Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 Gestaþrautir Löru Croft Bls. 21 ÍiiBiBB tölvun tækni og vísinda Teygjuæfingar gagnslausar? Ný áströlsk rannsókn bend- ir til þess að teygjuæfingar fyrir íþróttaæf- ingar séu tíma- sóun, að minnsta kosti ef verið er að reyna að beita þeim til að mirmka áhættu á meiðslum. Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við Sydney-háskóla og Charles Sturt-háskóla í Ástralíu og tóku 2.600 hermenn þátt í henni. Niðurstöðurnar voru birtar fyrir skömmu í tímaritinu New Sci- entist og þar kom í ljós að þeir sem teygðu á vöðvum fyrir æf- ingar voru alveg eins líklegir til að meiðast eins og hinir sem ekki gerðu það. Hingað til hefur almennt verið talið að teygjuæf- ingar fyrir íþróttaiðkun minnk- uðu líkur á meiðslum en þetta er í fyrsta sinn sem gerð er ná- kvæm rannsókn á þvi hvort svo sé, að sögn Ástralanna. Kynlíf í skanna Hollenskir vís- indamenn hafa undanfarin sjö ár staðið fyrir rannsókn þar sem átta pör stunduðu samfarir inni í svokölluðum MIR-skanna. Slíkir skannar eru hannaðir fyr- ir einungjs eina persónu og þess vegna varð að stækka viðkom- andi skanna og velja grannt fólk til rannsóknanna. Niðurstöður þeirra eiga að koma sérfræðing- um á sviðum sem tengjast kynlífi og kynfærum til góða og gætu á endanum orðið til að hjálpa mönnum til að ákvarða líkurnar á getnaði við samfarir. Einnig fóru fram rannsóknir af þessu tagi þar sem konur fóru einar inn í skannann og örvuðu sig kynferðislega og komu þá fram nýjar upplýsingar um hvernig leggöng og leg bregðast við. Í3ÍÚU Geimferjan Discovery hóf á mánudagsmorg- un ferð út í geiminn en til- gangur hennar er að gera við Hubble-stjörnusjónaukann. Hann hefur verið aðgerðarlaus úti í geimnum í nokkrar vikur, eftir að alvarleg bilun kom upp i honum. Geimskotið tókst með ágætum en þetta var tíunda tilraunin til að koma ferjunni af stað til Hubble. Fyrri tilraunum þurfti að fresta vegna tæknilegra vandræða og slæmra veðurskilyrða. Ef þessi til- raun hefði ekki tekist hefði NASA, Geimferðastofhun Bandaríkjanna, þurft að fresta geimskotinu fram í miðjan næsta mánuð. Ástæðan er sú að stofnunin vill ekki hafa geim- fara úti í geim um áramótin næstu, ef ske kynni að 2000-tölvuvandinn yrði til vandræða. Vegna frestana á geimskotinu hefur þurft að stytta geimferðina niður í átta daga og hefur fyrirhug- uðum geimgöngum verið fækkað úr fjórum niður í þrjár vegna þess. mni. Eftir tveggja daga ferðalag er áætlaö að Discovery muni leggja upp að Hubble síðdegis i dag. Geimgöngur hefjast síðan seinni partinn á morgun og munu þær taka um 6 klukkustundir hver. Áætlað er síðan að Discovery lendi aftur á jörðinni næstkom- andi mánudag. • Myndlampl Blacfc Matrix < • 100 sUðva mlnni* Allar aðgerðlr i • Skart tengi • FJarstýring • AukatengJ fyrir há talara -.-• íslenskt textavarp i—I BRÆÐURNIR pomSSON ^¦^ Lágmúla 8 • Slrni 530 2800 www.ormsson.is • Myndlampi Black Matrix • Nícam •lOOstöðvamlnnl'AllaraðgerðlráskJá • Skart tengl • FJarstýrlng • Aukatengl fyrlr hátalara • íslenskt textavarp • 29" 100 Hz black Imrar skjár • Nicam 2x20 W magnari Allar aðgerðir á skjá • Textavarp • 2 Scart tengl Heymartólstengi • íslenskur leiðarvisir. • Myndlampi S. Biack Invr • Nlcam • Allar aðgerðlr á skjá • 3 Skart • SuperVHS tengl* FJarstýrlng • Fast text SJðN BR SÖGU RÍKARI UMBOÐSMENN Vesturiand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfírðinga, Borgamesí. Vestfirðin Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Ratverk, Bolungarvík. Straumur, ísaiirði. Norðurland: Radionaust, Akureyrí. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Austurland: Kf. Vopnaftrðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfírðinga. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskruðsfírði. Vélsmiðja homafjarðar. Suöuriand: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Gelsli, Vestmannaeyjum. Rcykjjnes: Ljósbogin Kefíavík. Rafborg, Gríndavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.