Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 36
ennmg FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 JD"V" 40 I____________________ Óður til Afríku Raddir Evrópu og Stöð 2 „t Afríku er eitthvað satt við fyrstu sýn í morgunsárið en er orðið lygi um hádegishil" (192) segir í nýútkominni bók eftir nóbelsskáldið Ernest Hem- ingway sem lést árið 1961. í bók- inni rekur hann skáldlegar end- urminningar sinar frá því hann var í Afríku ásamt Mary, fjórðu og síðustu eiginkonu sinni. Þau hjónin bjuggu í tjaldbúðum við rætur Kilimanjaro-fjalls í Kenýa. í bókinni er sagt frá samskiptum þeirra við innfædda, fjallað er um ættbálkaerjur og yfirgang hvíta mannsins auk langra lýs- inga á veiðiferðum þar sem bráð- in er allt frá pattaralegum akur- hænum til illvígra ljóna. Inn í söguna er flétt- að eins konar ástar- þríhyrningi en Hem- ingway er heillaður af ungri innfæddri stúlku þótt hann elski jafn- framt konu sína heitt. Þar sem ólæsi er mik- ið eru orð og samtöl mik- Uvæg. í bókinni eiga lang- ar samræður sér stað, persónur tala og tala og stundum eru samtölin m.a.s. endursögð í stuttu máli. Þegar talað er við innfædda er mikið slett af swahUí og aftast í bókinni er handhægt orðasafn til skýringar. Hemingway- hjónin tala mikið saman, samtölin eru löng og þreytandi enda kraumar óánægja og óþolin- mæði undir niðri þrátt fyrir aUa ástina. MikU nálægð og samvera reynir mjög á þolrifin í þeim hjónum. Hemingway sogast inn í frum- stætt líf Afríku meðan Mary spymir við fót- um. Hún rembist í bamalegri afbrýðisemi við að fella ljón og sækist þannig eftir ást og við- urkenningu manns síns. Hugur hans sveiflast frá siðmenntaðri fegurð og greind hennar og Bókmenntir Steinunn Inga Óttarsdóttir til frumstæðs þokka og framhleypni Afríku- stúlkunnar. Þó er minna gert úr þessu í bók- inni en efni standa tU. Undralönd Afríku eru sennilega óskUjanleg þeim sem ekki hefur komið þangað. Hem- ingway miðlar upplifun sinni af ástríðu og stundum svo skáldlega að erfitt er að skUja hvað hann á við: „Við vorum á leið inní óraunveruleik afrískrar veraldar sem varin er og víggirt af raunveruleik sem tekur fram öU- um öðrum veruleik. Það var ekki veröld lífs- flótta eða dagdrauma. Það var vægðarlaus og raunveruleg veröld samsett úr óraun- veru þess sem verulegt er“ (130). í textanum er höfðað til allra skUning- arvita; sólbrenndum víðáttum og grónum sléttum er lýst, maður finnur lykt af leðri, reyk, þurri mykju og svita og heyrir hýenuvælið í myrkr- inu. Sagan er afar hæg, jafnhæg og líf- ið í Afríku. Líf hvíta mannsins á þess- um slóðum er lúxuslif - þjónar bera fram morgunverð, svo er lesið í bók í forsælunni, skroppið á veiðar, síðdeg- isblundur, tedrykkja, ljónakótUettur eða bufflasneið í kvöldmat, bjór við bálið, sofnað undir flugnaneti, legið andvaka og hugsað. Dagarnir eru aU- ir eins og ekki hægt að muna meira en mánuð í einu i Afríku (42). Hemingway hafði lagt óMlgert handrit bókarinnar tU hliðar en son- ur hans, Patrick, hefur búið það tU prentunar nú, tæpum fjörutíu árum eftir dauða hans. Sagan er þung og harðsótt, kaflamir eru langir og alvöruþrungnir. Þýðing Sig- urðar A. Magnússonar á þessum erfiða texta er með miklum ágætum. Ást Hem- ingways skín aUs staðar í gegn. Þýðingar á löngum dýralífs-, veiði- og þjóðháttalýs- ingum eru sérlega vel af hendi leystar að ekki sé talað um ljóðræna kafla þar sem Sigurður er í essinu sínu. En aUtaf er an- kannalegt í þýðingu að sjá orð eins og bola- skít (222) fyrir buUshit og þá sérvisku að skrifa Amríkani (181) og Amríka (193). Satt við fyrstu sýn er tormelt bók, hún er aUt í senn raunsæisleg skáldsaga að hætti Hem- ingways, sjálfsævisaga og tregafuUur óður tU Afríku, veraldar sem var. Ernest Hemingway Satt við fyrstu sýn Sigurður A. Magnússon þýddi Setberg 1999 Vegna frétta af því að Björk og ung- mennakórinn Raddir Evrópu séu á veg- um Stöðvar 2 í stærstu sjónvarpsútsend- ingu aUra tima á gamlárs- dag má minna á að það er Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 sem stend- ur að samsöng þeirra Bjark- ar og ungmennakórsins og koma þau einnig fram í Perlunni um kvöldið þegar Reykjavík tekur við menn- ingarborgartitlinum. Fyrir tveimur vikum var einmitt sagt frá því hér á síðunni aö Raddir Evrópu, stærsta sameiginlega verkefni menning- arborganna níu - og sem stýrt er frá Reykjavík - hefði fengið stóra styrkinn frá Evrópusambandinu, um 26 mUljónir króna. Aðaltónleikar Radda Evrópu og Bjarkar verða í Hallgrímskirkju 26. og 27. ágúst næsta sumar. Þar sem sólin skín . .. „Vísur geri ég. En hversu góðar þær eru - ég læt öðrum eftir að dæma um það,“ segir Guðmundur G. HaUdórsson um vísnagerð sína. Nú geta lesendur dæmt því úrval ljóða hans og lausavísna er komið á prent í bókinni Þar sem sólin skín einnig á nóttunni. Guðmundur er Þingeyingur, fæddur á Tjörnesi 1923. Hann var sjómaður framan af en stundaði viðskipti lengst af ævinnar, einkum varð hann þekktur fyrir að brjóta grá- sleppuhrognum braut að borðum sæl- kera víðs vegar um Evrópu. Hann fór ungur að yrkja og sumar vísur hans hafa orðið fleygar. Einnig kvæði sem sungin hafa verið, tU dæmis „Rósin“ (“Undir háu hamrabelti / höfði drúpir lítil rós“). Svona yrkir hann „Um sveitunga": Þarnafyrst hann Ijósió leit, lcetur sér annt um fööurgarða. Hnípnir bœndur hans í sveit, honum reisa minnisvaröa. Vetrarnætur Hinn kunni ameríski gítarsniUingur A1 Di Meola hefur sent frá sér nýja plötu, sem hann kaUar „winter nights“. A1 Di Meola hefur ver- Hljómplötur Ársæll Másson ið kunnastur sem einn af helstu gítarleikur- um fusion- eða bræðingstónlistar, og einnig vakti mikla athygli þegar gítarséníin þrjú, John McLaughlin og Paco De Lucia ásamt A1 Di Meola léku saman sem kassagítartríó á tón- leikum og plötum á fyrrihluta síðastliðins ára- tugar. „winter nights“ verður að kaUast jólaplata, eða „plata tU að stytta mönnum stundir í svartasta skammdeginu“, því þekktir ,jólastandardar“ eru nokkrir á henni. Auk þeirra á A1 Di Meola sjálfur þrjú lög auk siuttra miUispUa, sem hann nefnir „winterlu- des“. „Scarborough Fair“ eftir Paul Simon og „Mercy Street" eftir Peter Gabriel verða líka að ágætum jólalögum í meðförum Meola. Hljóðfæraleikarar eru aðeins tveir auk hans. Roman Hrynkiv leikur á bandura, strengja- hljóöfæri sem er upprunnið í Úkraínu og hef- ur hátíðlegan hljóm sem minnir einna helst á hörpu. Á slagverk leikur svo Heman Romero, og reyndar á kassagítar í „Mercy Street“. A1 Di Meola leikur sjálfur á fjölda gítara, slag- verk ýmiss konar auk hljómborða og annarra hljóðfæra A( D-,mioU ' æ vVirt<f*f.nifihto c.. sem ég 1 kann jafhvel ekki defli á. TCLAnc Þótt hljómur þessarar plötu sé vissulega hátíðlegur þá er hún hvorki yfirhlaðin helgislepju né þeirri , jólakeyrslu" sem hefur verið einkenn- andi á amerískum og reyndar líka íslenskum jólaplötum. Þetta er öðruvísi jólaplata, og stendur upp úr í þeirra hópi. Ég eins og marg- ir aðrir á fáeinar plötur sem eru í öndvegi um jólin, og nú hefur þessi bæst i hóp þeirra út- völdu. Vinkonur í blíðu og stríðu Karl Helgason hefur sent frá sér nýja skáld- sögu fyrir stálpaða krakka og unglinga. Hún heitir Köflóttur himinn og þar segir frá Gerðu sem er 12 ára. I upphaíí sögunnar er hún vina- 'laus og einmana, því hún er nýbúin aö slíta sig undan ofríki Mæju sem var hennar helsti félagi. Gerða kynnist Hrefnu sem er nýflutt í hverfið og þær ná strax vel saman. Saman geysast þær af stað inn í nýjan og framandi heim unglingsáranna, þar sem áhugamálin eru strákar og aftur strákar. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir ■ Sagán spannar eitt sumar og er trúverðug frá- sögn af lffi 12 ára vinkvenna. Gerða þarf að passa bróður sinn á meðan mamma hennar vinnur og stöllumar finna upp á undarlegustu hlutum til þess aö kynnast strákum sem gætu hugsanlega verið sætir. Þá fara þær í sumarbú- stað með fjölskyldu Gerðu og til Portúgal með foreldrum Hrefnu. Þar rís fjörið einna hæst og Gerðu tekst að afhjúpa loddara sem er nærri bú- inn að plata milljónir út úr foreldrum Hrefnu. En það er ekki allt jafhánægjulegt í lífinu. Pabbi Gerðu er þung- lyndissjúklingur og hræðslan við kast hvílir þungt á fiölskyldunni. Úr þessu er þó varla nógu vel unnið og þessi ótti Gerðu við svartnætti geðdeyfðar mætti að mínum dómi vega þyngra. I raun er lítið fiallað um þunglyndið nema þegar það kemur beint við sögu. I sögulok gerast þó atburðir sem rista dýpra og Gerða sjálf óttast að lokast inni í dimmum helli sorgar og saknaðar. Sá kafli er að mínum dómi sterkasti hluti verksins. Persónur bókarinnar eru skýrum dráttum dregnar. Gerða og Hrefna eru hressar stelpur sem auðvelt er að láta sér þykja vænt um. Strákamir sem þær eru að eltast við eru skemmtilega samansettur hópur misaulalegra drengja og aukapersónur á borð við Frið- björgu gömlu í Portúgal og Jón Geir, litla bróður Gerðu, eru fyndnar og lífga upp á textann. Þá fannst mér gam- an að sjá hvemig höfundur stillir upp ólíkum fiölskyld- um stúlknanna án þess að leggja dóm á lífsstil þeirra. Það er Gerða sem segir söguna og þar er veiki punktur bókarinnar. Gerða er að vísu prýðilegur sögu- maður og textinn lipur en málfarið tilheyrir fremur fólki á fimmtugsaldri en tólf ára stúlkubami! Hér hefðu vaskir krakkar eða ungling- ar þurft að lesa textann yfir og strika miskunnarlaust út orðalag sem tilheyrir ekki menningarheimi þeirra eða láta fullorðinn sögumann segja söguna í þriðju persónu. Að öðru leyti er Köflóttur himinn fín bók. Karl Helgason Köflóttur himinn Æskan 1999 Visku augun vaka grá, víst er hann öllum mestur. Þegar hann hverfur þrautum frá, þá veröur héraðsbrestur. Guömundur gefur bók sína út sjálfur og sér einnig um sölu á henni að heiman frá sér á Húsavík. Orð í tíma töluð í bókinni Orð í tíma töluð hefur Tryggvi Gíslason, skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, tekið saman um- fangsmesta safn tilvitnana og fleygra orða sem komið hefur út hér á landi. Þar er áð finna um átta þúsund uppflettiorð sem geyma margt sem snjallast hefur verið sagt á íslandi í þúsund ár, en einnig er í bókinni mikill fiöldi er- lendra tilvitnana. Orð í tíma töluð sækir titil sinn í Orðskviði Salómons: „Hversu fagurt er orð í tíma talað“ stend- ur þar. Hún er ólík venju- Iegum tilvitnanabókum að þvi leyti að hver til- vitnun er studd ítarleg- um bókfræðilegum upplýsingum' auk sögulegra og menningarlegra skýr- inga á örðum og orðtökum. Tryggvi segist í formála hafa byijað að vinna að þessari bók fyrir þremur áratug- um þegar hann kenndi íslensku við há- skólann i Björgvin í Noregi. Þá átti hún að vísu að verða orðnotabók eða handbók í málnotkun og geyma leiðbeiningar um mál og stíl, samheiti og andheiti og þess háttar. Er skemmst frá því að segja að sú bók vildi ekki verða til - „enda varð sumt eldi að bráð,“ segir Tryggvi. „En úr ösku orðnotabókarinnar hefur risið þessi bók sem aðeins hefur að geyma tilvitnanir og fleyg orö í íslensku." Með því er átt við orðrétt ummæli höfð eftir nafngreindu fólki eða úr ritum eftir þekkta höfunda eða úr sígildum ritum. Orð í tíma töluð - Islensk tilvitnanabók er tilnefnd til Islensku bókmenntaverð- launanna. Mál og menning gefur hana út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.