Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 5
Nýjasta afkvæmið í Tomb Raider-seríunni: Gestaþrautir í massavís - Lara Croft svíkur ekki aðdáendur sína Ein sú besta markaösherferö sem fylgt hefur tölvuleik úr hlaði var og er herferðin í kring- um Tomb Raider leikina. Leikirnir, sem snúast aliir um ævintýri kvenhetjunnar Löru Croft, hafa selst gríðarlega vel og nærri því hvert mannsbam þekkir Löru í sjón. Ekki sakar útlit aðal- söguhetjunnar sem er mjög svo ítur- vaxin og vel til þess fallin að slá í gegn hjá ungum sem öldnum kar- mönnum sem er eins góður mark- hópur og hver annar. Leikirnir hafa meðal annars getið af sér hugmyndir um kvikmyndir og alið af sér alls kyns vörur og leik- föng. Að vissu leyti minnir þetta allt saman á stjömustríðsæðið og nýjasta Tomb Raider leiknum sem er hér til umfjöllunar fylgir nokkurs konar „frimanns" listi með Lara Croft fata- línu sem aðdáendur hennar geta pantað gegnum Netið eða póstinn. Aö gera menn brjálaöa Nýjasta framhaldið í Tomb Raider seríunni heitir Tomb Raider: Ég átti á stundum í mestu erfiðleikum með að haga mér ekki eins og mesta fói, rífa stýripinnann í tvennt og trampa á honum í bræði þegar gesta- þrautirnar urðu sífellt flóknari og erfiðarí. Það segir auðvitað sitt um endingu leiks- ins að alltaf hélt mað- urþó áfram. The Last Revelation og gerist að öllu leyti í Egyptalandi inni í risastórum grafhýsum og pýramídum. Þar þvælist spilarinn um sem Lara Croft og leysir gestaþrautir af miklum móð. Einstaka sinnum hittir maður á aðrar manneskjur, dýr og furðuverur sem í flestum tilfellum verða fyrir barðinu á byssum Löru Croft. Undirritaður, sem er þekktur fyrir þolgæði og þolinmæði, átti á stund- um í mestu erfiðleikum með að haga sér ekki eins og mesta fól, rífa stýripinnann í tvennt og trampa á honum í bræði þegar gestaþrautimar urðu sífellt flóknari og erflðari. Það segir auðvitað sitt um endingu leiks- ins að alltaf hélt maður þó áfram. Lara hefur í þessari útgáfu eignast nýjar hreyfingar og hreyfhnöguleika. Til dæmis er hægt að nýta sér kaðla til að klifra upp og sveifla sér á milli staða eins og Tarzan. í heild má segja að leikhæfni leiksins sé mjög góð með erfiðar þrautir og andstæðinga en heldur er einhæft að vera alltaf í keimlíku ef ekki eins umhverfi. Það versta við leiki eins og þessa eru þó hopp og skopp þrautirnar þar sem minnstu mistök eru dýrkeypt bæði fyrir Löru Croft og sálarlíf spilarans. Tækni og vísindi Mjög vel hefur tekist til með þrí- víddarvélina sem stjómar leikum- hverfmu. Sjónarhomin eru næstum alltaf þægileg og myndavélin fylgir Löru vel eftir. Þrátt fyrir einhæfhi í staðarvali er umhverfi leiksins mjög vel gert og ótrúleg smáatriði tekin með í reikninginn. Grafíkin og heildarsvipur leiksins er mjög góður enda Eidos ekki þekkt fyrir annað í Tomb Raider seríunni. Hljóðið er til fyrirmyndar, öll um- hverflshljóð eðlileg og það sem mestu skiptir, flott hljóð er spilar- inn tekur í gikkinn á öllum þeim aragrúa vopna sem komast í hendur spilarans. Tónlistin er ekkert sem truflar sem er yfírleitt gott mál í -sno tölvuleikjum og hægt er að slökkva alveg á henni sem einnig er stór kostur. Það verður að segjast eins og er að þessi síðasta útgáfa Tomb Raider seri- unnar bætir engum stórvægilegum nýjung um við fyrirrennara hennar en ef fólk hef- ur ekki fengið sig fullsatt eða aldrei spilað Tomb Raider áður þá er Tomb Raider: The Last Rev- elation ágætis við- bót við safniö. Lara Croft hoppar og skoppar af list í nýja Tomb Raider-leiknum. Hann kem- ur út bæöi fyrir PlayStation og PC fyrir þessi jól en hér er PlayStation-útgáf- an prófuö. LjiJJ.LÍ-'ÍJDj'JjJL) Uppsetningarvandræði aukast: Neyðarkall til Linux-samfélagsins - áfangasigur vinnst í stýrikerfisbaráttunni í síðustu viku sagði ég lesend- um DV-Heims frá fyrstu kynn- um mínum af Linux-stýrikerf- inu og hvemig þau hófust með hálf- gerðum ósköpum. Ekkert gekk að setja kerfíð upp og í ljós kom að apparat, sem heitir „Auto-partition“ í uppsetningunni og miðast að því að skipta harða diskinum eftir kúnstarinnar reglum, virkaði ekki. En það þýðir ekkert að láta slíka smámuni aftra sér og því var bara að kynna sér hvemig maöur fram- kvæmir þessa skiptingu harða disksins sjálfur. Við lestur bæk- lingsins sem fylgdi með stýrikerflnu kom í ljós að það ætti ekki að vera neitt verulega flókið, sérstaklega ef maður ætlaði bara að framkvæma einfalda skiptingu disksins. Leitaö ráöa hjá Linux-samfélaginu En þá kom enn eitt áfallið upp: Til þess að framkvæma þessa að- gerð þarf að nota táknið / en ein- hverra hluta var það ekki lengur á lyklaborðinu mínu. Sama hvað ég leitaði. Nú féll mér allur ketill í eld og ég var ráðalaus. Eða hvað? Er maður nokkum tímann ráðalaus þegar maður vinn- ur með Linux? Mér skildist að það væri eitthvað til sem hét „Linux- samfélag" þar sem allir væm vinir og hjálpuðu hver öðrum þegar í nauðimar ræki og stýrikerfiö færi ekki eftir settum reglum. Því var lít- ið annað að gera en að skella sér á Netið og leita að vingjarnlegum Lin- ux-notendum. Eftir nokkra leit að heppilegum Eftirnokkra bið fékk ég ábendingar á báð- um vígstöðvum frá hjálpsömum Linux- notendum. Þær voru mjög misjafnar og ráð- lögðu menn mér allt frá því að lesa bæk- linginn upp í að fá mér aðra útgáfu af Linux. stöðum skildi ég eftir neyðarköll á hinum íslenska Linuxvef, (http://www.linux.isl og erlend- um vef, Linuxnewbie.org (http://www.Iinuxnewbie.0rg/I. sem er sérhannaður fyrir nýliða í Linux-byltingunni. Misjafnar ábendingar Eftir nokkra bið fékk ég ábend- ingar á báðum vígstöðvum frá hjálpsömum Linux-notendum. Þær vom mjög misjafnar og ráölögðu menn mér allt frá því að lesa bæk- linginn upp í að fá mér aðra útgáfu af Linux. Sumar þeirra voru á mannamáli en aðrar voru á algjörri tæknimáUýsku sem innihélt fleiri skammstafanir en orð. En þrátt fyr- ir þetta tókst mér með hjálp þeirra og tillögum frá kunningjum að kom- ast yfir erfiðasta hjallann. Ég fann aðferð til að skrifa / og gat út frá því haldið áfram uppsetningunni, sem tókst með ágætum, að ég held. Það eru þó enn ýmis ljón í vegin- um. Nú er ég kominn með Linux uppsett í tölvunni en á algjörlega eftir að læra á sjálft stýrikerfið og flnstilla ýmislegt. Mér sýnist það ætla að verða ærið verkefni en með hjálp nýrra Linux-vina minna á Netinu tekst það vonandi. Lesendur DV-Heims fá aö frétta það fyrstir manna ef eitthvað áhugavert gerist í þessum efnum á næstu vikum. -KJA Tony Hawks á Dreamcast Dreamcast-leikja- tölvan virðist vera að slá i gegn bæði hjá neyt- endum og fram- leiðendum tölvuleikja. Rjóminn af bestu tölvuleikjaframleiðend- unum er búinn að gera tölvuleik fyrir Dreamcast eða hefur í hyggju að gera það. Einnig virð- ast allir bestu leikimir af öðrum farartækjum birtast á Dreamcast. Nú hefúr einn af betri PlaySta- tion leikj- um árs- ins verið bendlað- ur við Dreamcast. Þar er á ferð hinn fíknivaldandi Tony Hawks Skateboarding. Tony kallinn sló algjörlega í gegn á síðasta farar- tæki og ekki er spuming um að hann á eftir að njóta sín á Dreamcast. Einnig hafa svo heyrst fréttir þess efnis að hið frábæra tölvuleikjafyrirtæki, CodeMasters, muni framleiða leiki fyrir Dreamcast. Codemasters, sem gerði Colin McRae Rally sællar minningar, ætti að takast að gleðja Dreamcast-eigendur á nýju ári. Nýir GameBoy ColoHeikir GameBoy Color- leikjatölvan handhæga er ailtaf að sækja 1 sig veðrið og hin- ir ótrúlegustu titlar láta sjá sig á Gameboy. Hinn fomfrægi leikja- framleiðandi, Midway, hefur nú ákveðið að bæta smávegis við leikjaflóru Gameboy leikjatölv- unnar. Alls eru í farvatninu sjö nýjir titlar fyrir Gameboy frá Midway. Þeir eru NBA Showtime: NBA on NBC, Ready 2 Rumble Boxing, NFL Blitz 2000, Rampart, Marble Madness, Billy Bob’s Huntin ‘N’ Fishin, and Rampage 2: Universal Tour. Það er úr nógu að velja fyrir eigendur Gameboy fyrir þessi jól. Cool Boarders 4 Ein allra vin- sælasta leikjaser- ía sem komið hefur út fyrir PlayStation tölv- una er Cool Boarders-snjóbretta- serían. Síðast þegar fréttist vom Cool Boarders leikimir 3 en nú er það staðfest að sá fjórði sé á leiðinni. Ýmsir nýir möguleikar verða í farteski útgáfu númer Qögur. Fyrst af öllu verða karakt- eramir byggðir á alvöru snjó- brettaköppum og hægt verður að þróa sinn eigin karakter frá grunni. Ef allt er eins og það á að vera með framhaldsleik munu graflk og hljóð einnig vera stór- bætt í fjórðu útgáfúnni. Áætlað er að leikurinn komi í verslanir strax í janúar á næsta ári. Gefum okkur öllum betri framtíð W* *: ■ w Ert þú aflögufær?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.