Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAÍC: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins! stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Menn ársins DV, Stöð 2 og Viðskiptablaðið sameinuðust í fjórða sinn um Viðskiptaverðlaunin í gær. Að þessu sinni út- nefndi dómnefnd fjölmiðlanna þriggja Gunnar Öm Kristjánsson, forsljóra Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda hf. (SÍF), sem mann ársins í íslensku við- skiptalífi. Össur Kristinsson, stoðtækjafræðingur og stofnandi Össurar hf., var tilnefndur sem frumkvöðull ársins. Þeir sem fremstir standa í íslensku viðskiptalífi hafa fæstir farið fram á annað en njóta sannmælis og fá út- rás fyrir athafnaþrá sína. Athafhaskáldin, sem gera ekki kröfú til þess að hljóta viðurkenningar, hafa öðrum fremur mtt brautina til betri lífskjara og almennrar vel- megunar íslendinga. Gunnar Örn Kristjánsson og Össur Kristinsson em slíkir menn. Engum sem fylgist með íslensku viðskiptalífi ætti að koma á óvart að Gunnar Örn Kristjánsson skuli til- nefndur sem maður ársins í íslensku viðskiptalífi. Vöxt- ur og viðgangur SÍF undir styrkri forystu Gunnars Arn- ar hefúr verið mikill á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur vaxið ár frá ári og með sameiningu við íslenskar sjávarafurðir, sem formlega verður að veruleika fyrir lok þessa árs, verður til stærsta fyrirtæki landsins, sé miðað við veltu. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda var stofnað árið 1932 og hafði einkarétt á útflutningi saltfisks sam- kvæmt sérstökum lögum, allt til 1. janúar 1993 þegar aðrir fengu leyfi til að selja saltfisk á erlendum mörkuð- um. Þessi gjörbreytta staða varð öðm fremur til þess að ákveðið var að breyta SÍF í hlutafélag. Þessi ákvörðun hefur reynst fyrirtækinu, starfsfólki og viðskiptamönn- um happadrjúg. Og einmitt þess vegna hefur flárfesting í hlutabréfum SÍF reynst góður kostur. í rökstuðningi dómnefndar Viðskiptaverðlaunanna segir meðal annars: „Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á rekstri SÍF. Ber þar hæst mikil uppbygging á starfsemi fyrirtækisins erlendis. Á síðustu árum hefur SÍF fjárfest markvisst í starfseminni erlendis, bæði með stofnun söluskrifstofa og dótturfyrirtækja, en einnig með kaupum á erlendum fyrirtækjum. Er nú svo komið að SÍF telst í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði á heimsmarkaði." Gunnar Örn Kristjánsson hefúr verið forstjóri SÍF frá ársbyrjun 1994 og hefur leitt fyrirtækið í gegnum mikið breytingaskeið af skynsemi og fyrirhyggju. Allan þann tíma hefur SÍF skilað hagnaði og á síðasta ári var af- koman betri en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 500 millj- ónir króna. Ekkert þjóðfélag nær að þrífast og blómstra ef það nýt- ur ekki þeirra krafta og hugmyndaauðgi sem einkennir frumkvöðla. Össur Kristinsson, stofnandi Össurar, er slíkur maður sem af hófsemi og hógværð hefur byggt upp glæsilegt hátæknifyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur íhluti í stoðtæki og stundar umfangsmikið þró- unar- og markaðsstarf. Árangur Össurar hefur vakið verðskuldaða athygli en árið sem nú er senn á enda markar ákveðin tímamót í sögu fyrirtækisins, en fyrir skömmu var fyrirtækið opnað fyrir almennum fjárfest- um og hlutabréf þess skráð á opinn hlutabréfamarkað. Össur hf. er dæmi um hvemig krafur og hugvit ein- staklings nær að skjóta styrkari stoðum undir atvinnu- líf fámennrar þjóðar og undirstrikar um leið mikilvægi þess að við íslendingar stundum umfangsmikla virkjun mannshugans. - . „... Oli Bjom Karason „Pað eru á bilinu 15-20 þúsund manns sem búa við fátækt á íslandi við aldamót. Er þetta viöunandi?" - Biðröö hjá Mæðrastyrksnefnd. Óstjórn - verð- bólgustjórar vorþingi benti ég á að það stefndi í óefni í heilbrigðisgeiranmn. Ráðherrann sté í pontu og viðurkenndi að svo væri en ekkert var gert þrátt fyrir það. Það var ekki fyrr en í september í haust sem ríkisstjóm vaknar af Þymirósarsvefni. Þá var Ríkisendur- skoðun sett í að greina vandann. Vandinn var augljós! Hann stafaði af óstjóm, agaleysi og skorti á yfirsýn. Menn fóra að láta í það skína að einhverjir forstöðu- menn hefðu ekki farið að lögum en þegar dæmið var skoðað þá „Það sem ég hef hér skrífað um eyðslu fjármuna er skelfílegt í Ijósi þess að nýlega vargefin út bók sem staðfestir að „íslenska !eiðinu sýnir fram á að íslenska velferðarkerfið er lakast á Norð• uríöndum.u Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar Nú er að draga að lokum fjárlagaársins 1999. Ljósin í bæn- um blika sem aldrei fyrr en þó er drangi í lofti. Hættumerki og viðvaranir birtast daglega frá ýmsum þeim sem ber að gefa út slíkar viðvar- anir. Seðlabankinn hefur verið í hlut- verki eins konar veðurstofu og byrj- aði að segja fyrir um þenslu og óvarkámi í meðferð fjármuna strax um mánaða- mótin nóv.-des. á sl. ári. Hverjum var ætluð sú viðvörun? Það voru ríkisstjóm og Alþingi og sér- staklega fjárlaga- neftid. Hver voru viðbrögðin? Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar lét sann- anlega reka á reiðan- um í skjóli þess að kosningavor var fram undan. Nú, meirihluti fjárlaga- nefndar, nefnilega stjómarsinnar, skelltu sér í jólasveinabúninginn og veittu á báðar hendur, svo sem sjá má ef grannt er skoðað. Viðvörunarljós Rikisstjómin skellti skollaeyr- um við öllum viðvörunum. Undir- ritaður benti á við afgreiðslu fjár- laga að ranglega væri áætlað. Á kom í ljós að sökudólgamir era heilbrigðis- og fjármálaráðherra, þeir áttu málin, þeir gáfu út fyrir- mælin og bar að fara að lögum, fjárlögum. Þenslan „Hvað höfðingjamir hafast að hinir ætla sér leyfist það“. Við nánari skoðun kemur í ljós að reynt hefur verið að blekkja fólk. Davíð Oddsson hefur sakað sveit- arfélög landsins um óaðgæslu í meðferð fjármuna. Hvað má þá segja um ríkisstjómina? Hún hef- ur eytt á bilinu 10-12 milijörðum meira en fjárlög 1999 heimila. Hver skyldi nú bera ábyrgð á þenslunni? Núna ári eftir að varað var við afleiðingum óstjómar á að gripa í taumana. Það á að fresta mismunandi aðgerðum um ein- hvem tíma til að slá á þenslu en verklokatími á að vera sá sami. Frestun framkvæmda fyrir kr. 2.0 milljarða. Sumt af því sem ríkis- stjómin ætlar að fresta kostar meira þegar upp verður staðið og mun ég leggja fram sannanir um það í fyllingu tímans. Vegna trúnaðar er mér óheimilt að upplýsa um einstök mál meðan fjárlög eru á vinnslustigi. Það sem ég hef hér skrifað um eyðslu ijár- muna er skelfílegt í ljósi þess að nýlega var gefin út bók sem stað- festir að „Islenska leiðin" sýnir fram á að íslenska velferðarkerfið er lakast á Norðurlöndum. Það má spyrja: Er það ekki til skammar á þeim tíma sem mesta góðæri ríkir í sögu þjóðarinnar? Það era á bilinu 15-20 þúsund manns sem búa við fátækt á ís- landi við aldamót. Er þetta viðun- andi? Er það viðunEmdi að þeir sem minnst mega sin af ýmsum ástæðum þurfi að búa við ömur- leika fátæktarinnar í greipum allsnægtavaldsins sem ríkir á ís- landi í dag? Verðbólgustjóramir er ríkisstjómin! Gísli S. Einarsson Skoðanir annarra Vinnustaðasamningar „í síðustu kjarasamningum lagði Vinnuveitenda- samband íslands mikla áherzlu á vinnustaðasamn- inga. Þeir hafa ekki náð þeirri fótfestu sem vænta mátti ... Þrátt fyrir þetta má telja líklegt, að fyrir- tækjasamningar ryðji sér til rúms á næstu árum og að tími hinna umfangsmiklu miðstýrðu kjarasamn- inga fari að líða undir lok. Enda er eðlilegast, að kjarasamningar fari fram á hverjum vinnustað á milli forsvarsmanná fyrirtækja og starfsmanna þeirra.“ Úr forystugreinum Mbl. 21. des. Kem alltaf fram sem íslendingur „Ég er afskaplega fegin að ég er beðin að gera gagn. Það er mitt lífstakmark, og hefur lengi verið, að gera gagn. Ef að ég get haldiö því áfram þá er ég ætíð þakklát... Ég er í rauninni í fullu starfi og hef bara flutt starfsvettvanginn til útlanda á alþjóðavett- vang. Ég er mjög ánægð yflr því ef ég get orðið að liði. Ég vil taka það einatt fram að alltaf kem ég fram sem íslendingur og alltaf er ég að vinna fyrir Island um leið, og talsvert mikið.“ Vigdís Finnbogadóttir í viðtali við Dag 21. des. Frumvarp um hnefaleika „Þótt ákveðin hegðun kunni að skaða ákveðinn einstakling er ekki þar með sagt að hana eigi að banna. Einstaklingamir verða sjálflr að hafa svig- rúm til að gera upp hug sinn um það hvemig þeir vilja lifa sínu lífi. Það er jú það sem þetta er - þeirra líf. Þess vegna hefði verið æskilegra að frumvarpið hefði faliö í sér að heimila allar gerðir hnefaleika í stað þess að heimila aðeins eina ákveðna gerð. Þrátt fýrir að þannig megi finna að frumvarpinu er ekki vafi á aö áhugamenn um hnefaleika kætast ef og þeg- ar það verður að lögum og áhugamenn um frelsi ein- staklingsins hljóta einnig að líta á það sem skref í rétta átt.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 20. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.