Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 16 3§r; fréttir Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Hlutafé aukið um 75 milljónir - markmið fyrirtækisins að vera áfram forystuafl í lúðueldi í heiminum DV, Akureyri: ► f t r t Stjórn Fiskeldis Eyjafjarðar hf. (FISKEY) hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um allt að 75 millj- ónir króna að nafnverði með útgáfu nýs hlutafjár. Hlutaféð er boðið nú- verandi hluthöfum á genginu 2,5. Markmiðið með sölu hlutafjárins er að fjármagna rekstur og fjárfesting- ar félagsins þar til framleiðsla seiða og matfisks fer að skila stöðugum tekjum sem áætlað er að verði seinni hluta næsta árs. Hlutafé félagsins að loknu útboði mun nema allt að 483,5 milljónum króna að nafnverði. Hlutafjárútboð stendur nú yfir og hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til 10. janúar. Seljist ekki allt nýja hlutaféð til hluthafa verða óseld hlutabréf seld með tilboðsfyrirkomulagi þar sem hæsta tilboði verður tekið fyrst og svo koll af kolli þar til öll hlutabréf- in í tilboðsflokki hafa verið seld. Lágmarksgengi í tilboðsflokki verð- ur 2,5, eða það sama og hluthöfum stendur til boða aö kaupa bréfin á. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hefur umsjón með útboðinu. Fiskeldi Eyjafjarðar var stofnað í Eyjafirði árið 1987. Starfsemin hefur vaxið ört síðan og er nú á fjórum stöðum á landinu: klakfiskastöð á Dalvík, seiðaeldisstöð á Hjalteyri, matfiskeldistöð í Þorlákshöfn og skrifstofur á Akureyri. Stjórn fé- lagsins hefur mótað þá framtíðar- stefnu að nýta það forskot sem það hefur i fjöldaframleiðslu lúðuseiða með frekari uppbyggingu lúðueldis hér á landi og erlendis. Markmiðið er að fyrirtækið verði áfram for- ystuafl í lúðueldi í heiminum. Til að ná þessu markmiði er stefnt að aukningu seiðaframleiðslu á Hjalt- Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Laugaveg Lindargötu eyri, stækkun eldistöðvarinnar í Þorlákshöfn og frekari þátttöku í lúðueldi í öðrum löndum. Stærstu hluthafar i Fiskeldi Eyja- fjarðar eru Hafrannsóknastofnun með 30,5%, Samherji hf. 10,9%, Út- gerðarfélag Akureyringa hf. með 9,3%, KEA með 5,7%, Burðarás með 5,0%, SH með 4,5%, Arnarneshrepp- ur með 3,4%, Ránarborg hf. með 2,7%, Akureyrarbær með 2,6% og LÍÚ með 2,3%. Aðrir hluthafar, 83 talsins, eiga alls um 23% í félaginu. -gk Á síðustu dögum aldarinnar - eða ársins? 1 Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777 Kuldinn og stillan setti svip sinn á landslagið í Biskupstungum nýverið. Yfir öllum ám og lækjum lá hrímþoka sem hjúpaði umhverfið. Við Tungufljót bærðist ekki hár á höfði í froststillunni og iandið skartaði sínu fegursta. Einhverra hluta vegna minnir þessi frosna stemning okkur á að við erum að lifa síðustu daga aldarinnar samkvæmt skoðun- um hluta fólks - eða kannski bara ársins 1999. DV-mynd Njörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.