Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 jólaundirbúningurinn í desember. Sjöundi dagurinn Meistaraverk franska tónskáldsins Olivier Messiaen, Kvartett um enda- lok tímans, var frumflutt á íslandi árið 1977 af Kammersveit Reykjavik- ur. Tónleikamir voru teknir upp og i tilefni af því að Kammersveitin á 25 ára afmæli um þess- ar mundir hefur ARSIS-útgáfan geflð þennan flutning út á geisladiski. Er hann sá fyrsti í röð vænt- anlegra diska með leik sveitarinnar. Olivier Messiaen, sem lést fyrir nokkrum ánun, skapaði sérstætt tón- mál þar sem seiðandi hljómar eru áberandi, hann myndaði þá gjaman með því að raða saman hefðbundn- um en „óskyldum" hljómum, svo úr varð nokkurs konar regnbogi ólíkra tóna og litbrigða. Einnig hafði hann mikinn áhuga á fúglasöng og hermdi eftir honum i verkum sínum, fugl- amir vom fyrir honum heilagir og tákn fyrir „þrá okkar eftir ljósi, stjömum, regnbogum og gleðisöngv- um“, svo vitnað sé i bæklinginn sem fylg- ir geisladiskinum. Segja má að kvartett- inn sé eins konar trú- arjátning í tónum, þar sem tónskáldið reynir að gefa hlustandanum innsýn í eilifðina, þ.e. endalok tímans. Kafl- ar verksins em átta og skýrir Messi- aen það í formálanum sem hann skrifaði að kvartettinum á þennan veg: „Sjö er heilög tala, sköpunin tók sex daga og sá sjöundi var heilagur hvíldardagur; þessi sjöundi dagur Hljómplötur Jónas Sen heldur áfram ixm í eilífð- ina og verður að átta, tákni óbrigðuls ljóss og óumbreytanlegs friðar." Eins og þessi tilvitnun gefur til kynna var Messi- aen gefinn fyrir guðfræði- legar vangaveltur, enda fylgir hverjum þætti kvar- tettsins formáli sem innblásinn er úr Opinberunarbók Biblíunnar. Yrkisefn- ið er heimur mannsins / timans og til- vist Krists / eilífðarinnar, og samband- ið þar á milli, og er tónlistin eftir því mögnuð. Flutningurinn á geisladiskin- um er líka áhrifaríkur og er hann í höndum þeirra Rutar Ingólfsdóttur fiðluleikara, Gunnars Egilssonar klar- ínettuleikara, Ninu Flyer sellóleikara og Þorkels Sigurbjömssonar tónskálds og stórpíanista. Hljóðfærm em í góðu 2ðli!i|fjpy«iq)! Oliyier Messinert The Re'jkjavik Ctiamter Orcptra jafiivægi, samspilið ágætt og leikurinn kraftmikiil og þrunginn meiningu. Túlkunin er sannfærandi og margt er hrífandi fag- urt í leik íjórmenning- anna. Þar má nefha þriðja þáttinn, Hyldýpi fúglanna, sem er fyrir einleiksklar- ínettu, og einnig þann síðasta, sem er eins konar hugleiðing um ódauðleika Krists. Svona tónlist hæflr jólunum al- deilis vel, enda er það persónuleg skoð- un undirritaðs að engu tónskáldi hafi tekist að birta manni mystiskar hliðar kristninnar á eins áhrifaríkan hátt og Messiaen gerði. Kammersveit Reykjavikur Quatuor pour la fin du temps eftir Olivier Messiaen ARSIS Classics 1999 íslensk sönglög fyrr og nú íslenskir söngvar er heiti nýút- komins geisladisks frá Japis. Þar syngur Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona alls 38 lög sem gefa ágætis þverskurð af íslenskum sönglögum, allt frá þjóðlögum til nýrri verka. Henni til halds og trausts á píanóið er Jónas Ingimundarsson og fóru hljóðritanimar fram í Gerðarsafni á síðasta ári. í vegleg- um bæklingi em svo allir textar með fallegum þýðingum Rutar Magnússon á ensku og Barböru Stanzeit á þýsku. Er mikill fengur að þeim þó ekki þurfl þeirra við meðan hlýtt er á því textaframburð- ur Auðar er afbragð og kemst hvert orð vel til skila. Rödd Auðar er lýrísk og falleg, með hlýjum dökkum blæ á tíðum og yfir henni hefur hún gott vald. Leik- ur Jónasar er fágaður og gott jafn- vægi þeirra á milli. Öll lögin 38 fá vandaða og músíkalska með- ferð en það sem vantar er heildar- svipur á diskinn, lögin em mörg hver stutt og fengin hvert úr sinni áttinni - einhvers konar bland í poka sem mundi passa betur sem tónleikaprógram. Þó er þar að flnna nokkra heild- stæða flokka sem virka sem fastir punktar, til dæmis Fimm íslensk þjóðlög í útsetningu Þorkels Sigur- bjömssonar, Ljóð fyrir böm eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Matthías- ar Johannessen, Þrjá Söngva Sól- veigar úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Þrjú kirkjulög eft- ir Jón Leifs. Ýmislegt stendur upp úr, þ. á m. flutningur þeirra á Nátttröflinu þar sem Auður sýnir á sér flotta dramatíska hlið svo og túlkun þeirra á einkar vel heppnuðum lög- um Tryggva M. Baldvinssonar, Krummi við ljóð Davíðs Stefánsson- ar og Gömul ljósmynd við ljóð Sveinbjöms I. Baldvinssonar, Ung- lingurinn í skóginum eftir Jórunni Viðar við ljóð Halldórs Laxness, svo ekki sé talað mn lag Jóns Ásgeirs- sonar við ljóð eftir sama höfund, Vor hinsti dagur er hniginn, sem ég fæ bókstaflega aldrei nóg af. í heild er þetta vandaður og eigu- legur diskur sem hægt er að koma aftur og aftur að og hlusta á sfnar uppáhaldsperlur sem hver og einn ætti að geta fundið og notið í góðum flutningi. Auður Gunnarsdóttir sópran og Jónas Ingimundarsson píanó Islenskir söngvar Japis 1999 Hljómplölur Amdís Björk Ásgeirsdóttir För Leifs Þórarinssonar Út er kominn hjá Islenskri tónverka- miðstöð geisladiskurinn För með tveim- ur hljómsveitarverkum eftir Leif Þórar- insson: Fiðlukonsert (1969-1970) sem Sigrún Eðvaldsdóttir leikur ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands og Sinfóníu nr. 2 (1997) sem flutt er af Sinfóniuhljóm- sveit íslands. Hljómsveitarstjóri í flðlu- konsertinum er Paul Schuyler Phiflips en Petri Sakari stjóm- ar flutningi sinfóni- unnar. Auk þess er á diskinum útvarps- viðtal sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók fyrir tónlistar- deild Ríkisútvarpsins við Leif þegar Sinfónía nr. 2 var frum- flutt í nóvember 1997. Þar ræðir Leifúr um tónsköpun sína á lifandi og skemmtilegan hátt. Leifur Þórarinsson (1934-1998) nam tónsmíðar og fiðluleik í Tónlistarskólan- um í Reykjavík hjá Jóni Þórarinssyni og Bimi Ólafssyni og stundaði fram- haldsnám í Vínarborg, Múnchen og idaríkjunum. Höfundarverk hans er viðamikið og fjölbreytt, eftir hann liggja mikilfengleg hljómsveitarverk, hljóðlát og íhugul ein- leiksverk, kraftmikil leikhústónlist, dægursmellir, trúartónlist, kamm- ermúsík. Hann var framsækið tónskáld og einn af frumlegustu og merkustu tónlistar- mönnum íslenskum á síðari hluta þess- arar aldar. Verkin teljast bæði til stór- brotnustu verka hans. Kviður Jóns Leifs íslensk tónverka- miðstöð hefur líka geflð út geisladisk Þar sem Kammer- sveit Reykjavikur flytur fjögur verk fyrir einsöngvara og hljómsveit eftir Jón Leifs: Guðrúnar- kviðu, Helga kviðu Hundingsbana, Nótt og Grógaldr. Kammersveitin flutti verk- in á hátíðartónleikum i Þjóðleikhúsinu 1. mai síðastliðinn þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Jóns. Ekkert verkanna hefur áður verið gefið út á hljómdiski. Tónsmíðamar fjórar spanna aldar- íjórðung á starfsævi Jóns Leifs. Elst er Guðrúnarkviða sem Jón hófst handa við daginn sem Þjóðverjar réðust inn í Nor- eg og Danmörku i apríl 1940. Jón sagði sjálfúr innrás Þjóðverja hafa verið hvatann að samningu verksins og að jafnvel mætti lita svo á að tónsmíðin hefði verið rituð til að „hyfla hinn fallna ókunna norska hermann." Hin verkin þijú eru samin 1964 og 1965. Kammersveit Reykjavíkur var stofn- uð 1974 og fagnaði því aldarfjórðungsaf- mæli sinu á þessu ári. Einsöngvarar á diskinum eru Berg- þór Pálsson, Einar Clausen, Finnur Bjamason, Guðbjöm Guðbjömsson, Guðjón G. Óskarsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Jóhann Smári Sævars- son og Þórunn Guðmundsdóttir en Jo- han Amell stjómaði flutningi. Flugmaður Anara Andri Snær Magnason lætur sér ekki nægja að skrifa um fljúgandi böm í Sögunni af bláa hnett- inum heldur gefúr hann einnig út geisladiskinn Flugmaður þar sem hann les ljóðin sín fínu við undirleik hljóm- sveitarinnar MÚM. Leiknótan gefúr út en Skífan dreiflr. Spil Karólínu Smekkleysa gef-, ur út diskinn Spil með fimm verkum eftir Karólínu Ei- ríksdóttur leikin af Gunnari Kvar- an, Martial Nardeau, Guð- rúnu S. Birgisdóttur, Einari Kristjáni Einarssyni, Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur. From the Rain- bow Nýr geisladiskur með tónlist eftir Áma Egilsson, einn okkar fremsta bassaleikara, heitir From the Rainbow. Á diskin- um em fjögur verk, leikin af The Ama- eus Ensemble. Cambria í Bandaríkjun- um gefúr út en Japis dreifir hér heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.