Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 10
10 enning MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 JL>V Listasafnsþankar við aldamót Listasafn íslands er opið milli hátíða en þar eru í gangi þrjár sýningar. í aðalsölum safns- ins eru tvær aldamótakynslóðir. Annars veg- ar fulltrúar þeirrar kynslóðar sem fædd er í kringum 1960 og ku hafa náð fullum þroska um þessar mundir. Fulltrúar síðustu alda- móta eru hins vegar gömlu góðu frumherjam- ir í málaralistinni, Vormenn í íslenskri mynd- list. Á þeirri sýningu eru lika verk eftir mál- ara sem komu fram um og eftir 1920. í kjallar- anum er svo örsmá aðventusýning á madonnumyndum í nokkuð viöum skilningi. Brokkgeng sýningarstjórn Vormenn í íslenskri myndlist er prýðileg sýn- ing enda er það svo að safninu tekst yfirleitt best upp þegar það setur saman sýningar á verkum gömlu meistaranna. Þar kemur auðvitað margt til, margra ára reynsla og þekking innan safns- ins, það að valið stendur um nokkuð vel skil- greindan ílokk verka sem flest eru óumdeildar perlur og svo er húsnæðið eins og hannað utan um málverk i gylltum römmum og styttur á stöplum. Sýningin núna kemur svo sem ekkert á óvart en þó er áhugavert að sjá verk Jóns Þor- leifssonar sem varla getur talist til fastra liða. Þó hefði kannski verið eðlilegra að tala um „vor- menn í íslenskri málaralist". Þegar að hinni aldamótasýningunni kemur ingin „Fimm Súmmarar", sem er nýlokið var, til dæmis einkennilega ómarkviss samsetning. Það sama virðist vera að gerast með þennan hóp sem nú er kynntur sem aldamótakynslóðin en ílest verkanna á sýningimni eru orðin margþvæld þrátt fyrir ungan aldur. Sum hafa hangið á veggjum safnsins sýningu eftir sýningu, þau eru bara færð til á veggnum og sett í nýtt samhengi. Eins og ekkert fleira sé að gerast við þessi marg- þvældu aldamót? Vonbrigði Nú er það síður en svo ætlun mín að kasta rýrð á þá listamenn sem eiga verk á um- ræddri sýningu en mér þykir það þunnur þrettándi að sjálft Listasafn íslands þurfi að reka slíka gemýtingarstefnu þegar það telur fólki trú um að það sé að greina strauma og stefnur í samtímalistinni. Til að geta dregið upp sannfærandi mynd af tíma þarf að stunda rannsóknir og ekki skað- ar áhugi á viðfangsefninu. Ekki einfaldast málin eftir því sem tíminn líður. Breiddin innan myndlistarinnar vex stöðugt sem og fjöldi starfandi myndlistarmanna, og þar sem Listasafnið hefur lítið fé til innkaupa getur það aðeins eignast takmarkað sýnishorn af þeim veruleika sem því er ætlað að gera skil. Sýningin um nýja málverkið, sem sett var Þorvaldur Þorsteinsson: Söngskemmtun. Anna Líndal: Brúöur. vefst mér hins vegar tunga um tönn. Verkin á sýningunni eru í sjálfu sér öll góðra gjalda verð en sú brokkgenga sýningarstjóm sem viðgengst þegar íslensk samtímalist á í hlut er langt því frá að geta talist boðleg. Listasafn íslands ber meiri ábyrgð en nokkur önnur safnstofnun því það er rekið fyrir íjármuni allra landsmanna í þeim til- gangi að safna og koma á framfæri því besta sem gert er í íslenskri myndlist. Til þess hlýtur starfsfólk safnsins að verða að fylgjast með og þreifa fyrir sér en því miður er oft erfitt að koma auga á þess háttar vinnubrögð. Aðferðin sem helst virðist vera beitt er að útjaska því litla sem það á. Dæmi um slíkt er SÚM-ið. Síðan það komst í tísku hefur verið farið með ákveðin verk eftir ör- fáa félaga hópsins eins og lélega brandara. Sýn- MILLE Myndlist Áslaug Thorlacius upp í haust, olli t.d. miklum vonbrigðum en hugmyndin var vissulega spennandi því þar er lítt plægður akur. Vel hefði átt að vera hægt að finna verk frá því tímabili en víða hefði þurft að leita fanga. Manni virðist hins vegar sem vinnan hafi helst falist í því að draga fram úr hálftómum geymslunum það sem næst kemst fyrirbærinu og það er lítið annað en sögufölsun. Þátttaka Listasafnsins í umræðunni um Júlíana Sveinsdóttir: Löngunef í Vestmannaeyjum. Myndirnar eru á sýningunum i Listasafni ís- lands. samtimalist gengur sennilega best þegar ein- stakir myndlistarmenn eru fengnir til að sýna verk sin. Einnig koma stundum ágætar sýn- MILLENNIUM PARTY-PAKKAR. PAKKINN ER FYRIR 10 MANNS OG INNIHELDUR 60 HLUTI: FLAUTUR, HATTA OG FLEIRA SKEMMTILEGT FYRIR ÁRAMÓTAFÖGNUÐINN. EF ÞÚ PANTAR PAKKANN FYRIR ÞRIÐJUDAGINN 28. DES. FÆRDU HANN SENDAN FRÍTT HEIM FYRIR GAMLÁRSDAG. ADEINS Á VÍSÍr.ÍS HAGKAUP ^Adeins kr. ingar erlendis frá, nærtækt dæmi er vel heppnuð sýningarþrenna með erlendum ljós- myndurum á þessu ári - frábært innlegg í myndlistarlífið á landinu. Og eins og áður sagði er myndlist frá fyrri áratugum gerð ágæt skil, til dæmis var nýafstaðin sýning á málverkum Ásgrims austan úr Skaftafellssýsl- um alveg sérstaklega falleg. Góðar óskir Aðventusýningin er dálítið sniðug þó frem- ur illa fari um hana í kjallaranum. Óvæntast- ar eru tvær kópíur af gömlum evrópskum málverkum sem hafa verið keyptar snemma á 5. áratugnum. Þær sýna manni samt að ýmis- legt hefur breyst í áherslum safnsins. Varla væri fjárfest i slikum verkum í dag. Líklega er stór hluti af vanda Listasafnsins til kominn vegna slæmrar peningastöðu því það kostar bæði fé og fyrirhöfn að reka gott listasafn. Vonandi rætist ærlega úr þeim mál- um á nýrri öld og er við hæfi að enda þetta til- skrif á bestu óskum um bjarta framtíð Lista- safni íslands til handa. Sýningarnar Vormenn í islenskri myndlist og Við aldamót standa til 9. jan. Safnið er opið kl. 11-17 nema mán. Það verður lokað á gamlársdag og nýársdag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.