við með Jake (Temuera Morrison) og hvernig lif hans breytist eftir að eiginkona hans, Beth (Rena Owen), hefur yfirgefið hann. í byrjun myndarinnar hefur Jake fundið nýja konu, Ritu. Hann sæk- ir McClutchy’s krána og slæst við alla sem honum mislíkar við. Á meðan hann lendir i enn einum áflogum er elsti sonur hans, Nig, drepinn. í kjölfarið hrynur heimur Kvikmyndir y///////z Jakes, Rita fer frá honum, honum er bannað að sækja uppáhaldskrá sina og vinir hans verða fráhverf- ir honum. í millitíðinni hittir yngri sonur hans, Sonny, fyrrum kærustu Nigs sem segir honum að Nig hafl verið myrtur. Sonny er ákveðinn að leita hefnda og reyn- ir einnig að sættast viö foður sinn. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: End of Days Saga-bíó: The World Is not Enough Bíóborgin: Mystery Men Háskólabíó: Augasteinninn minn Háskólabíó: A Simple Plan Kringlubíó: Detroit Rock City Laugarásbíó: The Sixth Sense Regnboginn: In too Deep Stjörnubíó: Eitt sinn stríðsmaður 2 Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 ? 10 11 12 1^ 14 1 b íi 17 1^ 19 io 21 22 Lárétt: 1 konungur, 6 mynni, 8 fugl, 9 ágæti, 10 svif, 11 þræll, 12 skelfur, 14 bleytu, 15 karlmannsnafn, 17 teg- und, 19 ákafa, 21 óþétt, 22 kind. Lóðrétt: 1 eins, 2 sköp, 3 illmenni, 4 hræðslu, 5 hrósa, 6 strax, 7 neistar, 13 tedi, 14 deila, 16 góð, 18 ekki, 20 öðlast. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 rökkur, 8 uxa, 9 opið, 10 klump, 11 sá, 13 kopars, 15 af, 16 ós- inn, 18 burt, 19 síi, 20 úrinu, 21 ar. Lóðrétt: 1 rukka, 2 öxl, 3 kaup, 9 komast, 5 upprisu, 6 riss, 7 óð, 12 álnir, 14 ofur, 16 óri, 17 nia, 18 bú. Gengið Almennt gengi Ll 17. 12. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenai Dollar 71,910 72,270 72,800 Pund 116,190 116,790 116,730 Kan. dollar 48,700 49,000 49,500 Dönsk kr. 9,8820 9,9370 9,9040 Norsk kr 9,0820 9,1320 9,0830 Sænsk kr. 8,5340 8,5810 8,5870 Fi. mark 12,3640 12,4383 12,3935 Fra. franki 11,2070 11,2743 11,2337 Belg. franki 1,8223 1,8333 1,8267 Sviss. franki 45,8600 46,1100 45,9700 Holl. gyllini 33,3588 33,5592 33,4382 Pýskt mark 37,5867 37,8125 37,6761 it. líra 0,037970 0,03819 0,038060 Aust. sch. 5,3424 5,3745 5,3551 Port. escudo 0,3667 0,3689 0,3675 Spá. peseti 0,4418 0,4445 0,4429 Jap. yen 0,698700 0,70290 0,714000 írskt pund 93,342 93,903 93,564 SDR 98,910000 99,50000 99,990000 ECU 73,5100 73,9500 73,6900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Blessuð \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.