Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1999, Blaðsíða 44
 Viiiningstölurlaugardaginn: 18.12. 16|l8 (19*28 vinnings- upphæö Fjöldi vinningar vinninga 3.593.780 341.430 2. 4 af 5+ a.490 3. 4 af 5 2.340 Jókertölur vikunnar: FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið T hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ✓v- / i /. ■' 4»;.: / '' Það hefur reynst erfitt að fá mann- skaþ á bflana en það rætist vonandi úr. Ég á von á að megnið af flotan- um verði úti.“ Ástþór sagði, að þeir launþegar sem væru að vinna yfir áramótin væru margir hverjir á mun hærri launum en annars. Leigubilstjórar ættu að eiga sama rétt í þeim efn- um. Mikið er um að fóik sé þegar far- ið að hringja á leigubíla- stöðvamar og reyna að panta sér leigubfl fyrir gamlárs- kvöld. „Þetta er alveg geð- veiki. Hér loga allar línur því fólk er að hringja og reyna að tryggja sér bfla fyrir gamlárskvöld. En við tökum ekki niður slikar pantanir,“ sagði Elva Hallgrímsdóttir á leigubflastöðinni Bæjarleið- um við. DV. Eyþór Birgisson, forstjóri Hreyffls, hafði sömu sögu að segja. Fólk væri farið að reyna að panta sér bíla fyrir áramótin. Eyþór sagði að á Hreyfli væru ekki teknar fyrirframpantanir nema hjá fólki sem þyrfti að komast úr eða í vinnu eða sem ætti erfitt með að komast leiðar sinnar, s.s. vegna fótlunar. Sömu reglur gilda á Bæjarleiðum og BSR, að sögn þeirra sem þar urðu fyrir svörum. -JSS Iðnaðarnefnd: Lúsarleitaði skýrsluna Hjálmar Amason, formaður iðnað- amefndar, segist hafa „lúsarleitað" skýrslu Stefáns Thors skipulags- stjóra í gær tfl að athuga hvort um- sögn Hollustuvemd- ar rikisins mn álver í Reyðarfirði væri þar að finna. Holl- ustuvemd hafi bréf- lega mælt með út- gáfu starfsleyfis fyrir álverið. Þessar upp- lýsingar hafi ekki Hjalmar Arnason. komið fram j skýrsl. unni og því álíti hann að skipulags- stjóri hafi ekki greint nefndinni frá þessmn grundvallampplýsmgum. Hjálmar átti von á greinargerð frá skipulagsstjóra í morgun. Skipulagsstjóri var í sambandi við 'r umhverfisráðherra og formann iðnaðar- nefndar um helgina vegna málsins. Að- spurður hvort ekki hefði verið hægt að brjóta þetta atriði til mergjar í þeim samtölum kvað Hjálmar svo ekki vera. Skipulagsstjóri teldi að um misskilning væri að ræða. Hjálmar var spurður um hvort hann væri að undirbúa forsendur til að kæra málið tfl umhverfisráðuneyt- isins. Hann kvað svo alls ekki vera. En hann sagðist „biða spenntur" eftir greinargerð skipulagsstjóra. JSS Ekið á gangandi Um kl. 18.30 í gærkvöldi var ekið á gangandi vegfaranda skammt frá Þjóðleikhúsinu á Hverfisgötu. Að sögn lögreglu var maðurinn fluttur á slysadeild með höfuðáverka en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. -HKr. í jólaösinni þarf oft að fylla á kökuborðið í glugganum í Sandholts bakaríi og það gerði þessi unga afgreiðslustúlka nú um daginn. DV-mynd Hilmar Þór Frami reynir að halda leigubílaflotanum úti á gamlárskvöld: 25% aukaálag til að manna bílana - leigubílaharkið þegar byrjað með logandi linum á stöðvunum Þeir leigubilstjórar sem verða við störf yfir áramótin næstkomandi munu aka á taxta sem er 60 prósent hærri heldur en venjulegur dagtaxti. Þeir fá hefðbundið hátíða- álag sem er 35 prósent. Síðan fá þeir sérstakt áramótaálag sem nemur 25 prósent hækkun. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt álag er sett ofan á taxtann. Þessar hækkanir koma bæði ofan á startgjald og tímalengd. Venjulegt startgjald er t.d. 320 krón- ur, með hátíðarálagi er það 420 en þegar áramótaálagið bætist við verður það 530 krónur „Við ákváðum að setja áramótaá- lagið ofan á taxtann til að tryggja að að leigubílstjórar í akstri verði ekki færri en venjulega heldur fleiri," sagði Ástgeir Þorsteinsson, formað- ur Frama, félags leigubílstjóra, við DV. „Þessi áramót eru sérstök og bílstjórar vflja gjaman vera í fríi. Úttektir skertar: Mjög ósáttur - segir Ólafur Arnfjörð Ólafur Amfjörð Guðmundsson, eigandi Club 7 á Hverfisgötu, segist vera ósáttur með aðgerðir kortafyrir- tækjanna sem takmarka úttektar- heimildir viðskiptavina þeirra. „Ég setti þær reglur um leið og ég byijaði á þessari starfsemi að við- skiptavinur er lát- inn vita þegar hann er kominn upp í 70 þúsund krónur og varaður við. Þetta hefur alltaf viðgeng- Ólafur Arnfjörð Guðmundsson. ist hjá mér og engar kærur eða at- hugasemdir hafa komið fram gagn- vart þessum klúbbi sem ég rek. Ég er því mjög ósáttur við að ég skuli vera skertur vegna aðgerða einhverra manna úti í bæ. Ég leyfi mér að efast um að þetta standist." Tvö greiðslukortafyrirtæki, VISA ísland og EUROPAY ísland, hafa ákveðið að takmarka úttektir kort- hafa í viðskiptum við nektardans- staði, ýmist við 50.000 krðnur á sólar- hring á debetkort eða almenn kredit- kort og 75.000 krónur á gullkort. Er það gert í kjölfar kvartana viðskipta- vina sem eytt hafa allt að 800 þúsund krónum á einni nóttu og vegna meints misferlis á sumum staðanna. -HKr. Veðrið á morgun: Rigning eða slydda Austlæg átt, 10-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnan- og austanlands. Hiti 1 til 5 stig Veðrið í dag er á bls. 53 Fyrsta dúkkuvaggan Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikfong og gjafavönjr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.