Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Préttir Stuttar fréttir r>v Kio Briggs og 22 ára íslensk kona dæmd fyrir innflutning á 1.020 e-töflum í Danmörku: Efnin tekin heima hjá kærustu Kios Briggs - lögreglan fann þau þegar leitað var að fötum á vanrækt börn hinnar íslensku konu Guörún Kristjánsdóttir umkringd iögregluþjónum viö réttarhöldin í gær. Hún var dæmd til fangelsisvistar ásamt Kio Briggs í Sonderborg í gær. Þá sér einnig í baksvip Karen Kristiansen sem var dæmd fyrir aöild að málinu. Til vinstri sést í baksvip Kio Briggs. DV-mynd Claus Thorsted/Free Press Kio Briggs, 27 ára, og Guðrún Krist- jánsdóttir, 22 ára, voru í gær dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir innflutning á 1.020 e-töflum og sölu og dreifingu á hluta efnisins, um 300 töflum, á Suður- Jótlandi. Þau mega hvorugt koma til Danmerkur í 5 ár eftir að afplánun þeirra lýkur. Parið hélt utan um hvort annað og kysstist við réttarhöld sem stóðu yfir í 6 klukkustundir í Sonder- borg í gær. Karen Kristiansen, 19 ára, var dæmd í 10 mánaða fangelsi, þar af 7 mánuði skilorðsbundið, fyrir aðild að málinu. Fyrir dóminum í gær kom fram að áður en fólkið var handtekið í nóvem- ber hafði Kio Briggs farið til Hollands frá Danmörku. Síðan hafði hann hald- ið til Spánar þar sem hann sagðist hafa ætlað að fá sér vinnu. Hann sneri engu að síður til baka til Hollands. Þaðan hringdi hann í Guðrúnu og bað hana að koma frá Danmörku á bíl til að ná í sig þar sem hann skorti peninga. Hún og Karen héldu af stað í bíl Guðrúnar og náðu í Kio á Schiphol-flugvöll við Amsterdam. Héldu þau síðan til Dan- merkur. Ljóst er talið að þremenningamir komust með efnin í gegnum landamæraeftirlitið í Danmörku. Viku eftir heimkomuna frá Amsterdam fór Kio út að skemmta sér í Danmörku. Hann hringdi síðan í Guðrúnu sem fór út til að hitta hann. Hún skildi böm sín, 2ja og 4ra ára, eftir á heimilinu. Eftir nokkra hrið fóm bömin að gráta og gerðu nágrannar lögreglu viðvart. Þegar hún kom á staðinn vora börnin tekin. Einhverra hluta vegna gleymd- ist að taka með fót á bömin og var far- ið aftur í íbúð Guðrúnar til að ná í þau. Það var þá sem lögreglan kom af tilviljun auga á poka sem í voru 705 e- töflur. Bæði Kio og Guðrún vora hand- tekin eftir þetta og Karen nokkra síð- ar. Fram kom í málinu í gær að fólkið hafði náð að selja um 300 töflur eftir að það kom heim til Danmerkur fyrir andvirði sem svarar 150 þúsundum ís- lenskra króna. í fyrstu hélt Kio þvi fram að hann hefði átt sökina á því að efnin vora flutt inn í landið en síðan fór framburður parsins að breytast. Guðrún kvaðst þá hafa átf sökina á innflutningnum. Dómari ákvað síðan í gær að dæma sök Kios og Guðrúnar jafna. Karen er hins vegar aðeins hlut- deildarmaður. Hún hefur þegar áfrýjað dómnum til Landsréttar, æðri dóm- stóls. Ekki liggur fyrir hvort Kio og Guðrún áfrýja sínum dómsniðurstöð- um. -Ótt Eyjabakkar og leyniskýrsla sendiherrans: Stjórnarandstaðan á tröppum Norsk Hydro - og ónáða konunginn, segir Jón Kristjánsson „Það er mjög einkennilegt að stjóm- arandstaöan skuli hneykslast á því að umhverfisráðherrann skuli hafa rætt við norska sendiherrann. Það er at- vinna sendiherra að skrifa til sinna stjómvalda vangaveltur um stjóm- málaástandið í sínu landi. Þessi skýrsla er þannig og byggð á vanga- veltum sendiherrans," segir Jón Krist- jánsson, alþingismaður Austfirðinga, um það uppnám sem orðið hefur vegna leyniskýrslu sendiherra Noregs á íslandi. Þar segir að sendiherra Nor- egs hafi gengið á fund Sivjar Friðleifs- dóttur umhverf- isráðherra. Vitn- að er til þess í fjölmiðlum að Siv hafi hótað Norðmönnum erfiðum sam- skiptum ef hætt yerði við bygg- ingu álvers við Reyðarfiörð. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Jón segir málið allt mikinn misskilning og und- arlegt að stjómandstaðan skuli grípa þetta á lofti. „Mér finnst koma úr hörðustu átt þegar stjómarandstaðan er að gagn- rýna þetta. Þetta er fólk sem gengið hefur fyrir Norsk Hydro og legið mán- uðum saman á tröppunum hjá þeim. Þá hefúr það meira að segja ónáðað konunginn með mótmælaaðgerðum. Svo standa menn upp steinhissa vegna þess að sendiherra Norðmanna hugsar sitt,“ segir Jón Kristjánsson og vísaði ffl Noregsfarar Umhveríisvina. -rt Hélt sig hafa dottið í lukkupottinn: Fann leið til að hringja úr lokuðum GSM-síma - fékk 8 þúsund króna reikning hafa dottið í lukkupottinn á dögunum. „Ég hef búið í Bandaríkjunum og þar þarf maður að hringja í landsnúmerið 354 ef maður notar íslenska GSM-kerf- ið. Það vora einmitt tölumar sem ég sló inn þegar sambandið komst aftur á lokaðan símann.“ GSM-sima Sigríðar var lokað i byrj- un nóvember vegna skuldar og þá að- eins í aðra áttina - hægt var að hringja í Sigríði en hún gat ekki hringt í aðra. I byijun desember var síma Sigríðar síðan lokað í báðar áttir vegna vand- greiddrar skuldar eins og reglur gera ráð fyrir hjá Landssímanum en samt gat Sigríður haldið áfram að hringja að vild með því að slá fyrst inn tölum- ar 354. „Svo barst mér allt í einu reikning- ur frá Landssímanum upp á tæpar 8 þúsund krónur fyrir öll simtölin sem ég hafði hringt úr lokuðum síma. Ég fór í innheimtudeild Landssímans og tjáði þeim þar að þetta gæti ekki stað- ist þar sem síminn minn hefði verið lokaður allan þennan tíma,“ sagði Sig- ríður sem þurfti þó að lokum að viður- kenna fyrir innheimtumönnum Lands- símans að hún hefði hringt öll þau simtöl sem hún var rukkuð um - úr lokuðum síma. „Innheimtustúlkan við- urkenndi þó að ef til vill væri ekki lög- legt að rukka mig fyrir að hringja úr lokuðum síma en hún ætlaði nú samt að gera það,“ sagði Sigríður og varaði aðra við að svindla á þennan hátt á GS- M-kerfi Landssímans þvi reikningur- inn kæmi alltaf að lokum. „í haust þegar hugbúnaður GSM- stöðvarinar okkar var uppfærður myndaðist glufa í kerfmu sem gerði það að verkum að hægt var að hringja úr lokuðum farsímum í önnur farsíma- númer. Það er ekki hægt lengur og verður ekki hægt,“ sagði Ólafúr Steph- ensen, upplýsingastjóri Landssímans. - En verður fólkið rukkað? „Menn borga í Bónus þó kassadam- an bregði sér frá,“ sagði Ólafur Steph- ensen. -EIR „Landssíminn var húinn að loka sím- anum hjá mér vegna skuldar og ég var bara Sigríöur Kristþórsdóttir meö símareikninginn vegna lokaöa GSM-símans. DV-mynd ÞÖK hvað að fikta í honum þegar mér varð ljóst að ég gat hringt þrátt fyrir lokun- ina,“ sagði Sigríður Kristþórsdóttir sem hélt sig fyrir bragðið Messað á Netinu Hátíðarguðs- þjónustur í Bú- staðakirkju verða sendar út í beinni útsend- ingu á Netinu. Þetta er í fyrsta sinn svo vitað sé sem þjóð- kirkjan nýtir sér nútímatæknina með þessum hætti. Bylgjan greindi frá. Fleiri skip Nýskráð þilfarsskip á þessu ári voru nokkuð fleiri en í fyrra en ný- skráningar voru alls 52 á árinu sem senn er liðið. Mbl. greindi frá. Mannekla Afleitt ástand er að skapast á hjúkrunarheimilum og dvalar- heimilum aldraðra vegna skorts á starfsfólki. Draga hefúr þurft úr starfsemi heimila og ekki hefúr verið unnt að fyila öll þau pláss sem losna. Bylgjan greindi frá. Hálaunaaðali Hálaunaaðall hefur verið hann- aður af stjómvöldum, ef marka má niðurstöður Þjóðhagsstofnunar. 1 Degi kemur fram að hinir tekju- lægri hafi verið skattpindir á með- an skattar *hinna tekjuhærri hafa lækkað. Hótaði ekki Siv Friðleifs- dóttir umhveif- isráðherra neit- aði því á Al- þingi að hún hefði haft í hót- unum við norsk stjóm- völd vegna Fljótsdalsvirkjunar. Kjell Halvor- sen, sendiherra Noregs, hefur ekk- ert að athuga við þær skýringar sem Siv gaf á Alþingi i gær. Hagnast á sólu Flugleiðir hafa selt 34% af hlut sínum í alþjóða fjarskiptafélaginu Equant. Söluverð bréfanna að frá- dregnum sölukostnaði er 430 millj- ónir króna, sem er beinn hagnað- ur félagsins ÚrSSV Bæjarstjóm Akraness sam- þykkti á fúndi sínum að segja sig úr Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi í kjölfar þess að Gunnar Sigurðsson, bakari og sjálfstæðis- maður á Akranesi, var kjörinn for- maður SSV. Ekki miðdegisflug Áfrýjimamefnd samkeppnis- mála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs um að Flugfélagi íslands sé óheimilt að bæta við miðdegisflugi tii Egilsstaöa. Hærra útsvar Meðaltalsútsvar í sveitarfélög- um hækkar úr 11,93% á yfirstand- andi ári í 11,96% á næsta ári eða um 0,03%. Fimmtán sveitarfélög hækka útsvar um áramótin, þar á meðal Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vestmannaeyjar. Mbl. greindi frá. Dagur friðar Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær að 1. janúar verði „Dagur friðar í Reykjavík", en Sameinuðu þjóðimar hafa ákveðið að árið 2000 verði alþjóðlegt ár friðarmenningar í heiminum. Hærri staðgreiðsla Fjármála- ráöuneytið hef- ur ákveðið að staðgreiðslu- hlutfall í stað- greiðslu næsta árs verði 38,37% í stað 38,34% nú. Dulkóðað Tölvunefhd hefur birt drög að öryggiskröfum í tengslum við gagnagrunn á heilbrigðissviði en tölvunefnd var falið það verkefni í lögum um gagnagrunninn. Era þar m.a. gerðar kröfúr um að ein- imgis dulkóðuð persónuauðkenni verði að finna í gagnagrunninum og að rannsóknamiðurstöður verði ópersónugreinanlegar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.