Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 Fólk í fréttum Eiríkur Hjálmarsson Eiríkur Hjálmarsson, dagskrár- stjóri Bylgjunnar hjá íslenska út- varpsfélaginu, hefur verið ráðinn ritstjóri Vísis.is en hann tekur við hinu nýja starfi um áramótin. Starfsferill Eiríkur fæddist í Reykjavík 9.11. 1964 en ólst upp í Kópavoginum. Hann var í Kársnesskóla og Þing- hólsskóla, lauk stúdentsprófi frá MH 1984, stundaði nám í sögu við HÍ í eitt ár, stundaði nám í fjölmiðl- un og sögu við Ohio University í Bandaríkjunum og lauk B.SJ-prófi í þeim greinum 1989. Eiríkur kenndi við Holtaskóla í Keflavík í tvo vetur, starfaði við dagskrárgerð á Byljunni með námi 1988-90, var við dagskrárgerð á Að- alstöðinni 1990 og við Rás tvö 1990-92. Hann hefur starfað við Bylgjuna frá 1992, fyrst við dag- skrárgerð, síðan fréttamaður frá 1994 en hefur verið dagskrárstjóri Bylgjunnar frá ársbyrjun 1999. Eiríkur sat í nemendaráði Þing- hólsskóla, i nemendaráði MH, í stúdentaráði HÍ og deildarráði heimspekideildar og í miðstjóm Al- þýðubandalagsins 1982-86. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 10.8. 1996 Krist- inu Valsdóttur, f. 26.6. 1961, tón- menntakennara við KHÍ og Leiklist- arskóla Islands. Hún er dóttir Vals Páls Þórðarsonar, skrifstofumanns í Reykjavík, og Erlu Þórðardóttur. S&imktofusctt, Stmutíc&l&iarsÆattÁoC 6uffets£ápar, s^ffíorá, sújar o<p sffa/>or<). ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600 Gefum okkur öllum betri framtíð ' w W ' & • f Ert þú aflögufær? wsmsmi mSkkar í kvöld kemur til byggða Ketkrókur Böm Eiríks frá þvi áð- ur eru Birna Kristín Ei- ríksdóttir, f. 11.8. 1984, nemi; Orri Eiríksson, f. 13.3. 1990, nemi. Börn Eiríks og Kristín- ar eru Valur Páll, f. 4.2. 1994; Þröstur, f. 4.2. 1994, d. 5.2. 1994; Hrafnhildur Erla, f. 22.2. 1996. Alsystkini Eiríks eru Bjöm, f. 16.2.1963, læknir í Hollandi; Ólafur, f. 16.2. 1963, verkfræðingur i Þýskalandi; Helgi, f. 17.8.1966, verk- fræðingur i Reykjavík. Hálfsystir Eiríks, sammæðra, er Vigdís Ezradóttir, f. 22.2. 1955, for- stöðumaður Tónlistarhúss Kópa- vogs. Hálfsystir Eiríks, samfeðra, er Dóra, f. 11.10. 1957, verkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Eiríks: Hjálmar Ólafs- son, f. 25.8. 1924, d. 27.6. 1984, bæjar- stjóri í Kópavogi og aðstoðarrektor, og k.h., Nanna Bjömsdóttir, f. 2.3. 1931, meinatæknir. Ætt Hjálmar var sonur Ólafs, bílstjóra í Reykjavik, bróður Guðjóns, í Breiðholti í Vestmannaeyjum, föður Árna hrl. og Karls, alþm. í Vest- mannaeyjum. Ólafur var sonur Ein- ars, b. í Hallgeirsey í Austur-Land- eyjum Sigurðssonar, b. í Hallgeirs- ey Einarssonar, í Hallgeirseyjarhjá- leigu Þorsteinssonar, b. í Þykkvabæ Eiríkur Hjálmarsson. i Landbroti, Ólafssonar. Móðir Ólafs bílstjóra var Þuríður Ólafsdóttir. Móðir Hjálmars var Dóróthea Árnadóttir, tré- smiðs í Reykjavik, Sæ- mundssonar, b. í Sól- heimahjáleigu í Mýrdal, bróður Högna, langafa Vals Júliussonar læknis. Sæmundar var sonur Árna, b. í Pétursey, bróð- ur Ólafs, langafa Sigur- jóns, fóður Þórarins, fyrrv. alþm. og bústjóra í Laugar- dælum. Árni var sonur Högna, b. í Svaðbæli, bróður Guðríðar, langömmu Friðriks, afa Högnu Sig- urðardóttur arkitekts. Högni var sonur Sigurðar, pr. i Ásum, bróður Böðvars, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur og langa- langömmu Matthiasar Johannes- sens, skálds og ritstjóra. Sigurður var sonur Presta-Högna á Breiða- bólstað Sigurðssonar. Móðir Dórótheu var Sigríður Ámadóttir. Nanna er dóttir Bjöms, bróður Sverris í Hvammi, formanns Stétt- arsambands bænda, föður Ólafs, stjómarformanns SÍS. Björn var sonur Gísla, prófasts i Stafholti, bróður Indriða rithöfundar, fóður leikkvennanna Guðrúnar og Emelíu og Eufemiu Waage, móður Indriða Waage leikara. Gísli var sonur Ein- ars, smiðs í Krossanesi í Skagafirði, Magnússonar. Móðir Einars var Sigríður, systir Benedikts, langafa Einars Benediktssonar skálds, Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra og Bjargar, móður Sigurðar Nordal. Móðir Gísla var Eufemía, systir Konráðs Fjölnismanns Gíslasonar. Móðir Björns var Vigdís Pálsdóttir, alþm. í Dæli í Víðidal, Pálssonar, alþm., Sigurðssonar, bróður Sigríð- ar, móður Stefáns Harðar Gríms- sonar skálds. Móðir Vigdísar var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í Gafli í Víði- dal, Guðmundssonar, og Þórunnar Friðriksdóttur, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þórarinssonar, ættföð- ur Thorarensenættar, Jónssonar. Móðir Þórunnar var Hólmfríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víði- dalstungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ættfóður Eyrarætt- arinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Nönnu var Andrína, dóttir Kristleifs, fræðimanns á Stóra- Kroppi, Þorsteinssonar, hreppstjóra á Húsafelli, Jakobssonar, smiðs á Húsafelli, Snorrasonar, ættföður Húsafellsættarinnar Björnssonar. Móðir Kristleifs var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. á Signýjarstöðum í Hálsa- sveit, Jónssonar, hreppstjóra og dbrm. í Deildartungu, Þorvaldsson- ar. Móðir Andrínu var Andrína Guðrún, hálfsystir, sammæðra, Magnúsar, prófasts og alþm. á Gils- bakka, foður Péturs ráðherra, fóður Ásgeirs, fyrrv. bæjarfógeta. Andrína Guðrún var dóttir Einars, hreppstjóra að Urriðafossi, Einars- sonar og Katrínar Eyjólfsdóttur, b. á Ketilvöllum, Þorleifssonar. Afmæli Páll Á. Hjálmarsson Páll Ágúst Hjálmarsson frá Kambi í Deildardal í Skagafirði, Viðigrund 2, Sauðárkróki, er sjötug- ur í dag. Staifsferill Páll fæddist á Kambi og ólst þar upp i foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann tók við búi á Kambi og var þar bóndi þar til hann flutti á Sauðárkrók 1976. Á Sauðár- króki starfaði Páll við Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga en lét þar af störfum 1997. Fjölskylda Eiginkona Páls var Erla Jónsdótt- ir, f. 19.6. 1931, d. 10.11. 1997, hús- freyja. Hún var dóttir Jóns Pálma- sonar, f. 7.10. 1900, d. 12.8. 1955, frá Svaðastöðum, og Amfríðar Jónas- dóttur, f. 12.11. 1905, frá Þverá í Blönduhlíð en hún er nú búsett á heimili aldraðra á Sauðárkróki. Börn Páls og Erlu eru Hjálmar Steinn, f. 9.11. 1952, vélaiðnfræðingur hjá Héðinn Schindler lyft- um hf., búsettur 1 Reykja- vík, kvæntur Kristjönu Sigmundsdóttur, f. 28.7. 1956 og era börn þeirra Páll, f. 16.11.1974 en hann á soninn Sindra Frans, f. 5.11. 1996 og er fyrrv. sambýliskona hans og barnsmóðir Júlía Erla, Bryndís Erla, f. 20.4. 1977 en sambýlismaður henn- ar er Ástþór Helgason, og Ármann Helgi, f. 23.1. 1990; Jón Öm, f. 6.1. 1954, vélstjóri hjá Fiskanesi hf., bú- settur i Grindavík, kvæntur Hug- rúnu Þóru Eðvarðsdóttur, f. 16.3. 1956, og eru synir þeirra Karl Hjálmar, f. 27.10. 1975 en sambýlis- kona hans er Margrét Huld Bjöms- dóttir og eiga þau dótturina Hug- Páll Águst Hjálmarsson Mikið úrval af vönduðum frönskum rugguhestum. Nr. 1610 fyrir 2-8 ára Verð kr. 30.638 Jólalilboð 22.979 J Ó H A N N Nr. 1228 fyrir 1-4 ára Verð kr. 7.449 Jólatilboð 5.586 H E L G I & Co Suðurhraun 2a 210Garðabæ S: 565-1048 Heimasíða.http://www.johannhelgi.is rúnu Eddu, f. 2.11. 1998, og Árni Páll, f. 4.8. 1987; Rúnar, f. 7.3. 1962, húsa- smíðameistari, búsettur á Sauðárkróki en sambýl- iskona hans er Sigurlaug Ólöf Guðmannsdóttir, f. 22.7. 1964, og eru synir þeirra Ágúst Natan, f. 18.8. 1996, og Þórsteinn Arnar, f. 1.6. 1997, auk þess sem Sigurlaug á son frá fyrri sambúð, Rúnar Björn Þorkelsson, f. 8.5. 1982. Systkini Páls: Guðrún, f. 23.12. 1928, gift Hjálmari Sigmarssyni, f. 24.4. 1919;Hjálmar Ragnar, f. 3.3. 1931, d. 10.1.1998, en fyrri kona hans var Bjarney Sigurðardóttir, f. 17.10. 1938, en síðari kona hans var Pranon, frá Thailandi, f. 17.8. 1953; Guðfinna Ásta, f. 9.8. 1932, gift Pétri Kúld Ingólfssyni, f. 2.10.1928; Hulda, f. 13.11. 1934, d. 8.7.1935; Höskuldur, f. 13.11. 1934, d. 11.7. 1935; Þóranna Kristín, f. 12.4. 1936, gift Lárusi Haf- stein Lárussyni, f. 15.12. 1940; Hulda, f. 28.9. 1938, var gift Þórami Guðmundi Andrews, f. 27.3. 1937, d. 15.4. 1990; Skarphéðinn, f. 30.9. 1940, kvæntur Lindu Steingrímsdóttur, f. 18.11.1946; óskírð systir, f. 10.7.1942, d. 10.7. 1942. Foreldrar Páls voru hjónin Hjálmar Pálsson, f. 3.3. 1904, d. 15.4. 1983, og Steinunn Hjálmarsdóttir, f. 11.6. 1905, d. 15.7. 1942, búandi á Kambi. Páll verður að heiman i dag. Til hamingju með afmælið 22. desember 85 ára Einar Líkafrónsson, Suðurvangi 6, Hafnarfirði. 80 ára Svanhildur Sæmundsdóttir, Brekkugötu 23, Akureyri. 75 ára Ásgeir Vilhjálmsson, Torfnesi, Hlíf 2, ísafirði. 70 ára Ásta Karlsdóttir, Víðihlíð 14, Sauðárkróki. Inga Ingólfsdóttir, Grænumýri, Varmahlíð. Ingibjörg Friðriksdóttir, Ljósheimum 20, Reykjavík. 60 ára Eva Magnúsdóttir, Unufelli 48, Reykjavík. 50 ára Anna Kristmundsdóttir, Hæðargarði 40, Reykjavik. Barði Ágústsson, Silungakvísl 27, Reykjavík. Ester Antonsdóttir, Laufengi 1, Reykjavík. Eyjólfur Torfi Geirsson, Austurholti 8, Borgamesi. Gísli Pálsson, Granaskjóli 19, Reykjavik. Jóna Gunnarsdóttir, Borgarstíg 1, Fáskrúðsfirði. Kara Jóhannesdóttir, Blikahólum 12, Reykjavik. Margrét Jónsdóttir, Hólmgarði 20, Reykjavík. 40 ára Andrés Ó. Bogason, Skólabraut 6, Seltjarnarnesi. Anna Dagný Halldórsdóttir, Neðstaleiti 4, Reykjavík. Guömundur Jón Matthíasson, Stararima 4, Reykjavík. Guðrún Jónsdóttir, Leiðhömrum 13, Reykjavík. Guðrún Kristófersdóttir, Kambahrauni 27, Hveragerði. Hrönn Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 1, Seyðisfirði. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Furugrand 42, Kópavogi. Jesus Martinez Barja, Tjamarbraut 15, Hafharfirði. Jóna Valdís Sveinsdóttir, Árbæ 1, Selfossi. Óskar Lúðvik Högnason, Birkivöllum 20, Selfossi. Selma Ágústsdóttir, Suðurgötu 37, Hafnarfirði. Stefán Björgvin Sigurvaldason, Vogatungu 27, Kópavogi. Steiney Kristín Ólafsdóttir, Sandholti 30, Ólafsvík. Súsanna H. Friðriksdóttir, Hringbraut 8, Reykjavík. Vigdís Wangchao Bóasson, Háaleitisbraut 47, Reykjavik. Askrifendur fá aW rnil/i /w aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.