Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 8
24 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Framtíð Eiðs um að hann á eftir að verða frá- bær knattspyrnumaður þegar fram í sækir. Það hefur verið mjög gam- an að sjá til hans undanfarna mán- uði og sjá hvað hann hefur verið að gera hérna í Bolton þannig að það er engin spurning að hans leið er upp á við og framtíðin mjög björt. Það tók tíma fyrir hann að komast í líkamlegt og andlegt form. Með auknu þreki og sjálfstrausti er hann sífellt að bæta sig og hefur verið okkar aðalsóknarmaður og hefur réttilega hlotið mikla athygli fyrir það. er björt Hann er orðinn nokkurra millj- óna punda virði og ég tel líklegt að hann verði dýrasti íslenski fót- boltamaðurinn þegar hann verður seldur. Ég vona að við getum hald- ið honum hér sem allra lengst en það stefnir allt í það að hann færi sig um set þegar líður að vori eða kemur fram á sumar,“ sagði Guðni Bergsson. -ÍBE Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen, félagarnir hjá Bolton, ásamt einum íslenskum í viðbót. DV-mynd Iris B. Eysteirisdóttir ^ Eiður Smári Guðjohnsen á bjarta framtíð fyrir höndum: Astríðan fram yfir peningana Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem leikur með B-deildarliði Bolton hefur vakið mikla athygli í Englandi að undan- fómu. Stórliðið Derby County hefur sýnt honum mikinn áhuga og hafn- aði Bolton nú síðast tæplega 500 milljón króna tilboði í leikmanninn. Eiður var ekki lengi að sýna að það var rétt ákvörðun því í næsta bikar- leik gegn Wimbledon sólaði hann 4 leikmenn áður en hann setti bolt- ann í netið og hækkaði fyrir vikið í verði um milljón pund, að sögn Sams Allardyce, stjóra Bolton. „Það er gaman þegar verið er að skrifa að ýmis lið hafi áhuga og séu að fylgjast með, en maður getur ekk- ert látið það hafa of mikil áhrif á sig, annars kemur það náttúrlega niður á fótboltanum,“ sagði Eiður er blaðamaður DV hitti hann í Bolton rétt fyrir jól. „Ég komst vel í gegnum undir- búningstímabilið. Þetta er búið að ganga upp og ofan hjá okkur en við erum vel spilandi lið og ég tel það henta mér vel og svo erum við að spila með Guðna (Bergsson) sem mænu liðsins fyrir aftan okkur. Ég var búinn að vera frá í lengri tíma vegna meiðsla. Ég er búinn aö ná mér eins mikiö og ég get náð mér. Ég finn stundum fyrir stífleika en það er ekkert sem háir mér þeg- ar ég er að æfa og spila,“ sagði Eið- ur sem fótbrotnaði í drengjalands- liðsleik í mai 1996 og var frá keppni í rúm tvö ár. Hef spilað ágætlega síðan Allardyce kom Allardyce var nýlega ráðinn knattspymustjóri Bolton en hann hefur mikla trú á Eiði Smára. „Ég hef spilað ágætlega síðan hann kom. Það sem vantar aðeins hjá mér er að klára færin. Ef ég á að kallast topp- senter þá á ég að vera búinn að skora fleiri mörk, en jafnframt hef- ur hann gefið til kynna að ég geri meira fyrir liðið heldur en bara að skora, ég skapi fleiri færi en aðrir sóknarmenn gera og ég hugsa að hann sé bara þokkalega ánægður með mig,“ sagði Eiður sem hefur skorað 6 mörk i deildinni og 5 í bik- armótunum. Eiður Smári hefur tekið stans- lausum framförum frá því hann náði sér eftir meiðslin og hefur trú hans á sjálfum sér aukist um leið. „Þegar vel gengur verður sjálfs- traustið betra. Einn stærsti hlutinn í að ná árangri er að hafa sjálfs- traustið í lagi. Eftir meiðslin og allt sem gekk á þurfti ég aö fara heim og spila og koma mér aftur af stað og þá var sjálfstraustið náttúrlega í lágmarki en þegar vel er skrifað um mann í blöðin og maður finnur það að maður spilar samkvæmt eigin getu þá fer það síhækkandi," sagði Eiður sem hefur skýr markmið fyr- ir framtíðina. „Mig langar að geta horft til baka á ferilinn og hugsað að ég sé búinn að ná því besta út úr sjálfum mér og ferlinum og að það sé kannski talað um mig sem góðan knattspyrnu- mann.“ Lifi góðu lífi en fer ekki út í öfgar Eiður er aðeins 21 árs en er samt búinn að vera atvinnumaður í 5 ár. Hann lék með PSV í Hollandi fyrir meiðslin og byrjaði því snemma að vinna sér inn háar peningaupphæð- ir. „Peningar skipta ekki mestu máli, en það er alltaf gott að hafa þá. Viss hluti af lífinu verður auðveld- ari ef maður er með peninga í hönd- unum, en ég ætla nú ekki að segja að þeir séu það mikilvægasta. Ég myndi alltaf taka ástríðuna fyrir fótbolta fram yfir peninga. Ég byrjaði frekar ungur i þessu. Núna, eftir að ég er kominn með fjölskyldu og barn er ég farinn að passa miklu meira upp á í hvað ég eyði peningunum og reyni að fara skynsamlega með þá. Þegar ég var yngri spáði ég minna i hvað ég eyddi. Ég keypti hús og bíl hérna og þarf að vera með allt á hreinu og svo er viss sparnaður í gangi líka. Maður lifir bara góðu lífi en það fer ekkert út í öfgar. Ég vil að fjölskyld- an og fólkið í kringum mig hafi það gott. Einn tilgangurinn í þessu er að safna svo miklum peningum að maður þurfi ekki aö hafa áhyggjur af því eftir knattspyrnuferilinn og geti þá gert það sem mann langar til,“ sagði Eiður. Eiður býr með Ragnhildi Sveins- dóttur og saman eiga þau soninn Svein Aron og líður þeim afar vel í Bolton. „Fjölskyldan, kærastan min, sonur minn og að skora mörk gerir mig hamingjusaman. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er þegar ég er á vellinum og horfi upp i stúku og sé þau vinka mér. Ég hugsa að kærastan myndi lýsa mér með því að segja að ég væri latur, en samt ekki alltaf. Hún myndi ör- ugglega líka segja að ég væri tilfinn- ingaríkur. Ég hef mínar skoðanir á ýmsum hlutum, er ekki beint Eiður Smári í nærmynd Aldur: 21 árs. Fjölskyldu- hagir: Kærastan heitir Ragnhild- ur Sveinsdóttir og sonurinn Sveinn Aron. Hvað er best við að búa í Englandi? Fjölskyldan, fótbolt- inn og „Match of the day.“ Hvers saknarðu mest frá íslandi? Fjölskyldu, vina og malts! Helstu kostir sem persóna: Ákveðinn. Einhverjir ókostir: Latur, eigingjarn. Ef þú hefðir ekki orðið at- vinnumaður, hvað þá? Hef ekki hugmynd. Ferillinn: Hef leikið fyrir ÍR, Val, PSV, KR og Bolton. Besti félaginn í Bolton og af hverju? Mark Fish er skemmtilega ruglaður og svo Guðni Bergs því hann er íslend- ingur og er mér sem foðurí- mynd. Þínir helstu kostir sem fót- boltamaður: Sterkur með bolt- ann á tánum, hlaup án boltans og skapa tækifæri. Hverju gætirðu verið betri í sem knattspyrnumaður? Að verjast, skalla og tækla. Fyrir hvað ertu þekktur hjá áhorfendum? Markið á móti Wimbledon, skemmtilega takta og að klikka á dauðafær- um. Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur leikið með? Ron- aldo. Erfiðasti mótherjinn: Marcel Desailly. Hver er besti íslenski knattspymumaðurinn í dag? Arnór Guðjohnsen. En efnilegasti? Kolbeinn Sigþórsson (bróðir Andra). Hverjir fara upp í A-deild- ina í Englandi? Huddersfield, Blackburn og Charlton. Uppáhaldslið og leikmaður á yngri ámm: Tottenham og Amór Guðjohnsen. Neyðarlegasta atvikið úr boltanum: Öll dauðafærin sem ég hef klikkað á. -ÍBE sjálfselskur en passa vel upp á sjálf- an mig, mest fótboltans vegna, því fótboltinn kemur mikið niður á sjálfum mér. Ég er mjög ákveðinn í hlutum sem ég tek mér fyrir hendur og ágætlega rómantískur,” sagði Eiður sem er sonur hins fræga knattspyrnumanns Arnórs Guð- johnsens. „Pabbi hafði engin svakaleg áhrif á mig viðvíkjandi knattspymu. Ég var með boltann á tánum nánast frá því ég fæddist. Ég ætlaði mér alltaf að verða knattspyrnumaður eins og pabbi, og það hafði óbeint áhrif. Báðir foreldrar mínir leyfðu mér al- gjörlega að gera það sem ég vildi og það var bara eitt sem mig langaði til og það var að verða knattspymu- maður. Þegar ég var 11-12 ára skildu þau og ég bjó hjá mömmu á unglingsárunum en ég var mikið í sambandi við pabba. Ég hef ekkert fengið nema stuðning frá foreldrum mínum, bæði í gegnum knatt- spyrnuferilinn og lífið í heild,“ sagði Eiður. ísland skipar sérstakan sess í lífi Eiðs enda saknar hann fjölskyld- unnar töluvert. „Það er alltaf gaman að koma heim til íslands í sumarfrí- um,“ sagði Eiður Smári að lokum. -ÍBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.