Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 21 Jólin nálgast Jólabækur kynntar á Seyðisfirði Fimm jólabókahöfundar komu á dög- unum til Seyöisfjarðar og lásu úr nýút- komnum bókum sínum í Skaftafelli, menningarmiðstöð Seyðfirðinga, sem er í gömlu og virðulegu húsi sem er í stöðugri endumýjun og kemur til með að sóma sér vel í nýju hlutverki. Rithöfundamir sem komu vom aufúsugestir bæjarbúa en þetta vom þau Sigrún Eldjám sem las úr Teiti í heimi gulu dýranna, Bragi Ólafsson sem las úr Hvíldardögum, Elísabet Jökuls- dóttir semlads nokkrar örsögur og úr skáldsögu sinnil, Laufeyju og kunnu áheyrendur greinilega vel að meta hressilegan lestur hennar. Elln Ebba Gunnarsdóttir las úr bók sinni Ystu brún og Viihelm G. Kristinsson las úir bókinni Ólafur landslæknir og er þar greinilega á ferðinni bók sem margir munu kaupa, enda er þar sagt frá manni sem með starfi sínu og fvramgöngu all- ir hefur orðið þjóðinni kærari en flestir okkar samtíðarmenn. Einn höfundur komst ekki vegna veikinda, ísak Harð- arson, en ung seyðfirsk stúlka las úr bók hans Mannveiðihandbókinni. Ennfremur var kynntur jólahljóm- diskur skólastjóra Tónlistarskólans, Einars Braga Bragasonar, og nemenda hans. Á miikli upplestranna skemmti Muff Woden með hugljúfri tónlist. í Skaftafelli stendur falleg ljósmynda- sýning Jóhanns ísbergs, flestar mynd- imar frá Seyðisfirði. -JJ Viss samkeppni um glæsilegustu jólaskreytingar: Mágarnir segjast ekki vera að keppa DV, Akranesi: Hús og garður hjónanna Magn- úsar Ingólfssonar og Hlífar Bjöms- dóttur hefur vakið mikla athygli fyrir hve húsið og garðurinn eru vel skreytt, húsið að utan og innan og garðurinn og tvlmælalaust má telja að þetta sé best jólaskreytta húsið á Akranesi um þessi jól. í garðinum má meðal annars sjá jólasveina i ýmsum stærðum, einn þeirra á hreindýri, snjókarl með pípuhatt, Maríu mey og Jósep með Jesú og vitringimum. „Ég hef undanfarin fimm ár hægt og sígandi verið að bæta við skreytingum við húsið. Ég hugsa að það hafi farið þetta fjórir til fimm dagar í að skreyta húsið en ég er ekki viss um hvað það eru margar perur í skreytingunum enda spáir maður ekkert í það. Ástæðan fyrir þvl að við skreytum Eins og sjá má er hús Magnúsar vel skreytt bæöi að utan og innan. DV-myndir Daníel Ólafsson enn þá meira á þessu ári en í fyrra er sú að maður hefur gaman af María mey og Jósep með Jesúbarnið og vitringarnir í garði Magnúsar. þessum tíma. Við höfum yfirleitt verið dálítil jólaböm um jólin auk þess hefur úrvalið af skreytingum aukist mikið og það hefur líka hjálpað til að við höfum bætt við meira í ár heldur en önnur ár, það er meiri framboð á jólavörum og maður hefur orðið var við mikla traffik viö húsið,“ segir Magnús. Gárungarnir á Akranesi tala um að í gangi sé mágakeppni á Skag- anum en Daníel Elíasson fasteigna- sali, mágur hans, skreytir húsið sitt ekki síður. En þessu hafnar Magnús. „Nei, það er ekkert sem heitir keppni á milli okkar Daní- els, það er samvinna ef eitthvað er. Við spjöllum saman og bendum hvor öðrum á ef eitthvað sniðugt er til. Að vísu hef ég oft veriö spurður að þessu og Daníel líka en við erum báðir jólabörn og finnst gaman að fást við þetta," sagði Magnús Ingólfsson. -DVÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.