Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 12
12 Spurningin Óttastu tölvuvanda um árþúsundamótin? Pétur Pétursson nemi: Já, auðvit- að er ég dauðskelkaður. Ómar Gunnar Ómarsson nemi: Já, svakalega en ég er svo heppinn að eiga enga peninga inni í banka svo þeir hverfa ekkert. Kristján Hermannsson sölumað- ur: Nei, alls ekki. Hermína íris Helgadóttir nemi: Nei, alls ekki. Þórhildur Edda Sigurðardóttir nemi: Nei, það geri ég ekki. Albert Egilsson nemi: Já, auðvit- að, það á allt eftir að fara í skrall. Lesendur Stangaveiðimaður skrifar: Veiðimennska áhugamanna er sí- fellt að verða óaðgengilegri. Ekki er nóg með það að óhóflegt og raunar ósiðlegt gjald sé tekið af okkur veiðimönnum ef okkur langar í lax- veiði heldur eru veiðiréttarhafamir við helstu veiðiárnar orðnir svo gráðugir að matarkostnaður í veiði- kofunum er farinn að slaga upp í sjálfan veiðikostnaðinn. Þegar veiðileyfln voru orðin svo dýr að hefja varð innflutning á er- lendum auðkýfingum til að hægt væri að selja leyfin, fylgdi með að þeir urðu að éta tO að geta stundað veiðarnar. Ákveðið var að fara þá leið að bjóða aðeins upp á það besta og dýrasta, enda e.t.v. við hæfi þegar verið er að þjónusta slíka greifa. En útlendingarnir vOja ekki veiða hér á landi nema á besta tíma sumars og því máttum við aumingjamir koma aðeins að ánum áfram, á tímunum þegar veiðivonin er minni. Verðið til okkar hinna, innfæddu veiðimanna, hefur þó farið stig- hækkandi og er orðið slíkt að fjöldi manna hefur snúið sér að öðrum áhugamálum. En veiðiréttarhöfun- um finnst ekki nóg komið. Til að ná inn enn meiri tekjum hækka þeir í sífellu verðið fyrir gistingu og mat og eru fjölmörg dæmi um að mönn- um sé gert að greiða fyrir það 10 þúsund krónur aukalega á dag vOji þeir veiða í sæmOegri á. Reyndar „Verðið til okkar, hinna innfæddu veiöimanna, hefur þó farið stighækkandi og er orðið slíkt að fjöldi manna hefur snúið sér aö öðrum áhugamalum." væri réttara að tala um 20 þúsund vegna þess að veiðdeyfin eru orðin svo dýr að menn eru nánast alltaf tveir um stöng og báðir þurfa auð- vitað að næra sig. Það er svo auðvelt reiknings- dæmi að flnna út hvað verið er að taka inn með matsölu á dag. í á þar sem eru fimm stangir og tveir með hverja stöng eru þetta 100 þúsund á dag og nokkrar mOljónir þegar sum- arið er gert upp. Hvernig er það eig- inlega, standa rándýru veiðileyfin ekki undir leigukostnaði hjá leigu- tökunum? Þurfa þeir að reka dýr- ustu veitingahús landsins á árbökk- unum? Það er kominn meira en timi til að þessari spillingu linni. Okur í veiði- húsunum Myndbirting afbrota manna sjálfsógð Sólrún skrifar: Ég vil hvetja fjölmiðla tO að taka fastar á afbrotum glæpamanna sem hér vaða uppi. Það hefur viðgengist allt of mikO linkind í umfjödun um þessa menn. Það er eins og fjölmiðl- ar hér veigri sér t.d. við að birta myndir af þeim sem framið hafa ódæðisverk og skáka í því skjóli, að sögn, að enginn sé sekur fyrr en sekt er sönnuð. Þegar lögregla hefur fengið fram játningu óbótamanna er sektin auðvitað sönnuð, þótt ekki hafi verið dæmt í málinu. Algengt er að brotamenn sem færðir eru til yfirheyrslu séu með teppi yfir höfðinu til að þess að þeir verði ekki auðkenndir. Ekki er nein feimni íslenskra fjölmiðla við að birta myndir af erlendum afbrota- mönnum og þar er ekkert undan dregið. Jafnvel íslenskir afbrota- menn á erlendri grundu sem mynd- ir nást af eru komnir í fjölmiðla hér samstundis. Þannig má t.d. vitna til Kio Briggs og íslensku konunnar sem tekin var í sambandi við fíkni- efnamálið í Danmörku. Mynd af Kio Briggs og hinni islensku konu var birt um leið og hún hafði verið mynduð við réttarhöldin í Sönder- borg. Auðvitað á sama að gilda hér á landi varðandi myndbirtingar glæpamanna, þótt þeir hafí ekki verið dæmdir. Þetta eru oft hættu- legir menn sem svo er sleppt að yf- irheyrslum loknum og aimenningi stendur ekki á sama. Hér er um mál að ræða sem ráðamenn eiga að setj- ast yfir. Eftirminnilegt jólahlé Alþingis - tvær þingkonur fara á taugum í pontu Kristján Þórðarson skrifar: Það verður í minnum haft hvern- ig jólahlé á Alþingi bar að í þetta sinn, síðasta ár aldarinnar. Hart hefur verið deilt um Fljótsdalsvirkj- un og að vonum. Sem betur fer var þó samþykkt aö hefja framkvæmdir þarna eystra og mikOl meirihluti fyrir því á Alþingi. Á lokasprettin- um urðu þó ýmsar uppákomur eins og greint hefur verið frá í fréttum og óþarfi að tíunda hér. Aðeins eitt vOdi ég árétta þar sem mér finnst skömm að fyrir þá þingmenn sem hlut eiga að máli. Ég á hér að sjálfsögðu við þær tvær þingkonur sem létu fúkyrðin dynja yfír þingsalinn og höfðu í heitingum við réttkjörna ríkisstjóm og þjóðina aUa um leið. Þessar þing- konur urðu sér báðar til skammar. (L[1®[1[MI[B)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem bfrt verða á lesendasíðu Frá Alþingi á síðasta sprettinum fyrir jólin. Ögmundur Jónasson óákaði þing- heimi, forseta þings og þjóðinni gleðOegra jóla og var kurteis að venju. Þessar tvær þingkonur létu sig hins vegar hafa það að opinbera sig sem taugaveiklaðar skapofsa- manneskjur og eiga þær tæplega upp á paOborðið hjá kjósendum eft- ir þau fúkyröi sem þær hreyttu út úr sér vegna Fljótsdalsvirkjunar- málsins. Ég er einn þeirra sem styð þessar virkjunarfram- kvæmdir en vO fá umhverfismat áður. Mér finnst margir þeir sem eru sömu skoðun- ar og ég fara offari í málflutningi sín- um og því fer sem fer, að ekki verður tekið mark á þeim sem hæst láta og krefjast þess að aU- ur pakkinn verði dreginn tO baka. Það yrði heldur ekki nein óska- staða fyrir þá íbúa dreifbýlisins sem beðið hafa lengi eftir virkjun á Austurlandi og at- vinnutækifærum í kjöUarið. Ég býð ekki í þingmenn, af hvoru kyninu sem er, sem láta þingmálin fara svo í taugamar á sér að alþjóð verður vitni að óförum þingmann- anna í ræðustóli. Raunar ber for- seta þingsins að víta óviöeigandi framkomu þingmanna við slíkar að- stæður og víkja ætti ofstopahöldn- um þingmönnum af þingi ef út yfir tekur. MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Hræðist vorblíðuna Hallgrlmur hringdi: Ég er undrandi hve veð- urguðirnir eru rýmOegir við okkur íslendinga þessa dagana, eftir smáhret í nokkra daga. Þessa dagana eru vetrarhörklur víða um Evrópu og aUt suður tO Túnis samkvæmt fréttum. En það er einmitt við þær aðstæð- ur þegar vorlaukarnir taka nán- ast sprett úr jörðu hjá okkur á íslandi. Ég er farinn að hræðast þessa óvæntu og ótímabæru vorblíðu og held að þetta geti vitað á vont af hálfu náttúrunn- ar, jafnvel eldgos eða annað verra. Ég hvet Almannavarnir hér á landi tO að vera við öllu búnar ef náttúruhamfarir láta á sér kræla. Ég er ekki viss um að almenningur uggi að sér þegar svona vorblíða deyfir hugann í jólaönnunum. Spilasjúk- lingur 17 ára Áhyggjufull móðir sendi þess- ar línur: Ég er móðir 17 ára drengs sem er orðinn forfaUinn spOa- sjúklingur. Hann er búinn að spOa í spilakössum frá því hann var 14 ára gamaU. AUir pening- ar sem hann eignast fara í kass- ana. Hann er hættur í skóla og vinnur bara við og við, eða þangað tO hann missir vinnuna, vegna þess að hann fær svo mik- 0 þunglyndisköst. Það er einlæg ósk mín að spilakössunum verði lokað og það hið aUra fyrsta. Þetta ættu heUbrigðisyfirvöld að skynja og vinna gegn frekari ógæfu vegna þessara kassa. Ólögleg hrossavið- skipti Guðjón Magnússon hringdi: Mér finnst íslensk skattayfir- völd, sem annars eru á eftir hvers manns mistökum varð- andi skattaskýrslu manns, vera óvenju róleg vegna fréttanna frá Þýskalandi um að þar sé í gangi rannsókn um ólögleg hrossaviðskipti og með þátttöku íslenskra aðOa. Það er eins og íslensk skattayfirvöld ætli að horfa gegnum fingur sér vegna þessa máls. Eða þannig talar skattrannsóknarstjóri i viðtali og þannig hefur t.d. landbúnað- arráðherra talað. Hann lítur ekki þessi viðskipti, þótt ólögleg kunni að vera, alvarlegum aug- um. Mér hefur jafnvel heyrst á ráðherra að hann kynni að láta hugsanlegar sektir faUa um sjálfar sig og láta ríkið bera skaðann. Ef þetta er rétt álykt- un hjá mér, þá er hér mjög al- varlegt mál á ferð. Þörf aug- lýsing Móðir skrifar: Mér fannst það þörf og góð auglýsing sem Tannlæknafélag- ið birti nýlega. Þar var bent á að stjómvöld eru að skera niður fjármuni tU fyrirbyggjandi að- gerða til að koma í veg fyrir tannskemmdir hjá börnum. Tannskemmdir í börnum hafa minnkað vemlega síðustu ára- tugi vegna forvamastarfsins. Mér blöskrar ef stjórnvöld halda að þau spari eitthvað núna með því að stuðla að dýrum tannvið- gerðum seinna meir. Við for- eldrar vUjum frekar fá fjármuni í forvarnastarfið þannig að öU böm hafi möguleika, óháð efna- t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.