Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Trésmíðavélar Tilboö óskast í þessar vel útbúnu notuðu trésmíöavélar. Fréttir DV Auðlindin er gjoful - en veðrið takmarkar ásókn í gullkistuna DV, Ströndum: Hin allra síðustu ár hafa afla- brögð verið afbragsgóð á veiðislóð báta sem gerðir eru út frá Hólmavík og Drangsnesi, bæði þeirra sem stunda línu- og handfæraveiðar og hefur bátum heldur flölgað á ný sem sinna þessum veiðiskap enda eftir talsverðu að slægjast. Fengsældinni má helst líkja við það sem sagnir eru um að gerst hafl á stríðsárunum seinni þegar fyrir kom að stór- þorski skolaði upp á flúrur þegar hafrótsveður gerði, slík hafa afla- brögðin stundum verið. Ýmsir sjómenn eru þó þeirrar skoðunar að toppnum hafi verið náð og veiði aukist vart úr þessu. Þó segja þeir að fiskurinn brjóti enn öfl þekkt fyrri lögmál og taki meðal annars gamalbeitta línu sem jafnvel hefur verið geymd í marga mánuði. Nokkuð sem fyrr á tíð var talið vafasamt að borgaði olíukostnað að leggja í sjó. Hin síðustu ár hefur komið til sögunnar lína sem tekur hinni fyrri fram um flest og þegar VALSMENN HF. Sala hlutafjár að nafnverði allt að 25.000.000 króna Stjóm Valsmanna hf. hefur ákveðið að nýta heimild í samþykktum félagsins til aukningar hlutafjár um allt að 25 milljónir króna. Sala hlutafjárins Hlutabréfin verða seld í almennri sölu og er sölutími frá 27. desember 1999 til 27. janúar 2000. Gengi hlutabréfa verður 1.00 á hverja krónu nafnverðs hlutafjár. Öllum er boðið að kaupa hlutabréfin með áskriftarfyrirkomulagi og getur hver aðili skráð sig fyrir hlutabréfum að lágmarki 10.000 kr. að nafnvirði. Verði eftirspum meiri en sem nemur því hlutafé sem boðið er til sölu skerðist hlutur hvers og eins. Móttaka áskrifta Móttaka áskrifta fer fram á skrifstofu Verðbréfastofunnar hf., Suðurlandsbraut 20 og hjá Knattspymufélaginu Val að Hlíðarenda. Útboðslýsingar og önnur gögn er hægt að nálgast hjá Verðbréfastofunni hf. Suðurlandsbraut 20 og að skrifstofu Vals að Hlíðarenda. VERÐBREFASTOFAN Verðbréfastofan hf. Suðurlandsbraut 20 108 Reykjavík Sími 570 - 1200 Fax 570 - 1209 Valshjartað slœr, vertu með! BOERE Þykktarpússivél SCM B5L Kantlímingarvél !\ 'ú \ Bk * r* P'; »ca& % ! ■ *** - '* * iá\ n i atafflíS: HEGASohf. Smi&juvegi 8,200 Kópavogi S: 567-0010 Fax: 567-0032 Línuveiðarinn Ásdís ST 37 a& koma með góðan afla til löndunar á Hólmavík. í brúnni er skipstjórinn, Benedikt S. Pétursson, en stýrima&urinn Árni M. Björnsson bograr frammi í stafninum. DV-mynd Gu&finnur iT VI ÁSPVS við bætist vönduð landbeitning er ofur eðlilegt að góður árangur náist. Síðustu vikurnar hafa ógæftir hamlað veiðum og trillur og minni bátar ekki komist á sjó. Margir eru á því að gagnvart þeim þætti fisk- veiða er að línu- og krókaveiðum lýtur megi að skaðlausu slaka á yf- irstjórninni enda sjái hið breytilega islenska veðurfar um að takmarka sóknina í auðlindina, a.m.k. yfir vetrartímann. Öðru máli gegni um neta- og þá ekki síst togveiðar. -Guðfinnur Nær snjólaust í Árneshreppi: Ekki vélsleða- fært um sveitina DV, Ströndum: Mjög góð færð er og hefur verið undanfarið í Árneshreppi og snjór er svo lítill að ekki er hægt að fara á vélsleðum um sveitina vegna snjó- leysis. Blaðið hefur greint frá nokkru fannfergi sem Ingólfur Benediktsson vann við að moka upp á eindæmi á Reykjarfjarðarströnd sunnan við Árneshrepp. Fyrir þar síðustu helgi aðstoðaði björgunarsveitin á Hólmavík Evu Sig- urbjörnsdóttur, hótelstýru í Djúpuvík, við að komast norður en hún hefur sinnt kennslu á Hólmavik síðustu vik- ur. Fara átti stystu fjallaleið en sums staðar þurfti að leggja lykkju á leiðina vegna þess að snjó skorti og ekki var fært vélsleða niður í byggðina í Ár- neshreppi af sömu ástæðum. Þá komst læknir frá Hólmavik ekki norður frá 19. nóvember til 14. desem- ber en þekkt er að hann fari Trékyll- isheiðina að vetri til þegar vegurinn lokast. -Guðfinnur Ný gámastöð í Borgarbyggð Flokkun á sorpi verður tekin upp DV, Vesturlandi: Gámastöð á Sólbakka í Borgar- nesi verður væntanlega tekin í Staðarfellskirkja: Breytir ásýnd staðarins - segir prófastur Síðastliðið haust voru sett upp þrjú útiljós við kirkjuna á Staðarfelli á Fellsströnd. Fjórða desember voru þau afhent söfnuðinum við kirkjulega athöfn í Staðarfellskirkju þar sem pró- fasturinn, séra Ingiberg J. Hannesson, stjórnaði aðventukvöldi. Ljósin eru minningargjöf um Jónas Jóhannsson, fyrrum bónda á Valþúfu á Fellsströnd, sem lést í febrúar 1995 en 18. desember voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Gefendur eru ekkja Jónasar, Guðbjörg Andrésdóttir, synir þeirra Andri og Rúnar og fjölskyldur þeirra. Séra Ingiberg segir gjöf þessa kær- komna og góða. Hún breyti mikið ásýnd staðarins í skammdeginu, ljós- in lýsi upp kirkjuna og staðinn um- hverfis en á Staðarfelli er 108 ára göm- ul kirkja, vígð 1891. Guðbjörg Andrés- dóttir dvelur nú við góða heilsu í Silf- urtúni, dvalarheimili aldraðra í Búð- ardal. -GF notkun upp úr áramótum og verður byggingarkostnaður væntanlega um 20 milljónir króna. Nýverið hófst móttaka á sorpi í Fíflholtum á Mýr- um þar sem sveitarfélög á Vestur- landi hafa sameinast um urðun sorps. Með tilkomu starfseminnar í Fíflholtum og gámastöð verður mót- töku á sorpi á haugunum fyrir ofan Borgarnes smám saman hætt á næstu mánuðum. í október sam- þykkti bæjarstjórn Borgarbyggðar samhljóða stefnumótun í sorphirðu- málum og tengdum umhverfismál- um. Tillögurnar gera ráð fyrir að flokkun á sorpi verði tekin upp á kjörtímabilinu og hafin jarðgerð á lífrænu sorpi. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.