Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Sport Sport Tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 1999 Sami Hyypia, varnarmaðurinn sterki hjá Liverpool, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins i Finnlandi. Hyypia hefur átt frábært tímabil með Liverpool og eru flestir þeirrar skoðun- ar að kaup Gerards Houllier á Finn- anum séu kaup ársins í ensku knatt- spyrnunni. Hyypia, sem var útnefndur leikmapur nóvembermánaðar í A-deild- inni, hafði betur í kjörinu gegn mark- verðinum Annti Niemi og sóknar- manninum Jari Litmanen. Maradona hefur verið útnefndur besti íþróttamaður Argentínu á öldinni. Þessi mikli knattspymusnillingur átti stærstan þátt í að Argentínumenn urðu heimsmeistarar í knattspymu árið 1986 og hann er af mörgum talinn einn besti knattspymumaðurinn sem komið hefur fram á sjónarsviðið. Austurrikismenn voru sigursælir á heimsbikarmóti í stórsvigi í Saalbach í Austurríki í gær en þeir urðu í þremur efstu sætunum. Sigurvegari varð Christian Mayer, Herman Maier varð annar og Benjamin Raich þriðji en hann var með besta tímann eftir fyrri ferðina. ítalska liöió Lazio er reiðubúið að punga út 4,5 milljörðum króna til að kaupa Brasiliumanninn Rivaldo frá Barcelona ef marka má frétt ítalska blaðsins Gazzetto dello Sport í gær. Sagt er í fréttinni að Lazio muni fjár- magna kaupin með því að selja Chilebú- ann Marcelo Salas til Juventus. Eyjóifur Sverrisson og félagar hans í þýska liðinu Hertha Berlin munu fá liðsstyrk á næstunni en Brasilíumaður- inn Alex Alves sem leikur með Cruzeiro gengur frá samningi við Herthu á næstu dögum. Alves er 24 ára gamall framheiji sem skorað hefur 25 mörk fyrir lið sitt á þessari leiktíð. íslendingalióin í grísku knattspym- unni unnu bæöi leiki sína í gærkvöld. Panathinaikos, lið Helga Sigurðsson- ar, lagði Xanthi á útivelli, 1-3, og AEK, lið Arnars Grétarssonar, vann góðan útisigur á Proodeftiki, 1-4. -GH Ólafur skrifaði undir Ólafur Adolfsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við liö FH i knattspymunni. Ólafur er sterkur miðvörður og mun styrkja lið FH mikið. -SK Opið bréf til Billiard- og snókersambands íslands: Stjórnin brýtur grund- vallarlög og reglur Íþróttasíðu DV hefur borist eftirfarandi bréf: „Síðastliðinn laugardag var haldið úrtökumót á vegum BSSÍ þar sem keppt var um þátttökurétt á Norðurlanda- móti í snóker sem haldið verð- ur í Danmörku í febrúar á næsta ári. Þarna voru mættir til leiks margir af sterkustu spilurum landsins enda mikið í húfl, þaö er að segja að geta keppt fyrir landsins hönd gegn sterkustu spilurum hinna Norðurlandaþjóðanna. Keppt var með því fyrir- komulagi að beinn úrsláttur réð áframhaldandi þátttöku hvers og eins og í átta manna úrslitum lék ég gegn Gunnari Hreiðarssyni og vann ég leik- inn örugglega, 4-2. Þetta þýddi að ég var svo sem öruggur með þátttöku á mótinu í febrúar þar sem 3-4 spilarar úr þessu móti tryggðu sér rétt til þess og var ég samkvæmt þessu kominn í fjögurra manna úrslit eftir þennan sigur. Þaö er svo sem ekki frásögu færandi þangað til eftir leik- inn að Gunnar lagði fram kæru á hendur mér og ásakaði mig um slæma framkomu í leiknum sem truflaði spila- mennsku hans á meðan á leiknum stóð. Samkvæmt reglugerð getin- hann svo sem gert það og hef ég ekkert um það að segja en ferlið og ákvörðunartaka snókersambandsins í fram- haldi af þessu máli er stórfurðuleg og mun ég fara yfir það sem átti sér stað hér á eftir. Um kvöldið (sama dag og leikurinn fór fram) var settur fundur innan sambandsins þar sem farið var yfir um- rædda kæru og var sú ákvörð- un tekin að leikurinn skyldi verða spilaður að nýju á há- degi daginn eftir og var mér tilkynnt það með skilaboðum klukkan sjö sama morgun að ég ætti að leika leikinn að nýju fimm klukkustundum áður en leikurinn átti að hefj- ast. Óviðsættanlegt í alla staði og þá sérstaklega vegna þess að í fyrst lagi var ég ekki kall- aöur á fundinn og spurður álits. í öðru lagi þar sem enginn kvörtun um mina hegðun var lögð fram til yfirdómara á meðan á leiknum stóð hvorki frá Gunnari né öðrum spilur- um í salnum. í þriðja lagi að leikurinn skuli vera endurspilaður þar sem bann eða fjársekt tíðkast í alþjóðareglum og í fjórða lagi að ég var aö vinna umrædda nótt, og eftir stutt símtal um morguninn við Björgvin Hall- grímsson, formann BSSÍ, tjáði hann mér að ég skyldi spila leikinn að nýju án þess að gefa mér neinar skýringar aðrar en þær að þetta hafi verið ákveð- ið kvöldiö áöur og ef ég mætti ekki til leiks væri leikurinn tapaður. Svo fór að ég tapaði (M enda ósofinn og ósáttur í alla staði. Ég hafði samband við ÍSÍ til að leita réttar míns og furðuðu menn þar á bæ sig á þessum vinnubrögðum og háttalagi stjórnarinnar og sögðu það liggja í augum uppi að þetta mál væri meira og minna stórfurðulegt í marga staði. Þess ber að geta að ÍSÍ getur ekki tekið neinar ákvarðanir né dæmt í þessu máli þar sem snókersambandiö er ekki inn- an þeirra veggja. Ég hafði samband við Snókersamband Evrópu og furðuðu menn sig enn meir á þessari framkomu stjórnar- meðlima hins íslenska sam- bands og er málið núna í at- hugun hjá yfirdómara Evrópu- sambandsins og mun ég taka ákvörðun um framhaldið hvert og hvort ég tek þetta mál lengra og þá hvemig. Þangað til lýsi ég vanþókn- un minni á störfum Billiard- og snókersambands íslands og segi ég mig hér með opinber- lega úr sambandinu þar sem erfltt er að leggja vinnu og metnað í að vera í hópi fremstu spilara landsins á meðan núverandi stjórn kem- ur svona fram og getur ekki farið eftir grundvallarlögum og reglugerðum sem settar em á vegum Alþjóða- og Evrópu- sambandsins í snóker." Fyrrverandi meistaraflokks- og landsliðsmaður í snóker. Arnar Petersen Bjarki Sigurðsson handknattleiksmaður úr Aftureldingu. Besti leikmaður íslandsmótsins 1998-1999. Eyjólfur Sverrisson knattspyrnumaður úr Herthu Berlín. Fyrirliði landsliðsins og lykilmaður hjá þýska félaginu. Kristinn Björnsson skíðamaður úr Leiftri. í hópi fremstu svigmanna heims og náði best fjórða sæti á heimsbikarmóti. Örn Arnarson sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Evrópumeistari í 100 og 200 metra baksundi í 25 metra laug. Rúnar Alexandersson fimleikamaður úr Gerplu. Framarlega í heiminum í bestu grein sinni, bogahestinum. Rúnar Kristinsson knattspyrnumaður úr Lilleström. Kjörinn leikmaður ársins í Noregi og sló landsleikjametið. Sigurbjörn Bárðarson hestamaður úr Fáki. Heimsmeistari og heimsmethafi á heimsleikum ísienska hestsins. Vala Flosadóttir stangarstökkvari úr ÍR og 1. maí Malmö. Silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramótinu innanhúss. Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður úr Genk. Belgískur meistari með félagi sínu og markahæstur í landsliðinu. r . ,í- Helgi Kolviðsson, lengst til hægri, í baráttunni í leik Bayern Múnchen og Mainz í gærkvöld. • • Reuter Bayern vann Mainz orugglega Helgi Kolviðsson og félagar í FSV Mainz áttu á brattann að sækja í gær- kvöld í þýsku bikarkeppninni á heima- velli Bayem Múnchen. Bayem sigraði 3-0 með mörkum frá Christian Jancker, Roque Santa Crus og sjálfsmarki. Hansa Rostock sigraði Stuttgart, 2-1. Magnus Arvidsson gerði bæði mörk Rostock en Sean Dundee mark Stuttgart. Loks sigraði Stuttgart Kickers lið Freiburg, 1-0, og sigurmarkið skoraði Tomislav Maric. -SK Islendingarnir rólegir í þýska handboltanum Flensburg er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir stóran sigur gegn Eisenach í gærkvöld, 23-16. Róbert Duranona skoraði 2 mörk fyrir Eisenach. Ólafur Stefánsson skoraði einnig 2 mörk þegar Magdeburg náði jafn- tefli á heimavelli Wetzlar, 21-21. Willstatt steinlá heima gegn Bad Schwartau, 22-28. Gústaf Bjama- son skoraði 3/1 mörk fyrir Will- statt og Magnús Sigurðsson 3. Dagur Sigurðsson skoraði 2 mörk og Heiðmar Felixson 1 þegar Wuppertal sigraði Schutterwald 24-22. Dormagen tapaði á heimavelli Nettelstedt, 25-21. Daði Hafþórsson skoraði 2 mörk fyrir Dormagen. Loks sigraöi Grosswallstadt lið Frankfurt, 27-23, og Minden vann Gummersbach á útivelli, 23-24. -SK Sex mörk hjá Newcastle Newcastle sigraði Tottenham, 6-1, í leik liðanna í enska bikarnum í gærkvöld. Alan Shearer skoraði tvö markanna en hin mörkin gerðu þeir Speed, Dabizas, Ferguson og Dyer. Mark Tottenham gerði David Gin- ola. Tveir aðrir leikir voru á dag- skrá. Leicester vann Hereford, 2-1, í framlengingu og Blackbum vann West Bromwich Albion, 2-0, í framlengingu. -SK Birkir skrifaði undir hjá IBV Birkir Kristinsson, landsliðsmaður í knattspymu, skrifaði í gær und- ir nýjan samning við knattspymudeild ÍBV og gildir samningurinn til tveggja ára. Birkir lék í marki Eyjamanna í sumar en hann sneri heim eftir at- vinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Eftir tímabilið hélt hann til Austur- ríkis og lék með A-deildarliðinu Lustenau. Birkir fór fram á það við ÍBV að verða leystur undan samningi og urðu Eyjamenn viö þeirri ósk. Nú hefur hann ákveðið að snúa til baka og geta því Eyjamenn andað léttar. Á tímabili voru Eyjamenn í markvarðarleit og héldu sig vera búna að semja við Færeyinginn Jens Martin Knudsen en hann ákvað að taka til- boði Leifturs og mun standa í marki liðsins jafnframt því að þjálfa liðið. -GH Rivaldo kjörinn aftur? Alþjóða knattspymusambandiö, FIFA, mun tilkynna um val á knatt- spymumanni ársins í hófl sem haldið verður í Brussel i Belgíu þann 24. jan- úar. 140 landsliðsþjálfarar víðs vegar um heiminn stóðu að kjörinu og í gær var tilkynnt hvaða þrír leikmenn urðu í efstu sætunum. Þetta em Rivaldo, leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, David Beckham, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, og argent- ínski landsliðsmaðurinn Gabriel Omar Batistuta sem leikur með Fiorentina á ítaliu. Einn þessara þriggja hreppir titilinn eftirsótta sem Frakkinn Zinedine Zidane fékk á síðasta ári. Þetta er í níunda sinn sem FIFA stendur að kjörinu en sá fyrsti sem varð fyrir valinu var þýski landsliðsmaðurinn Lothar Mattháus. FIFA hefur valið landslið Brasilíu sem lið ársins og háttvísisverðlaunin koma í hlut Nýsjálendinga sem héldu heimsmeistarakeppni U-17 ára í nóv- ember síðastliðinn. -GH NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Boston - Atlanta .........98-81 Walker 24, Barros 15, Anderson 13 - Coles 13, Ellis 13, Rider 11. New York - Toronto .......91-90 Sprewell 25, Houston 18, Wallace 14 - Carter 36, Davis 12, Christie 11. Cleveland - Orlando .....97-103 Sura 28, Kemp 18, Person 14 - Atkins 22, Williams 14, Gatling 13. Miami - Utah..............74-72 Mouming 17, Carter 16, Brown 14 - Molone 21, Russel 12, Homacek 12. Chicago - Minnesota......86-106 Brand 17, Artest 14, David 14 - Garnett 22, Sealy 19, Smith 18 . Golden State - LA Clippers 99-103 Starks 22, Caffey 16, Mills 15 - Nesby 28, Odom 22, Piatkowski 22. 43. sætið íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 43. sæti á styrkleikalista Al- þjóða knattspymusambandsins sem gefinn var út í gær. íslendingar hafa hækkað um fimm sæti frá því í nóv- ember og um alls 21 sæti frá því um síðustu áramót en þá voru íslend- ingar í 64. sæti. Brasilía er sem fyrr í efsta sæti listans, Tékkland er í öðru sæti, Frakkland í þriðja, Spánn í fjórða, Þýskaland í fimmta, Argentína og Noregur eru jöfn í sjötta og sjöunda sæti, Rúmenía er í áttunda, Króatía í níunda og Mexíkó er í tíunda sæt- inu. -GH kjöri íþróttamanns ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna lýst í beinni næsta mánudagskvöld Á mánudagskvöldið kemur, 27. desember, kynna Samtök íþróttafréttamanna kjör sitt á íþróttamanni ársiris 1999. Þetta er í 44. skipti sem samtökin standa að þessu kjöri en Vil- hjálmur Einarsson varð fyrstur fyrir valinu árið 1956, í kjölfar silfurverðlauna hans í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne þá um haustið. Það eru meðlimir í Samtökum íþróttafrétta- manna sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu og hver þeirra velur tíu íþróttamenn og raðar þeim á lista frá einum og upp í tíu. Sá sem Örn Arnarson var kjörinn íþróttamaður ársins 1998 og hefur geymt styttuna glæsilegu í eitt ár. hlýtur flest stig samtals er sæmdur nafnbót- inni íþróttamaður ársins, sem óumdeilanlega er æðsta viðurkenning sem íslenskum íþrótta- manni hlotnast ár hvert. Hér að ofan má sjá þá 10 íþróttamenn sem urðu í efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni og er þeim raöað eftir stafrófsröð. Á mánu- dagskvöldið tekur einn þeirra við styttunni glæsilegu sem fylgir nafnbótinni og varðveitir hana í eitt ár. í þeim hópi eru tveir sem hlotið hafa titilinn, þeir Öm Arnarson sem sigraði í fyrra og Sigurbjörn Bárðarson sem var valinn árið 1993. Vilhjálmur var valinn fimm sinnum Vilhjálmur Einarsson hefur oftast allra ver- ið kjörinn íþróttamaður ársins, alls fimm sinnum á fyrstu sex árum kjörsins. Þeir Einar Vilhjálmsson spjótkastari, sonur Vilhjálms, og Hreinn Halldórsson, kúluvarparinn sterki af Ströndunum, voru valdir þrívegis hvor. Frjálsíþróttamenn hafa oftast hreppt hnoss- ið, 20 sinnum. Sundmenn koma næstir með 6 útnefningar, handknattleiksmenn hafa verið valdir 5 sinnum, knattspyrnumenn 5 sinnum, kraftlyftingamenn þrisvar, og körfuknattleik- ur, júdó, hestaíþróttir og fimleikar hafa einu sinni hver íþrótt átt sinn fulltrúa i efsta sæt- inu. Þessir hafa verið valdir íþróttamenn ársins frá upphafi: 1956 Vilhjálmur Einarsson, frjálsar 1957 Vilhjálmur Einarsson, frjálsar 1958 Vilhjálmur Einarsson, frjálsar 1959 Valbjöm Þorláksson, frjálsar 1960 Vilhjálmur Einarsson, frjálsar 1961 Vilhjálmur Einarsson, frjálsar 1962 Guðmundur Gíslason, sund 1963 Jón Þ. Ólafsson, frjálsar 1964 Sigríður Sigurðardóttir, handkn. 1965 Valbjöm Þorláksson, frjálsar 1966 Kolbeinn Pálsson, körfuknattl. 1967 Guðmundur Hermannss., frjálsar 1968 Geir Hallsteinsson, handknattl. 1969 Guðmundur Gíslason, sund 1970 Erlendur Valdimarsson, frjálsar 1971 Hjalti Einarsson, handknattl. 1972 Guðjón Guðmundsson, sund 1973 Guðni Kjartansson, knattspyma 1974 Ásgeir Sigurvinsson, knattsp. 1975 Jóhannes Eðvaldsson, knattsp. 1976 Hreinn Halldórsson, frjálsar 1977 Hreinn Halldórsson, frjálsar 1978 Skúli Óskarsson, kraftlyftingar 1979 Hreinn Halldórsson, frjálsar 1980 Skúli Óskarsson, kraftlyftingar 1981 Jón Páll Sigmarsson, kraftlyft. 1982 Óskar Jakobsson, frjálsar 1983 Einar Vilhjálmsson, frjálsar 1984 Ásgeir Sigurvinsson, knattsp. 1985 Einar Vilhjálmsson, frjálsar 1986 Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund 1987 Arnór Guðjohnsen, knattspyma 1988 Einar Vilhjálmsson, frjálsar 1989 Alfreð Gíslason, handknattl. 1990 Bjarni Friðriksson, júdó 1991 Ragnheiður Runólfsdóttir, sund 1992 Sigurður Einarsson, frjálsar 1993 Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþr. 1994 Magnús Scheving, flmleikar 1995 Jón Arnar Magnússon, frjálsar 1996 Jón Arnar Magnússon, frjálsar 1997 Geir Sveinsson, handknattleikur 1998 Örn Arnarson, sund 1999 ?????????????? -VS Vilhjálmur Einarsson, fyrsti íþróttamaður ársins og sá sem oftast hefur verið kjörinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.