Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1999, Blaðsíða 1
Þetta er aðeins smásýnishorn af okkar frábæra úrvali af silfurskartgripum. Fái5 okkar frábæra skartgripabækling sendan. Sími 551 7742, Laugavegi 49. Emilíana Torrini ætlar að eyða jólimum á íslandi: Fjölbreytt handverk í aðdraganda jóla er handverksfólk víða um land í önnum við að selja framleiðslu sína áhugasömum kaup- endum. í veitingahúsinu Við fjöru- borðið á Stokkseyri er haldinn hand- verksmarkaður alla laugardaga fram að jólum. Síðastliðinn laugardag voru þrjár myndarlegar handverkskonur að selja vörur sinar þar. Á boðstólum voru hlutir unnir úr tré og gleri og dúkkur sem ein þeirra gerði. Handverksfólk er víða að finna og á undanfómum árum hefúr orðið mikil vakning hjá fólki við að koma fram- leiðslu sinni á framfæri við stækkandi hóp áhugasamra kaupenda. Þeir sem áhuga hafa á því að koma vörum sín- um á framfæri geta haft samband við veitingahúsið Við fjöruborðið vilji þeir koma með vörur sínar þangað laugar- daga fram að jólum. -NH WMifúftní:ái Heilluð af staf- rænu mynda- vélinni „Mig langar mest í stafræna mynda- vél og prentara sem fæst í einum pakka héma í BT í Skeifunni," segir Valgerður Vigfússdóttir, verslunar- stjóri í BT, Skeifunni. „Pabbi og mamma eiga heima úti á landi en ef ég hef svoleiðis myndavél get ég sent þeim jólamyndimar um leið og þær em teknar og þau sjá þær nokkrum mínútum seinna. Með þessu er hægt að fá alls konar myndvinnsluforrit þar sem hægt er að breyta myndunum eins og maður vill. Hægt að prenta myndimar sem maður tekur á vélina á rúm- teppi, tuskur, púða eða hvað sem er. Svo má tengja þær við sjónvarpið þar sem hægt er að sjá myndimar miklu stærri og með góða upp- lausn. Ég er al- veg heilluð af þessu, því möguleikamir em óendanlegir," segir Valgerður. Valgerður Vigfúsdóttir: Langar mikiö í stafræna mynda- vél og prentara í jólagjöf. Kósí fj ölskylduj ól með kasóléttum frænkum „Ég elska jólin,“ segir Emiliana Torrini söngkona um jólahaldið þegar við hringjum í hana til London. „En eg er ekkert búin að undirbúa þam“ í lok síðustu viku, þegar DV ræddi við hana, sagðist hún vera nýbúin að uppgötva að að- eins ein vika væri til jóla, ekki tvær. „Það gerir veðrið héma. Það er enginn karakter í því. Jólaundir- búningurinn hefur alveg farið fram hjá mér.“ Emilíana myndi eflaust missa af jólunum væri hún áfram í London. En hún ætlar til íslands og var búin að pakka niöur í töskur fyrir væntanlega heimferð, 21. des- ember. „Það verða engin jól fyrr en ég kem heim. Ég ætla í tvær vikur í frí og kósíheit með fjölskyldunni." Jól Emilíönu eru róleg og notaleg. „Ég er alltaf hjá mömmu á aðfanga- dag. Við erum vanar að sofa eins lengi og okkur langar. Þegar við erum komnar á fætur fáum við okk- ur egg og beikon í hádegismat. Þetta er í eina skiptið á árinu sem við borðum þann mat. Síðan förum við út og hendum gjöfum inn til fólks,“ segir hún og á líklega við að þær beri út jólapakkana. Útigrillaður svínabógur „Á aðfangadagskvöld setur mamma út grillið. Þaö kann að hljóma furðulega en við erum vanar að hafa svinabóg og hann verður svo djúsí á grillinu. Það tekur marga klukkutíma að tyggja pör- una. Hún er æðisleg svona stökk. Svo fáum við okkur ris á l’amande í eftirrétt. Þegar við erum búin að borða tökum við upp pakkana. Það sem eftir er kvöldsins tölum við saman og ríf- umst kannski dá- lítið. Yfírleitt kemur öll fíöl- skyldan heim en núna erum við að byggja svo við verðum hjá afa.“ Fjölskyld- mamma Emilíönu, eiginmaður hennar, dætur hans og auðvit- að afi. V Emilíana Torrini söngkona: „Þaö tekur marga klukkutíma aö tyggja pöruna. Hún er æðisleg. „Á jóladag er ég hjá pabba. Þá borðum við eitthvað ítalskt - eða hangikjöt,“ segir hún og hlær. „Það er allavega alltaf eitthvað gott sem búið er að elda í tíu tíma. Það er gott að vera frá tveimur löndum, þá er alltaf eitthvað óvænt. Á næsta ári langar mig að verða mér úti um ál til að prófa. Hann er jólamatur á Ítalíu.“ Kasóléttar frænkur Emilíana segir það hafa fleiri kosti að eiga útlenskt foreldri. „Fjöl- skyldan er lítil, aðeins móðurfólkið mitt er búsett hér á landi. Það er því ekki mikið um matarboð eða önnur jólaboð. Jólin hjá okkur eru mjög afslöppuð. Við frænkumar hittumst bara og spilum á spil. Núna eru þær flestar kasól- éttar. Það verður örugg- lega svolítið „chilled“, seg- ir hún og hlakkar auð- heyrilega til að sjá þær með kúlum- ar. „Ég verð örugglega lika heima um áramótin. Það er betra að halda upp á þau einum degi fyrr eða tveimur dög- vun seinna. Það verður alltaf eitt- hvað svo mis- heppnað ef maður skipu- leggur þau mikið fyrir fram. Það eina sem ég geri örugglega er að taka kampavíns- flösku upp á fíall, skála þar og rúlla síðan niður. Það er alltaf tilefni minnst fimm hláturskasta," segir söngkonan og er nú komin hálfa leið yfir hafið í huganum. En upp á hvaóa fjall feróu? spyr blaðamaðurinn áttavilltur. „Það er nú eiginlega bara einhver brekka í Kópavoginum." -MEÓ O Litlu jólin í grunnskólunum O 4000 ára jólabrugg O Jólalagið mitt O Bæjarstjórajól mottur og búsáhöld Opið alla daga 21.-22. Des. kl. 12:00-21:00 Þorláksmessa kl. 12:00-23:00 Markaðstorg KOLAPORTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.