Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 25 Fréttir Myndlistaskóli Austurlands á Stöðvarfirði: Rætt um að breyta ball- húsi í myndlistarskóla DV, Stöðvarfirði: Um nokkurt árabO hefur verið að gerjast hugmynd um að stofna Mynd- listaskóla Austurlands á Stöðvarfirði. Á Stöðvarfirði hefur í marga áratugi verið rekin öflug myndlistastarfsemi og síðustu fimmtán ár með sumar- námskeiðum, sumarsýningum og ýmsum uppákomum því tengdum sem Ríkharður Valtingojer og Sólrún Frið- riksdóttir hafa borið hitann og þung- ann af. Ríkarður hefur verið búsettur á Stöðvarfirði síðan árið 1985 en starf- að lungann úr árinu í Reykjavík, bæði sem kennari og deildarstjóri grafik- deildar Myndlista- og handíðaskólans og nú Listaháskóla íslands. Hreppsnefnd Stöðvarhrepps hefur nú tekið þessa hugmynd Ríkharðs upp á sína arma og ætlar í samvinnu við hann að stofna Myndlistaskóla Austurlands á Stöðvarfirði snemma á næsta ári, ef fjármögnun tekst. Hug- myndin er að skólinn yrði jafnframt menningarmiðstöð fyrir Suðurfirði Austfjarða. Þegar hefur verið lagt fram erindi til fjárlaganefndar um stuðning við verkefnið og mennta- málaráðherra sýnt henni jákvæðan áhuga, þó þannig að hann telur ekki koma til álita að ríkið reki skólann en skoða mætti að ríkið styrki framtakið með rekstrarstyrkjum og í stofnkostn- aði. Skólinn yrði sjálfseignarstofnun sem rekin yrði fyrst og fremst á styrkjum frá fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum á Austurlandi og smærri styrktaraðilum, auk skóla- Baöstofuviögerö á Glaumbæ aö hefjast: Byggt yfir fornan mannabústaö „Við stefnum að því að gera við baðstofuna á næsta ári. Hún er svo illa farin að ekki er hjá því komist að ráðast í endurbætur á henni,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri í Glaumbæ, þegar fréttamaður innti hana eftir torkennilegu húsi sem risið hafði á lóð safnsins fyrir skömmu. Undirbúningur að viðgerð baðstof- unnar hófst í haust. Þá var tekið til allt torf sem þarf í bygginguna og bíð- ur það notkunar á lóð safnsins. Enn fremur var byggt bráðabirgðahús yfir baðstofuna sem gerir mögulegt að vinna við hana í vetur enda er áætlað Bráöabirgðahús sem er byggt yfir baðstofuna í Glaumbæ gerir kleift að vinna viö viðgeröir í allan vetur. DV-mynd Örn að öllum framkvæmdum verði lokið áður en ferðamannastraumur hefst í vor. Auk þess að skipta um atlt torf i baðstofunni þarf að endurnýja ein- hveija grindaviði. Þótt baðstofan sé ekki stór bygging, 12x4 metrar að góltfleti, er þarna um kostnaðarsama viðgerð að ræða. Áætlar Sigríður að viðgerðin muni kosta um 8 milljónir króna. Af þeirri upphæð mun Þjóðminjasafn Islands greiða í það minnsta helminginn á móti sveitarfélögunum tveimur í Skagafirði. Segja má að þessi aðgerð sé upphaf viðgerðarátaks á Glaum- bæjarbænum. Næsta haust er ætlunin að gera við svokallaða Bláustofu sem er eldri sparistofa bæjarins. -ÖÞ gjalda. Með tilkomu nýs fjölnota íþrótta- húss á Stöðvarfirði nú í byrjun næsta árs hættir samkomuhús staðarins, frægt ballhús, að þjóna hlutverki sínu sem samkomuhús og aðstaða til íþróttakennslu. Húsið hentar einkar vel sem menningarmiðstöð og kennsluhúsnæði fyrir myndlistaskóla. Samkomuhús Stöðvarfjarðar er eitt elsta uppistandandi samkomuhús á Austurlandi, reist í sjálfboðavinnu árið 1937 og þjónaði Stöðfirðingum sem kennslu- og samkomuhúsnæði um áratuga skeið. Húsið hefur gegnt miklu menningarsögulegu hlutverki og er það von manna að svo megi áfram verða. Miðað við að Stöðvar- hreppur leggi skólanum til húsnæðið eins og það er í dag má gróflega reikna með að stofnkostnaður við skólann verði um 10.000.000. -GH Nokkrir GSM símar ^ ofundnir ■ K.'. omnonf OCR/I k.'. Ur, Þú eignast GSM síma ef þú finnur bronsbaun í kaffipakka frá Kaaber. Kíktu í þakkal. > KaaberKqffi Lelktu þér á Krakkavef Vfsis.is - It > • • i visir.is Notaðu visifingurinn! Nððu forskotl f viðsklptum ð VfsUs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.