Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 18
18 tennmg MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Jólasveinar frá útlöndum Þaö er orðinn ómissandi hluti af jólastemningu djassgeggjarans aö fá heim í jólafrí þá djassspilara sem eru búsettir erlendis. í salnum í Kópavogi voru haldnir tónleikar á sunnudagskvöldið þar sem þrír „erlendir jólasveinar" léku með Þóri Baldurssyni píanista en hann endurheimtum viö fyrir rúmum áratug, að mig minnir. Til byggða voru nú komnir Einar Valur Scheving trommuleikari, sem held- ur sig í Miami við leik og nám, Ró- bert Þórhallsson bassaleikari, sem nemur í Amsterdam um þessar mundir, og síðastan tel ég hljóm- sveitarstjóra og útsetjara kvölds- ins, trompet- og flygilhornleikar- ann Veigar Margeirsson. Veigar hefur að loknu námi i útsetningum og tónsmíðum starfaö i Los Angel- es en er nú kominn heim í frí með útsetningar á nokkrum jólalögum í farteskinu. Djass Ársæll Másson Lagavalið var mjög í anda gömlu sveiflumeistaranna. „Jingle Bells“, „Santa Claus Is Coming To Town“, „Christmas Song“, „Let It Snow“, „Little Drummer Boy“ og „Winter Wonderland" eru allt lög sem Nat Colc og/cða Frank Sinatra sungu Jóladjassleikarar í Salnum: Veigar Margeirsson, Þórir Baldursson og Róbert Þórhallsson. Á myndina vantar Einar Val Scheving sem var ekki kominn heim á æfingunni þegar myndin var tekin. inn á plötur. Þetta eru líka lög sem eiga uppruna sinn í sveiflu- hefðinni, og falla betur að hugs- un djassleikarans en gömul evr- ópsk stef. „God Rest You Merry Gentlemen" var þó á efnisskránni en það er enskt þjóðlag sem þeir fluttu hratt og hressilega á kostnað hátíð- leikans sem venjulega ber það uppi. Útsetningar Veigars voru hefð- bundnar nútíma bíboppútsetningar og engin drastísk uppbrot gerð. Samt brá fyrir hlutum ólíkum því sem maður á að venjast, t. d. hljómsetn- ingin í „Little Drummer Boy“. Flutn- ingur laganna var hnökralítill, eins og búast mátti við af þessum snilling- um, þótt aldrei kæmist veruleg hreyf- ing á hlutina. Yfir þessu ríkti létt jólastemning. Þótt ýmsir efnilegir trompetistar séu í farvatninu um þessar mundir þá á djassgeirinn eng- an sem jafnast á við Veigar í spila- mennsku. Einar Valur er einnig framúrskarandi spilarari sem hefur fyrir löngu sett sín spor í íslenskt djasslíf og trommuleikur hans hefur bjargað mörgu laginu í gegnum tíð- ina. Róbert, sem hefur leikið mikið á rafbassa, hafði sterkan, litið timbrað- an tón á kontrabassann sem minnti einna helst á Ray Brown og átti einnig mjög góðan leik. Þóri hef ég heyrt betri en hinn blússkotni stíll hans hæfði jólaprógramminu ágæt- lega. Sonur blánæturinnar Guðjón Sveinsson hefur lok- ið sínum mikla bálki um Dan- iel og ber fjórða bindið titilinn Út úr blánóttinni. Eins og fram hefur komið í viðtölum við Guðjón fór hann út í að gefa þessar bækur út sjálfur vegna áhugaleysis forlaga og er það miður. Bæði er að sögu- efnið er gilt og Guðjón góður höfundur og svo er vísast að undir ritstjóm hefði verkið orðið styttra, þéttara og áhrifaríkara. Þegar huga er rennt yfir verkið í heild eftir lestur fjórða bindis standa tvö upp úr, hið fyrsta og síðasta. Hið fyrsta geymdi djúpar tilfinningar bamsins sem svipt er foreldri sínu og sent óvarið út í veröld- ina. í hinu síðasta sjáum við átakanlegar afleið- ingar ógæfusams lífs, hugaróra sem jaðra við geðsýki og leiða söguhetju að lokum út í bláa ei- lifðina sem faðirinn hvarf út í i upphafl sögu. Bindin tvö á milli eru ekki óþörf en þau eru of teygð og verða ekki eftirminnileg. Verkefnið sem Guðjón tekst á hendur er ekki síst að kortleggja það samfélag sem Daníel lifir í á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Þetta lokabindi hefst á spítala þar sem Daníel vaknar til meðvitundar eftir vinnuslys, höfuðhögg sem hann nær sér aldrei af og sem bætir ekki hvarflandi persónuleika hans. Daníel er minni máttar og þar að auki skrítinn eins og ítrekað er (óþarflega) oft með því að klifa á kæk hans að stinga tungunni ýmist upp í miðsnesið eða út í kinnina. Meðan á sjúkra- húsdvölinni stendur verður Daníel æ Ijósara hvað hann á að gera við líf sitt og þegar hann er tilbúinn heldur hann aftur austur til sinna heimahaga. Þar hittir hann sitt fólk og við rifjum upp kynni hans af þvi á bemsku- og æskuárum. Hápunktur sögu er ferð hans með vini sínum Jóni Gunnari upp á fjall þar sem hann segir honum frá yfirnátt- úrulegu atviki sem mótaði líf hans allt frá bernsku. Þá komumst við að því - með vininum Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir sem greinilega er höfundur sjálfur - að Daníel hefur alltaf verið annars heims að hluta. Hann Endurtekið efni Á síðasta ári sendi Bjarni Bjarna- son frá sér skáldsöguna Borgin bak við orðin, fantasíu sem fjallar um konungssoninn Immanúel í ríki handan þessa heims. Hann brýtur lög ríkisins, er gerður brottrækur þaðan og lendir í ónafngreindri borg þar sem hann vinnur fyrir sér með því að segja borgarbúum sögu sína á sunnudögum. Borgin bak við orðin vakti mikla athygli fyrir frumleika, sterkt ímyndunarafl og stilsnilld. En í lok bókar var lesandi skilinn eftir í því- líku tómarúmi að hann grunaði að Bjarni ætti fleiri sögur af Immanúel í pokahominu. Sem reyndist rétt því nú er komið framhald af sögu Immanúels. Næturvörður kyrrðar- innar er byggður upp á svipaðan hátt og Borg- in bak viö orðin, þ.e. lesandi er leiddur til skipt- is frá fortíð til nútíðar og frá fantasíu til raun- veruleika. í fyrri bókinni skildi Bjami við Immanúel fastan í nútíðinni, í heimi gervimennsku, tækni, óheilinda og fals. í Næturverðinum hef- ur Immanúel uppgötvað að hann „yfirgaf veg- f> ) A R N 1 8JARNASON inn“ (6) og leitast við að ná tengslum við sjálfan sig og fortíðina á nýjan leik. En það gengur ekki vel því hann hefur kynnst öðru lífi, ástleitnum konum og ólifn- aði sem trufla hann við að ná takmarki sínu: að bjarga systurinni sem lokuð er inni í helli og ná með því teng- ingu við upphaf lífsins og sameina öll tungumál heimsins á nýjan leik. Borgin bak við orðin er flókin bók, uppfull af táknum sem ekki er auðvelt að henda reiður á en í henni er samt að finna ákveðinn boðskap sem lesandi meðtekur auðveld- lega, boðskapinn um að fortíðin sé tengd framtíð- inni og að maðurinn sé ekki heill á meðan hann tekst ekki á við fortíð sína og tekur hana með sér inn í nútíðina. í Næturverðinum er eins og höf- undur hafi misst tengsl við fyrri sögu sína. Per- sónur eru að vísu þær sömu en krafturinn og gald- urinn sem bjó í fyrri bók hans er svo til horfinn. Næturvörðurinn er endurtekið efni og ekki é NÆTUR VÖRÐUR KYRRDARiNNAR bara það heldur uppskrúfaður orðaflaumur sem kemur ekki heim og saman. Góðar fantasíur hafa lykla sem glöggur lesandi getm- notað til að opna dyr að einhverjum sannindum en hér týnir höfundur sér gjörsamlega í orðskrúði og dularfull- um táknum uns hann endar á útjaskaðri klisju sem býður lesanda ekki upp á neitt nýtt. Skilur hann einungis eftir í sama tómarúmi og í fyrri bókinni. Það er synd því Borgin bak við orðin vakti eftirvæntingu sem höfundi hefur því miður ekki tekist að uppfylla. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Ekki verður þó frá höfundi tekið að hann skrif- ar fallegan og ljóðrænan texta sem grípur lesanda heljartökum á köflum. Hann hefur alla burði til að skipa sér í flokk okkar bestu rithöfunda þótt Næt- urvörðurinn hafi klikkað. Bjarni Bjarnason Næturvörður kyrrðarinnar Vaka-Helgafell 1999 Krossgátubókin komin Krossgátubók ársins 2000 er komin út svo nú þarf engum að leiðast yfir hátíðamar. í þessu nýja hefti (sautjánda ár- gangs) eru vandaðar krossgát- ur fyrir unga sem aldna og ráðningar síðar í bókinni. Út- gefandi er Ó.P.-útgáfa og for- síðumyndina af Matthíasi Jochumssyni teiknaði Brian Pilk- er því virkilega að fara „heim“ þegar hann sigl- ir út á bárunnar bláu slóð í lokin. Framvinda sögunnar er afar hæg, enda lifir Daníel hálfu lífi sínu í fortíðinni. En lýsingar á hugaróram Daníels eru fimavel skrifaðar, eink- um þar sem veruleika og órum lýstur saman, þegar hinir dauðu blandast í hóp hinna lifandi. Minnisstætt er til dæmis atvikið um borð í strandferðaskipinu á austurleið þegar konan úr draumum hans, tónsnillingurinn Ingibjörg Erla, leikur fyrir hann í reyksal skipsins. Eftir leikinn snýr hann sér að viðstöddum og spyr: - Finnst ykkur hún ekki leika vel? Rödd hans skalf af mikilli hrifningu, gleöi - en þögn salarins var alger. Menn drúptu höföi. Drápu í vindlingum sínum. Horföust í augu. Rœkstu sig eóa ráku upp hóstakjöltur. Aörir sendu augnagotur fram og til baka, nokkrir snéru til dyra. - Ég ... hún ... Hann snéri sér aö píanóinu en Ingibjörg Erla sat ekki lengur á stólnum. Pianóiö var lokaö. Hún hafði leikið fyrir hann einan en hann vissi það ekki. Guðjón Sveinsson Sagan af Daníel IV: Út úr blánóttinni Mánabergsútgáfan 1999 Fremsta víglína Friðþór Eydal hefur sent frá sér bókina Fremsta víglína. Átök og hern- aðarumsvif á Austurlandi í heims- styrjöldinni síðari. Þar sýnir hann fram á að Austurland hafi verið vettvangur helstu stríðsá- taka síðari heimsstyrjald- arinnar á íslandi. Þar var dregin fremsta víglína hernámsliðsins og kom alloft til átaka. Seyðis- flörður var mikilvægt herskipalægi fyrir flotadeildir og skipalestir banda- manna á leið til og frá höfnum í Norð- ur-Rússlandi. Aðalstöðvar vamarsveita banda- manna á Austurlandi voru á Reyöar- firði og þar var viöbúnaður til að hefta for innrásarhers upp á Hérað og til Seyðisfjarðar. Bretar útbjuggu flugvöll á Höfn í Hornafirði og Bandaríkja- menn reistu ratsjárstöðvar á Skálum á Langanesi, Vattarnesi og Hafnamesi. Bretar og Þjóðverjar lögðu hættuleg tundurduflabelti á Austfjarðamiðum. Þýskir kafbátar lágu út af Austfjörð- um, leituðu skotmarka inni á fjörðum, sökktu skipum og settu njósnara á land. Þýskar könnunar- og sprengju- flugvélar voru nánast daglegir gestir, gerðu sprengju- og skotárásir, sökktu skipum og tókust á við orrustuflugvél- ar Norðmanna á Reyðarfirði. í bókinni birtast i fyrsta sinn frá- sagnir þýskra kafbátaforingja sem lágu fyrir skipum undan Austfjörðum af fifldjörfum heimsóknum þeirra í Seyðisfjörð og árásum á skip sem hurfu sporlaust. Einnig er í fyrsta sinn greint frá áformum um lagningu flugvalla á stærð við Keflavíkurflug- völl í Aðaldal og á Egilsstöðum, her- stöðvar við þá og hafnarmannvirki. Þá er fjaliað um starfsemi öryggisþjón- ustu hersins og Vestur-Islendinga sem störfuðu við að uppræta undirróðurs- starfsemi og njósnir Þjóðverja, kaf- bátaferðir með þýska njósnara til landsins og þátt gagnnjósnara banda- manna á íslandi í innrásinni í Norm- andí. Bókin er byggð á heimildum hern- aðaryfirvalda og lýsingum hermanna og sjónarvotta sem settar eru fram með fjölda áður óbirtra ljósmynda, teikninga og ítarlegum skýringmn. Út- gefandi er Bláskeggur. Markús og Díana Mál og menning hefur gefið út ung- lingabókina Markús og Díana - ljósiö frá Síríus, eftir norska höfundinn Klaus Hagerup. Þar segir frá Markúsi sem er 13 ára með þykk gler- augu og þjáist af ótta við ólíklegustu hluti, meðal annars sýkla, myrkrið og stelpur. Hræddastur er hann þó við sjálfan sig og þegar hann skrifar aðdá- endabréf tO frægs fólks til að biðja um eiginhandaráritun bregður hann sér í ólíklegustu gerfi undir folsku nafni. En daginn sem Hollývúddstjaman Díana fær bréf frá Markúsi Simonsen milljónera snúast vopnin í höndum hins raunverulega Markúsar og málin taka óvænta stefnu. Þetta er fyrsta sagan um Markús og hún var valin fyndnasta bók ársins þegar hún kom út í heimalandi höf- undar. Anna Sæmundsdóttir þýddi. Bubbi á Klaustrinu Þeim sem hefur fundist nauðsynleg- ur hluti af jólastemningunni að hlusta á Bubba Morthens syngja á Þorláks- messu undir miönættið er bent á að hann verður ekki á Hótel Borg í ár heldur á Klaustrinu á homi Klappar- stígs og Hverfisgötu (þar sem Bíóbar- inn var). Stál og hnífur er merki mitt... liÁsimM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.