Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVTKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 nn Ummæli iarklaus l/ stjornvold „Það kostar mun meiri kjark og styrk að fylgja þeirri skynsem- isstefnu sem verka- i lýðshreyfmgin hefur , mótað imdanfarin , ár en kollsteypu- stefiiunni sem áður i var fylgt. Þennan i kjark hafa stjóm- völd ekki, þau vinna enn eftir kollsteypuaðferðinni og yfir- bjóða.“ Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðarsambands íslands, í Morgunblaðinu. Vinir og synir „Hryllingurinn og depurðin sem karlmenn bera stundum á borð fyrir konur er vissulega svo- lítið þrúgandi og enn og aftur hef ég verið sannfærð um að erfitt gæti reynst að ætiast td þess að öll dýrin i skóginum séu vinir, þegar svo virðist sem öll dýrin í skóginum eigi að vera synir.“ Gerður Kristný, rithöfundur og ritstjóri, í Morgunblaðinu. Aukið misrétti „Það er með ólíkindum hvað tveimur síðustu ríkisstjómum Davíðs Oddssonar hefur tekist á skömmum tíma að auka misréttið í landinu hvað kaup og kjör snertir. Svo virðist sem þær leggi það í metnað sinn að gera hlut verkafólks sem minnstan." Sigurður T. Sigurðsson, form. Verkalýðsfélagsins Hlifar, í Morgunblaðinu. Hvað næst? „Ég veit ekki til þess að nokk- ur rannsókn sé í gangi og mér finnst þessi ákvöröun kortafélag- anna furðurleg. Ætla þau næst að stjóma úttektum hjá Hagkaup og Bónus?“ Ásgeir Þór Davíðsson, veitinga- maður á Maxim, en úttekt á greiðslukort hefur verið tak- mörkuð á staðnum, í Degi. Sögurnar sem ekki má segja „Bókin, Já ráðherra, er ekki minn tebolii. Ég er ails ekki fyrir þennan hagyrðinga- húmor sem ríkir á Alþingi og hef satt best að segja hálf- gert hagyrðingaó- þol. Hættan er auðvitað alltaf sú að allar bestu sög- umar um alþingismenn séu ekki í þessari bók, það eru sögumar sem ekki má segja.“ Logi Bergmann Eiðsson frétta- maður, í Degi. Jóhann Helgason tónlistarmaður: Fjórar plötur á fjórum árum „Solo er fjórða platan sem ég geri á fjórum árum. Fyrir fjórum ámm hafði ég sett mig i samband við erlenda út- gefendur og með það í huga gaf ég út Kef til kynningar erlendis. Þegar lítið gerðist í kringum hana gerði ég síðan Eskimo ári síðar og þá fóm hlutimar að smárúlla áfram og höfundarfyrir- tæki fóra að kynna lög mín og var meðal annars eitt lag af Eskimo gefið út í NashviUe. En það ævintýri heppnaðist ekki nógu vel og því var bara að halda áfram að koma sér á framfæri. Nú hef ég aftur á móti tekið þá ákvörðun að láta slag standa og vera með þessar fjórar plöt- ur í farangrinum og koma þeim á framfæri hjá fleiri út- gáfufyrirtækj- um,“ segir hinn kunni söngvari, laga- og textasmiður Jóhann Helgason en nú rétt fyrir jól sendi hann frá sér plötu sem hefur að geyma tíu lög sem hann hefur samið og gert texta við ásamt Reg Meuross. Þó gengið hafi hægt að koma lögun- um á framfæri á erlendum markaði þá er allt annað en uppgjafartónn í Jó- hanni: „Þetta er mjög harður markað- ur og kröfumar miklar sem gerðar era. Þetta tekur mun lengri tíma en ég reiknaði með en nú þegar eru lög eftir mig á skrá hjá erlendum út- gáfufyrirtækjum. Einn slíkur útgefandi, sem er mjög stór í Bandaríkj- unum, hringdi i mig eitt sinn og satt best að segja hélt ég að einhver væri að stríða mér. Hann vildi fá lög á skrá hjá mér og jafnvel gefa Annar er í Englandi sem er með lög mín á skrá og er hann í samböndum víða um heim, þannig að ég vona að eitthvaö fari að gerast. Þá má einnig geta þess að ég er búinn að semja um útgáfu á lögum 1 Ástralíu og Nýja Sjá- landi." Jóhann var áður fyrr mun meira áberandi í sviðsljósinu þegar hann var með félaga sinum Magnúsi Þór Sigmundssyni (Magnús og Jóhann) og í hljómsveitunum Change og Lumm- unum: „Ég er eiginlega alveg hættur að koma fram. Hef einstaka sinum komið fram með Magnúsi en það verður lengra og lengra á milli slíkra atburða. Ég var svo mikið áður fyrr i slíku stússi, mörg kvöld í viku hingað og þangað og það fór að lokum svo að maður fékk alveg nóg.“ Solo er ekki eina platan sem Jó- hann kemur nálægt fyrir þessi jóL Út er komin Sólskinsstund, sem innheld- ur eingöngu lög eftir Jóhann við texta eftir þekkt ljóðskáld. Flytjendur era Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson: „Þetta er hin hliðin ef svo má segja. Ég hef alltaf af og til verið að semja lög við ljóð þekktra skálda og er Sólskinsstund fimmta „ljóðplatan" mín og þá syng ég ekki sjálfur heldur fæ söngvara til liðs við mig. Þetta er gott mótvægi við enskuna sem ég syng á sólóplötum mínum. Lögin á þessari plötu era frá ýmsum tímum, þau elstu frá áttunda áratugnum." -HK Maður dagsins Radísubræöur láta nokkra brandara fjúka í kvöld. Radíusbræður á Grand Rokk Radiusbræður skemmta á Grand Rokk, Smiðjustíg 6, í kvöld og hefst dagskráin klukkan 22. Þeir félagar, Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon, hafa að undan- fomu unnið nýtt skemmti- efni og stjóma vinsælum út- varpsþætti á fostudögum á Mono. Gestir era hvattir til að mæta tíman- lega í kvöld. Annað kvöld á Þorláksmessu er það svo Andrea Gylfa- dóttir og blúsmenn hennar. Skemmtanir Myndgátan Er með öndina í hálsinum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Tónleikarnir í kvöld veröa í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Mozart við kertaljós Hinir árlegu kertaljósatónleik- ar kammerhópsins Camerarctica eru haldnir þessa dagana og í kvöld verða þriðju tónleikamir. Eins og áður verður leikin tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Camerarctica skipa þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur HaUdórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- arar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður HaUdórs- son seUóleikari. Tónleikar Verkin sem hópurinn hefur val- ið að þessu sinni eru tvö af þekkt- ustu kammerverkum Mozarts, Eine Kleine Nachtmusik fyrir strengjakvartett og Kvintett fyrir klarinettu og strengi. í lokin verð- ur að venju leikinn jólasálmurinn í dag er glatt í döprum hjörtum sem er einnig eftir Mozart. Tón- leikamir eru um klukkustundar- langir og er Dómkirkjan i Reykja- vík, þar sem tónleikamir eru haldnir í kvöld, aðeins upplýst með kertaljósum. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Bridge Síðastliðið mánudagskvöld var haldið æfíngamót fyrir yngri spUara og mættu þar 8 spUarar tÚ leiks og spUuðu einmenning. SpU dagsins er frá þeirri keppni en það kom fyrir í fyrstu umferð keppninnar. Suður gjafari og AV á hættu: * K85 * G10975 •f 6 * ÁG84 ♦ DG4 ÁD82 ■f D75 * D106 * Á932 K4 * G10982 * K7 Suöur Vestur Norður Austur 2 ♦ pass pass dobl pass 2 * * p/h Suöur opnaði á veikum tveimur í tígU og var ekki að hafa áhyggjur af litlum gæðum litarins og þeirri stað- reynd að eiga aðeins 5 spU í litnum. Þegar sögnin kom aö austri ákvað hann að dobla tU úttektar en hefði betur látið það ógert. Félagi hans í vestur þorði ekki að sitja í þessu spUi og ákvað að segja 2 spaða á þrí- litinn. Þessi samningur var ekki gæfulegur og vömin gaf engin grið. ÚtspU norðurs var einspUið í tígli og vestur drap tíu suðurs á ásinn. Hann ákvað að taka nú svíninguna í hjarta og suður fékk á kónginn. Hann spilaði nú tígultvisti tU baka (tU að benda á laufkónginn), norður trompaði og spUaði hlýðinn litlu laufi tU baka. Sagnhafi reyndi í örvæntingu sinni að setja drottninguna en það gerði aðeins Ult verra. Norður fékk aðra stungu í tígU, tók tvo slagi á ÁG í laufi og suður henti hjartafjarka. Næst kom stunga í hjartalitnum. Slagir vamarinnar voru nú orðnir 7 talsins og tveir tU viðbótar komu á tvo hæstu í tromplitnum. NS fengu því 400 í sinn dálk í spUi sem virtist sárasaklaust. ísak Öm Sigurðsson é 1076 V 63 ♦ ÁK43 * 9532

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.