Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 11 pv_____________________________________Fréttir Brunavarnir Suðumesja vel undir áramótin búnar: Helmingi fleiri flugeldar - spáir Sigmundur Eyþórsson slökkviliösstjóri Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: DV, Suðurnesjum: „Við hjá Brunavömum Suðumesja munum undirbúa okkur vel fyrir ára- mótin með auknum útkallsstyrk og höfum rætt bæði við sjúkrahús og lög- reglu um meiri viðbúnað. Við munum auka öryggi og mæta því óvænta sem getur komið upp á, því reikna má með því að meiri gleðskapur og fleira fólk verði á samkomum en áður um ára- mót. Þá er líklegt að notkun flugelda verði helmingi meiri,“ sagði Sigmund- ur Eyþórsson slökkviliðsstjóri í sam- tali við DV. Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um svokallaðan 2000-vanda sem á að fylgja flestum tækjum og tölvutengdum hlutum með tímamæl- ingu um áramót. Mikill undirbúningur að nýju ár- þúsundi hefur staðið yfir hjá Bruna- vörnum Suðurnesja að sögn Sigmund- ar. Hann segir að almennt hafi fyrir- tæki á Suðurnesjum búið sig vel und- ir áramótin og viða séu auknar vakt- ir. Til dæmis hafi Hitaveita Suður- nesja gert nokkrar ráðstafanir. Þá seg- ir hann að ef skammhlaup verður í rafmagni og símkerfi muni fólk senni- lega kenna nýju árþúsundi um og þá geti skapast óöryggi hjá almenningi. „Nokkur lönd, svo sem Ástralía, Japan og sum Norðurlöndin eru á undan okkur í tíma og það verður Sigmundur , Ey- þórsson, slökkvi- liðsstjóri Bruna- varna Suöur- nesja. fróðlegt að fylgj- ast með óvæntum uppákomum þar ef einhverjar verða.“ Sigmundur tel- ur skynsamlegra að fólk gæti hófs í meðferð áfengra drykkja og láti áramótin líða áðiu en það byrji að skemmta sér fyrir alvöru og veri við öflu búið. Sigmundur seg- ir marga góða og árangursríka hluti hafa gerst hjá slökkviliði BS á haust- mánuðum, svo sem endurskipulagn- ingu i starfsmannahaldi, ráðið var í fastalið og slökkviliðsmönnum i vara- liði fjölgað úr sex í þrettán. „Nú í desember hefur verið í gangi mikið eldvamarátak í samstarfi við skóla og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Skól- ar hafa verið heimsóttir og nemendur og kennarar fengið fræðslu í bruna- vörnum. Þá hefur öllum þriðju bekkj- ar nemendum á svæðinu verið gefin rafhlaða í heimilisreykskynjara. Að auki hefur BS gert eftirlitsátak í stór- mörkuðum og veitingahúsum og eru eigendur þeirra hvattir til að gæta vel að því að halda neyðarútgöngum Hótel rís á Seyðisfirði: Leitað að lóð DV; Seyðisfirði: Hótel með 36 herbergjum, veitinga- sal og hæfilegum bar er á teikniborði arkitekta og mun rísa á Seyðisfirði á næstu mánuðum. Hótelið opnar dyr sínar vorið 2001 samkvæmt áætlun sem gerð hefur verið. Á fóstudags- kvöldið var haldinn fjölmennur fund- ur á Seyðisfirði vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar, en starfshópur hefur kannað þau mál í nokkrar vikur. í fundarboði var talað um að á fundin- um yrði stofnað hlutafélag til að byggja og reka hótelið. Nokkrum dög- um fyrr hafði Byggðastofnun veitt vil- yrði fyrir hundrað milljóna króna láni sem ætti að sjálfsögðu að auð- velda hlutafjársöfmm til framkvæmd- anna og raunar bæta stöðu málsins á margan veg. Seyðisfjaröarbær hefur lagt fram 2,5 mifljónir króna til undir- búningsvinnunnar. Ómar Bogason og Ólafur H. Sig- urðsson bæjarstjóri kynntu störf nefndarinnar og stöðu málsins. Til Seyðisfjarðar koma nú árlega 17.000 ferðamenn - og að sjálfsögðu verður mikil aukning þegar nýja ferjuskipiö tekur við af þeirri Norrænu sem nú er í ferðum. Mikil skoðanaskipti urðu um stað- setninguna en sá hængur er hér á veitingu byggingarleyfa að mjög ná- kvæmt, en vitaskuld sjálfsagt, eftirlit er með því að byggingarstaðurinn sé ekki á yflrlýstu snjóflóðahættusvæði. Einkum var þarna rætt um þrjá - eða jafnvel fjóra staði - og sýndist sitt hverjum um þá eins og reyndar oft vill verða. Hafa má það í huga að hót- elbyggingin gæti orðið til mikils gagns, þegar íbúarnir kynnu að þurfa að rýma hús sín vegna tilmæla Al- mannavarna á hættutimum sakir of- anflóða. Þegar hér var komið var ákveðið að láta undirbúningsnefndina vinna nokkru betur í málinu - og síð- an yrðu lokaákvarðanir teknar á fjöl- mennum fundi sem yrði haldinn við fyrstu hentugleika. Þá þyrfti að liggja fyrir sæmilega unnin viðskiptaáætlun - og einnig yrði tíminn nýttur til hlutafjársöfnunar, svo aflt umhverfi málsins væri ljósara. -JJ greiðfærum. Mikill annatími er i verslunum á þessum tima svo og fjöldi fólks á skemmtistöðum. „Við erum staðráðnir í því að gera enn betur á nýju ári og margt spenn- andi er fram undan, t.d. hefur stjórn BS nýlega samþykkt þriggja ára fjár- hagsáætlun sem felur í sér mikla end- urnýjun og endurskipulagningu á slökkvibifreiðum og öðrum tækjabún- aði slökkviliðsins," sagði Sigmundur að lokum. -AG Laugaveg Lindargötu Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777 - aukskattafsláttar og 40% afsláttaraf gengismun Úrval innlendra hlutabréfa Fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, vilja taka mikla áhaettu með hluta af því og líta á eign í sjóðnum sem langtímaeign. Allar tölur eru m.v. 25. nóvember 1999. Ávöxtun I fortíð er ekki visbending um ávöxtun I framtíð. Kirkjusandur, sími: 560 8900 og íslandsbanki, sími: 575 7575 Dæmi um félöq Markaðsverð Væai fslensk erfðagreining hf. 55.539.789 20,7% íslandsbanki hf. 46.593.425 17,4% Opin kerfi hf. 40.121.103 15,0% Tryggingamiðstöðin hf. 32.828.400 12,2% SlF hf. 20.130.000 7,5% Þorbjörn hf. 17.250.000 6,4% Önnur félög 54.258.376 20,8% m llwlhli Skoda pickup, f.skrd. 2.6.1995, bsk., 3 dyra, ekinn 50 þ.km, hvitur. Verðkr. 510.000. Opel Combo, f.skrd. 30.10.1996, bsk., 3 dyra, ekinn 69 þ.km, rauður. Verð kr. 680.000. Ford Escort Van, f.skrd. 18.2.1997, bsk., 3 dyra, ekinn 47 þ.km, hvltur. Verð kr. 850.000. VW Transporter, f.skrd. 8.6.1994, bsk., 4 dyra, ekinn 255 þ.km, hvltur. Verð kr. 590.000. Ford Transit bus, dísil, f.skrd. 29.12. 1995, bsk, 3 dyra, ekinn 47 þ.km, hvítur. Verð kr. 1.950.000. Urval wo-f-gira bíla af öllowi s-færöu»n 03 geröu»n / Margar bifreiðar á söluskrá okkar er hægt ad greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.