Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 32
Vimiingstölurlaugardaginn: 25.1 19 Fjðldi vinninfl 1. 5 af 5 4. 3 af 5 Jókertölur vikumiar: FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Innbrot um hátíðarnar Fjöldi innbrota var tilkynntur til lögreglunnar í Reykjavík um hátíð- * amar. Mest var um innbrot í bíla en lögreglan hafði hendur i hári fjög- urra unglingsdrengja snemma í gærmorgun í Bústaðahverfi eftir að þeir höfðu brotist inn í nokkra bíla. Þeir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í gærdag og sleppt að yfirheyrslu lokinni. Þeir voru undir áhrifum áfengis en ætluð fikniefni fundust í fórum þeirra. -hól Jólahátíð í ró og friði DV, Selfossi: Jólahelgin fór vel fram sunnan- lands. Hjá lögregluembættunum í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu voru menn sam- mála um að jólahátíðin hefði verið friðsæl. Á öllu svæðinu var einstök veðurblíða alla dagana. Færð um Suðurland var prýðisgóð yfir jólin, þó var hált á aðalvegum. Að sögn Alexanders Alexanderssonar á Klaustri voru einu útköllin hjá lög- reglunni í V-Skaftafellsýslu vegna hálkunnar þar sem þurfti að draga bfla upp á veginn. ' Hjá lögreglunni i Rangárvalla- og Árnessýslu var svipaða sögu að segja - allt i friði jólanna. -NH Snjóflóð í Súðavíkurhlíð Snjóflóð féll i Súðavíkurhlíð í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að vegurinn milli Súðavíkur og ísa- fjarðar lokaðist. Ráðist var í að ryðja veginn snemma í gærmorgun og gekk verkið vel. Lögreglan á ísa- firði sagði snjóflóðið ekki hafa kom- ið mikið á óvart þar sem mikill skafrenningur hefur verið og klaki í fjöliunum svo snjórinn nær engri festu. Ekkert tjón varð. -hól Hættaá hryójuverkum Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu þess efh- is að vara bandaríska ríkisborgara, sem eru á ferðalagi erlendis, við hryðjuverkum. í tilkynningunni stend- ur að þeim beri að halda vöku sinni um áramótin og fram í miðjan janúar vegna hættu á hryðjuverkum. Rök- studdur grunur er um að hryðjuverka- menn hafi lagt á ráðin um illvirki og er þeim hættast sem sækja Qölmennar samkomur um áramótin. DV hafði samband við lögregluna á Keflavíkur- æi flugvelli vegna þessa en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hafa engar varúðarráðstafanir verið gerðar. -hól Leikararnir Pálmi Gestsson, Stefán Karl Stefánsson og Elín Edda Arnadóttir búningahönnuður skála glöð í bragði við Hilmi Snæ Guðnason, sem sést lengst til vinstri, eftir frumsýningu á Gullna hliðinu í Pjóðleikhúsinu i gærkvöld. DV-mynd HH Heyrði þakið fara „Hér liggja stærðartré á víð og dreif, mörg aldargömul tré liggja á jörðinni. Fæst þök eru f lagi og víða eru þau fokin.,“ sagði Guðmundur Helgason, sendiráðunautur hjá sendi- ráði íslands í París, í samtali við DV. Hann býr ásamt konu sinni og ung- um börnum þeirra i bænum Chatou, skammt frá Versölum, þar sem óveðr- ið var verst á Parísarsvæðinu í fyrr- inótt og morgun. í Frakklandi einu fórust a.m.k. 19 manns í óveðrinu, flestir þeirra voru í bílum sem tré féllu á. Rúmir tveir tugir fórust einnig í Bretlandi og víðar í þessu óveðri. „Ég vaknaði um fimmleytið og þóttist þá heyra hvert stefndi. Mér tókst að koma bílnum mínum inn í skúr. í garðinum hjá okkur fuku þrjú tré um koll og þakið skemmdist, þó ekki alvarlega. Ég heyrði brothljóð hjá nágrönnunum þegar þakið var að fara hjá þeim. í morgun fór ég út til að athuga eig- ið hús og garö. Þegar ég fór að kaupa blöðin voru margar götur hér lokað- ar. Stór aldargömul tré lágu á jörð- inni. Rafmagns- og sfmalínur, sem eru ofanjarðar, lágu niðri. Það verður heilmikið starf að laga allt þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er svo miklu verra en mað- ur á von á - versta veður sem nokkurn tíma hefur komið hér. Nánar á bls. 8 -ótt Staöa seðlabankastjóra leysi ráðherramál Framsóknarflokksins: Finnur á leið í Seðlabankann - umsóknarfrestur um stöðu seðlabankastjóra rennur út síðdegis „Ég fæ umsóknimar í hendur klukkan 16 í dag þegar umsóknar- frestur rennur út. Þá hef ég boðað bankaráðsfund fyrir hádegi á morg- un þar sem farið verður yfir um- sóknirnar,“ sagði Ólafur G. Einars- son, formaður bankaráðs Seðla- bankans, í gærkvöld þar sem hann sat í jólaboði líkt og flestir ráða- menn í Framsóknarflokknum. Sam- kvæmt heimildum DV er það ætlan stjórnarflokkanna og forystu Fram- sóknarflokksins að Finnur Ingólfs- son iðnaðar- og viðskiptaráðherra setjist í stól seðla- bankastjóra. Þar með leysist ráð- herravandi Framsóknar- flokksins. „Finnur verð- ur seðlabanka- stjóri og þar með verður fleira en eitt vandamál Framsóknar- flokksins úr sögunni. Þetta er nýjasta vendingin í málinu og hún mun vissulega koma á óvart þegar hún verður kunngjörö," sagði óbreyttur framsóknarmað- ur sem er vel kunnugur innvið- um flokksins en vildi ekki láta nafns síns getið. „Páll Péturs- son félagsmála- ráðherra fer hvergi þannig að formaður Framsóknar- flokksins verð- ur að fórna öðr- um ráðherra. Halldór Ás- grímsson svíkur ekki loforð sitt við Valgerði Sverrisdóttur um að hún verði ráðherra um árarnót," sagði einn af þingmönnum flokksins í gær. Annar kaus að orða það sem svo: „Þetta er búið að vera mikið jólastress en niðurstaðan liggur fyrir. Forystan er í úlfakreppu. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig.“ Páll Pétursson félagsmálaráð- herra vildi í gærkvöld ekk- ert tjá sig um stöðu sína en flokksmenn sem honum standa nærri fullyrtu að engin leið væri til þess að foryst- Harður árekstur varð á gatna- mótum Hörgárbrautar og Hlíðar- brautar á Akureyri á sjöunda tim- anum í gærkvöld. Einn farþegi var færður á sjúkrahús vegna höfuðá- verka en það blæddi úr höfði hans. Ökumenn sluppu ómeiddir en báð- an hróflaði bótalaust við honum. Hjálmar Árnason, þingmaður Fi-amsóknarflokksins í Reykjanesi, sagði í gærkvöld: „No comment, no comment, no comment, ég er að sinna mínu fólki og jólunum." Það sama var upp á teningnum á heim- ili formanns flokksins, svo og hjá Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra sem samkvæmt heimildum DV. Meðal umsækjenda um starf seðlabankastjóra er Már Guð- mundsson aðalhagfræðingur Seðla- banka íslands. -EIR/-rt ar bifreiðarnar urðu óökufærar og voru færðar af vettvangi. Lögregl- an á Akureyri sagði hálku hafa verið á götum og annar ökumaður- inn hefði ekið í veg fyrir hinn með þeim afleiöingum að bifreiðamar skullu saman. -hól Páll Pétursson. Höfuðáverkar viö árekstur Veðrið á morgun: Léttskýjað austanlands Vestanátt verður á morgun, 5-8 metrar á sekúndu, en suðlægari vestan til undir kvöld. Slydduél verða og hiti 0-3 stig vestan til en léttskýjað og vægt frost um landið austanvert. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.