Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Fréttir Maður sem fór í jóladagsgönguferð í fjallinu fyrir ofan Staðarfell í Dölum: Þeyttist á annað hundrað metra niður - eftir að hafa misst fótanna og farið fram af harðfennislænu við klettabelti „Hann var heppinn, þessi maður sem var á gönguferð við fjallsbrún- ina ofan við húsin á Staðarfelli, þeg- ar hann missti fótanna í hjarni og fór fram af harðfennislænu. Félagi hans hafði horft á eftir honum og búist við að maðurinn myndi líta upp. En þá hafði hann farið fram af klettunum og þeyst niður hlíðina,“ Guðbjörg Guömundsdóttir, móöir Guðmundar ísars. DV-mynd HH Látins sonar og vinar minnst í dag mun hópur unglinga úr Hagaskóla minnast látins vinar síns, Guðmundar ísars Ágústs- sonar sem lést af slysförum þenn- an dag fyrir einu ári. Gangan er kölluð Gúndaganga en Guðmund- ur heitinn var kallaður Gúndi. Minningargangan hefst með stuttri athöfn í Neskirkju klukk- an 17 í dag en þar mun séra Hall- dór Reynisson fara með bæn Gengið verður með kyndla að leiði hins látna í Fossvogskirkju- garði. Gangan er gengin undir slag- orðinu „Unglingar gegn of hröð- um akstri" en megintilgangur hennar er að vekja til umhugsun- ar um afleiðingar hraðaksturs. „Þessi hugmynd kviknaði þegar sonur minn var jarðsettur en vin- ir hans voru í djúpri sorg vegna fráfalls hans. Því ákváðum við að minnast hans með þessu móti,“ sagði Guðbjörg Guðmundsdóttir, móðir Gúnda. -hól sagði Sigvaldi Guðmundsson, lög- regluvarðstjóri í Búðardal, í samtali við DV um mann sem hafði verið á meðferðarheimilinu Staðarfelli á Skógarströnd í Dölum þegar jóla- dagsgönguferð fékk óvæntan endi. Maðurinn hafði haft þónokkuð fyrir þvi að komast upp að fjalls- brún en á örfáum sekúndum var hann kominn aftur langleiðina nið- ur að húsunum við Staðarfell eftir vel á annað hundrað metra rennsli í mjög bröttu hjami fyrir ofan - þar af talsvert I frjálsu falli. Félagi mannsins hafði horft á eft- ir honum uppi við brún og búist við að bann gægðist nú upp aftur. En þá heyrði hann bara eitthvert óp. Menn sem voru fyrir neðan komu hins vegar auga á manninn þegar þeir heyrðu í honum þeytast æp- andi niður eftir hlíðinni, að sögn Sigvalda. „Hann lá fyrst eins og dauður þeg- ar að var komið en síðan kom í ljós að hann gat gengið studdur inn í hús. Hann var meðal annars með opið framhandleggsbrot," sagði Sigvaldi sem óskaði eftir að þyrla yrði send vestur. TF-SIF kom á vettvang í Stað- arfelli á fimmta tímanum síðdegis á jóladag. Henni var lent við Borgar- spítalann laust fyrir klukkan sex. Að sögn læknis á slysadeild Borg- arspítalans marðist maðurinn tals- vert og rispaðist auk þess sem hann fékk lítilvæg meiðsl á höfði, fyrir utan beinbrotin tvö. Hann er því tal- inn hafa sloppið ótrúlega vel. Sig- valdi lögreglumaður telur það hafa hjálpað mikið að maðurinn var í „heilum kuldagalla". -Ótt Unniö er af krafti viö aö brjóta um hina merku bók sem fjallar um framættir íslendinga, eftir Sigurgeir Porgrímsson, fyrrum forstööumann ættfræöisíðu DV. Bókin veröur yfir 300 blaðsíður, skreytt fjölda mynda af íslendingum fyrr og nú. Þá er fjöldi mynda af hinum ýmsu ættaróðulum á íslandi og á meginlandinu. Á myndinni er Guðmundur Steins- son umbrotsmaöur, sitjandi við tölvuna. Ritstjórinn, Theodór Árnason verkfræðingur, fylgist meö ásamt nánum aö- stoðarmanni, Guðlaugi Tryggva Karlssyni, hagfræöingi og hestamanni. ...og þá eru eftir fjórir jJmhj/j Það er mikið um að vera hjá Framsóknar- flokknum þessa dag- ana. Ljóðið um 10 litla negrastráka á við um flokkinn en óvíst er þó um að allir snúi þeir aftur. Fiokkurinn hefur jafnt og þétt tap- að fylgi og er nú kom- inn á þau mörk að spurt er um útrýming- arhættu. Halldór for- maður Ásgrímsson hefur náð að fitu- skerða flokkinn þannig að allir fá eitt- hvað fallegt, í það minnsta bankastjóra- stól. Styrkur Fram- sóknar liggur í fá- menninu sem gerir að verkum að allir hafa hlutverk. Það sem brennur þó á fólki þessa dagana er hver framsóknarmannanna verður það jólabarn sem lagt verður í jötu Seðlabankans. Páll Pétursson hefur það frá vitringum að hann geti ekki farið í hanka vegna þess að sonur hans, formaður Fjármála- eftirlitsins, sér um að passa að siðleysi nái ekki inn í raðir bankamanna. Þannig verður Höllustaðabóndinn að una því að vera áfram í pólitík. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Norðurlands eystra, hefur uppi í erminni lof- orð um að verða ráðherra. Hún er loðdýra- bóndi og er orðin þreytt á að bíða eftir því að Halldór komi undan feldinum. Það liggur fyr- ir að Halldór horfir sjálfur hýru auga til jöt- unnar í Seðlabankanum. Hann er í eðli sínu friðsæll og myndi sóma sér vel sem jólabarn Framsóknar. En Halldór er ábyrgur með eindæmum og þrátt fyrir að vera kominn með flokkinn niður í meðfærilega stærð þá er hann ekki alveg tiibúinn að yflrgefa skút- una til að fara í jötuna. Því er spurning hver eigi að hreppa hnossið. Finnur Ingólfsson er næstur Halldóri að völdum. Hann hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum og vili gjarnan verða jólabarn. Það myndi leysa ým- is vandamál. Þannig yrði til skarð fyrir Val- gerði sem þar með gæti loksins farið í nýju dragtina sem hangiö hefur inni í skáp allt síðan ráðherrajobbinu var lofað. Páll Péturs- son fær að dansa í félagsmálaráðuneytinu áfram. Umhverfissinninn Ólafur Örn Har- aldsson verður ofan á í Reykjavík og flokk- urinn fær nýja ímynd þar. Lausnin er fund- in. Finnur verður jólabarn flokksins og fer í Seðlabankann og Valgerður sá sjötti sem eitthvað fær „og þá eru eftir eru íjórir" eins og segir í bamagælunni. En tíminn er næg- ur, nú þegar ekki er fjórðungur liðinn af kjörtímabilinu. Bankastjórastólar eða ráð- herrasæti hljóta að falla til fyrir þá sem enn hafa ekkert fengið. Enn eru til framsóknar- menn svo fylla megi stólana. Flokkurinn sem bauð fram undir slagorðinu „Fólk í fyrirrúmi" meinti auðvitað „Framsóknarfólk í fyrirrúmi" og áfram er sungið um 10 litla framsóknar- stráka. Dagfari sandkern Ekki á Torgið Kristjáni Þór Júlíussyni bæjar- stjóra á Akureyri mun hafa borist beiðni um það frá nokkrum bæjar- búum að hann fyrir hönd Akureyr- arhæjar beitti sér fyr- ir því að bæjarbúar söfnuðust saman sem flestir á Ráðhús- torgi skömmu fyrir miðnætti 31. desem- ber nk. og fögnuðu þar nýju ári saman, teldu niður sek- úndur o.s.frv. Bæj- arstjóri er sagður hafa tekið erindinu heldur fá- lega, enda fmnst víst sumum að lítil ástæða sé til að vera að stefna fólki saman að óþörfu á þessum tíma, slíkt myndi víst varla hafa annað í för með sér en fjöldaölvun og ein- hver fleiri vandræði. Akureyringar munu því fagna þúsaldamótunum heima við eins og jpeir eru vanir að gera um áramót. Vandræði hjá Elínu Mikill vandræðagangur er hjá sveitarstjóminni í Húnaþingi vestra vegna ráðningar í stöðu skólastjóra við skólabúðimar að Reykjum í Hrútafirði. Sveitar- stjórn réð karl til starfsins, en ekki konu sem einnig var meðal umsækjenda þrátt fyrir að skóla- nefnd mælti með ráðningu konunn- ar. Máliö er komið tU kasta kæru- nefndar Jafnréttis- ráðs. Og þá kemur það vandræðalega í málinu. Elín R. Líndal framsóknar- kona er oddviti sveitarstjórnarinnar sem réð karlinn, en hún er einnig for- maður Jafnréttisráðs. Og vaknar nú sú spurning hvort framsóknarkonan Elín hafi beitt sér í því að koma að einhverjum fiokksbróður sínum. Lofrulla Sveinn Jónsson i Kálfsskinni i Eyjafirði, ferðamálafrömuður með meiru, sagði eftir að formaður at- s vinnumálanefndar Akureyrar hafði haldið smáræðu og afhent Sveini 500 þúsund króna hvatn- ingarverðlaun vegna baráttu hans fyrir kláfferju upp á brún Hlíðarfjalls, að ræðan hefði verið lofrulla sem hann hefði ekki átt skUið. Sveinn kom því reyndar „pent“ að við þetta tækifæri að bæjaryfirvöld á Akur- eyri hefðu lengst af „dregið lappirn- ! ar“ í málinu, en nú væri annað uppi á teningnum. Þrátt fyrir afstöðu bæjaryfirvalda lengi vel sér nú fyrir endann á málinu, og gæti kláfferjan komist í gagniö sumarið 2001 gangi björtustu vonir Sveins eftir. Fékk líka vinnu Við sögðum frá því á dögunum að Árni Gunnarsson varaþingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra og fyrrum aðstoðarmaður Páls Péturssonar í félagsmálaráðuneyt- inu hefði tekið við nýju starfi hjá Fisk- iðju Sauðárkróks sem er í eigu Kaup- félags Skagfirð- inga. En það fengu fleiri nýja vinnu á dögumun. Vinnu- málastofnun réð ráðgjafa að Svæð- isvinnumiðlun á Norðurlandi vestra á Blönduósi sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hjá Vinnumála- stofnun höfðu menn hins vegar ekki .þann hátt að auglýsa þessa opin- beru stöðu heldur réðu eiginkonu umrædds Árna Gunnarssonar, og hefur hún aðsetur á Sauðárkróki hjá karli sínum. Já, þeir hugsa um sína, framsóknarmennimir. Umsjón Gylfi Kristjánsson Netfang: sandkorn @ff. is 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.