Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 15 Stuttbuxnadeild in andskotast Stuttbuxnadeild Sjálf- stæðisflokksins, öðru nafni Samband ungra sjálfstæðismanna, gerir það ekki endasleppt fremuren fyrri daginn. Sennilega hefur hún fengið veður af fróðleg- um fyrirlestri Jóns Orms Halldórssonar í Ríkisútvarpinu ekki alls fyrir löngu, þegar hann gerði að umtals- efni þverrandi áhuga á pólitískum umsvifum meðal ungs fólks í ná- grannalöndunum báöumegin Atlantshafs. Kvað hann svo að orði, að erlendum ung- mennum þætti í hæsta máta haílærislegt að vasast í pólitík, enda sönnuðu töl- urnar sem hann nefndi um fylgis- hrun breska Ihaldsflokksins að orðið hefur sögulegur trúnaðar- brestur milli almennra borgara, ekki sist af yngri kynslóð, og þeirra sem sækjast eftir áhrifum og völdum í samfélaginu. Örþrifaráö Ef að líkum lætur skynjar stutt- buxnadeildin hvert vindurinn blæs og sér sitt óvænna. Árum saman hefur hún veifað vígorðinu „Kerfið burt!“ en aldrei hefur kerf- ið bólgnað eins geigvænlega og í tíð tveggja siðustu ríkisstjórna Sjálf- stæðisflokksins. Þá varð að finná eitt- hvað annað og meira krassandi. Ríkisútvarpið var um sinn vinsæll skotspónn: einka- vinavæða það og leggja í rúst sjötiu ára samfellda við- leitni áhrifamestu menningarstofnun- ar landsmanna. Það baráttumál hef- ur átt lítinn hljóm- grunn meðal lands- manna. Formaður Fram- sóknarflokksins hef- ur að vísu játað að stjóm þeirrar stofnunar með póli- tískum varðhundum í útarpsráði hafi verið mistök og lagt til annað fyrirkomulag, en væntanlega mun hann og flokkur hans ekki fallast á einkavinavæðingu, sem yrði eitt- hvert afdrifarik- asta menningar- slys i sögu lýðveld- isins. Postular sora og siöblindu Én stuttbuxna- deildin er ekki af baki dottin, þó illa gangi að finna eftirsóttan hljóm- grunninn. Hún grípur bara til æ fjarsæðukenndari úrræða og hrópar þeim mun hærra sem henni er minni gaumur gefinn. Næst kom krafan um að enginn gæti orðið ís- lenskur ríkisborgari nema hann stæðist grunnskólapróf í íslensku. Þá neyddist blessaður fjármálaráð- herrann til að gera þá játningu að faðir hans, sem var norskur, hefði sennilega aldrei getað uppfyllt slíkt skilyrði. Loks kom ákallið um óheft at- Kjallarínn Sigurður A. Magnússon rithöfundur „Tveir af postulum frjálshyggj- unnar, þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Jón Steinar Gunn- laugsson, hafa lýst yfir því opin- berlega, að þeir sjái ekkert at- hugavert við viðskipti fullorðins fólks með eiturlyf og Hannes taldi á sínum tíma vændi heyra undir eðilileg viðskipti í nýfrjálsu samfélagi.u „Loks kom ákallið um óheft athafnafrelsi til handa klámbúllum í landinu, og sé ekki á það hlustað má fjandinn sjálfur vita hvað kemur næst.“ hafnafrelsi til handa klámbúllum í landinu, og sé ekki á það hlustað má ijandinn sjálfur vita hvað kem- ur næst. Kannski kröfur um óheft viðskipti með eiturlyf, lögverndun vændis og frjálsan markað fyrir barnaklám? Tveir af postulum frjálshyggjunnar, þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Jón Steinar Gunnlaugsson, hafa lýst yfir því opinberlega, að þeir sjái ekkert athugavert við viðskipti fullorðins fólks með eiturlyf og Hannes taldi á sínum tíma vændi heyra undir eðilileg viðskipti í ný- frjálsu samfélagi. Örvæntingarfullar tilraunir Stuttbuxnadeildin hefur verið hávær um sjálfskipaða siðapost- ula, en mér er spurn, hvað eru þessir talsmenn ungra sjálfstæðis- manna annaö en sjálfskipaðir postular sora og siðblindu? Boð- skapur þeirra og allt framferði bera óþægilegan keim af tiltekt- um nýnasista á Norðurlöndum og víðar. Örvæntingarfullar tilraun- ir þeirra til að ná eyrum almenn- ings með sífellt fráleitari hug- smíðum ættuðum úr smiðju Hannesar Hólmsteins og Jóns Steinars eru dæmdar til athlægis hjá fólki með óbrenglaða sið- gæðiskennd og félagslegan þroska. Vel má vera að þeir láti sig dreyma um frumskóginn og lögmálin sem þar eru ríkjandi, en þær draumsýnir eru víðsfjarri ís- lenskum veruleik og verða aldrei annað en hlægilegt draumarugl í hugum heilbrigðra þjóðfélag- þegna. Sigurður A. Magnússon Orðin tóm eða sönn Þau eru sorglega mörg dæmin í kringum okkur þar sem orð eru notuð til að sveipa hugmyndir og framkvæmdir einhverjum þeim ljóma sem henta þykir hyerju sinni án þess að nokkur alvara búi að baki. Innantóm slagorð hafa auðvitað lengi þekkst en ávallt er þó reynt að fá markhópa hverju sinni til að trúa því sem haldið er fram í slag- orðunum. Fyrirtæki starfa mörg undir einkunnarorðum og margir þekkja það hvernig rótgrónir skól- ar á ölium skólastigum velja sér hugtök eða hugmyndir sem alla vega í upphafi er stefnt að að hafa að leiðarljósi í starfi stofnunarinn- ar. Þessi tengsl við fagrar hug- myndir gefa yfirbragð sem getur iaðað að þá sem að slíku leita. Hver er sjálfum sér næstur En ekki tekst alltaf jafn vel til. Fyrir utan þá alþekktu tvöfeldni og jafnvel lygi sem viðgengst þá virðist hugsun margra sem koma við sögu alls ekki nógu skýr. Aug- lýsingastofa myndi sennilega seint starfa undir kjörorðunum „sann- leikurinn er sagna bestur" og sá einkunnarorðasmiöur sjálfsagt fljótt rekinn sem veldi bankastofn- un kjörorðin „hver er sjálfum sér næstur". Eitt af aumlegri dæmum um óskýra hugsun á þessu sviði eru einkunnarorð í skjáleik ríkis- sjónvarpsins. Þar er auglýsingum hinna ýmsu fyr- irtækja pakkað inn í leikjaum- gjörð undir ein- kunnarorðunum „Auktu við þekk- ingu þína“ og „Aukin þekking og fræðsla". Stór hluti tímans fer hins vegar í það finna hvar einhver tiltekinn hluti púsluspils á að lenda eða telja hoppandi pinna sem líða yfir skjá- inn. Spurningarnar sem settar eru fram eru að stórum hluta mjög heimskulegar og falla illa undir al- mennar hugmyndir um þekkingu eða fróðleik. Auk þess má draga í efa heilindi þeirra sem setja fram spumingar rnn það t.d. hvar ákveðnir skemmti- staðir Reykjavíkurborg- ar eru staðsettir. Þenn- an miðil mætti nota miklu betur ef fram- kvæmdaraðilar hefðu einkunnarorðin raun- verulega að leiðarljósi. Mannúö og vísindi En svo eru til dæmi um hið gagnstæða. Dæmi um það hvemig falleg einkunnarorð geta verið grunnur starfs og litað athafhir í hverju skrefi sem stigið er. Fyrr á þessi ári þurfti undirrituð að þiggja mikla hjálp á nokkrum deildum Landspítalans. Aldrei verður hægt að þakka allt það sem gert var þá og í marga mánuði var hreinlega erfitt að sitja uppi með svo mikið þakklæti í brjóstinu án þess að hafa nokkra leið til að sýna það. Svo var það einn daginn þegar hringja þurfti í þennan ágæta spít- ala að flett var upp númerinu í simaskránni. Og þá í fyrsta skipti - þrátt fyrir að hafa oft séð þau áður - voru einkunnarorð spítal- ans lesin af skilningi. „í þágu mannúðar og vísinda" stóð þarna skýrum stöfum. Mannúð og vísindi - í þessari röð! Allt starf skyldi unnið í nafni mannúðar og visinda. Þessi orð ná svo ótrúlega vel utan um upplifun- ina fyrr á þessu ári. Hvemig hver einasti starfsmað- ur kom fram af góðsemi og með hlýju. Hvernig mis- kunnin birtist í umhyggju þessa fólks daga og næt- ur. Hvernig fag- mennska þeirra og öryggi fyllti mann trausti og hvernig þau af rausnar- skap þrátt fyrir mikið álag gáfu sér svigrúm til að kynnast okkur sem þarna vorum. Það er í ljósi þessarar reynslu full ástæða til að óska Landspítal- anum til hamingju með það hvern- ig honum hefur tekist að starfa undir metnaðarfullum einkunnar- orðum. Starfsfólk sem sannlega starfar með þessi leiðarljós rikj- andi er ómetanlegt. Við sem njót- um þessara heilinda i starfi þeirra getum ekkert annað en þakkað í hljóði og sent þeim góðar óskir. Sigfríður Björnsdóttir „Auglýsingastofa myndi senni- lega seint starfa undir kjörorðun- um „sannleikurinn er sagna best- uru og sá einkunnarorðasmiður sjálfsagt fljótt rekinn sem veldi bankastofnun kjörorðin „hver er sjálfum sér næsturu. Kjallarinn Sigfríður Björnsdóttir tónlistarkennari Með og á móti Leigubílar meö aukaálag um áramót Um áramótin er fyrirhugaö aö leigu- bílstjórar, sem veröa viö störf, muni aka samkvæmt taxta sem er 60% hærri en venjulegur dagtaxti. Ofan á venjubundiö hátiöarálag, sem nemur 35%, munu bætast 25%. Sú hækkun á bæöi við um startgjald og tímalengd. Petta mun í fyrsta skipti sem slíkt álag er sett ofan á heföbundna taxta leigubilstjóra. Astgoir Þorsteins- son, formaöur Frama, félags bif- reiöarstjóra. Brýnt að margir séu á vakt „Leigubílaakstur á gamlárs- kvöld er gríðarlega mikilvægur enda ekki önnur þjónusta í boði. Það verða engir strætisvagnar á götunum, auk þess sem akst- ursþjónusta fyrir fatlaða fellur niður. Það er því brýnt að leigu- bilstjórar verði margir á vakt og fyrirséð að jafnvel verður þörf á fleiri leigubílum en á venjulegu gamlárskvöldi. Þessi áramót eru sérstök og margir bíl- stjórar vilja gjarna vera í fríi. Við ákváðum að setja áramótaá- lagið ofan á hinn venjubundna taxta til að tryggja að leigubíl- stjórar í akstri verði ekki færri en fleiri. Um næstu áramót er það þekkt staðreynd að fólk í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins fær yfir- borgað. I okkar augum er ekki nema sjálfsagt að leigubílstjórar fái slíkt hið sama. Þetta eru líka ekki nein ósköp eins og sumir hafa viljað vera láta. Það er bara vonandi að rætist úr og flotinn verði nægilega stór til að inna af hendi þá þjónustu sem nauðsyn- leg er.“ Svartur blettur „Mér þykja leigubílstjórar seil- ast heldur langt í þetta skiptið og er reyndar stórundrandi á hegð- un þessara annars prúðu manna. Ég hefði ekki talið það í anda leigubílstjóra að hafa stórfé af vamarlausu fólki sem sök- mn bílleysis neyðist til að nota þjónustu þeirra öðru hverju. Allur málatilbúnað- ur í kringum þetta mál er hneykslanlegur og setur svartan blett á hátíð ljóss og friðar sem ætti ekki að einkennast af græðgi. Það kæmi mér ekki á óvart þótt áramótin yrðu ein- manaleg hjá mörgum sem neyð- ast til að sitja heima þar sem þeir eru ekki borgunarmenn þegar of- urtaxtar leigubíla eru annars vegar. Ég mun ekki láta undan þessari gegndarlausu græögi og fremur brjótast milli húsa í stór- hríð og frosti en hringja í leigu- bíl. -aþ Kolbrún Bergþórs- dóttir blaöamaöur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.