Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 27
u"\^ MIÐVTKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 ómplötur Kristinn Svavarsson - Romantic Sax: Svakalega rómó ★★ Þaö viröist ekki meiningm að höfða mikið til íslendinga með útgáfu geisladisksins Romantic Sax. Á framhlið hans er allt á ensku og einnig upplýsingar í diskblöðungi um einleikararann, Kristin Svavarsson. Það hefði mátt hafa þær á íslensku líka. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að landar vorir allir viti deili á hon- um, því miður. Er kannski ein- göngu verið að höfða til erlendra ferðamanna? Verður þessi diskur kannski bara til sölu i minjagripa- verslunum og hótellobbýum? - Nóg um það. Eins og nafii disksins ber með sér inniheldur hann hin ljúfustu lög; Ó þú, Capri Katarina, Ég veit þú kemur, Vetrarsól og fleiri slík. Hið ágæta lag Kristins, Síðasti dansinn, er hér. Enn frem- ur lög eftir útgefenduma Torfa Ólafsson og Þóri Úlfarsson. Svaka- lega rómó allt saman en lag Torfa í hálfgerðri nýaldarútsetningu sem passar ekki alveg við meðferð- ina sem hin lögin fá. Sum þessara laga hafa margsinnis verið spiluð sér til húðar en hér er auðvitað um nýjar útsetningar að ræða. Á Romantic Sax hefur rómantik sömu merkingu og . . . afar hægt. Það gleymist kannski að það sem er rómantískt getur lika verið upplífgandi. Þór- bergur Þórðarson skrifaði til að mynda um sitt róm- antíska æði. Burtséð frá því þá eru útsetningamar vandaðar en jaðra af og til heldur mikið við að vera væmnar. Kristinn spilar af tilfinningu. Hann er góður saxófónleikari og kannski höfum við hér með eignast okkar ís- lenska Kenny G. (hélduð þið að þið mynduð sleppa við samanburðinn). AUa vega er lofað framhaldi. Þetta er bara fyrsta bindi í framhaldssögu sem ef til vill er bara rétt að hefjast. Með Kristni spila Þórir Úlfarsson á hljómborð, Tryggvi Húbner á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigfús Ótt- arsson á trommur og Úlfar Sig- Ingvi Þór Kormáksson marsson á harmoniku. Allir fyrir- taks hijómlistarmenn. Diskurinn gæti átt eftir að hljóma úr símtólum fyrirtækja og í lyftum og undir lesnum auglýs- ingum. Ef til vill mun innihaldi hans líka verða úðað yfir gesti ís- lenskra veitingastaða næstu árin. Víst er að það gæti svæft margan manninn eftir þunga máltið. Veit- ingahúsagestir landsins rétt sloppnir við Claydermann, þann leiða þrjót, kemur þá ekki íslensk- ur Kenny G. með kertaljósamúsík. - Það er sko ekki verra, raunar miklu betra því að þetta er ís- lenskt efni með íslenskum flytj- endum. Meira af því meðan það stendur erlendu efni á sporði. Pálmi Gunnarsson - Séð og heyrt ★★★★ Það sætir undrum hversu lengi aðdá- endur Pálma Gunnarssonar söngvara hafa þurft að bíða eftir yfirliti bestu og þekkt- ustu laganna sem hann hef- ur sungið. Hann kom fram á sjónarsviðið um 1970 og hefur á undanfómum árum unnið að því hörðum hönd- um að láta sig gleymast! Eða þannig lítur brotthvarf Pálma úr sviðsljósunum alltént út í augum þess er þetta ritar. Þó veit ég ekki betur en hann sé ennþá að sem helmingur Mannakoms. Að minnsta kosti hefur enginn flautað þann eðaldúett af svo að vitað sé. Ásgeir Tómasson Ferill Pálma í fremstu víg- línu dægurtónlistarinnar spannar því hátt í aldarfjórð- ung. Mörg vinsælustu lögin sem hann söng komu út undir merkjum Mannakoms. En nokkur em skráð á Brunaliðið, svo sem smellurinn alræmdi Ég er á leiðinni sem ég hygg að sé lífseigasta lag Pálma. Tvær ein- herjaplötur sendi hann einnig frá sér í kringum 1980 og vann að auki heilmikið með Gunnari Þórðarsyni og fleirum. Frá þessum tíma er aragrúi athygl- isverðra laga. Þau sem oftast heyrðust em á plötunni Séð og heyrt. önnur koma kannski síðar út, kannski ekki. í öllu falli var orðið löngu tímabært að safna þekktustu lögum Pálma Gunnarssonar saman á einn stað. Þar af leið- andi er útgáfa plötunnar Séð og heyrt - bestu lög Pálma Gunn- arssonar, fagnaðarefni. iT r Olafur Þórarinsson - Leikur að vonum: Héraðshöfðingi kveður sér hljóðs ★★★ ólafur Þórarinsson er fyrrverandi einvaldur á dans- leikjamarkaði Suðurlandsundir- lendisins. Þegar hljómsveitin hans, Mánar, hélt dansleik á heimaslóðum gátu Hljómar, Roof Tops, Flowers, Trúbrot og Ævin- týri alveg eins setið heima og að heyja einvígi við stórveldið frá Selfossi. Mánar gerðu sig hins vegar aldrei almennilega á plötum með- an flestir hinna áttu greiða leið að almenningi á plötumarkaði og þar með i gegnum útvarpið. Nokkur lög bmtust þó í gegn, svo sem Leikur að vonum, Á kránni, Einn tveir þrír og nokkur fleiri. Tvö fyrstnefndu lögin em einmitt á plötunni Leikur að vonum sem hér er fjallað um. Þar er einnig heilmikið af nýrri lögum sem eru jafnvel áheyrilegri en gamla popp- ið þannig að maður sér ekki al- mennilega tilganginn með þvi að vekja upp gamla drauga! Og satt að segja hélt ég að ég ætti ekki eft- ir að heyra sungið aftur „Hann Villi litli er dáinn, já drottinn minn hann tók,“ svo að vitnað sé í eftirminnilegustu textalínuna í laginu Á kránni. ÁsgeirTómasson Leikur að vonum er enginn „bestseller" sem keppir við Selmu, Bubba eða Ensími. Á henni er þó margt áheyrilegt, svo sem reggaelagið Þú átt þér ósk sem Andrea Gylfadóttir syngur með ágætum. Stattu upp er sömu- leiðis ágætis lag og gott tóndæmi um að Óalfur Þórarinsson er áheyrilegur og fjölhæfur gítar- leikari. Með honum spilar á plöt- unni einvala lið þar sem fremstir fara Jóhann Ásmundsson, Gunn- laugur Briem og Eyþór Gunnars- son. Ekkert er upp á flutninginn að klaga og eftirvinnslan er öll til mikillar fyrirmyndar. Laugavegi 51 (2. hæð) Gengið inn hjá Versluninni Djásn Vörur frá adidas pumn^ RGGboK og fleirum ÍHrottagallar Úlpur Skór Töskur Flíspeysur Bolir Stakar buxur Fotbcltatreyjur Eróbikkfatnaður F k k a t I 9 u r Laugavegur Cosmo KJörgarður Opið í desember sam- kvæmt afgreiðslutíma verslana við Laugaveg. AEG Jólarlilboð Tilboðsverð Tilboðsverð istgr. ,. 59,.9-f star. Tilboðsverð I Lavamat W 80 | Lavamat W 1030| | Lavamat 62310 Tilboðsverð Xoja ** "ggla ** Taumagn: 5 kg Vindingartiraði: 1200/800/400 sn/mín Ryðfrir belgur og tromla • „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi Ullarkerfi • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu ir. stgrJ |JLavamat 74620 Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1400/1000/800 /600/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic" Sjálfvirkt magn- skynjunarkerfi Ullarkerfi • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Taui Vindiri 1000/800/600/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi Ullarkerfi • Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu Ð U R N I R Lágmú • Simi 530 2800 UMOOÐSMENN Vesturland: Hljórnsýn. Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbuðin. Pafreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, isafirði. Pokahornið, Télknafirði Norðurtand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrimsfjarðar Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetn'mga. Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðérkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnaíirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vlk. Neskaupstað. Kf. Féskrúðsfirðinga. Féskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn. Selfossi. Rés, Porlékshöfn. Brimnes. Vestmannæyjum. Klakkur, Vik. Reykjanes: Ljósbogln Keflavik. Rafborg. Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.