Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 5
20 + 21 Sport MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 DV DV Sport gjjíj iHGIAMD A-deild Coventry - Arsenal ........3-2 1-0 McAllister (7.), 2-0 Hadji (41.), 2-1 Ljungberg (68.), 3-1 Keane (72.), 3-2 Suker (86.) Derby - Aston Villa........0-2 0-1 Boateng (68.), 0-2 Taylor (78.) Everton - Sunderland ......5-0 1-0 Hutchison (16.), 2-0 Hutchison (26.), 3-0 Jeffers (41.), 4-0 Pembridge (61.), 5-0 Campbell (72.) Leeds - Leicester..........2-1 0-1 Cottee (9.), 1-1 Bridges (29.), 2-1 Bowyer (45.) Manchester Utd - Bradford . . 4-0 1-0 Fortune (75.), 2-0 Yorke (79.), 3-0 Cole 87.), 4-0 Keane (88.) Newcastle - Liverpool .....2-2 1-0 Shearer (12.), 1-1 Owen (32.), 1-2 Owen (52.), 2-2 Ferguson (64.) Sheffield W. - Middlesbro ... 1-0 1-0 Atherton (28.) Southampton -Chelsea.......1-2 0-1 Flo (18.), 0-2 Flo (43.), 1-2 Davies (80.) Tottenham - Watford........4-0 1-0 Ginola (28.), 2-0 Iversen (34.). 3-0 Sherwood (56.), 4-0 Sherwood (83.) Wimbledon - West Ham.......2-2 1-0 Hermann (33.), 1-1 Sinclair (45.), 1-2 Lampard (81.), 2-2 Ardley (85.) Leeds 19 14 2 3 34-20 44 Manch. Utd 18 13 3 2 48-23 42 Sunderland 19 11 4 4 33-22 37 Arsenal 19 11 3 5 34-20 36 Liverpool 19 10 4 5 28-16 34 Tottenham 18 9 3 6 30-22 30 Leicester 19 9 2 8 27-26 29 Everton 19 7 6 6 33-28 27 Chelsea 17 8 3 6 23-18 27 Middlesbro 19 8 3 8 23-26 27 West Ham 18 7 5 6 21-20 26 Aston Villa 19 7 4 8 18-20 25 Coventry 19 6 6 7 26-22 24 Wimbledon 19 4 10 5 30-32 22 Newcastle 19 5 5 9 30-34 20 Southampt. 18 4 5 9 21-29 17 Bradford 18 4 4 10 15-29 16 Derby 19 4 3 12 16-31 15 Watford 19 3 2 14 14-40 11 Sheff. Wed. 18 2 3 13 16-42 9 B-deild: Birmingham - Sheffield Utd .... 0-2 Blackburn - Nottingham For. .. 2-1 Charlton - Crystal Palace ...2-1 Crewe - Huddersfield...........1-1 Fulham - Ipswich ..............0-0 Grimsby - Barnsley............0-3 Norwich - QPR .................2-1 Port Vale - Bolton.........frestað Stockport - Wolves ...........3-2 Swindon - Portsmouth...........1-1 Walsall - Tranmere.............1-2 WBA - Manchester City..........0-2 Man. City 24 15 3 6 37-19 48 Huddersf. 24 14 5 5 43-24 47 Charlton 23 13 5 5 40-25 44 Ipswich 24 12 7 5 40-26 43 Barnsley 23 13 3 7 45-35 42 Stockport 24 11 7 6 31-32 40 Fulham 24 8 12 4 24-18 36 Norwich 23 9 7 7 23-21 34 QPR 24 8 9 7- 33-30 33 Blackburn 23 8 9 6 29-23 33 Tranmere 24 9 5 10 34-35 32 Birmingh. 23 8 8 7 33-27 32 Wolves 23 8 8 7 27-24 32 Bolton 23 8 7 8 32-27 31 Sheff. Utd 24 7 6 11 29-39 27 Crewe 24 7 6 11 24-31 27 Cr. Palace 24 6 8 10 31-38 26 Grimsby 24 7 5 12 24-41 26 WBA 24 5 11 8 23-29 26 Nott. For. 24 6 7 11 25-29 25 Port Vale 23 5 8 10 26-31 23 Portsmouth 24 5 8 11 26-37 23 Walsall 24 4 7 13 22-39 19 Swindon 24 3 9 12 17-38 18 Hermann var hissa Hermann Hreiðarsson sagði viö fréttavef- inn Teamtalk að hann hefði verið hissa á hve róleg jólaveisla leikmanna Wimbledon var. Frægar drykkju- og svallveislur þeirra heyrðu greinilega sögunni til, leikmenn fé- lagsins kynnu sér greinilega hóf því allir hefðu verið farnir heim klukkan 11. -VS Hoddle til Aston Villa? Forráðamenn Aston Viila eru sagðir hafa augastað á Glenn Hoddie, fyrrum landsliðs- þjáifara Englendinga, í stjórastarfið hjá Villa í staö John Gregorys. Rætt hefur verið um aö ef Villa tapar fyrir West Ham í deildabikam- um verði Gregory rekinn og Hoddle ráðinn í hans stað. -GH Leeds vill Bierhoff Leeds United er að reyna að krækja í þýska framherjann Oliver Bierhoff sem leikur með AC Milan á Ítalíu. David O’Leary, stjóri Leeds, hefur í þrígang gert tilraun til að fá Bierhoff og hann er nú sagður tilbúinn að greiða 730 milljónir fyrir þennan 31 árs gamla leikmann. -GH Vilja halda Robson Forráðamenn Newcastle vilja gera nýjan samning við knattspymustjórann Bobby Rob- son sem gildir tii ársins 2002. Robson, sem verður 67 ára gamali í febrúar, hefur tekist aö hleypa nýju lffi i leik Newcastle eftir að Ruud Gullit var rekinn og stjómarmenn félagsins eru mjög ánægðir með siörf hans. -GH Chelsea braut blað Chelsea braut blað í sögu ensku knatt- spymunnar í gær en allir í byrjunarliðinu voru útlendingar. „Ég hugsaði ekki út í þetta. Við erum enskt lið með Englendinga og er- lenda leikmenn innanborðs og það skiptir ekki .máli hverjir spila, svo framarlega sem menn skilja hver annan,“ sagði Vialli. -GH Phillips markahæstur Kevin Phillips, Sunderland, er markahæst- ur í ensku A-deildinni. Hann hefur skorað 18 mörk. Alan Shearer, Newcastle, og Andy Cole, Man. Utd, koma næstir meö 13 mörk og þeir Michael Bridges, Leeds og Dwight Yorke, Man. Utd, hafa skorað 11 mörk. -GH Enn styrkist Snæfell Úrvalsdeiidarlið Snæfells í körfuknattleik hefur gengið frá samningi við bandaríska framherjann Robert Patrick McKinley. Hann er með írskt vegabréf, 1,92 m hár, kemur frá State University háskólanum í New York og er þriðji útlendingurinn í röðum Hólmara. -GH 1. deildar lió Selfyssinga í körfu- knattleik hefur fengið til liðs við sig Bandaríkjamanninn Leon Perdue. Hann er bakvörður sem kemur frá Pheiffer-háskólanum en hann lék með Selfyssingum fyrir nokkrum árum. Darren Anderton, enski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu hjá Totten- ham, hefur verið orðaður viö þrjú ítölsk stórveldi. Það eru Inter Milano, Roma og Lazio sem sögð eru á hælun- um á j)essum sterka kantmanni. Á dögunum var rætt um aö hann væri jafnvel á fbrum til Manchester United til að vera þar varamaður fyrir Dav- id Beckham. Dimitri M’Buyu, gamalkunnur belg- iskur markaskorari, er tekinn viö þjálfun knattspyrnuliðsins Geel sem Guðmundur Benediktsson leikur með. Hann tekur við af Vic Keers- maekers sem hætti með liðiö fyrir jólin. Walther Smith skrifaöi í gær undir nýjan samning sem framkvæmda- stjóri Everton til tveggja ára og fékk siðan góðan bónus, 5-0 sigurinn á Sunderland. Danmörk sigraði Austurríki, 24-23, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu hand- knattleiksmóti karla í Sviss í gær. Danir leika sem kunnugt í riðli meö íslendingum i úrslitakeppni EM í Króatíu í næsta mánuði en á þessu móti eru þeir án allra leikmanna sinna sem spila í Þýskalandi, og mun- ar um minna. Washington sigraði Houston, 103-92, í NBA-deildinni í körfubolta i gær- kvöld. Þessi leikur er ekki i stöðunni á bls. 23 þar sem önnur úrslit jólanna í NBA er aö fínna. Mitch Richmond skoraði 27 stig fyrir Washington og Rod Strickland og Jahidi White 15 hvor. Steve Francis skoraði 21 stig fyrir Houston og Walt Williams 20. -GH/VS Leeds heldur enn toppsætinu í ensku A-deildinni en liðið hefur tveggja stiga forskot á Manchester United eftir leiki gærdagsins. Bæði lið unnu sína leiki í gær og í uppsiglingu gæti orðið einvígi þessara liða úr Norður-Englandi um Englandsmeist- aratitiiinn því Arsenal og Sunderland töpuðu bæði leikjum sínum og Liver- pool náði aðeins einu stigi i viðureign sinni gegn Newcastle. Leeds lenti undir gegn Leicester en það sló toppliðið ekki út af laginu frek- ar en áður á þessu tímabili. Michael Bridges jafnaði rétt fyrir leikhlé og og Lee Bowyer skoraði sigurmarkið en sigur Leeds hefði getað orðið mun stærri. Arnar Gunnlaugsson sat allan tímann á bekknum hjá Leicester. Fortune kom United á bragðið Stuðningsmenn Manchester United voru orðnir mjög órólegir í leiknum gegn nýliðum Bradford. Staðan var markalaust allt þar til korter var til leiksloka en þá brast sttílan. Alex Ferguson skellti Andy Cole og Dwight Yorke inn á og það var ekki að sökum að spyrja, meistararnir skoruðu 4 mörk á lokakaflanum. Suður-Afríku- maðurinn Quinton Fortune kom United á bragðið í sínum fyrsta leik fyrir United og á eftir fylgdu mörk frá Yorke, Cole og fyrirliðanum Roy Kea- ne. David Beckham lék ekki með United vegna meiðsla í nára. Arsenal tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni þegar liðið beið lægri hlut í bráðfjörugum leik í Coventry, 3-2. Heimaliðið komst í 2-0 og 3-1 en þung pressa Arsenal undir lokin dugði ekki til að ná stigi. Reid fékk óblíðar móttökur Nýliðar Sunderland sem hafa komið aiira liða mest á óvart á leiktíðinni fengu harkalega magalendingu á Goodison Park, gamla heimavelii stjóra síns, Peter Reid. Everton tók ekki vel á móti sínum gamla leik- manni og tók nýliðana í bakaríið. Heimamenn réðu lögum og lofum og áður en yfir lauk höfðu heimamenn skorað fimm sinnum gegn engu marki Sunderland. Don Hutchison skoraði tvö markanna. Kærkominn sigur hjá Wednesday Leikmenn Sheffield Wednesday fengu kærkomna jólagjöf en þeim tókst að innbyrða sigur á Middies- brough með marki Peters Athertons en þetta var aðeins annar sigur Wed- nesday á tímabilinu. Atherton tók sæti Brasilíumannsins Emersons Thome, sem seldur var til Chelsea fyrir jólin, og þakkaði fyrir það með þvi að skora sigurmarkið í fyrri hálfleik. Tottenham náði heldur betur að rétta hlut sinn eftir háðulega útreið gegn Newcastle í bikarkeppninni fyrir jólin. Tottenham fékk nýliða Watford í heimsókn og átti ekki í vandræðum með að innbyrða öruggan sigur, 4-0. Jóhann B. Guðmundsson lék síðari hálfleikinn fyrir Watford, kom inn á fyrir sóknarmanninn Michael Ngo- nge.. „Ég var mjög ánægður með lið mitt í dag. Menn voru einbeittir, bar- áttuglaðir og ætluðu sér ekkert annað en sigur,“ sagði Gianluca Vialli, stjóri Chelsea, eftir sigur manna sinna á Southampton. Norðmaðurinn Tore Andre Flo skoraði bæði mörk Chelsea í fyrri hálfleik en Kevin Davies tókst að laga stöðuna fyrir heimamenn 10 mínútum fyrir leikslok. Þetta voru kærkomin þrjú stig fyrir Chelsea sem fyrir leikinn hafði aöeins fengið 5 stig úr síðustu átta leikjum. Keegan sá Owen skora tvö Michael Owen er hægt og bitandi að nálgast sitt besta form en hann skor- aði bæði mörk Liverpool sem gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fjörugum leik. Kevin Keegan landsliðsþjálfari var á meðal áhorfenda og hann gladd- ist yflr frammistöðu Owens í leiknum. Hermann skoraði gegn West Ham Hermann Hreiðarsson opnaði markareikning sinn hjá Wimbledon þeg- ar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn West Ham. Hermann skoraði fyrsta mark leiksins meö skalla eftir hornspymu en hann lék allan leikinn í vörn Wimbledon. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálf- leik en duttum aðeins niður í þeim síð- ari. Það vantaði sterka menn í liðið og ég er því sæmilega sáttur við stigið," sagði Egil Olsen, stjóri Wimbledon, eft- ir leikinn. -GH/VS Stoke nálgast efstu liðin Stoke dró á efstu lið ensku C- deildarinnar í knattspyrnu í gær með 1-2 útisigri á Blackpool. Stoke er áfram í 9. sæti en er nú aðeins þremur stigum frá því að komast i hóp sex efstu. Sigursteinn Gíslason var í byrj- unarliði Stoke en Einar Þór Daní- elsson kom inn á fyrir hann á 57. mínútu. Preston geröi 0-0 jafntefli í Wrex- ham og datt niður í þriðja sæti. Bjarki Gunnlaugsson fór af velli hjá Preston 14 mínútum fyrir leiksiok. Ivar Ingimarsson lék allan leik- inn með Brentford sem vann Bristol City, 2-1, og er áfram í toppbarátt- unni. Wigan er með 48 stig, Bristol Rovers 47, Preston 46, Millwall 42, Gillingham 41, Bumley 40, Notts County 38, Brentford 37 og Stoke 37 en Stoke á leik til góða á Brentford, Notts County og Millwall. -VS Óvíst með Brynjar Guðjóni Þórðarsyni og félögum hjá Stoke tókst ekki að ná samningum við Örgryte um kaup á Brynjari Bimi Gunnars- syni í tæka tíð fyrir jólin. Samkvæmt upplýsingum blaðsins Sentinel var það fyrst og fremst vegna áhuga þýskra og ítalskra félaga. Stoke mun þó halda áfram að reyna að krækja í Brynjar og þar geta ráðið úrslitum gott gengi Brynjars með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðjóns. Stefan Allback, þjálfari Örgryte, sagði á heimasíðu sænska félagsins að hann hefði ekki mikla trú á að Brynjar færi til Stoke enda væri það skref aftur á bak á ferli hans að fara í ensku C-deildina. -VS Paul Scholes og félagar í Manchester United skoruðu fjórum sinum á lokakaflanum gegn Bradford og sigruðu, 4-0. Hér sækir Scholes að fyrrum leikmanni United, Lee Sharpe, sem nú er lykilmaður í liði Bradford. Reuter nýárskveðjur... Stærsti körfuboltamaður heims Körfuboltaliö frá grann- og fjandríkjunum Norður- og Suður- Kóreu mættust í fyrsta skipti um helgina þegar norðanmenn komu í heimsókn með úrvalslið karla og kvenna. Karlalið hinnar ein- angruðu Norður-Kóreu vann öruggan sigur, 86-71, en þar var fremstur í flokki stærsti körfuboltamaður heims. Sá heitir Ri Myong Hun og er 2,35 m á hæð. Suður-Kórea vann kvennaleikinn, 86-84. Þetta var fyrsta íþróttaheimsókn norðanmanna til nágrann- anna í átta ár. -VS WBA og Walsall lágu heima Tvö íslendingaliðanna léku í ensku B-deildinni í gær og töpuðu bæði á heimavelli. WBA lá fyrir Manchester City, 0-2, og lék Lárus Orri Sigurðsson allan leikinn með WBA. Walsall tapaði, 1-2, fyrir Tranmere. Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson lék síðasta korterið með Walsall en Bjarnólfur Lár- usson sat á bekknum. Leik Bolton við Port Vale var frestað vegna vallarskilyrða hjá Port Vale. -VS Lið aldarinnar í Hveragerði Lið aidarinnar í íslenskum körfubolta, sem verð- ur tilkynnt í dag, mætir Hamarsmönnum í Hvera- gerði á miðvikudagskvöldið klukkan 20. Allur ágóði af leiknum rennur til styrktar LAUF, Landsambandi áhugafólks um flogaveiki. Það eru bæjarstjórn Hveragerðis og LAUF sem standa að leiknum í sam- einingu. -VS Smertin sá besti Rússneskir íþróttafréttamenn hafa út- nefnt Alexei Smertin, miðvallarleik- menn Lokomotiv Moskva, sem knatt- spyrnumann ársins. Valery Karpin hjá Celta varð annar og Andrei Tikhonov leikmaður Spartak Moskva varð þriðji. -GH Enska knattspyrnan í gær: Everton í ham - skellti Sunderland, 5-0, - Leeds efst - United skoraði 4 á síðasta korterinu - Hermann skoraði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.