Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Spurningin Hvaö geriröu ráö fyrir að eyða mikium peningum í flugeida? Andrea Jónsdóttir nemi: Svona 10-15 þúsund krónur, jafnvel meira. Daníel Axelsson afgreiðslumað- ur: Svona 3 þúsund krónum. Erna Fannbergsdóttir, í fæðing- arorlofi: Svona 5 þúsund krónum. Elín Sólveig Grímsdóttir nemi: 2-3 þúsund krónum. Sindri Viðarsson nemi: Svona 10-15 þúsund krónum. Ásgrímur Sigurðarson nemi: Svona u.þ.b. 4 þúsund krónum. Lesendur_________________ Flugskóli íslands og Flugmálastjórn - skólaprófin gáfu ekki rétta mynd Einkunnir í Flugskóla íslands og úr flugmálastjórnarprófum ekki í samræmi. Ástæðan: Prófin voru ekki samkvæmt JAR-staðli hjá Flugmálastjórn. Flug- stjórnarbyggingin á Reykjavíkurflugvelli. G.Þ. skrifar: Kæra Flugmálastjóm. Þann 09.12.99 birtist grein í DV þess efnis að aðeins 76% nemenda í Flugskóla íslands hafi náð ákveðn- um prófhluta á einkaflugmanns- námskeiði en sá hluti samanstóð af flugeðlisfræði og flugvélfræði. Ég, sem nemandi í skólanum, vil fá að gera nokkrar athugasemdir við mál- ið. í fyrsta lagi tók gildi þann 1. júlí sl. reglugerð sem nefnist JAR-FCL og fjallar um skírteinaútgáfu sam- kvæmt samevrópskum sáttmála sem ég vil nefna JAR-staðal. Þessar nýju reglur eiga að gera flugmönn- um í Evrópu kleift að stunda flug í öllum löndum sem hafa tekið upp þennan JAR-staðal. Flugskóli íslands, sem fyrir gild- istöku þessara reglna sá aðeins um bóklega kennslu og var rekinn af Flugmálastjórn var breytt i hlutafé- lag í eigu nokkurra flugskóla, helstu flugfélaganna og íslenska ríkisins. Það var m.a. gert vegna þessara nýju reglna. í framhaldi af því hófst fyrsta einkaflugmannsnámskeiðið samkvæmt JAR-staðli í skólanum. Nýtt kennsluefni var tekið í notk- un og nýjar áherslur voru teknar upp í náminu samkvæmt JAR- staðli. Flugskóli íslands hélt svo próf í lok námskeiðsins sem ákvörðuðu hvort nemendur kæmust i flugmála- stjórnarpróf eða ekki. Einkunnin var miðuð við töluna 5,0 en ekki 7,5 eins og áður var gert. Þetta hafa menn notað sem rök fyrir þvi að nemendur hafi ekki verið tilbúnir undir prófin. En hvað þá með öll hin prófin? Af hverju náðu menn þeim prófum? Var ekki líka miðað við einkunnina 5,0 í þeim prófum þegar ákvarðað var hvort menn kæmust í flugmálastjórnarpróf eða ekki? Af hverju eru einkunnir í Flug- skóla íslands og úr flugmálastjóm- arprófum ekki í samræmi? Af þeirri einföldu ástæðu að próf- in voru ekki samkvæmt JAR-staðli hjá Flugmálastjóm. Þau vora sam- kvæmt því sem hefur verið undan- farin ár og t.d. voru prófln ekki haldin á ensku eins og námsefnið í skólanum og kennslan miðaðist viö. Flugmálastjórn var einfaldlega ekki tilbúin fyrir JAR-staðalinn. Við sem borguðum um 500.000 íslenskar krónur fyrir námskeiðið þurfum að gjalda þess. Það má einnig nefna að flestir nemendur stóðu sig vel á skólapróf- unum og fengu meira en 7,5 í ein- kunn, þannig að þó að einkunnin 5,0 væri viðmiðunareinkunn þá er það ekkert sem skiptir máli hér. Ég persónulega bætti mig úr 5,5 á skólaprófi upp í 8,1 á flugmálastjórn- arprófl af því að það skólapróf gaf raunhæfa mynd af því hvar ég stóð. En ég fékk 8,0 á skólaprófl í bæði eðlisfræði og vélfræði, sem eru þau próf sem komu verst út á flugmála- stjómarprófunum. Skólaprófm gáfu ekki rétta mynd af því hvar maður stóð. Það lítur frekar illa út þegar fyrirsagnir eins og „Ánægulegt að þessir menn fái ekki að fljúga“ birt- ast í blöðunum. Hér er ekki um að ræða glæpamenn sem aldrei ætti að hleypa upp i flugvél. Forsetinn, ástin og jólahátíðin Guðrún Sveinsdóttir skrifar: Ég er áreiðanlega ekki ein um að finnast lítið fylgst með forsetanum okkar og hans framgangi hér á inn- lendum vettvangi. Hann hefur jú verið í fréttum vegna aðstæðna hans ásamt hinni látnu eiginkonu sem var sem hugljómun i lifanda lifi vegna glæsileika og framkomu. Nú eru aðstæður forsetans breyttar og hann hugsanlega á leið inn í nýja veröld ásamt sinni nýju ást- konu, sem kemur eins og gullroðið ský sem kastar birtu á forsetaemb- ættið. Mér finnst að fjölmiðlar megi al- veg upplýsa okkur um og jafnvel sækjast eftir ummælum forsetans eða viðtölum um hver hans framtíð- aráform eru. Hann er jú æðsti emb- ættismaður þjóðarinnar og við eig- um rétt til forsetans eins og aðrar lýðræðisþjóðir. Ég vona að forset- inn eigi bjarta framtíð áamt hinni geðþekku bresku konu sem hann hefur ákveðið að þróa sitt tilfmn- ingalega samband með. Ástin, góð- ærið og jólahátíðin eru öflugir sam- einingarþættir sem ættu að geta unnið með forsetanum okkar. Jólahugvekja frá Austur-Evrópu Greinarhöfundur í moonistakirkju í Slóvakíu. Einari Ingvi Magnússon skrifar frá Bratislava, Slóvakíu: Austur-Evrópa kemur mér sífellt á óvart. Þá helst hvað viðvíkur lífs- viðhorfl fólks. Það er þess virði að líta á það í samanburði við hið is- lenska. - Heima á Fróni eru menn alltaf að kvarta. Það er einhvers konar þjóðarhefð að barma sér yfir kaupi og kjörum. Hér gerir fólk það yfirleitt ekki. Þess í stað liflr það spart. Það er ævintýri líkast að fylgjast með fólki sem ber virðingu fyrir verðmætum. Hjón hér úti sem eru að byrja bú- skap bera slíka virðingu fyrir al- vöru lífsnauðsynja að Islendinginn rekur í rogastans. Allt er notað sem landinn fyrir norðan teldi sorp og úreldi. Tíu ára gamall Skódi er enn- þjónusta allan sólarhrinsinpi Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem bfrt verða á lesendasíðu þá sem eðalvagn á götunni og ekki er óalgengt að rekast á árgerðir frá sjötta og sjöunda áratugnum. Það er ógjömingur en að hugsa heim í velferðar- þjóðfélagið heima á ís- landi. Þar höfum við lært af Hollywood-stjöm- um að kaupa okkur ham- borgara og henda honum í ruslið eftir einn, tvo bita, eða svo. Menn segja að við þyrftum að kynn- ast stríði og hörmungum til að læra að bera virð- ingu fyrir verðmætum. Af hverju heyrir mað- ur þetta fólk ekki kvarta? Sennilega vegna þess að það þekkir erflð- ara líf og sér það allt í kringum sig og reynir að gera vel úr því sem það hefur. Hefur lært af fá- tækt og þrengingum. Nokkuð sem íslendingar hefðu gott af að kynnast, ef ekki heima, þá á er- lendri grundu. Það kenndi þeim að njóta allsnægtanna og virða auðæfi launanna og gnægtir matborðsins sem þeim veit- ist sérhvern dag ársins en ekki bara á jólum. DV Ég þakka leiðréttinguna Jónas Sen skrifar: Ég vil þakka Unu Margréti Jónsdótt- ur fyrir að leiðrétta mig í DV í gær. Brahms var yngri en Schumann-hjónin, hann dáði Klöru sérstaklega og var skotinn í henni og því augljóst að hann hefur orðið fyrir áhrifum af listsköpun hennar en ekki öfugt. Er þetta í raun- inni svo borðleggjandi að fullyröingar mínar í umræddum ritdómi hljóta að skrifast á fljótfærni og ekkert annað. Haima ég þessi mistök mjög, ekki síst vegna þess að Klara tengist ætt minni. Faðir hennar, Friedrich Wieck, átti bróður sem Wilhelm hét og hann var langalangafl konu nokkurrar er heitir Marianne og býr hér á íslandi. Hún er ekkja Jóns bróður ömmu minnar, Odd- nýjar Erlendsdóttur Sen. Ég leyfi mér þvi stundum að hugsa um Róbert og Klöru Schumann sem Klöru frænku og Bobbí frænda. Maður á að þekkja sitt fólk. Vonandi fyrirgefa þau mér þegar ég hitti þau einhvern tímann síðar, hin- um megin landamæranna miklu. Skautað yfir brestina Einar Þórðarson skrifar: • Mikið var að tekið er á ævisögurugl- inu sem flýtur um öll borð bókaverslana þessi jól sem önnur. Ég er búinn að lesa ævisögu Steingríms Hermannssonar, og um hana í DV nú í tvígang, annars veg- ar i aðsendri grein og svo nú síðast í leiðara blaðsins. Ég tek undir þá skoðun leiðarahöfundar að ritdómarar eða svo- kaliaðir gagnrýnendur ævisagna ættu að vanda mun betur til verka en raunin sýnist, t.d. með bókina um Steingrím. Menn hafa keppst um að hrósa minnis- miðum Steingríms og hversu ljúfmann- legur hann sé í framkomu. Þetta segir bókstaflega ekkert um ævistarf Stein- gríms. Hann er ekki tekinn þeim tökum sem nákvæmur ævisagnaritari gerir ef hann er trúr sagnfræðinni. Það er sann- arlega skautaö yfir brestina i starfi stjórnmálamannsins sem átti að heita landsfaðir hér um árabil. Og sama tugg- an gengur á milh gagnrýnenda þar til hún er orðin ómeltanleg. Gjafir til bágstaddra Birgir hringdi: Ég hef furðað mig á því í seinni tíð að fjölmiðlar keppast við að birta myndir og jafiivel viðtöl við þá sem gef- ið hafa til bágstaddra, bæði í formi fjár og fastra hluta. Þannig birtast frásagn- ir og ummæli manna sem láta af hendi rakna til Mæðrastyrksnefndar og síðan til viðbótar þakklætishryna frá þeim er á móti taka. Er það liðin tíð hér á landi, að vilja láta sem minnst (helst ekkert) bera á sér sem glöðum gjafara? Það var lengst af dyggð að dulbúast sem hinn örláti. Vilja vera verður viðurkenning- ar hjá skapara sínum á efsta degi, ekki oflofaður af heiminum. En tímamir breytast vist og mennirnir með. Ég sé líka að biðröðin hjá Mæðrastyrksnefnd samanstendur af bústnu og pattaralegu fólki, oft á dýrum bílum sem biða með vélina í gangi meðan sóttur er matar- skammturinn sem í raun ætti hvergi heima nema i heimi hungraðra. Sem eru allt annars staðar en á íslandi. Vigdís, stolt þjóðarinnar Margrét Sæmundsdóttir skrifar: Mér þótti miður að lesa í DV í dag leiðindaónot Regínu Thorarensen í garð fyrrverandi forseta okkar, frú Vig- dísar Finnbogadóttur. Af því tilefni vil ég segja þetta: Ég veit að það er flestra mat, bæði hér á landi og erlendis, að Vigdís Finnbogadóttir stóð sig með sóma sem forseti íslands og var bæði elskuð og virt. Við megum öll vera stolt af því að eiga slíkan forseta. Ég efast um að nokkur íslendingur sé eins vel kynntur erlendis og Vigdís. Enda væru henni ekki falin jafnmörg verkefni, t.d. á vegum Sameinuðu þjóðanna og ann- arra alþjóðasamtaka ef hún nyti ekki trausts og virðingar. Allir hafa rétt á að segja skoðanir sinar og tjá sig um hana, líka fyrrverandi forsetar, það verður Regina að sætta sig við, hvort sem henni líkar það betur eða verr. Ég óska Regínu gleðilegra jóla og vona að geð- illskan líði úr henni yfir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.