Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 6
Spáð fyrir um glæpina Breskir vísinda- menn hafa þró- að nýtt há- tæknieftirlits- kerfi sem vænt- anlega mun vara lögreglu og ör- yggisverði við glæpum áður en þeir eru framdir, svo sem búð- arþjófnaði, ránum eða bílþjófn- aði. Að því er fram kemur í tíma- ritinu New Scientist haga þeir sem íhuga að fremja glæp sér öðruvísi en annað fólk og með stærðfræðiformúlum er hægt að spá fyrir um hvað þeir ætl- ast fyrir. Höfundar þessa nýja keríís í eru þeir Steve Maybank við Reading-háskóla og David Hogg við háskólann í Leeds. Þeir nutu styrks frá Evrópusam- bandinu við verkið. Ætlunin er að tengja nýja eft- irlitskerfið öryggismyndavélinn sem munu síðan gera lögreglu eða öryggisvörðum viðvart ef eitthvað grunsamlegt er á seyði. Eyrnabólgan er ættgeng Rannsókn sem gerð var á tví- og þríburum rennir stoðum undir þá trú manna að eymabólga, einhver algengasti kvilli í ungum böm- um, sé ættgengur skratti. Ef eitt bam í fjölskyldunni fær eymabólguna eru miklar líkur á að þau sem á eftir komi fái hana líka. Vísindamenn við lækna- deild háskólans i Pittsburgh í Bandaríkjunum rannsökuðu 135 pör af tvíbm-um af sama kyni og fimm þríburasett af sama kyni í tvö ár. „Við komumst að því að ef eitt bam fær eymabólgu era 60 prósent líkur á að hitt bam- ið fái hana líka þegar eineggja tví- eða þríburar era annars vegar,“ segir Margaretha Caselbrant, aðalhöfundur rannsóknarinnar sem greint er frá í tímariti bandarísku læknasamtakanna. Líkumar era 30 prósent þeg- ar um er að ræða fjöleggja tví- og þríbura. Niðurstöðurnar gætu leitt til þess að fyrr yrði gripið í taumana hjá þeim sem era í hættu á að fá kvillann. Ekki er sama lykt og lykt Ætla mætti að lykt væri hara lykt, sama með hvorri nösinni væri þefað. Svo er þó ekki. Bandarískir vís- indamenn segja frá því í vís- indaritinu Nature aö þeir hafi fengið þátttakendur í tilraun til að þefa af sömu efnablönd- unni með annarri nösinni í einu. Þátttakendurnir voru sannfærðir um að um mis- munandi lykt væri að ræða. Hvor nös um sig virðist því sérhæfa sig í ákveðnum lykt- artegundum. Dyggðugt líferni borgar sig: Oreglan ýtir undir kynlíf LFnglingar sem neyta fikniefna eru líklegri til að stunda kyn- mök og byrja yngri í ofanálag en jafnaldrar þeirra sem láta eitur- lyfin eiga sig. Af því leiðir að meiri líkur eru á að slikir unglingar kræki sér í kynsjúkdóma og að fleiri stúlkur verði óvart óléttar. Rannsókn sem gerð var á vegum rannsóknarstofnunar í fíkniefna- notkun við Columbia-háskóla í New York leiddi í ljós að 63 prósent bandarískra táninga sem neyta áfengis og 70 prósent þeirra sem drekka oft hafa haft kynmök. Það á aftur á móti aðeins við um 26 pró- sent þeirra sem aldrei hafa bragðað áfengi. Þá kom á daginn að 72 pró- sent táninga sem neyta fikniefna og 81 prósent þeirra sem gera mikið af því hafa haft samfarir en aðeins 36 prósent þeirra sem aldrei hafa próf- að ólögleg fikniefni. „Á sama tima og ljóst má vera að táningar sem drekka og neyta fikni- efna séu líklegri til að stunda kyn- mök þegar þeir eru yngri og eiga marga rekkjunauta liggur ekki Ijóst fyrir hvað kemur fyrst, samfarim- ar, drykkjan eða fikniefnaneyslan,“ segir Joseph Califano, yfirmaður rannsóknarstofnunarinnar og fyrr- um ráðherra heilbrigðis-, mennta- og velferðarmála. Engu að síður, segir Califano, gefi niðurstöður rannsóknarinnar til Rannsókn, sem gerð var á vegum rann- sóknarstofnunar í fíkniefnanotkun við Columbia-háskóla í New York, leiddi í Ijós að 63 prósent banda- rískra táninga sem neyta áfengis og 70 prósent þeirra sem drekka oift hafa haft kynmök. kynna að foreldrar og forráðamenn unglinga og aðrir sem láta sér annt um velferð þeirra eigi að vera und- ir það búnir að takast á við hvora tveggja. í skýrslunni er notast við upplýs- ingar úr rannsóknum sem náðu til meira en 34 þúsund unglinga um öfl Bandaríkin, meira en 800 tímarits- greinum og bókum og viðtölum við sérfræðinga sem annast unglinga. Ungt fólk sem drekkur áfengi eöa neytir ólöglegra fíkniefna er líklegra til aö byrja fyrr aö stunda kynmök en aörir jafnaldrar þess, segir f niö- urstöðum bandarískrar rannsóknar. Þessi fíkniefnaneytandi er frá Pakistan. Rannsóknir sem geröar voru í Indlandi og víöar sýna fram á aö hægt sé aö bæta heilsufar barna meö því aö gefa þeim sink fæðubótarefni. Dregiö úr tíðni lungnabólgu og niðurgangspesta: Sink í börnin Sink-fæðubótar- efni getur komið í veg fyrir að böm fái niðurgangspest og lungnabólgu, tvö helstu banamein imgra bama í þróunarlöndunum. Robert Black og Sunil Sazawal við lýðheilsuskóla Johns Hopk- ins-háskóla í Baltimore segja í grein i bamalækningatímaritinu Joumal of Pediatrics að hægt sé að bjarga lífi fjölda bama með því að gefa þeim sinktöflur eða með því að bæta sinki í undirstöðumat eins og brauð. Black og Sazawal fóru í saumana á tíu rannsóknum á sinki sem fæðubótarefni og komust að því að með því að bæta því í fæðu bama, þótt ekki væri nema í tvær vikur, var hægt að fækka lungnabólgutilfeflum um 41 prósent og niðurgangspest um 25 prósent. „Áhrifin eru meiri en við allar aðrar tilraunir til að koma í veg fyrir lungnabólgu," segja vísinda- mennimir í grein sinni í tímarit- inu. Þau segja að niðurstöðumar hafi ekki komið á óvart þar sem vitað er að vannæring eykur lík- umar á sjúkdómum. Sinkskortur getur valdið truflunum á starf- semi ónæmiskerfisins. Vísindamennimir tveir unnu verkið í samvinnu við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina. Þeir söfnuðu saman rannsóknum um sink sem bömum í Indiandi, Mexíkó, Papúu Nýju-Gíneu, Perú, Víetnam, Gvatemala, Jamaíka, Bangladess og Pakistan var gefið. Robert Black og Sunil Sazawal við lýðheilsuskóla Johns Hopkins-háskóla í Baltimore segja í grein í barnalækn- ingatímaritinu Jour- nal of Pediatrics að hægt sé að bjarga lífi fjölda bama með því að gefa þeim sinktöflur eða með því að bæta sinki i undirstöðumat eins og brauð. jJajJnij Allur er varinn góöur: Harðgerðari smokkar í vændum Lágvaxinn ranni sem vex í eyði- mörkinni í Mexíkó og í suð- vestanverðu Texasríki gæti orðið bjargvættur þeirra mifljóna manna og kvenna um heim allan sem era með ofnæmi fyrir latexgúmmíi. Tímaritið New Scientist segir frá því að vísindamenn í Kalifomíu hafi uppgötvað efni sem unnið er úr runna þessum, sem heitir guayule, og gæti komið í stað venjulegs latex í hundraðum framleiðsluvara, svo sem smokka, skurðlæknahanska og annarra sjúkravara. Fyrirtæki eitt í Fíladelfiu er að undirbúa að setja guayule-latex á markaðinn. Katarina Comish, sem starfar við rannsóknarstöð handaríska landbún- aðarráðuneytisins í Bandaríkjunum vestanverðum, hefur sýnt fram á að efnið úr guayifle-runnanum inniheld- ur ekki ofnæmisvalda sem eru í gúmmílatexi og það veldur því ekki ofnæmisviðbrögðum. Áætlað er að tuttugu mifljónir manna i Bandarikjunum einum séu með ofhæmi fyrir latexi. Ofhæmið birtist í ýmsum myndum, allt frá vægum kláða og þurri húð til asma og ofnæmislosts sem getur verið ban- vænt. Cornish og félagar hennar hafa einnig sýnt fram á að efhið úr gu- ayule standist áhlaup veiranna sem valda HlV-smiti, lifrarbólgu B og herpes. Þá segir Comish að vörur úr guayule virðist þola lengri geymslu en venjulegt gúmmí og erfiðara er að rífa það. Tímarítið New Scient- ist segir frá því að vís- indamenn í Kaliforníu hafí uppgötvað efni sem unnið er úr runna þessum, sem heitir guayule, og gæti kom- ið í stað venjulegs latex í hundruðum framleiðsluvara, svo sem smokka, skurð- læknahanska og annarra sjúkravara. Smokkar úr nýrri tegund latexgúmmís eru sterkari en þeir sem eru úr hefö- bundnu latexi og því ættu þeir aö veita meira öryggi í kynlífinu. Smokkarnir á myndinni eru úr venjulega latexinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.