Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 39
JLlV FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 sviðsljós ■ Sagt upp vegna brjóstahaldara Matthew Perry í Friends er einn á báti á ný. Sambýliskona Perrys, Rene Ashton, yfirgaf hann eftir að hafa fundið brjósta- haldara annarrar konu á heimili þeirra. Perry þvertekur fyrir það að hafa verið ótrúr en Ashton leggur ekki trúnað á orð hans. Salma Hayek og Norton ástfangin Kvikmyndaleikarinn Edward Norton er endanlega hættur að vera með söng- og leikkonunni Courtney Love. Nýja konan í lífi hans er Salma Hayek. Þau hafa hist í leyni undanfarna mánuði, að því er bandaríska blaðið New York Daily News fullyrðir. Hayek hefur verið á lausu síðan fyrr á árinu. Pitt er drauma- maður Damons Væri kvikmyndaleikarinn Matt Damon hrifinn af strákum en ekki stelpum væri drauma- strákurinn hans hjartaknúsarinn Brad Pitt. „Það er hreint og beint unaðs- legt að horfa á hann,“ er haft eft- ir Damon. „Væri ég hommi myndi ég hengja myndir af hon- um upp á vegg.“ Damon lét þessi orð falla í blaði fyrir samkyn- hneigða. victoria gefur andlitslyftingu mömmu A ■ /I ■■■ f i jolagjof Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar, knattspyrnu- kappinn David Beckham, halda því ekki leyndu hvað þau gefa sínum nánustu í jólagjöf. Móðir Victoriu, Jackie Adams, er þegar búin að fá sína gjöf sem er lýtalæknisaðgerð upp á um 2 milljónir islenskra króna. Hugmyndina að þessari óvenju- legu gjöf á Victoria að hafa fengið eftir að hafa séð sjónvarpsþátt um lýtalæknisaðgerðir, að því er breska blaðið Sunday Mirror greinir frá. Jackie er nú búin að fara í fyrri að- gerðina af tveimur á prívatklínik í London og voru pokar undir augun- um fjarlægðir. Eftir áramót fer Jackie í seinni aðgerðina og þá á að fjarlægja hrukkur í kringum munninn og augun. Victoria hefur einnig greint frá því að hvað Brooklyn litli, sonur hennar, sem er 9 mánaða, fær í jóla- gjöf: nýtísku stereógræjur í hæsta verðflokki. Að sögn Kryddpíunnar hlustar sá stutti þegar með athygli á tónlist. Enn sem komið er virðist Orðrómur er á kreiki um aö leiöir Kryddpíanna muni skilja á næsta ári. Símamynd Reuter hann þó hafa erft meira af tón- leikasmekk foðurins en móðurinn- ar. „Hann verður mjög spenntur þeg- ar hann hlustar á rhytm & blues og hip hop. Hann er ekkert sérstaklega hrifinn af diskum Kryddpíanna," viðurkennir Victoria. Meðal þess sem stráksi hefur fengið í skóinn er Ferrari- leikfangabíll sem kostaði næstum um 6 milljónir króna. Bílinn keyptu hjónakomin í Harrods stórverslun- inni fyrr í þessum mánuði. Orðrómur er á kreiki um að leiðir Kryddpíanna muni skilja á næsta ári. Þær eru sagðar hafa velt því fyrir sér hvernig þær eigi að tilkynna aðdáendum tíðindin og komið sér saman um að greina ekki frá þeim fyrr en þriðja albúmið þeirra er komið út. Reyndar eru Victoria og Mel C sagðar hafa krafist þess að greint yrði frá ákvörðuninni eins fljótt og hægt væri. Kryddpíurnar hyggjast einbeita sér að sólósöng eins og Geri Halliwell. Kate Moss vill verða mamma eins fljótt og hægt er Ofurfyrirsætan Kate Moss þráir svo heitt að eignast bam að hún ætlar jafnvel ekki að bíða eftir þeim rétta til verkefnisins. „Verði ég ekki búin að hitta manninn í lífi mínu eftir 5 ár læt ég sjálf til skarar skríða. Það er alveg öruggt," mun Kate hafa sagt í viðtali við blaðið Big Issue. „Það er mjög algengt nú á dögum að vera einstæð móð- ir,“ segir Kate en viðurkennir að það geti verið erfltt. Mikið var fjallað um Kate í fjöl- miðlum um allan heim fyrr á árinu þegar hún viðurkenndi að hafa ver- ið áfengissjúklingur. Nú lifir ofur- fyrirsætan svo heilbrigðu lífi að hún telur að það sé tímabært að verða móðir. Að sögn Kate hefur hún smitast af hamingju ofurfyrirsætanna Cindy Crawford og Elle Macpher- son sem eru nýbakaðar mæður. Þó að Kate vilji umfram allt eignast bam ætlar hún þó að reyna aö forö- ast þær manngerðir sem hún hefur fallið fyrir hingað til. Sean Connery líklega aðlaður Sean Connery, fyrrverandi James Bond, verður sleginn til riddara á næstunni ef marka má skrif breska blaðsins Daily Mail. Að sögn blaðsins hefur breska stjómin skipt um skoðun i málinu. Hingað til hafa yfirvöld hikað við að heiðra Connery á fyrrgreindan hátt vegna tengsla hans við skoska þjóðarflokkinn. Aðalstefnumál flokksins hefur verið sjálfstæði Skotlands. Það verður þó ekki fyrr en um áramótin sem í ljós kemur hvort Connery verður meðal þeirra sem Elísabet Englandsdrottning slær til riddara. Yfirvöld harðneita að tjá sig um hvort Connery er með á orðulistanum. Poppstjarnan Kylie Minogue skemmti áströlskum hermönnum á Austur-Tímor í vikunni. Mikil eftirvænting ríkti þegar stjarnan steig upp á sviöiö. Mörg þúsund hermenn höföu komiö á tónleikana og fögnuöu þeir ákaft er þeir sáu aö stúlkan var í jólasveinakufli úr silki og stuttklædd undir. Ekki varö fögnuöurinn minni þegar Kylie Itók af sér kuflinn og í Ijós aö kom aö hún var í fallegum, rauðum , flegnum kjól. Kylie yljaði hermönnunum um hjartarætur þegar hún sagöi aö tónleikarnir væru þakklætisvottur fyrir mikilvæg störf þeirra. Símamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.